Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Reykholt er beðið að svara Reykjavík strax Rætt við Halldóru Þorvaldsdóttur, húsfreyju og fyrrum símstöðvarstjóra í Reykholti Hjónin Halldóra Þorvaldsdóttir ogjón Þórisson í gariinum sínum á sjötugsafnueli Hall- dóru. Halldóra Þorvaldsdóttir hefur búið í Reykholti í Borgarfirði í yfir sextíu ár, kom upphaflega ftá Grindavík í vinnumennsku í Borgarfjörðinn, að- eins sautján ára gömul. Hún var stöðvarstjóri Pósts og Síma í hartnær fimmtíu ár og sér mest eftir því að hafa hent gamla símstöðvarborðinu sem fomleifafræðingar framtíðarinn- ar munu finna í jörðu í nágrenni Reykholts. Halldóra, eða Dóra eins og hún er jafnan kölluð, hefúr ekki látið þetta duga. Hún var alltaf með mannmargt heimili, ól upp fjögur böm, starfaði með leikdeild Ung- mennafélags Reykdæla auk þess að spila bridge í áratugi. Hún ásamt eig- inmanni sínum Jóni Þórissyni, var frumbyggi í götunni þeirra í Reyk- holtsþorpinu eftir að hafa búið í tólf ár í Héraðsskólanum í Reykholti, þar sem Jón starfaði við kennslu. Einn sólríkan dag fyrir skemmstu var drep- ið á dyr hjá Dóm og gamlir tímar rifj- aðir upp. „Eg kom fyrst í Borgarfjörð sem vinnukona Onnu Bjamadóttur prest- ffúar hér í Reykholti. Hún var ffænka mín og vantaði stúlku. Systir mín átti að fara, ég þótt of ung, aðeins sautján ára, en þetta æxlaðist svona,“ hefúr Dóra samtal okkar. „Frú Anna hafði átt erfitt og vildi því ekki fá ókunnuga vinnukonu inn á heimilið og þannig kom þetta til. Aðspurð hvernig Grindvíkmgi þóttd að koma úr sjávar- lofdnu svona inn til dala, svarar Dóra því til að allt hafi verið þröngt. „Ég man að ég skrifaði mömmu í bréfi að það væri svo þröngt héma að ég gæti varla snúið mér við, auk þess væri þungt loft. Mig vantaði hressandi sjávarloftið sem ég hafði andað að mér alla mína tíð og einnig sjóinn, sem ég saknaði að sjá ekki.“ Misstum aldrei neirni í hafið En upphafið var ekki í Reykholts- dal. Bregðum okkur aftur í tímann til Grindavíkur þar sem Dóra hafði alið manninn ffam að Reykholtsför. A heimar bemskuárum var þríbýli á Jámgerðarstöðum, þar sem fjölskyld- an bjó. Þar áttu heima, auk fjölskyldu Dóm, amma hennar og móðurfólk. Því var mikið af ættmennum, tólf til þrettán krakkar á hlaðinu og mikið líf og fjör. Það var farið út með sjó eða upp í hraun til að leika sér og fleira var gert sér til skemmtunar. „Við fórum mikið í kílubolta og svo í yfir. Hentum bolta yfir húsið hennar ömmu. Það var mjög garnan," segir Dóra þegar talið berst að bemskunni í Grindavík. „Eins og tíðkaðist vorum við krakkamir látnir hjálpa til eins snemma og auðið var. A Járngerðarstöðum var útvegsbýli. Pabbi, amma og hinn tengdasonur hennar gerðu saman út bát og einnig var búið með skepnur. Við krakkam- ir vorum helst látin stokka upp línur til að flýta fyrir eða skottast með mat og kaffi til karlanna, austur að sjó, eins og það var kallað heima í Grindavík. Það var samfélag um bát- inn og allir reyndu að gera gagn. Fiskurinn var unninn heima svo þar þurfd mörg handtök. Eg man eftir einu atviki þegar Tómas ffændi minn og ég vorum í skúmum að stokka upp línu. Fullt var af körlum fyrir utan og ég var alveg að pissa í buxumar. Eklá gekk að hætta að vinna til að fara heim og því síður að pissa fyrir utan í karlahópnum, svo ég lét það bara vaða í buxumar. Og mér var svo kalt á leiðinni heim að það var voðalegt." Dóra kímir og bætir síðan við alvar- legri í bragði. „Þó að sumir í fjöl- skyldunni yrðu ekki langh'fir var það ekki af því að þeir hefðu farið í hafið. Þeir létust af öðrum orskökum. Það var með ólíkindum hvað allt gekk vel þar sem margt var öðmvísi en nú. Sem dæmi var hafiiaraðstaðan engin, brimið bara rétt við land og annað eftir því.