Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 13
iSiÉSSWlWME i MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 13 traustur peningaskápur en við vorum samt aldrei í rónni yfir því að svona miklir fjármunir væru í húsinu. Á meðan Sturla Jóhannesson bjó á Sturlu-Reykjum og vann í Borgamesi var oft farið, snemma á morgnana, með ávísamar til hans sem kom þeim í bankann fyrir okkur. Það var mikill munur þegar gíróið kom og við þurfium ekki að geyma alla þessa peninga heima því það hefur alltaf verið mikil velta í gegnum pósthúsið. Fólk nýtti þetta eins og banka sem skiljanlegt var og gerði það alla tíð meðan pósthús var í Reykholti." Fjölskyldan byggði á túnunum Þar sem húsið hennar Dóm stend- ur vom bara tún í gamla daga. Þau hjón ásamt öðrum hjónum til em þau fyrstu sem reisa hús á þessum stað í hverfinu, eða ofan við skólahúsin og kirkjuna. Síðan byggðu synir þeirra tveir fyrir ofan þau í götunni svo og tengdafólk í tveimur öðrum húsum. Þarna heyjuðu þau hjónin meðan búið var með kýr og kindur. Á þess- um ámm þótti nauðsynlegt að halda einhverjar skepnur en vegna þess að Jón bóndi lagði gjörva hönd á margt, bæði við kennslu og í félagsmálum og Dóra var upptekin við símstöðina þurfti aðstoð við skepnuhaldið. ,Jón bjó á móti föður sínum með kýr, en hafði h'tinn tíma til að sinna þeim sjálfur. Við vorum með afar góðan fjósamann sem sá um fjósið. Þegar hann gifti sig var ákveðið að slátra öllum kúnum," segir Dóra. I staðinn var ánum fjölgað og mest búið með um þrjúhundmð fjár. Þá kom Þorvaldur sonur okkar, sem nú býr í Brekkukoti, fljótlega inn í þann búskap með pabba sínum.“ Aðspurð hvar þau fengu mjólk efidr að kúnum hafði verið slátrað segir hún það hafi verið ffá Breiðabólsstað. „Við áttum svo gott nágrenni við þá sem og alla aðra hér, það var aldrei neitt vanda- mál.“ Lífið í Reykholti Margir vita að þau hjón, Jón Þóris- son og Halldóra spiluðu mikið bridge, sem jafnvel þótti heldri manna spil hér áður fyrr. „Það var mikið spilað bridge hér í Reykholti strax. Frú Anna Bjama- dóttir kom því á og flestir vora for- fallnir í þessu, segir Dóra hlægjandi. Það var spilað í hverri viku, oft tvisvar til þrisvar og jafhvel á tveimur eða þremur borðum. Við fómm bara heim til hvers annars til að stunda þessa iðju, sem var afskaplega skemmtileg. Eiginmaður Onnu, sr. Einar tolldi ekki vel við. Hann var at- hafhamaður og vildi meiri hasar en spilamennskan bauð upp á. Honum fannst mest gaman ef hann gat sprengt upp sagnimar. En auðvitað varð þessi iðja til þess að fólkið kynntist betur. Enda var hér mikið líf og mikil samstaða meðal íbúanna. I hverju húsi vora böm sem gengu út og inn hjá hvert öðra, staðurinn ómaði og iðaði af h'fi. Og gamla skólahúsið var fullt af fólki en ekki bókum, eins og nú er. Við Nonni voram einnig meðal stofhfélaga í Bridgefélaginu hér og spiluðum mörg ár í Logalandi og ég svo áffam effir að hann lést. Líklega er ég búin að spila hátt í fimmtíu ár. En nú era nokkur ár síðan ég hætti. Flestir þess- ara granna minna hafa safnast til feðra sinna og era kannski að spila hinum megin, hver veit? Þetta fer á þennan veg þegar maður lifir svona lengi." Daðrað við leiklistina Blaðamaðtu man vel efrir því sem bam að hafa farið í leikhús upp í Logaland. Þar var á þessum árum og síðar sett á fjahmar hvert stórvirkið á fætur öðra. I minningu blaðamanns er Dóra oft á sviðinu og ekki síst minnisstæð sem kolsvört vinnukona og kerlingin í hinu gullna hliði Dav- íðs Stefánssonar ffá Fagraskógi. „Eg hafði gaman af því að leika og hafði gert eitthvað af því þegar ákveðið var að setja upp Gullna hhð- ið“, heldur Dóra áfram. „Bjarni