Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 27
gMssuiseiœi MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 27 T^e/t/ú/t/u-^ Er græðgi dyggð? Trúarbrögð og siðfræðikerfi heimsins eiga það flest ef ekki öll sameiginlegt að telja græðgi synd. Samt er því stöðugt haldið að okkur íbúum hins velmegandi hluta heims- ins að ef við slökum hið minnsta á í neyslukapphlaupinu, sé voðinn vís með efnahagshruni og fátækt. Þeim sem kynnir sér forsendtu- lífs á jörðinni og auðlindimar sem era grundvöllur efnahagskerfis mann- anna, verður samt fljótt ljóst að græðgin ógnar framtíð mannkyns. Til að tryggja megi komandi kyn- slóðum og mannkyninu öllu mann- sæmandi lífsskilyrði, þarf að taka á sóun Vesturlandabúa á takmörkuð- um auðlindum jarðarinnar. Við þurf- um að láta neysluvímuna renna af okkur og finna leið til að dreifa gæð- um samfélagsins til allra. Vinstrihreyfingin grænt ffamboð leggur áherslu á að við berum öll samfélagslega ábyrgð. Ekki aðeins hér og nú, heldur einnig gagnvart öllum heiminum og gagnvart kom- andi kynslóðum. Við höfiun engan rétt á að ræna afkomendur okkar, heldur ber okkur skilda til að skila þeim sjálfbæru samfélagi þar sem vel er gengið um umhverfið og auðlind- imar. Slíkt samfélag byggir á hóf- samri nýtingu auðlindanna á hverjum stað og þar með er tryggð lifandi byggð og fjölbreytt atvinna um land allt. Staða umhverfismála í heiminum krefst þess af okkur að við horfiun á allann heiminn sem heild og látum nægjusemi ráða lífsháttum okkar heima fyrir. Barátta um auðlindir hefur alla tíð verið helsta ástæða átaka og styrjalda. Eina leið okkar til að tryggja friðvænlega ffamtíð er að virða ströngustu alþjóðasáttmála um vemdun náttúru og líffíkis. Einnig þurfum við að læra að hugsa um smá- atriðin í lífsvenjum okkar og spyrja okkur stöðugt þeirrar spurningar hvort við getum verið án þess sem við ætlum að fara að eyða í, hvort hlutur- inn sem okkur langar til að henda dugi ekki aðeins lengur. Hagkerfi heimsins eru svo háð náttúrunni og umhverfinu að sóun einnar þjóðar getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðrar þjóðir og það til mjög langs tíma. Svo langs tíma að við rænum ~í*cji/ú/i/i^^ afkomendur okkar réttinum til sóma- samlegs lífs. Græðgi eykur ofneyslu og laun ofneysltmnar er mengun, minnkun landgæða, eyðimerkur- myndun, eyðilegging vatnsbóla og þurrð auðlinda. Græðgin eykur einnig misskiptingu og í þrótmar- löndunum búa fómarlömb lífehátta okkar við svo sára fátækt að þau geta ekki einu sinni flúið, þegar krafan um aukinn hagvöxt í ríkjum hins vest- ræna heims er farin að hafa veruleg umhverfisspjöll í för með sér í fátæk- ari ríkjum heimsins. Við berum samfélagslega ábyrgð! Með nægjusemi getum við gjörbreytt heiminum til hins betra. Björg Gunnarsdóttir skipar 3. sati á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördœmi Slökkviliðsmenn á Akranesi heimækja kollega sína í Borgamesi Nokkrir félagar úr Slökkvihðinu á Akranesi heimsóttu félaga sína í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Tilefnið var að afhenda Bjama Þor- steinssyni, slökkviliðsstjóra teikni- mynd að gjöf en eins og flestum er kunnugt var Bjami kjörinn Vestlend- ingur ársins 2006 af lesendum Skessuhorns fyrir stjómun slökkvi- starfs á Mýrunum á sl. ári. Vel var tekið á móti okkur. Tæki og tól skoð- uð ásamt því að þiggja kaffiveitingar. Á efidr afhendingu myndarinnar lá leið okkar í víngerðina að Vallarási þar sem Þórðtu Sigurðsson slökkvi- hðsmaður og vínsuðumaður tók á móti okkur og sýndi hvað þar fer fram. Þótti mönnum eitt homið hvað mest spennandi þar sem suðan á sér stað og hafði einhver á orði að það væri örugglega