“ Trúin var homsteirminn I harðbýlu landi þar sem maðurinn mátti síns lítrils gagnvart öflum nátt- úrunnar og var oft vamarlaus gagn- vart duttlungum hennar var trúin það haldreipi sem fólk hélt í. A þennan veg var þessu einnig háttað í heima- bæ Dóm. í þessu lida samfélagi þar sem barátta upp á líf og dauða var á stundum sýnilegri og áþreifanlegri en víða annarsstaðar inn til dala, var eði- legt að trúin hefði sterk ítök í íbúun- um, enda margar konur sem sáu á eftir feðrum, eiginmönnum eða son- um í kaldan faðm Ægis. Alltaf var far- ið með ferðabæn áður en lagt var á sjó, það máttí aldrei bregðast. Hún segir að faðir sinn hafði sýnt meiri trú en mamman. Hann las upp úr Passíu- sálmunum og húslestra á kvöldin, meðan bömin tolldu inni til að hlusta. Þegar krakkamir stálpuðust hafi dregið úr lestrinum. Sá sem var heilsulítiU fór í skóla Dóra er fædd 1921 og margt var á annan hátt í menntunarmálum þjóð- arinnar en er í dag. Þó var komin ein kennslustofa í Grindavík þar sem yngri og eldri deild skiptust á að stunda sitt nám, annan hvem dag. Eldri deildin var frá klukkan 9-16 og yngri krakkamir vom frá klukkanló- 19. Skólagöngu lauk síðan alla jafrian á fermingarárinu. „Við systkinin vomm fimm og komust öll til manns, eins og sagt er,“ heldur Dóra áfiram. „Það var ekki mikil fjölbreytni í náminu, ekki mik- ið af tungumálum en þó aðeins af dönsku. Kennarinn minn kenndi mér áfiram svolítið af dönsku eftír að ég hætti í skóla, fjórtán ára gömul og ef ég hefði fengið dulítið meiri frið við það, hefði ég líklega lært meira, en maður þurftí að vinna og það gekk fyrir öllu. Sá eini af okkur systkinun- um sem fór í langskólanám var Guð- laugur bróðir. Harm var heilsulaus sem krakki og talið að hann myndi ekki geta stundað sjóinn. Því var hann sendur á skóla. Þetta er sannar- lega ekld í anda þess sem viðgengst í dag,“ segir Dóra brosandi, „þar sem námsframboðið er gífurlegt og stendur öllum til boða sem vilja.“ Komið í Reykholt Eins og sagði í upphafinu kemur Dóra í Reykholt, sautján ára gömul. Þetta var árið 1938. Hún fór til Reykjavíkur og svaf um borð í Lax- fossi sem átti að flytja dömtma upp í Borgames, því brottför skipsins var áætluð snemma næsta dag. Er upp í Borgames var komið, beið á bryggj- unni mjólkurbílsstjóri Reykdæla sem sagðist eiga að sækja stúlku sem væri að fara í Reykholt. Frú Anna Bjarna- dóttir sem fékk Dóm til sín í vinnu- mennsku, samdi kennslubækur, með- al annars í tungumálum. Á meðan Dóra var þar í vist var aldrei talað um að frúin kenndi frænku sinni neitt. „Eg man ekki til að ég hafi nokkum tíma hugsað um að biðja Onnu um að kenna mér,“ segir Dóra. „Það var bara verið að hugsa um að vinna og standa sig í því. En þegar ég lít til baka þá held ég kannski að ef ég hefði verið komin með meiri undir- stöðu í tungumálunum, þá hefði ég séð að þama var tækifæri til að bæta við menntunina. Eg mátti fara í sund og vera með í leikfimi, sem ég gerði, en annað var það ekki. Aðspurð hvort hún hafi ekki fengið heimþrá, segist Dóra ekki muna að svo hafi verið. „Það var nóg að gera og því enginn tími til að láta sér leiðast. Eg hafði afar gott af vistinni hjá ffænku og lærði margt en eftir þriggja ára dvöl fannst mér komið nóg og fór aftur heim.“ Lífsförunauturinn kemur til sögunnar Þegar Dóra var í Reykholti var ekkert verið að skoða strákana. Nóg var að gera, upplifa og vera til. Tveimm árum síðar, er frú Anna þurfti aðstoð á ný, fór Grindavíkur- stelpan aftur í Reykholt, og þá gerð- ist eitthvað. „I seinna skiptið sem ég vistaðist til frænku var ég tuttugu og tveggja ára og þá varð ég skotin í Nonna míntun, Jóni Þórissyni sem var búsettur hér. Þegar ég var hér fyrst hafði ég ekkert verið að spá í stráka, hvorki hann né aðra þó ég hafi verið eins og grár köttur inn á heimili foreldra hans,“ segir Dóra. „Ég var bara að vinna og lifa lífinu. Kannski hafa forlögin ofið þama einhvem vef, hver veit. Við giftum okkur 1945 og fyrsta veturinn vorum við í Reykjavík þar sem Nonni var að bæta við menntun sína. Hann hafði tekið íþróttakennarapróf og var nú að bæta við kennaranáminu. Þetta