Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 23
..r-ViliH... I MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 23 » l^cnnintv-^ Hugleiðing vegna greinarum samgöngur! í langri grein í síðasta tölublaði Skessuhoms fer formaður byggða- ráðs Borgarbyggðar yfir nauðsynleg- ar aðgerðir í samgöngumálum á Vesturlandi. Fer hann þar nokkrum orðum um hvað þurfi að gera í sam- göngumálum á svæðinu og veltir því m.a. upp hvort sveitafélögin eigi að taka meiri ábyrgð á þeim málaflokki sem em tengivegir. Það hugsa sjálfeagt fleiri íbúar í Borgarbyggð eins og ég, nei takk, það gengur ekki. Sveitarstjórnar- menn hafa ekki dug til þess að stjóma þessu málaflokki miðað við þá reynslu sem er af viðhaldi gatna í Borgarnesi. í undanfara a.m.k. tveggja sveitastjórnarkosninga var eitt kosningarloforðið að fá veginn í gegnum Borgarnes lagfærðan en ekkert gerðist að kosningum lokn- um. Nú íyrir síðustu kosningar gafet bæjarstjómin endanlega upp við að uppfylla það loforð og þá var gefið út nýtt loforð, þjóðvegurinn skal færður sem fyrst út fyrir bæinn, með fyrir- sjáanlegu tjóni fyrir verslun-og þjón- ustu í byggðarlaginu. A meðan bíður vegurirm í gegnum bæinn viðhalds. Það sem vakti þó ekki síst athygli mína vom skrif formannsins um að viðhald gatna og gangstétta væri ábótavant þar sem ekkert fé færi til þeirra mála. Hér á Kveldúlfsgötunni verða bílar að sveigja um báða vegar- helminga til þess að forðast holur og brot í götunni og ekki er ástand gangstétta betra. Fjöld gatna bera sömu merki skorts á viðhaldi. Er þetta ástand vegna þess að ekk- ert fé er til í bæjarsjóði? Og það þrátt fyrir að bæjarbúar þurfi að greiða einhver hæstu fasteignagjöld sem þekkjast? Og almennt að allir gjald- stoíhar séu gjömýttir? í viðtali við Skessuhom fyrir ein- hverjum vikum þegar verið var að eyða, sjálfsagt miklu fé, í ónýta skemmu þá er haft eftír Finnboga „Það kostar þó mikið meira að hirða húsið en rífa og sveitarfélagið borgar það.“ Þar höfum við það. Það em til nægjanlegir peningar í gæluverkefni en ekki grunnþarfir. Það er eitthvað í ólagi með áhersl- ur bæjarstjómar þegar ástæða þyldr til að skattpína íbúa bæjarfélagsins en hægt er að setja ótakmarkað fé í gæluverkefni bæjarstjórnarmanna. Er ekki ástæða til þess að breyta eitt- hvað um áherslur? Lækka fasteigna- skatta og þá e.t.v. aðra skatta og leyfa íbúum að ráð því sjálfir hvort þeir vilja eyða fé í ónýtar skemmur. Borgamesi, 6. mars 2007 Guðsteinn Einarsson. Dægurlagakeppnin verður síðasta vetrardag Barbara Ósk Guðbjartsdóttir sigraði keppnina árið 2003, síð- astþegar hún var haldin. Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði hefur undanfarin ár staðið fyrir dægurlagakeppni sem notdð hefur sívaxandi vinsælda. I keppnina geta lagahöfundar jafnt úr héraði sem annarsstaðar sent inn lög, en átta besm lögin em valin af dómnefhd til úrslita- keppninnar sem að þessu sinni fer ffam í Logalandi í Reyk- holtsdal síðasta vetr- ardag, þann 18. apr- íl. Undanfarin ár hefur keppnin verið liður í Gleðifundi félagsins, en sökum umfangs hennar var það ekki hægt leng- ur og verður því blásið til sérstakrar tónlistarveislu með dansleik á eftír um leið og Borgfirðingar fagna sumarkomu. Mikill áhugi hefur verið fyrir keppn- inni og hafa henni borist allt upp í 26 lög víðsvegar að af landinu. Stuðbandalagið er húsbandið í keppninni og sér hljómsveitin um undirleik og æfingar fyrir keppend- ur sem þess óska. Keppnisgjald er ekkert en vegleg verðlaun em í boði. Fólk er hvatt til að senda inn lög í keppnina. Lögin þurfa að berast á diski eða hljóðsnældu fýrir 16. mars, merkt: Embla Guðmunds- dóttir, Björk, 320 Reykholt. Lögum þarf að skila tmdir dulneftii en rétt nafh höfundar ásamt símanúmeri þarf að fylgja með í lokuðu umslagi. Skilyrði fyrir þátttöku er að lögin séu frumsamin, með íslenskum texta og hafi ekki verið flutt opin- berlega áður. Nánari upplýsingar era veittar í símum 691 1182 eða 699 4695. MM Sparisjóðurmn kostar stærðfræðikcppni Sparisjóðurinn á Akranesi og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi hafa gert með sér samning sem felur í sér að Sparisjóðurinn kostar stærðfræðikeppni fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla til ársins 2011. Fjölbrautaskólinn hefur stað- ið fyrir slíkri keppni árlega fyrir nemendur í áttundu, níundu og tí- undu bekkjum grannskóla á Vest- urlandi. Auk þess að standa straum af kostnaði við keppnina næstu árin mun Sparisjóðurinn einnig gefa verðlaun sem veitt verða í keppninni. Þorkell Logi Steinsson sparisjóðsstjóri og Hörður Ó. Helga- son skólameistari undirrituðu samning þessa efnis sl. þriðju- dag. HJ T^ctitiinti—, Afliending menn i n ga rs tyrkj a að Görðurn Akranesi 22. febrúar sl. Það var sér- lega ánægjulegt að taka þátt í at- höfn Menning- arráðs Vestur- lands að Görðum þar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra af- henti styrld Menningaráðs fyrir árið 2007. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir gat því miður ekki mætt, en Sturla Böðvarsson afhenti styrkina fyrir hönd þeirra. I ávarpi Sturlu talaði hann meðal annars um það að í ferðaþjónustu væri nú lögð mikil áhersla á menn- ingararfinn og menningu líðandi stundar. Ferðamenn sem koma til landsins vilja njóta fallegrar náttúru landsins, en einnig blómstrandi menningar og sögu landsins. Við vilj- um gjaman búa í samfélagi þar sem margvíslegri menningu er gert hátt undir höfði því þar dafiiar fjölbreytt mannh'f. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og aðrir sem unnu að því að sldpu- leggja og samþykkja Menningar- samning Vesturlands geta verið ánægðir með þetta framtak. Þeir, menntamálaráðuneytið og sam- göngumálaráðuneytd eiga miklar þakldr skildar. Við vonum að með til- komu þessa samnings muni fistir og menning eflast hér til muna. Memaður umsækjenda er mikill og hugmyndimar margvíslegar, en flest- ar umsóknir tengjast tórdist enda hef- ur mikil rækt verið lögð við tónlist á Vesturlandi. Það var því vel viðeig- andi að Þjóðlagasveit Tónfistarskól- ans á Akranesi skyldi sjá um tónlistar- flutning við athöfhina ásamt kennara sínum og stjómanda Ragnari Skúla- syni. Sveitinni tekst að laða ffam mjög einstaka stemningu með leik sínum, það var geislandi gleði yfir hópnum. í ár var sérstök áhersla lögð á að styrkja ungt fólk. Menningarráð vildi með því efla og styrkja möguleika tmgs fólks tíl þess að taka þátt í menningarviðburðum. Þar sem starfcvettvangur ungs fólks er mjög oft innan skólanna bárust ráðinu í ár sterkar mnsóknir frá þeim og kenn- urum þeirra, verkefhi sem tmnin em utan hefðbundins skólastarfe, en hafa off skýrskotun til menningarþátta héraðsins, hafa listrænt gildi eða gera menningartengda staði sýnilega. Ráðið vonar að með ffumkvæði, hvatningu og víðsýni verði Vestur- land tahð litríkt menningarsvæði þar sem fjölbreytt menning og hstir nái að daftia ekld síst vegna mikils áhuga tmgs fólks. Ungir styrkhafar sem búsettir eru erlendis við nám og störf munu á ár- inu gefa Vesdendingum kost á að njóta fjölbreyttra verkeftia á árinu, m.a. verða tónleikar með ffumfluttu efhi, hstsýningar, óperusöngur og í undirbúningi er m.a. kvikmynda- og hstahátíð í Grundarfirði. Þetta eru vonandi hstamenn framtíðarinnar á Vesturlandi. Það er mikilvægt að halda tengslum við Vesdendinga hvar sem þeir kunna að starfa, en þeir vilja gjaman koma og halda góðu sam- bandi við heimabyggð. Tvær kvik- myndir fá einnig styrk; Askur og Embla heimildarmynd um vesturfara og einnig ffæðslumynd; náttúrulífc- mynd úr Breiðafirði. í Grundafirði munu ungir rokkar- ar spila á fjölskylduhátíðinni Góð stund og tónhstarskólamir í Grund- arfirði og Stykkishólmi munu undir stjóm Martin Markvoll efiia til slag- verksskrúðgöngu. Kirkjukór Stykkis- hólms hefur í mörg sumur sldpulagt tónhstarhátíð í kirkjunni. Þar hefur íslenskt tónhstarfólk komið ffam, en í sumar mun ung söngkona úr Styklds- hólmi, Elísa Vilbergsdóttir koma fram ásamt fleirum. í Hvalfjarðarsveit verður á árinu haldið upp á byggingarafmæh Hah- grímskirkju í Saurbæ, þar mun verða fjallað um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Haldin verður myndhst- arsýning sem kemur ffá Hahgríms- kirkju á Skólavörðuholti í Reyjavík og Megas mun flytja Passíusálmana. Heimamenn og Heiðarskóli mtmu koma að dagskránni og Snorrastofa í Reykholti mun halda ráðstefhu um