gott og gaman að vinna þama í hominu. Að lokinni skoðun lá leið okkar aftur á slökkvi- stöðina í gott spjall. Þess má geta að Slökkvilið Akraness og Slökkvilið Borgarness em með samstarfssamn- ing um gagnkvæmna aðstoð sem þeg- ar hefur reynt á með góðum árangri. Bestu þakkirjjrir móttökunar. Jón Sólmundarsm, formaður Félags slökkviliðsmanna á Akranesi. T^c/i/ú/i/i^i Áróður úr vasa almennings Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfýlkingarinnar, sptuðist fyrir um það á Alþingi fyrir skömmu hvort rétt væri að heil- brigðisráðherra Framsóknarflokks- ins hefði notað fé úr Framkvæmda- sjóði aldraðra til að kosta „kynning- arbækling“ á markmiðum síðum í málefnum aldraðra. Svo reyndist vera, þingheimi og almenningi til mikillar furðu. Framkvæmdasjóður aldraðra er til orðinn með nefskatti sem leggst á hvern einasta skatt- greiðanda á Islandi og er ætlaður til uppbyggingar á hjúkrunar- og þjón- ustuhúsnæði fyrir aldraða. Undirrituð, ásamt Guðbjarti Hannessyni 1. manni á lista Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi, sat á sunnudaginn „kynning- arfund" á Blönduósi á vegum sam- gönguráðuneytisins þar sem auglýst umfjöllunarefni var tillaga að sam- gönguáætltm. Okkur Guðbjarti var bmgðið þegar við gerðum okkur grein fyrir því að samgönguráðherra fetaði í fótspor heilbrigðisráðherra sem áður er lýst og nýtti þarna fjár- muni almennings til póhtísks áróð- urs fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn. Fyrstu 15 mínútur fundarins fóm í lýsingu á skattalækkunum ríkis- stjórnarinar, málefni sem kemur þeim sem á hlíddu því miður ekkert til góða þar sem flestir íbúar Húna- þings, reyndar meiri hluti íbúa Norðvesturkjördæmis, teljast til tekjulægsta hóps Islendinga og ör- ugglega enginn til þeirra tekju- hæstu. En eins og kunnugt er hefur skattbyrði einungis lækkað á tekju- hæsta hópi samfélagsins en hækkað á þeim lægst laimuðu. Sam- gönguráðherrann virðist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir kjörum þeirra sem hann var að tala við í þetta sinn. Síðan var hlaupið á hundavaði yfir mismunandi þætti samgönguáætl- tmar en skotið inn áróðri og pillum á ónafngreinda pólitíska andstæð- inga, eftir því sem ráðherranum fannst henta og hann fann sér tilefni til. Sérstaka athygli vakti hvernig ráðherrann varpaði ábyrgð á flug- vallarekstri á Blönduósi á nýstofhað opinbert fyrirtæki, Flugstoðir, og lét eins og honum kæmi flugvallarekst- ur á landinu almennt ekkert við lengur. Ætii það sé nú trúlegt? Ætli Alþingi hafi ekki eitthvað með fjármögnum viðhalds og fram- kvæmda að gera, svo dæmi sé tekið. Ráðherrann kynti auk þess undir átök milli landsbyggðar og höfuð- borgar í máh sínu, nokkuð sem und- irritaðri finnst síður en svo ástæða til. Aróður og umfjöllun um annað en samgöngumál tók hátt í helming tímans sem framsaga ráðherrans stóð en við urðum því miður að yf- irgefa svæðið í þann mund sem fyr- irspumir hófust. Þessi tvö dæmi em viðkomandi ráðherrum til vansa. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samjylkingarinnar í Norðvesturkjördœmi 1/tutái/ií'Uud Engra griða Gunnar bað - geystist skjótt í slaginn finnst að ég hafi heyrt nefndan Örn Snorrason í þessu sambandi: í tveimur síðustu þáttum hef ég spurst fyrir um höfund að vísum sem ortar voru í BSRB verkfalli ein- hverntíman á vel- mektardögum Al- berts Guðmundsson- ar. Nú hef ég fengið það staðfest að vísurnar eru effir Björn Ingólfsson, þá skólastjóra á Grenivík. Þeir sem ort var um munu hafa verið auk Al- berts, Kristján Thorlacius formaður BSRB, Ásmundur Stefánsson forseti ASI og Magnús Gunnarsson sem fór fyrir Vinnuveitendasambandinu. En að öðru. Á