Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 gfflgSSUIMölSK] Bæjarráð Akraness vill formlegt umhverfismat í Grunnafirði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi hefur fyrir hönd bæjar- ráðs Akraness hvatt til þess að sem fyrst hefjist formlegt umhverfismat vegna hugsanlegrar vegagerðar við Grunnafjörð. Þetta kemur ffam í bréfi sem bæjarstjóri sendi ríkis- stjórn, þingmönnum Norðvestur- kjördæmis, sveitarstjórn Hvalfjarð- arsveitar og sveitarstjórn Borgar- byggðar. Með þessu bregst bæjar- ráð við því að vegagerð um Grunnafjörð var tekin af lista yfir hugsanlegar ffamkvæmdir á vegaá- ætlun áranna 2007-2018 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Það var samgönguráð sem lagði til að framkvæmdin yrði tekin af um- ræddum lista. Vegamálstjóri lagði til í samtali við Skessuhom á dög- unum að óformlegt mat færi fram á möguleikum vegagerðar á þessum stað. I bréfi bæjarstjóra segir að stytt- ing leiðar með vegagerð vestan Akrafjalls og um Grunnafjörð í framhaldi af tvöföldun Hvalfjarðar- ganga sé einhver hagkvæmasta vegagerð sem mögulegt er að ráð- ast í á Islandi enda kalli tvöföldun ganganna á þetta verkefhi. Þá segir að lagning vegarins stytti leiðina milli Akraness og Borgarness um 8 tílómetra og sveitarstjórnir allra aðliggjandi sveitarfélaga hefi marg- sinnis veitt vertínu jákvæða um- sögn og bent á að vegur um Grunnafjörð þurfi ektí að hafa áhrif á vatnastípti í firðinum „og þaðan af síður að hafa áhrif á dýra- líf af nokkru tagi nema á jákvæðan hátt“ eins og segir orðrétt í bréfinu. Þá er nefnt að spara megi yfir einn milljarð króna á ári með gerð vegarins auk mengunarminnkunar, tímasparnaðar, minnkun eldsneyt- isnotkunar og miklu betri legu veg- ar en nú er. Því skorar bæjarstjór- inn á samgönguráðherra, alþingis- menn, stípulagsyfirvöld og Vega- gerðina að taka gerð vegar á þess- um stað inn á áðurnefhda sam- gönguáætlun. I samtali við Skessuhorn segir Gísli hugmynd vegamálastjóra um óformlegt mat athyglisverða en hún eigi sér enga formlega stoð. Því sé eina rökrétta leiðin sú að gerð vegarins fari nú þegar inn á samgönguáætlun og framkvæmdin fái þar þá afgreiðslu sem lög kveða á um. Engin ástæða sé til þess að um þessa framkvæmd verði farið en aðrar þær ffamkvæmdir sem fjallað sé um í samgönguáætlun enda sé samstaða um málið í héraði. líj Gísli S. Þráinsson á hœsta fjalli Afrtku. Skagamaður á Kilimanjaro Hæsta fjall Affíku, Kilimanjaro í Tansaníu, hefur lengi verið eitt helsta aðdráttarafl fjallgöngu- manna. Arlega reyna um 15 þús- und manns að komast á topp þess og um 6 þúsund þeirra komast alla leið. A dögunum gekk Skagamað- urinn Gísli S. Þráinsson á fjallið í hópi Islendinga og Breta. Fjallið er 5.895 metrar að hæð og mjög áberandi þar sem það stendur eitt og sér í norðaustur hluta Tanzaníu og er reyndar hæsta fjall í heimi sem stendur eitt og sér. Þetta er ekki fyrsta fjallið í Afr- íku sem Gísli gengur á því í fyrra fór hann á topp Mount Kenya sem er annað hæsta fjall Afríku. Gísli segir Kilimanjaro ektí erfitt fyrir göngumenn líkamlega þar sem ekki þarf að klífa heldur er þetta aðeins ganga. Leiðin á toppinn er hins vegar erfitt súrefnislega og þeir sem við það glíma þurfa að vera með sterkt hjarta og góð lungu segir Gísli. Leiðin upp tók fjóra daga og var gist í tjöldum á leiðinni og gangan niður tók tvo daga. Við gönguna upp nutu Gísli og félagar aðstoðar 28 aðstoðarmanna og í hópnum voru meðal annars tveir mat- reiðslumenn þannig að Gísli segir að gárnungar nefni nú stundum að fjallgöngumenn séu bornir upp en það sé ekki rétt en hins vegar sé þjónusta við göngumenn mjög góð og geri þeim lífið léttara. Þeg- ar Gísli var á toppnum þanr. 16. febrúar var um 10 stiga frost. Gísli hefur um árabil starfað innan Björgunarfélags Akraness og er ritari stjórnar þess. Hann segir fjallgöngu skemmtilega áskorun og segist án efa eiga eftir að fara á fleiri fjöll þó ekkert sé ákveðið í því efni. HJ s I starfekyrmingu hjá lögreghumi Liður í námi tíundu bekkinga grunnskólanna er heimsóknir í ýmis fyrirtætí til starfskynningar. Meðal þeirra fyrirtækja og stofn- ana sem alla jafnan nýtur athygli unga fólksins er lögreglan og störf hennar. Venjulega hafa