Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 ^aUSUIU/.- Erum á rangri leið í tannheilbrigðismálum segir Jónas Geirsson, tannlækni á Akranesi Jónas Geirsson tannheknir á stofu sinni. Hvernig skyldi standa á því að í velmegunarþjóðfélagi eins og á Is- landi séu íslensk börn, rétt eins og hér á öldum áður, að gráta sig í svefn vegna tannpínu? Dæmi eru um að börn niður í þriggja ára ald- ur séu með allt að 16 tennur skemmdar og margar það illa farn- ar að nauðsynlegt reynist að fjar- lægja þær. Er tannheilbrigði barna og unglinga hér á landi að stefna í algert óefni og hver eru viðbrögð stjórnvalda við því? Skessuhorn leitaði til Jónasar Geirssonar, tannlæknis á Akranesi og lektors við Háskóla Islands til að forvitn- ast um tannheilbrigði íslenskra barna og válegar niðurstöður svo- kallaðrar Munnís rannsóknar, sem Lýðheilsustofnun stóð fyrir og kynnti fyrir skömmu. Einnig er komið inn á árangurslitla baráttu Tannlæknafélagsins við heilbrigð- isyfirvöld og hvernig endurgreiðsl- ur vegna tannviðgerða barna og unglinga hafa snarlækkað, eða úr 100% niður í 40-50% á undan- förnum árum. Blaðamaður mælir sér mót við Jónas á tannlæknastofunni hans og af tilefninu hellir hann upp á eðal- kaffi. Við setjum okkur niður í notalegri kaffistofunni og hann byrjar á því að segja aðeins af sjálf- um sér, hvaðan hann er upprunn- inn og hvernig það vildi til að hann gerðist Skagamaður. Stofa og stúlka á lausu „Eg er ættaður austan af fjörð- um, en ólst upp í Hlíðunum og í vesturbænum í Reykjavík. Astæðan fyrir því að ég kom hingað upp á Akranes er sú að á sama tíma og ég útskrifaðist úr námi árið 1988 losnaði hér tannlæknastofa. Auk þess var ég búinn að koma mér í kynni við álitlega stúlku héðan sem ég giftist og allt passaði þetta vel saman einhvern veginn,“ segir Jónas og brosir í kampinn. „I dag er ég alger dreifbýlismaður, finnst hvergi betra að vera og finnst alveg nóg að skjótast í borgina tvisvar í viku til að kenna í Háskólanum," bætir hann við. Sjúklingar vilja getað brosað breitt Árið 2001 brugðu Jónas og fjöl- skylda hans búi og fluttu til Banda- ríkjanna þar sem fjölskyldufaðirinn hóf framhaldsnám í tannfyllingum, tannsjúkdómaffæðum og tannlýta- lækningum. En afhverju? „Aþess- um tíma var ég búinn að vera lengi starfandi sem tannlæknir og líkt og kemur yfir flesta þá langaði mig að hressa upp á tilveruna á einhvern hátt. Mér fannst tilvalið að skella mér í framhaldsnám af þessu tagi, enda ekki margir sérfræðingar í þessu fagi hér á Islandi. I þessari sérgrein eru kennarar í háskólan- um í Norður - Karólínu brautryðj- endur . Það heillaði mig að komast í tæri við bestu sérfræðingana í fræðunum og vinna undir þeirra leiðsögn. Þar var mikil áhersla lögð á að lagfæra tennur þeirra sem höfðu lent í slysum eða áttu við útlitsgallaðar tennur að stríða t.d. af erfðafræðilegum orsökum. Rannsóknir og þekking á þessum vandamálum auk möguleika á góðri úrlausn hafa stóraukist und- anfarin ár og áratugi. Gott dæmi er ísetning tannplanta úr títaníum í kjálkabein þeirra sem hafa tapað tönnum sínum eða þar sem um meðfædda tannvöntun er að ræða. Þessar aðgerðir hef ég framkvæmt á stofu minni um nokkurt skeið og eru orðnar algengt meðferðarúr- ræði. Þessir tannplantar virka líkt og rætur tanna sem hægt er að smíða postulínskrónur á. Að geta uppfyllt kröfur sjúklinga um fallegt og eðlilegt bros er eitt af því sem gefur manni mikið í þessu starfi og réttlætir allt puðið við námið.“ Enn eitt heimsmet Islendinga? Og Jónas er hvergi nærri hættur námi, en eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í tannfýlling- um, tannsjúkdómum og tannlýta- lækningum frá University of North Carolina, Chapel Hill árið 2004, er hann þegar farinn að huga að doktorsnámi, þar sem rann- sóknarefnið er eyðing tanngler- ungs. „Glerungseyðing hér á landi er stórt, sívaxandi vandamál, enda drekka börn og unglingar hér að meðaltali um einn lítra af gosi á dag! Með slíkri neyslu segir það sig sjálft að glerungurinn hverfur oft hratt, enda eigum við sennilega heimsmet í glerungseyðingu eins og mörgu öðru,“segir Jónas og ekki er laust við að votta megi fyr- ir kaldhæðni í röddinni. „Nýjasta útspil stjórnvalda er að lækka álög- ur á sælgæti og gos og