Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Vel heppnaðir TónVest tónleikar í Styldáshólmi Síðastliðinn miðvikudag voru TónVest tónleikarnir haldnir í Stykkishólmi. Um er að ræða sam- starfsdag allra tónlistarskólanna sex á Vesturlandi. Samkoman fór að þessu sinni fram á Hótel Stykkis- hólmi, enda fjöldi þátttakenda svo mikill að ekki þótti annar staður hentugri. Þama komu saman tæp- lega 130 nemendur og 28 kennarar. I fallegu vetrarveðri komu full- trúar skólanna ffá Akranesi, Borg- arfirði, Dölum, Gmndarfirði og Snæfellsbæ til Stykkishólms. Gestir fóm að streyma strax upp úr klukk- an 10, en dagskrá dagsins hófst klukkutíma síðar með samæfingu á lögum ffá Affíku sem Martin Mark- voll stjórnaði, en hann útsetti einnig lögin. Þetta var sannkallað RISA-samspil þar sem þátttakend- urnir allir léku og sungu saman af hjartans list. Eftír pizzuveislu í hádeginu og upprifjun þess sem átti að spila vom haldnir opnir tónleikar sem hófust klukkan 14. Mikill fjöldi gesta mætti til að hlusta og sumir komnir langt að. Slíkt verður að teljast sér- lega ánægjulegt þar sem tónleikarn- ir vom haldnir á miðjum vinnudegi. Bæði stórir og smáir samspilshópar léku ffá öllum skólum og að auki hin nýstofnaða Trommusveit Snæ- fellsness. Hún er samstarfsverkefhi tónlistarskólanna í Grundarfirði og Stykkishólmi, hópur skipaður slag- verksnemendum skólanna og flytj- endur á aldrinum 7-75 ára. Síðast á efhisskránni var svo RISA-samspil- ið, sem tókst vel og eftír mikil fagn- aðarlæti varð hljómsveitin að end- urtaka armað lagið til að ffiða glaða og þakkláta áheyrendur. TónVest 2008 verður líklega haldið í Grund- arfirði á næsta skólaári. KH/ljósm. ÍHS Jóhanna Guömundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Stykkishólms. Dalamenn sækja um styrk í fram- kvæmdasjóð aldraðra Sveitastjórn Dalabyggðar hefur sótt um ríflega sextíu milljóna króna styrk í ffamkvæmdasjóð aldr- aðra tíl endurbóta á dvalarheimil- inu Silfurtúni. Heimihð á Silfur- túni var upphaflega byggt sem leiguíbúðir fyrir aldraða en gegnir í dag á margan hátt öðru hlutverki, eins og víða annarsstaðar hefur orðið raunin. Nú er þar rekin dag- vistun og hjúkrunarheimili fyrir aldraðra. Að sögn Gunnólfs Lárussonar, sveitarstjóra Dalabyggðar er húsið barn síns tíma sem þarf lagfæringa við. Töluvert þarf að laga innan dyra, byggja við og bæta aðstöðu starfsfólks. Aðspurður hvort Dala- menn myndu hætta við endurbæt- umar ef neikvætt svar bærist ffá framkvæmdasjóðnum sagðist Gunnólfur engu vilja svara um það á þessu stigi. „Ef sú yrði raunin verðum við einfaldlega að endur- skoða málin,“ sagði Gunnólfur. BGK Floti Vesuendinga minnkar A síðasta ári vom 282 skip og bátar í skipastól Vesturlands sam- tals 20.517 brúttótonn að stærð. Frá árinu áður hefur fækkað í flot- anum um 23 fley og í tonnum tahð hefur flotinn minnkað um 816 tonn. Fækkað hefur í öllum flokk- um skipa og báta á milli ára. Mest hefur opnum fiskibátum fækkað úr 159 í 144 á milli ára. Vélskipum hefur fækkað úr 140 í 133 og tog- urum fækkaði úr 6 í 5. Meðalaldur skipastólsins stendur hins vegar í stað á milli ára og er nú 22 ár. Með- alaldurinn hefur hins vegar verið að hækka á liðnum ámm því árið 1999 var meðalaldurinn 17 ár. Hæstur er meðalaldur togaranna eða 25 ár. Af einstökum höfnum má nefna að fjölgun varð í skipastólnum á Akranesi úr 55 í 58 á milli ára. Einnig fjölgaði á Amarstapa úr 11 í 12.1 öðram höfnum stóð fjöldinn í stað eða fækkaði. Mest fækkun varð í Olafsvík þar sem skip og bátar vom á