Steingrímsson leikstjóri sem var hér heimagangur og Nonni minn vora að leita að konu í hlutverk kerlingarinn- ar. Þeir þóttust fara á bæi og reyna að fá einhverja til fylgis við sig en ég hef þá grunaða um að hafa ædað mér hlutverkið ffá upphafi," segir Dóra kímin. „Eg var orðin fimmtug þegar þetta var og hafði mikið umleikis hér heima. Kerlingin er nærri þrjá tíma á sviðinu svo mikið þurfri að læra. En það vora allir ósköp góðir við mig. Séð var um að ég gæti lagt mig efrir hádegið svo einhverjir kraffar væra efrir til að þjóna leikhstinni á kvöldin. I endurminningunni var þetta mikið álag og ég var afskaplega þreytt um vorið, þegar sýningum lauk. Við hjónin vorum bæði í leikhstarstarf- inu. Nonni var yfirleitt sviðsmaður, sá um ljósin og þess háttar en ég var ffekar á sviðinu. Þetta var skemmti- legur tími þótt oft væri lítið sofið." Jón Þórisson, eiginmaður Dóra var hagmæltur vel þótt ekki hefði hann flíkað því mikið. Þegar Gullna hliðið var á fjölum Logalands samdi hann kvæði sem Dóra hefúr góðfús- lega leyff að birt séu erindi úr. Þeir sem enda œfiskeið og atla að hvíla ífriði. Verða að arka alla leið upp að „ Gullna hliði. “ Undantekning er þófrá öllum slíkum venjum. Eiginkonan tók upp á undarlegum kenjum. Allar natur afir hér eins og haldin sýki. Hún atlar seinna aðýta mér inn í Himaríki. Og síðasta vísan er svona: Alyktun því erþað mín uppfráþessu ég megi. „Dtýga hór og drekka vína og drabba að hinsta degi. Reykholt nútímans Mikil breyting hefur orðið á um- hverfinu í Reykholti ff á því að Dóra og Jón settust þar að og byggðu fyrsta einbýlishúsið í götunni. Enn iðar stað- urinn af lífi. Víða er verið að byggja og umhverfið er orðið fjölþjóðlegra en Hús Halldóru ogjóns er til vinstri á myndinni. Til hægri er hús sem Páll heitinn Jóns- son og Edda Magmísdóttir byggðu á svipuðum tíma. Fyrirframan húsin eru túnin sem Dóra minnist á í viðtalinu. Feðgamir Þorvaldur Jónsson ogjón Þórisson að spá í sviðið og staðsetningu á Ijósum t Logalandi, fyrir einhverja leiksýninguna. það var. Næsta kynslóð í hópnum hennar Dóra hefur byggt og sest að í Reykholti sem henni finnst ekki slæmt. „Eg get ekkert kvartað, heilsan er góð og nóg að sýsla við, þótt atgangur- inn sé ekki eins mikill og var. Það hugsa allir vel um mig af mínum, sem er gott. Eg fer og kíki á jafhaldrana á miðvikudögum niður í Brún. Þar kom- um við saman og eigum góðar stundir. Ég keyri sjálf til góðra vina sem taka mig með og er því ekki alveg upp á aðra komin með það. Lífið er yndislegt og gott að vera tdl, þótt ég skilji ekki al- veg í Skaparanum að láta mann hfa svona lengi,“ segir Hahdóra Þorvalds- dóttir að lokum. Gott var að vera í návist þessarar ljúfu konu, heyra um Reykholt hðinna daga og lífið fyrr á árum. Margt hefur verið brallað og miklu komið í verk á langri og farsælh æfi. Og þótt að Reyk- holtsdalur hafi bæði verið þröngur og með þungu loftri í upphafi, þá er hann sannarlega sá staður sem viðmælandi unnir mest í dag, enda búin að búa þar yfir sextíu ár. Blaðamaður fer að tína saman dótið sitt, hugsa sér til hreyfings með tilhlökkun í huga yfir næstu end- urfúndum við HaUdóru Þorvaldsdótt- ur í Reykholti. BGK Meðal efnis í rnesta blaði verður efni tengt fermingum á Vesturlandi í vor. * I blaðinu verða m.a. upplýsingar umfermingarböm, hvemer og hvar fermingarguðsþjónustur verða ogýmislegtfleira. Þeir auglýsendur sem vilja tryggja sérpláss hafi samband á netfanginu hekla@skessuhom.is eða í stma 433-5500 Grunnskólar Borgarbyggðar auglýsa eftir kennurum BORGARBYGGÐ Borgarbyggð er öflugt og framsækið sveitarfélag íjaðri höfuðborgarsvæðisins. íbúarnir eru