var tveggja ára viðbót sem hann tók, en ég var bara með honum annan veturinn í höfúðstaðnum. Eftir nám- ið fékk hann stöðu við skólann og við fengum íbúð í skólahúsinu með nem- endur fyrir neðan okkur og við hlið- ina. Við áttum að passa útidyrahurð- ina, en það vom nú gluggar á þessum vistarverum, sem brúka mátti til ým- issa hluta,“ segir Dóra sposk. Teldð við símstöðiimi I íbúðinni sem Dóra ogjón fengu til afinota var símstöð staðarins. Hús- næðinu fylgdi sú kvöð að sjá um stöð- ina. Þannig kom það til að afskipti hófust af símstöðvarmálum. Jón var fyrst skrifaður stöðvarstjóri en hafði engan tíma til að sinna henni svo það kom í hlut Dóm að sjá um þessi mál. Svo auðvitað kom að því að Dóra var skipuð í stöðuna. „Það var árið 1947 sem við tókum við og stöðin var í skólanum þessi tólf ár sem við bjuggum þar. Þegar við fluttum í nýja húsið okkar 1960 fylgdi stöðin bara með. Það vora þægindi af því að hafa þetta svona innanhúss en samt aðskilið frá heimilinu og sér dyr sem fólk kom inn um sem erindi átti á símstöðina eða á pósthúsið. Eg hætti með stöðina 1992 þegar ég varð sjötíu og eins ár og hafði þá verið í 45 ár með símstöðina og póstinn. Segja má að heimilishaldið hafi á margan hátt verið öðruvísi hér en gerðist á bæjtun almennt. Það var alltaf traffik, mikill gestagangur sem er ólíkt lífi mínu í dag, þegar ég hef ekkert að gera,“ segir Dóra brosandi. „Það lærðu allir á heimilinu á símstöðina og alltaf var einhver hér að passa upp á símann, þótt ekki væri auglýstur opnunartími. Þetta var jú öryggistæld ef eitthvað kom fyrir. Eg sef enn með dymar á svefhherberginu opnar, þótt ég sé löngu hætt að starfa við þetta. Svona er maðtn ekkert nema vaninn. En þrátt fyrir stöðvarstjórastarfið fórum við alltaf í eitthvert ffí á sumr- in. I minningunni er eitt atvik sem tengist ferðalagi og hvað stöðin var nauðsynleg. Við Nonni vorum að ferðast á Vestfjörðum. Þá heyrum við allt í einu í útvarpinu: „Reykholt er beðið vun að svara Reykjavík strax.“ Við vissum ekkert hvaðan á okkur stóð veðrið. A þessum tíma var erfið- ara um vik að komast í síma, við vest- ur á fjörðum og gátum fatt eitt gert. Stúlkan sem var á vakt hafði nauð- synlega þurft að bregða sér aðeins frá en hafði kennt krakka sem var heima að svara, en ekki langlínunni. Það vildi til að heimamaður hafði heyrt þetta líka, grunaði að eitthvað hefði farið úrskeiðis á stöðinni og kom og bjargaði málunum. Þá hafði orðið flugslys og Reykjavík var að reyna að koma skilaboðum áleiðis. Svona gat þetta verið og kannski engin furða að maður hlusti ósjálfrátt enn. Opnun- artími stöðvarinnar var frá níu að morgni til átta að kvöldi. Eg var yfir- leitt með fjórar stúlkur í vinnu sem skipust á, tvær og tvær í senn, sína vikuna hver. í heildina hef ég verið með um þrjátíu símastúlkur meðan símstöðin var og hét. Það var mildll munur þegar sjálfvirki síminn kom, líklega um 1982, þá var hægt að ganga út og loka á eftir sér án þess að þurfa að hugsa um að hafa einhvem heima til að vakta stöðina. Líklega gerði maður sér ekki grein fyrir því, fyrr en þá, hversu mikil binding þetta hafði verið.“ Notaði pósthúsið eins og banka „Það var nú kannslti ekki gæfúlegt að vera með fólk í vinnu og kunna ekki að færa bókhald," heldur Dóra áfram. „Eg býst við að slíkt þætti ekki góð latína í dag. En það kom hér maður að sunnan og kenndi mér þetta allt saman. Þeir vom ósköp góðir við mig í Reykjavíkinni. Eins og ég sagði fyrr þá var tfmaffekt að vera með símstöðina og að ýmsu var að hyggja. Það þurffi ekki bara að svara í símann. Póstafgreiðslan var hér líka og miklir peningar sem bár- ust í húsið. Hér var að sjálfsögðu Töluvert var datjrai við leiklistargyójuna og hér er Dóra í hlutverki kerlingarinnar í Gullna hliði Davíós Stefánssonar. Dóra á símtöðinni eftir að báðar voru komnar í einbýlishúsið sem Dóra býr í enn í dag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.