sprengidaginn sat gamall brottfluttur Hnappdælingur og ruddi í sig saltkjöti og baunum með góðri lyst. Eftir matinn varð honum fyrir að líta í blað og rakst þá á grein eftir Margréti vinkonu mína. Varð það tilefni eftirfarandi stöku: Þegar bœndur kroppa í krof, kjamsa og sleikja út um. Magga bítur oft um of, og að þeim kastar hnútum. Tími þorrablótanna er nú liðinn að sinni en Góugleðir standa enn yfir með tilheyr- andi áti og öldrykkju. Á slíkum samkomum er gjarnan um hönd hafður matur sem gengur undir sérheitinu „Þorramatur“ en mikið af honum var til skamms tíma bara venjulegur heimilismatur á flestum heimil- um landsins og geymdur milli ára með þeim aðferðum sem tíðkaðar voru áður en hugtakið „síðasti söludagur“ var fundið upp. Eftir Jóhann Hannesson er þessi hug- leiðing um ofurhreinlæti nútímans: Þegar ekkert fæst salt, kœst né sigið, og sést ei við húsveggi migið. Þegar öll fœða er dóssett og allsstaðar klósett þá er örlagavíxlsporið stigið. Fyrir stuttu ffétti ég af þorrablóti norð- ur í Eyjafirði þar sem eftirfarandi texti var á söngblaði á borðum eins og nú er títt þó gömlum mönnum þyki kvíðvænlegt ef unga fólkið kann ekki algengustu drykkju- vísur og þarf að fá þær prentaðar fýrir sig: Sfóð ég upp við ballhúsið studdur við minn fót, stórir komu skarar á íslensk þorrablót. Blésu þeir af græðgi og bar þá að mér skjótt, bokkurnar fullar á heiðskýrri nótt. Horfðu þeir á fannhvítan hrútspunginn um stund, hangikjöt af fullorðnu blika við lund. Einhverskonar þytur um innyflin fer óskaplega langar mig í flatköku og smér. Hnippti hún í mig konan mín og hló að mér um leið, hló að mér og sletti rófustöppu úr skeið. Var það útaf ýstrunni ungu sem ég ber Eða var það landinn sem gutlaði í mér. Aðeins hefur það borið við að menn hafi fundið fyrir tímabundnu heilsuleysi að morgni dags eftir svona samkomur og ein- hverntíman var kveðið við slíkt tækifæri. Ekki er ég alveg viss um höfundinn en Hvílík högg og hamraskak, af hjarta yði ég glaður, ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður. Aðeins mun það hafa borið við að ást- kærir ektamakar hafi þurft að ræða um hegðun manna að morgni til eftir þorra- blót og jafnvel borið við að startað hafi verið á 80 desibelum og síðan hækkað eft- ir þörfum. Einhver ágætur maður orti þessa prýðilegu hjónabandsráðgjöf: Öldur þarf að lægja og leiðir bestu finna í lífi konu og manns. Og sá verður að vægja sem vitið hefur minna því vitleysan er hans. Fyrir stuttu barst mér þessi ágæta aug- lýsing ffá Kópavogi sem ber yfirskriftina: Tré og mnnar Gunnar Undirtitill kvæðisins er: Heiðmerkurljóð Gunnar hefur holdin best hulin vœnni puru Sagður elska ýtur mest en ekki greni og furu Kópavogi ríkur réð með ráðslag allt til sóma Undirhöku hnellna með og heldur digurróma Reykjavík er ríki eitt sem ræflar einir byggja og gera flestum lífið leitt og landsmenn aðra hryggja Dólgar réðu veitu vatns- og vildu á henni græða Þá mælti Gunnar mikið hvass: „Vér munum eigi blœða" Sendi ýtur allar skjótt - ítem gröfur vænar - upp í Heiðmörk undir nótt og atti á hlíðar grænar Það frétti peysu- lopa- lið og lagsmenn kommónista og upphóf skjótt að sínum sið að senda kærulista Engra griða Gunnar bað - geystist skjótt í slaginn - féndur alla í kútinn kvað í Kastljósi um daginn Skelfir Gunnar skógarmenn sem skæður refsilogi Sílspikaður situr enn í sœmd í Kópavogi Sláum svo botninn í þennan þátt með þessari limru eftir Björn Ingólfsson: Ég hef aldeilis ekkert á prjónunum en illa þó helst mér á krónunum. Svona það gengur skal ég segja þér, drengur, hjá ræflunum, mér og rónunum. Með þökkk jyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.