sannarlega mun það ekki hjálpa til,“ bætir hann við. Ríkið stendur sig illa Nýlega kynnti Lýðheilsustofnun niðurstöður Munnís rannsóknar- innar, en megin- tilgangur hennar var að kanna tannátu og gler- ungseyðingu hjá nemendum í L, 7. og 10. bekkjum og náði rann- sóknin til 20% slembiúrtaks þessara árganga árið 2005. í stuttu máli sýnir þessi rannsókn að tannheilsa barna og unglinga er ansi bágborin og hefur farið versn- andi síðustu ár. Islensk börn og ungmenni eru að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en samanburðar- hópar í Svíþjóð. Hjá 15 ára ung- lingi eru að með- altali rúmlega 4 fullorðinstennur skemmdar og þarfnast viðgerðar eða hafa þegar verið fylltar. Hjá þeim 33% sem verst eru settir innan þessa hóps eru að meðaltali 9 tennur skemmd- ar. I sömu rannsókn kemur fram að Tryggingastofnun ríkisins greiðir umtalsvert minna vegna forvarna í tannheilbrigðismálum barna nú í samanburði við árið 1998. Með skemmdir í 16 tönnum af 20 En afhverju er ástandið svona slæmt hér á Islandi eins og raun ber vitni? Jónas svarar því: „Þegar ég útskrifaðist ffá tannlæknadeild Há- skóla Islands og byrjaði að vinna, var ástandið að batna frá því sem áður var í tannheilbrigðismálum. A þeim tíma var reglulegt eftirlit með krökkum og kostnaður við tannvið- gerðir og forvarnir barna endur- greiddar 100%. Frá því um miðjan tíunda áratuginn hefur það verið markviss stefna ríkisstjórnarinnar að minnka endurgreiðslur vegna tannlækninga og í dag eru þær aðeins frá 40 til 50%. Þetta hefur leitt til þess að stórlega hefur dreg- ið úr forvörnum og foreldrar koma seinna og sjaldnar til tannlækna með börn sín og stundum ekki fyrr en allt er komið í óefni.“ Jónas seg- ir ástandið grafalvarlegt enda mörg börn að koma í slæmu ástandi. „Eg meðhöndlaði t.d. þriggja ára barn um daginn sem var með sextán af tuttugu tönnum skemmdar, og þar af þurfti að fjarlægja fjórar. Þetta barn er því miður ekkert einsdæmi, og tannlæknar út um allt land hafa svipaða sögu að segja og umtalað er meðal þeirra hversu hratt tann- heilsa barna og unglinga hrakar. Ekki einungis vanræksla ríkisins „I dag eru engir samningar á milli tannlækna og Trygginga- stofnunar ríkisins í gildi og hafa ekki verið síðan 1997, enda enginn sérstakur vilji hjá ríkinu til þess að semja,“ heldur Jónas áfram og bæt- ir við: „En svo er skuldinni alfarið skellt á tannlækna og hvað við séum dýrir.“ Jónas viðurkennir að hann sé hissa á því áhugaleysi sem ríki um versnandi tannheilsu barna og unglinga og sífellt minnkandi fjármagni sem hið opinbera veiti til þessa málaflokks. Segir hann að ekki einungis séu það stjórnvöld sem standi sig illa heldur einnig ASI, foreldrasamtök og önnur hagsmunasamtök. „Tannlæknar eru búnir að reyna að viðra málið við þingmenn úr öllum flokkum en fengið daufar undirtektir. Og þrátt fyrir að kosningar séu í vændum breytist það lítið, en líklega er þetta ekki nægilega spennandi og gríp- andi kosningamál. Góð tannheilsa er hluti af góðri almennri heilsu en virðist, hvernig sem á því stendur, skipta sorglega litlu máli í heil- brigðiskerfi okkar.“ Allir hafi sama rétt Að lokum segir Jónas og leggur áherslu á orð sín: „Þrátt fyrir að staða þjóðfélagsins fyrir 15-20 árum hafi verið öllu verri þá en í dag, var engu að síður tannlækna- kostnaður barna endurgreiddur 100%. Eg tel að þeir sem eru á am- erísku línunni í heilbrigðis- og menntamálum, ættu að dvelja í Bandaríkjunum í nokkur ár og at- huga hvort þeim snúist ekki hugur við að upplifa kerfið þar. Það virk- ar fínt fyrir þá sem eiga pening en jafn ömurlega fyrir það fólk sem á þá ekki og mér finnst skelfilegt að verið sé að taka upp þá stefnu á Is- landi. Eg hef ávallt sagt það og er inn á þeirri línu, að takmarka eigi miðstýringu, en í mennta- og heil- brigðismálum, þá eigi ríkið að koma inn, þar sem allir, bæði hinir efnameiri og þeir efnaminni, hafa jafnan rétt,“ segir Jónas Geirsson, tannlæknir að lokum. KH Jónas að störfum ásamt aSstoðarkonu sinni. „Tannplantar virka líkt og rætur tanna sem hœgt er að smíSa postulínskrónur á. AS geta uppjyllt kröfur sjúklinga umfallegt og eSlilegt hros er eitt afþví sem gefur manni mikiS í þessu starfi. “

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.