síðasta ári 62 en árið áður var fjöldinn 74. HJ Það varþröngt setinn bekkurinn enda þurjti 130 manna hljómsveit ai komast ai aukjjölda áhorfenda og kennara semjýlgdi tónlistar- fólkinu. Eva Margrét meí dansarana Kristrúnu og Katrínu til sitthvorrar handar. Síðastliðinn laugardag var Sam- fés keppnin haldin í Laugardals- höll, en það er söngvakeppni fé- lagsmiðstöðva út um allt land sem heldur keppnina. Fulltrúi Vestur- lands í keppninni, Eva Margrét Ei- ríksdóttir, fulltrúi félagsmiðstöðv- arinnar Óðals og nemandi í Klepp- jámsreykjaskóla gerði góða hlutí í keppninni og varð í öðm sætí með lagið sitt Engill. Eva Margrét segir upplifunina ffábæra ffá keppninni og sérstaklega hafi verið gaman að syngja í höllinni, þar sem hljóm- burðurinn er jafn góður og raun ber vitni. Vinkonur hennar þær Kristrún Sveinbjörnsdóttir og Katrín Sigurðardóttir dönsuðu undir söng Evu Margrétar og skil- uðu þær sínu hlutverki með sóma. „Aður en ég steig á svið, spurði þul- urinn mig hvort ég myndi flytja ró- legt lag eður ei og þar sem ég jánk- aði því bað hann alla í salnum að kveikja á símunum sínum og halda á lofri. Laugardalshöllin var því upplýst af símum meðan ég fluttí lagið og stemningin alveg mögn- uð,“ segir Eva Margrét, að vonum kát með árangurinn. I fýrsta sætí í keppninni varð Herdís Rútsdóttir með lagið Heyr mína bæn, en Her- dís kemur ffá Hvolsvelli og keppti fýrir félagsmiðstöðina Tvistinn. I þriðja sæti í keppninni vom fulltrú- ar Þebu í Kópavogi. Dómarar í keppninni voru Friðrik Ómar söngvari, Lára Rúnarsdóttir tón- listarmaðtn, Óli Palli á Rás2, Biggi söngvari Ampop og Regína Ósk söngkona. KH Engar breyt- ingar hjá MS í Búðardal Sveitarstjómarmenn í Dala- byggð áttu fund með Guðbrandi Sigurðssyni forstjóra MS í Búð- ardal síðastliðinn þriðjudag. Þar kom ffam að engar breytingar væm fýrirhugaðar á starfsemi MS á staðnum, nema til hag- ræðis. Að sögn Gunnólfs Láras- sonar sveitarsjóra Dalabyggðar var nauðsynlegt að boða tíl þessa fundar út af öllum þeim flökku- sögum sem hafa verið á ferli um ffamtíð mjólkurstöðvarinnar. „- Þetta mjólkursamlag hér er komið tíl að vera og fer hvergi. Þetta er ein af grunnstoðum Mjólkursamsölunnar, sagði Guðbrandur forstjóri á fundin- um og verður svo áffam. Þær breytingar sem fýrirhugað er að fara í varðandi ostagerð og fleira em fjárfrekar og hafa því teldð meiri tíma en kannski var ráð- gert í upphafi. En heimamenn eiga í þessu fýrirtæki og geta haft þar áhrif ef þeir vilja og bara um að gera fýrir menn að standa vörð um þessa eign sína,“ sagði Gunnólfur Lárasson að lokum. BGK Upphitun fyrir stjómmálafrindi vorsins í gær, þriðjudag var efnt til opins stjómmálafundar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fundurinn var hður í dagskrá Opinna daga sem hófust í gærmorgun í skólanum. A fundinn mættu fulltrúar frambjóð- enda þeirra stjómmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi. Fluttu frambjóð- endur stutt ávörp og svöruðu síðan spumingum fundargesta. A annað hundrað manns sótti fundinn sem telja verður fýrsta ffamboðsfundinn fyrir kosningar til Alþingis sem fram fara þann 12. maí í vor. Á myndinni má sjá ffamsögu- menn flokkanna þá Valdimar Sigur- jónsson Framsóknarflokknum, Jón Bjamason Vinstri-grænum, Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki, Guð- bjart Hannesson Samfylkingunni og Kristinn H. Gunnarsson Frjálslynd- um sem er í ræðustól. Að baki hon- um er Kristján Elís Jónasson sem stýrði fundinum. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.