Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 8
-1 8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Skólasókn 16 ára nemenda hæst á Vesturlandi Skólasókn 16 ára nemenda í dag- skólum skólaárið 2004/2005 var hæst á landinu á Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykja- víkur eða 94%. A landinu öllu var skólasóknin á sama tíma 93% og lægst var hún á Norðurlandi vestra 89%. Skólasókn 16 ára nemenda tók mikið stökk á Vesturlandi á milli áranna 2003/2004 og 2004/2005. Fór úr 86% í 94% eins og áður sagði. Fyrra árið var skóla- sóknin lægst á landinu á Vestur- landi en var orðið hæst seinna árið eins og áður sagði. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds á fram- haldsskólastigi skólaárin 2002/2003, 2003/2004 og 2004/2005 sem lögð var ffam á Al- þingi. Þessa miklu breytingu á skóla- sókn má eflaust að stórum hluta rekja til þess að Fjölbrautaskóli Snæfellinga hóf starfsemi sína þann 30. ágúst 2004. I skýrsltmni kemur einnig ffam að á þessum skólaárum jókst hlutfall réttindakennara á framhaldsskólastigi á Vesturlandi úr 72,3% í 81,7% og á sama tíma fjölgaði kennurum úr 47 í 60 og stöðugildunum fjölgaði úr 54 í 69. I skýrslunni kemur einnig frarn að tvö af þessum þremur árum var Fjölbrautaskóli Vesturlands innan fjárheimilda. Arið 2002 voru fjár- heimildir skólans 326,9 milljónir króna en samkvæmt ríkisreikningi voru útgjöld hans 321 milljón króna. Arið 2003 voru fjárheimildir 332 milljónir og útgjöld skólans 324.2 milljónir. Arið 2004 fór skól- inn hins vegar ffam úr fjárheimild- um. Þær voru 337,4 milljónir króna en útgjöld 343,7 milljónir króna. Fjölbrautaskóli Snæfellinga var starfandi árið 2004 og fór talsvert frarn úr fjárheimildum. Þær voru 39.2 milljónir en útgjöld urðu 50,9 milljónir króna. HJ Samfylldngarfólk gaf ffítt í Hvalfj arðargöng Þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi gáfu vegfarendum um Hvalfjarðargöngin frítt í göngin um tíma sl. fimmtudag. Með því vildi Samfylkingarfólk vekja at- hygli á þeirri kröfu sinni um gjald- frjáls göng. Sama dag lækkaði virðisaukaskattur af veggjaldi um in voru opnuð hafi verið ráðist í margar og fjárfrekar framkvæmdir í samgögnukerfinu en ekkert mannvirki hafi verið fjármagnað með skattlagningu á notendur þess. Hann segir allar forsendur sem lagðar voru til grundvallar fram- kvæmdinni á sínum tíma brostnar enda geti gamla leiðin um Hval- fjörð ekki borið þá umferð sem um göngin fer. Því hafi þau í raun sparað samfélaginu öllu stórfé við endurbætur og nýlagningu vegar um Hvalfjörð auk þess sparnaðar vegna aukins umferðaröryggis og minni slysatíðni. Innheimta veggjaldsins valdi því ójafnvægi milli landshluta. I því sambandi nefnir Guðbjartur að 10-12% íbúa á Akranesi og á Borgarfjarðar- svæðinu stundi vinnu á höfuð- borgarsvæðinu og árlegur kostn- aður fólksbíls af veggjaldi sé ríflega 100 þúsund krónur á ári sé miðað við lægsta gjald og að íbúar og fyr- irtæki á Akranesi greiði um 1/6 af tekjum Spalar árlega sem sé um 28 þúsund krónur á hvern íbúa. Slík innheimta sé ekki ásættanleg. Hliðstæð tala fyrir hvern íbúa á Vesturlandi sé rúmar 15 þúsund krónur. HJ göngin og kostar nú ein ferð um göngin 900 krónur í stað 1.000 króna áður og ódýrasta gjald fyrir fólksbíl verður nú 253 krónur ferðin ef keyptar eru 100 ferðir fyrirfram. Guðbjartur Hannesson oddviti lista Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi segir lækkun virð- isaukaskattsins af