Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 j*£úunuu Þrívegis stöðvað- ur eftir sviptingu ökuleyfis BORGARNES: Samkvæmt upp- lýsingum Érá lögreglunni í Borgar- nesi virðast ýmsir ósiðir í umferð- inni aukast með hækkandi sól. Talsvert var um umferðarlagabrot í umdæminu lögreglunnar sl. viku. Þar á meðal var einn ökumaður tekinn í tvígang fyrir of hraðan akstur með aðeins nokkurra klukkutíma ffesti. Annar ökumað- ur, sem þegar var búið að svipta ökuleyfi, var stöðvaður við akstur og var þetta í þriðja skipti sem sami maðurinn er stöðvaður á rúntinum efrir að hann var sviptur ökuleyfi. Stighækkandi sektir eru við slíkum brotum sem endar með fangelsis- vist ef menn láta ekki segjast. -kh Innanbæjarökuþór AKRANES: Lögreglumenn á Akranesi unnu við hefðbundnar hraðamælingar í síðasthðinni viku. Ellefu voru kærðir fyrir of hraðan akstur og var akstur tveggja af þessum ökumaður það glæfralegur að við hggur svipting ökuleyfis. Ung stúlka var t.a.m. ökumaður bifreiðar sem á laugardagskvöldið síðasta var mæld á 106 km/klst hraða innanbæjar þar sem há- markshraði er 50. Við brotinu liggur 75.000 kr sekt, svipting öku- leyfis í einn mánuð og fjórir punkt- ar í ökuferilsskrá. Piltur með ný- legt bílpróf ók svo á sunnudags- kvöld biffeið sem mældist á 120 km/klst hraða innanbæjar. Hann getur gert ráð fyrir sekt upp á 90.000 kr, sviptingu ökuleyfis í tvo mánuði og sömuleiðis fjórum punktum í ökuferilsskrá. -kh Dýrkeypt fíkni- efnaneysla AKRANES: Maður á þrítugsaldri var nýverið dæmdur í héraðsdómi Vesturlands til greiðslu 300.000 kr sektar auk málskosmaðar upp á hðlega kr. 200.000. Þá var maður- inn sviptur ökuleyfi í 18 mánuði fyrir akstur undir áhrifum ólög- legra fíkniefna. Maðurinn hafði í tvígang á sama sólarhringnum í lok sl. árs, verið handtekinn af lögregl- unni á Akranesi gnmaður um akst- ur undir áhrifúm ólöglegra fíkni- efha. Blóðrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafði neytt amfetamíns. -kh Uppbygging skólahúsnæðis HVALFJARÐARSVEIT: Sveit- arstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur kallað efrir álitri fræðslu- og skóla- nefndar ásamt sldpulags- og bygg- ingarnefnd sveitarfélagsins á ffam- tfðaruppbyggingu skólahúsnæðis í sveitarfélaginu með tilliti til stað- setningar og fjármögnunar. Aætl- aður kosmaður við uppbygging- una verði síðan í ffamhaldinu unn- inn af sveitarstjóra og aðalbókara sveitarfélagsins. Ahtum nefndanna skal fylgja rökstuðningur og þurfa niðurstöður að liggja fyrir eigi síð- ar en 1. maí 2007. -hj Björg á þing samkyæmt þjóðarpúlsi Gallup Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokk- anna heldur stórsókn Vinstrihreyf- ingarinnar-græns ff amboðs í Norð- vesturkjördæmi áfram og nýtur flokkurinn nú fylgis 27,6% kjós- enda í kjördæminu og fengi sam- kvæmt því þrjá þingmenn kjörna. I síðasta Þjóðarpúlsi sem gerður var fyrir mánuði var fylgi flokksins 20% en í síðustu Alþingiskosning- um hlaut flokkurinn 10,6% at- kvæða og einn mann kjörinn. Sjálf- stæðisflokkurinn nýmr nú fylgis 29,8% kjósenda í kjördæminu og fengi þrjá menn kjöma. I síðustu könnun var flokkurinn með 34% fylgi og í síðustu kosningum fékk flokkurinn 29,6% atkvæða. Sam- fylkingin fengi nú 16,6% atkvæða og einn mann kjörinn en fékk 22% í síðustu könntm og 23,2% í síðustu kosningum og tvo menn kjörna. Framsóknarflokkurinn fengi nú 16,1% og einn mann kjörinn. Flokkurinn fékk síðast 19% greiddra atkvæða og í síðustu kosn- ingum 21% atkvæða og tvo menn kjöma. Frjálslyndi flokkurinn fengi nú 9,1% atkvæða og einn mann kjörinn. Flokkurinn fékk 5% fylgi í síðustu könnun og 14,2% í síðustu kosningum og tvo menn kjöma. Samkvæmt þessari könnun bætist nú heldur hagur Borgfirðinga