tæplega 4.000 og dreifast nokkuð jafntí þéttbýli og dreifbýli. Mikil áhersla er tögð á fræðslumál ísveitarfélaginu. Þar eru þrir grunnskólar, sex leikskólar, tónlistarskóli, tveir háskólar (á Bifröst og á Hvanneyri), auk þess sem Menntaskóli Borgarfjarðar tekur til starfa næsta haust. Góð íþróttaaðstaða og öll helsta þjónusta er til staðar. GRUNNSKÓLAR BORGARBYGGÐAR Grunnskólar Borgarbyggðar eiga með sér mjög gott samstarf, meðal annars i símenntun starfsmanna. Framundan er metnaðarfuiit þróunarstarf við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla í samstarfi við menntamálaráðuneytið og Menntaskóla Borgarfjarðar. Umsóknarfrestur um störfin er til 22. mars nk. Allar nánari upplýsingar veita skóiastjórar viðkomandi skóla. ísamræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött tii að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Grunnskóli Borgarfjarðar Skólastarf fer fram á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Nemendum er einnig kennt á Meðferðarheimilinu á Hvítárbakka. í skólanum eru alls um 165 nemendur; um 120 nemendur eru á Kleppjárnsreykjum í 1.-10. bekkog um 40 nemendur í 1.-5. bekká Hvanneyri. í skólanum er íþróttum og hvers kyns hreyfingu, heilbrigði og umhverfismennt gert hátt undir höfði. Grænfánanum er flaggað á Hvanneyri og útikennslu byggðri á verkefninu „Lesið í skóginn - með skólum" er sinnt á báðum stöðum í samvinnu við umhverfið. Gott mötuneyti er ískólanum. Kennara vantar í eftirfarandi stöður frá upphafi næsta skólaárs: Að Kleppjárnsreykjum: • almenn bekkjarkennsla • smíðar • íþróttir • tónmennt Að Hvanneyri • almenn bekkjarkennsla • list- og verkgreinar • íþróttir Upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í símum 435-1171 og 861-5971 (goskars@ismennt.is). Heimasíða skólans er: www.gbf.is. Grunnskólinn í Borgarnesi í skólanum eru rúmlega 330 nemendur og fer fjölgandi enda er Borgarnes ört vaxandi staður. Uppbyggingarstefnan - uppeldi til ábyrgðar (e. Restitution) er höfð að leiðarljósi í starfi skólans, en einkunnarorð hans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólinn er „Skóli á grænni grein"og leggur sem slíkur áherslu á umhverfismál. Lögð eráhersla á fjölbreytta ogsveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda. Við erum því að leita að sjálfstæðum, hugmyndaríkum og kraftmiklum kennurum sem eru tilbúnir til að vera þátttakendur í framsæknu skólastarfi. Kennara vantar í eftirfarandi stöður frá upphafi næsta skólaárs: • almenn bekkjarkennsla • sérkennsla • tónlist • heimilisfræði • erlend tungumál • raungreinar Upplýsingar veita Kristján Gíslason skólastjóri (kristgis@grunnborg.is) og Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri (hilmara@grunnborg.is) í síma 437-1229. Heimasíða skólans er: www.grunnborg.is. Varmalandsskóli í skólanum eru um 150 nemendur. Varmalandsskóli er staðsettur í einstöku umhverfi um 90 km. frá Reykjavík, miðja vegu milli Borgarness og Bifrastar. Starfsemi skólans einkennist af metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi, með einkunnarorð skólans; gleði, heilbrigði og árangur að leiðarljósi. Varmalandsskóli óskar eftir kraftmiklum og drífandi kennurum í jákvætt starfsumhverfi. Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Kennara vantar í eftirfarandi stöður frá upphafi næsta skólaárs: • almenn bekkjarkennsla á yngsta- og miðstigi • enska • heimilisfræði • íþróttir • tónmennt Upplýsingar veitir Þórunn María Óðinsdóttir skólastjóri í símum 430-1502 og 840-1520 (thorunn@varmaland.is). Heimasíða skólans er: www.varmaland.is. BORGARBYGGÐ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.