séra Hahgrím Pétursson og samtíð hans. í Ólafevík verður haldin afmæhs- sýning um Erro sem fæddist í Ólafcvik fyrir 75 áram. Það er mikill áhugi fyrir því að kynna verk hans í fæðingarbænum og það er ekki vafa- mál að það verður áhugavert að skreppa tíl Ólafcvíkur á sýninguna. I Snæfellsbæ búa margir sem ekld era fæddir þar og koma ffá fjarlægum löndum; í sumar stendur til að halda þar fjölmenningarhátíð, ásamt list- námskeiðum fyrir ungt fólk og ljós- myndasýningu frá liðinni tíð í Pakk- húsinu. Einnig er áhugavert að fylgjast með sagnff æðingum og hstamönnum sem koma gagngert til þess að styðja við menninguna á Vesturlandi, hér vfl ég til dæmis nefria Sumarliða Isleife- son og Þóru Sigurðardóttur sem stefiia okkur í Dalina. Þar verða fyr- irlestrar, málþing og dagskrá um Stefán frá Hvítadal. Jafnffamt er ætl- unin á málþingi að ræða um hvaða tældfæri séu í því fólgin fyrir Dala- byggð að hafe fóstrað skáld á borð við Stefán og Stein Steinar. Einnig mim við þetta tækifæri verða ffumflutt tónverk effir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Stefíns frá Hvítadal. Lista- smiðja verður fyrir böm á grunn- skólaaldri imdir leiðsögn fagmanna. Boðið verður upp á þann möguleika að skrá sig í sumardvöl þá viku sem smiðjan stendur yfir í Ytri-Fagradal á Skarðströnd. Þama gefet tækifæri tíl þess að heimsækja Dalina af nýju tilefni. Dalaleir verður rannsakaður af er- lendum og hérlendum listamönnum einnig sem glerjungsefni og hstakon- an Sigríður Erla Guðmundsdóttir mun hanna muni í leir úr Fagradal sem hægt er að ffamleiða. Væntan- lega sem sérstaka kjörgripi úr Dölun- um. í Grunnskólanum í Búðardal hefur verið mildll áhugi fyrir menningar- sögu og munu nemendur ásamt öðr- um hefja gerð víkingaþorps á skóla- lóðinni auk fleiri sögulegra viðburða. Eiríksstaðir fá hér verðuga samstarfe- menn tíl þess að kynna Dalina sem áhugaverðan stað til þess að heim- sækja þar sem skýskotun er til sagna- þátta. Borgarfjörður getur boðið upp á margs konar tónleika og listsýningar á árinu. Þar má nefna Samhljóm, Tónlistarhártíð í Reykholti sem margir hlakka til enda er hér tónlist- arhátíð á heimsmæhkvarða. I ár fáum við meðal annars að njóta þess að hlusta á óperusöngkonu úr Döltm- um, Hönnu Dóru Sturludóttur, á- samt fleiri innlendum og erlendum tónlistarmönnum. Tilhlökkunarefhi er einnig IsNord tónlistarhátíð um hvítasunnuna, en IsNord er einnig aðili að tórdistar- og leikhstarsmiðju fyrir ungt fólk sem ljúka mun með uppskeruhátíð. Hér er einnig verið að hlúa að ungu fólki, nýjung sem vert er að gefa gaum að. Einnig er vert að nefha að Tónhstar- skóh Borgarfjarðar ætlar að setja upp óperuna Sígatmabaróninn, þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur munu koma ffam. Nýárstónleikar Guðrúnar Ingimarsdóttur og fl. Landnámssetri íslands í Borgar- nesi sem hefur teldst að glæða söguna lífi og efla sagnahefð og hstah'f á svæðinu svo um munar. Það er ótrú- legt hve mikil áhrif eru af Landnáms- setrinu á bæjarlífið í Borgarnesi. Landnámssetrið er á stuttum tíma orðið að menningarmiðstöð í Borg- amesi, þar eru sýningar, sagnahefð, tónlist, fallegt gjafavörugallerí, góður veitingarstaður og síðan er það sem allt snerist um í upphafi Landnáms- sýningin og Egilssaga sem eru sögu- sýningar fyrir fólk á öllum aldri. I Englendingavík er sérstök sýning um Pourquoi- Pas?- strandið sem margir hafí mikinn áhuga á. Hér er aðeins talinn upp hlutí af því sem Menningarráð hefur styrkt í ár. Ráðið þakkar öhu þessu góða fólki fyrir hugvit, listrænan metnað og vandaðar tunsóknir og trúir að þetta verði hvatning til ungs fólks til þess að taka þátt í menningarstarfi. Ollum öðrum sem eltid fengu út- hlutun í ár óskum við velfamaðar og þökkum þeim fyrir að sækja um menningarstyrk, því það er mikilvægt að fá margar umsóknir, það sýnir þörfina og áhuga Vestlendinga til þess að efla og taka þátt í að móta menningarlíf á Vesturlandi. Við von- umst til þess að sjá umsóknir ffá ykk- ur á næsta ári og með ósk um betra gengi þá. Heimasíða verkefnisins er www.mermingarviti.is Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi -V

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.