á Al- þingi sem heldur hafa þótt á sig hallað undanfarin kjörtímabil á þingi. A þing fyrir Vinstri hreyfing- una kæmu auk Jóns Bjamasonar, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir ffá Brekkukoti í Reykholtsdal og Björg Gunnarsdóttir á Hvanneyri. HJ Dæmdur í fangelsi fyrir vörslu bamakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku dæmdur í m'u mánaða fangelsi, þar af 6 skril- orðsbundna, fyrir vörslu bamakláms. Verða 5.794 útprentað- ar ljósmyndir í eigu mannsins og tölvur gerðar upptækar. I ákæra- skjali segir að málið sé höfðað gegn manninum „fyrir vörslu á bamaklámi með því að hafa í októ- ber 2006 haft í vörslu sinni 11.382 ljósmyndir og 10 hreyfimyndir, sem harm aflaði sér ffá árinu 1998 að telja, sem sýna böm á kynferðisleg- an eða klámfenginn hátt. Maðurinn var á þeim tíma sem málið kom upp kennari við grunnskóla á Akranesi og var samdægurs, þegar máhð kom upp, sagt upp störfum. Vom tölv- umar í eigu ákærða og útprentaðar ljósmyndir haldlagðar af lögreglu við húsleit á heimih hans þann 11. október 2006 og harður diskur í tölvu sem ákærði hafði til umráða á vinnustað sínum haldlagður við hús- leit þar sama dag. I dómnum kemur ffam að maðurinn játaði skýlaust að hafa ffamið það brot sem honum er gefið að sök í ákæm og er játning hans studd sakargögnum. Maðurinn er með hreint sakavott- orð og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Þá horfir það manninum til málsbóta að hann hefur leitað til sálfræðings vegna sjúklegrar klám- fíknar. Við ákvörðun refsingar var á hinn bóginn virt manninum til refci- þyngingar það mikla magn af myndefhi sem hann hafði í vörslu sinni og sýnir börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfengin hátt. Er þess þá einnig að gæta að mikill hluti myndanna er af grófasta tagi þar sem fram koma svívirðilegustu kynferðisbrot gegn bömum. Loks ber til þess að líta að hluta efnisins var ákærði með í sínum vörslmn á vinnustað sínum í skóla, en með því braut hann gróflega gegn því trausti sem hann naut sem kennari við skól- ann. MM Kalt vatn og fráveita kostar svipað og heitt vatn og rafinagn Mikil hækkun fasteignagjalda í Borgarbyggð tekur á sig ýmsar myndir þegar fasteignaeigendur velta tölum fyrir sér. I frétt í Skessuhomi í síðustu viku var tekið dæmi af einbýlishúsi í Borgarnesi þar sem hækkun fasteignagjalda á milli ára var ríflega 31%. Einstakir gjaldaliðir hækkuðu mun meira og í því sambandi má nefha að fráveitu- gjald þessa húss hækkaði um tæp- lega 91%. Er gjaldið nú á áttunda tug þúsunda króna á ári. Fasteigna- skatturinn er tæpar 100 þúsund krónur, fyrir aðgang að vatni þarf að greiða samtals á fimmta tug þús- unda á ári, sorpgjaldið er tæpar 20 þúsund krónur og lóðarleigan hækkaði um rúm 53% á milli ára og er á fjórða tug þúsvmda á ári. Til þessa hefur einn af stóm kostnaðarliðum fasteignaeigenda verið hitun hússins og rafmagn fyr- ir tæki og ljós. Því er athyglisvert að velta þeim kostnaðarlið fyrir sér í áðurnefndu húsi. Síðusm tólf mán- uði hefur rafrnagnsnotkun í húsinu kostað tæpar 70 þúsund krónur og hitun hússins hefur kostað rúmlega 60 þúsund krónur. Vatn er í hugum landsmanna óþrjótandi og ódýrt. I hugum fólks hefur heldur ekki ver- ið talið að það geti verið kostnaðar- samt að nýta fráveitur. Hjá umræddum húseiganda í Borgamesi er það nú svo að að- gangur að köldu vatni og fráveitu kostar nú svipaða upphæð og hiti og rafmagn hússins. Fasteigna- gjöldin í heild em í þessu tilfelli tvöfalt hærri upphæð en greitt er fyrir rafmagn og kyndingu. Trúlega hefði það einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. HJ Stálsmiðjan fær vilyrði fyrir lóð á Grundartanga Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur lagsbreytinga gefið Stálsmiðjunni ehf. vilyrði fyrir 2.500-3.000 fermetra lóð undir skemmu á Grandartanga og jafnframt hefur stjórnin lýst sig reiðubúna til þess að gera ráð fyrir á deiliskipulagi aðstöðu fyrir slippastarfsemi vestast í landi Klafastaða að höfðu samráði við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Eins og kunnugt er fer dögum Stálsmiðjunnar á Mýrargötu í Reykjavík fækkandi vegna skipu- og hafa for- ráðamenn fé- lagsins rennt hýru auga til Grandartanga. Gísli Gísla- son hafnar- stjóri Faxaflóa- hafna segir þó að ýmsar rannsóknir þurfi að eiga sér stað á klapparstæði og fleim áður en hægt verður að koma fyrir upptökumannvirkjum í landi IGafastaða. HJ/ Ijósm. Mats Wibe Lund Bundið slidag HVALFJARÐARSVEIT: Sveitar- stjóm Hvalfjarðarsveitar samþykkti í gær ályktun þar sem því er beint til Vegagerðarmnar að gerð verði áætl- un um varanlegar endurbætur á tengivegum í sveitarfélaginu „- þannig að sem flest heimili hafi beinan aðgang að tengivegum með bundnu shtlagi," eins og segir orð- rétt í ályktuninni. Eins og fram hef- ur komið í fréttum Skessuhoms hafa vegamál talsvert verið til umræðu í sveitarfélaginu að undanfömu og er í gær afhentu fúlltrúar sveitarfélag- ins Vegagerðinni athugun á gatna- mótum í sveitarfélaginu. -hj Jarðvegsskipti pósthúss AKRANES: íslandspósmr hefur óskað eftir tilboðmn í vinnu við jarðvegsskipti í lóðiruú Smiðjuvöll- um 30 á Akranesi þar sem fyrirtæk- ið hyggst reisa nýtt pósthús. Tilboð í verkið verða opnuð þann 15. mars 2007. Fyrir nokkm ákvað fyrirtækið að byggja ný hús á nokkrum lykil- stöðum á landsbyggðinni og er Akranes einn þeirra. Við hönnun húsanna hefur verið smðst við fjög- ur megin markmið. Að gott aðgengi verði með vörur til og frá húsi, gott aðgengi viðsldptavina verði í af- greiðslu, aðbúnaður starfsmanna batni og gott flæði verði um hús- næðið. Fyrirtækið hefúr um árabil verið til húsa að Kirkjubraut 37. -hj Vemdum þau! BORGARBYGGÐ: Fræðslufúnd- ur um hvemig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn bömum og unglingum, verður hald- inn í félagsmiðstöðinni Oðah, Borg- amesi í kvöld, miðvikudaginn 7. mars kl. 20:00. Fyrirlesari er Olöf Asta Farestveit en hún er annar höf- undur bókarinnar „Vemdum þau“ sem gefin er út á vegum Mennta- málaráðuneytisins og Æskulýðsráðs ríkisins. Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður foreldrum og for- ráðamönnum bama og unglinga í Borgarfirði og er í boði foreldrafé- laga Grunnskólans í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Grunnskóla Borg- arfjarðar, Klettaborgar og Leikskól- ans í SkaUagrímshúsinu. -mm Afli krókaafla- marksbáta tvöfaldast VESTURLAND: Heildarafli krókaaflamarksbáta með heimahöfn á Vesturlandi var rúm 12.745 tonn á síðasta fiskveiðiári. Hafði hann ríf- lega tvöfaldast frá fiskveiðiárið 2001/2002 þegar hann var rúmlega 6.027 tonn. Þetta kemur fram í svari Einars Kristins Guðfinnsonar sjáv- arútvegsráðherra á Alþingi við fyrir- spum Guðjóns Hjörleifssonar þing- manns Sjálfctæðisflokksins. Guðjón spurði hver hefði verið heildarafh h'nubáta á krókaaflamarki fiskveiði- árin 2001/2002 og 2005/2006 sund- urhðaður eftir heimahöfnum. Línu- afli þessara báta frá Vesmrlandi var tæplega 4.778 tonn fiskveiðiárið 2001/2002 en árið 2005/2006 var aflinn 11.275 tonn og hafði því auk- ist um 136% á þessu tímabili. Stærstur hluti aflans 2005/2006 var frá bátum í Olafevík eða 5.454 tonn. -hj -------------f-T--------- Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1 300 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 21 32 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hek!a@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.