drengir sóst eftir að komast í starfskynn- ingu hjá lögreglunni en þetta árið sýndi ektí einn piltur því áhuga að kynnast lögreglurmi á Akranesi, en það gerðu hinsvegar fimm stúlkur. Þær sem mættu á vaktina hjá lög- reglunni á Akranesi í liðinni viku eru nemendur í Grundaskóla. Þær heita Eydís, Helga María, Sigríður Mist, Inga Huld og Heiður Dögg Eydís, Helga María og Sigríthir Mist. Inga Huld og Heiður Dögg albúnar í árás. og kynntu þær sér starfshætti og tætí og tól lögreglumanna. Ber þessi áhugi væntanlega vott um autínn áhuga stúlkna fyrir starfi innan lögreglunnar. Fóru þær meðal annars í umferðareftirlit með lögreglumönnum, þrifu lög- reglubílinn og fengu að kynnast ýmsum búnaði sem lögreglan hef- ur yfir að ráða, svo sem hjálmum, kylfum, skotheldum vestum og öðrum varnarbúnaði lögreglu. MM Ljósm. Jóhanna Gestsdóttir. Yinningshafar í eldvamagetraun Gunnar P Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Grundarfirði afhenti Hörpu Lilju Olafs- dóttur verðlaun sín. Ljósrn. Sverrir. I Eldvarnaviku sem Landssam- band slökkviliðsmanna hér á landi gengst fyrir hverju hausti er hefð fyrir því að nemendur þriðju bekkja grunnskólanna fái heimsóknir slökkviliðs- manna í sínum heimabæjum og taki auk þess þátt í eldvarna- getraun. Nýlega voru vinnings- hafar dregnir út og komu þrenn verðlaun á Vest- urland. Þeir heppnu eru Viktor Ell- ingsson, Lertígrund 6 á Akranesi, ísak Atli Hilmarsson, Kjartansgötu 1 í Borgarnesi og Harpa Lilja Olafsdóttir, Grundargötu 62 í Viktor Ellingsson nemandi 3. EDB í Grundaskóla tekur hér við verðlaunum sínum úr hendi Þráins Ólafssonar, slökkviliðsst/óra á Akranesi. Grundarfirði. Hljóta þessir krakkar vegleg verðlaun, svo sem viður- kenningarskjal, vandaðan MP3 spilara og reykskynjara. MM Sldpað í staríshóp Fjörusteinsins Stjóm Faxaflóahafna hefur stíp- að Kjartan Magnússon til for- mennsku í starfshópi sem gerir til- lögu til stjórnar Faxaflóahafna sf. um það hver hljóta skuli Fjöm- steininn, umhverfisverðlaun Faxa- flóahafha. Það var síðla á síðasta ári sem stjórnin samþykkti að koma þessum verðlaunum á fót. Verð- launin hljóta þau fyrirtætí á starfs- svæði hafnanna sem þykja verð- skulda viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfismálum. Þau verða veitt árlega og skal afhend- ingin fara ffam á aðalfundi Faxa- flóahafha sf. sem haldinn er í maí ár hvert. Starfshópinn skipa tveir fulltrúar stjórnar auk skipulagsfulltrúa fyrir- tætísins og umhverfis- og öryggis- fulltrúa þess. Auk Kjartans stípaði stjórnin Dofra Hermannsson til setu í starfshópnum. Til grundvall- ar starfi sínu skal starfshópurinn taka mið af snyrtilegum ffágangi lóða, húsa og umgengni um eignir, auk aðgerða viðkomandi fyrirtætís til að draga úr mengun og stuðla að umhverfisvænni starfsemi. HJ Ellefu ára liðsmerm meistaraflokks Blaðsins Knattspyrnuunnendur ráku upp stór augu þegar þeir lásu fyrirferð- armikla umfjöllun Blaðsins sl. mið- vikudag um félagsskipti hjá liðum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sam- kvæmt fyrirsögninni hafa miklar hrókeringar átt sér stað í leik- mannahópum. Samkvæmt fréttinni hafa átta leikmenn gengið til liðs við gula og glaða Skagamenn. Vissulega ánægjuefni því undan- farnar vikur hafa átt sér stað miklir spádómar um hvort Guðjón Þórð- arson þjálfari liðsins muni styrkja lið sitt áður en að fyrsta leik í úr- valsdeildinni kemur. Hingað til hefur hann leyft ungum og efnileg- um mönnum í liðinu að spreyta sig. Þegar listinn í Blaðinu er skoðað- ur nánar kemur í Ijós að þrátt fyrir að Guðjón sé þekktur fyrir að treysta ungum mönnum muni hann tæplega nýta sér krafta nokkurra þessara mann, þó efnilegir séu. Yngstir þeirra leikmanna sem Blað- ið nefhir eru tvíburarnir Alexander Már og Indriði Áki Þorlákssynir sem fæddir í ágúst 1995 og því að- eins 11 ára. Þá er nefndur til sög- unnar Friðrik Arthúr Guðmunds- son sem er fæddur árið 1994 og því aðeins 12 ára. Hinir nýju liðsmenn- irnir fimm eru eldri eða ffá 18-22 ára gamlir. Ektí er að efa að alhr þessi nýju liðsmenn IA verða félag- inu giftudrjúg viðbót þó meistara- flokkur félagsins þurfi að bíða tíafta þeirra sumra í nokkur ár. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.