veggjöldum vissulega fagnaðarefni en eftir nær níu ára rekstur Hvalfjarðarganga sé eðlilegt að göngin verði gjald- frjáls eins og aðrir þjóðvegir lands- ins. Hann minnir á að síðan göng- Formaður bæjarráðs úr Frjálslynda flokknum Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Akraness og formaður bæjarráðs Akraness hefur sagt sig úr Frjáls- lynda flokknum eftir skamma við- veru í flokknum. I samtali við Skessuhorn staðfesti Karen úrsögn sína en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Karen var í efsta sæti framboðslistans við síðustu bæjar- stjórnarkosningar en gerðist ekki flokksbundin fyrr en skömmu fyrir landsþing flokksins í janúar. Karen segir úrsögn sína ekki hafa nein áhrif á samstarf innan lista Frjáls- lyndra og óháðra og ekki verði nein breyting á meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness. Magnús Þór Hafsteinsson al- þingismaður, varaformaður Frjáls- lynda flokksins og varamaður Karenar í bæjarstjórn segir í samtali við Skessuhorn að úrsögn Karenar megi rekja til óánægju hennar með skipan Kristins H. Gunnarssonar í annað sæti á lista Frjálslynda tlokksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús segir Karen hafa gengið í Frjálslynda flokkinn skömmu fyrir landsþing flokksins og hún hafi stutt ffamboð sitt til varaformanns flokksins. Við uppstillingu ffam- boðslista flokksins í Norðvestur- kjördæmi hafi Karen óskað eftir því að kona ffá Akranesi tæki annað sætið og segist Magnús hafa stutt þá tillögu. Pólitískt landslag hafi hins vegar breyst með komu Krist- ins H. Gunnarssonar í flokkinn og hann hafi fengið yfirgnæfandi stuðning innan flokksins til setu í öðru sætinu. Við þá niðurstöðu hafi Karen ekki sætt sig við og áð end- ingu sagt sig úr flokknum eftir stutta veru þar. Magnús segir alltaf erfitt að sjá á bak fólki úr flokknum. Engan skugga hafi borið á samstarf hans og Karenar og það verði óbreytt áfram innan bæjarstjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Fyrir skömmu sagði Karen sig úr tveimur nefndum á vegum Akra- neskaupstaðar en segir þá úrsögn ekki tengjast þessu máli. Hún hafi verið að taka við nýju krefjandi starfi og því hafi hún þurff að minnka við sig í nefndarstörfum. HJ Sj ávarútvegsráðherra heimsótti hrognavinnslu HB Granda Sjávarútvegsráðherra virðir hrognafalla loánuna jjrir sér. Einar Kristinn Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra heimsótti á laug- ardaginn loðnuhrognavinnslu HB Granda hf. á Akranesi. Eins og ffam hefur komið í fréttum Skessuhoms stendur hrogna- vinnsla nú yfir og hefur hún gengið mjög vel og á dögunum var vinnslumet slegið hjá fyrir- tækinu. Standa vonir tdl þess að takast megi að ffysta um 3.500 tonn en mest hafa áður verið fiyst 2.400 tonn. Jón Helgason sölustjóri fyr- irtækisins og Eggert Guð- mundsson forstjóri kynntu ráðherra vinnsluhnu fyrirtækisins. HJ Formannsskipti í Snorrastofti Á aðalsafnaðarfundi Reyk- holtskirju þann 15. des 2006 lét prófessor Bjami Guðmundsson á Hvanneyri af formennsku í stjórn Snorrastofu í Reykholti. Hann hef- ur gegnt því embætti af stakri prýði sl. átta ár. Bjarni lætur af þessu starfi að eigin ósk og skulu honum færðar innilegar þakkir fyrir farsælt uppbyggingarstarf í þágu stofnun- arinnar. Við stjórnarformennsku tekur Jón Olafsson Phd. Jón kennir heimspeki við Háskólann á Bifföst og gegnir stöðu forseta félagsvís- indadeildar skólans. Hann útskrif- aðist með Ph.D. gráðu í heimspeki ffá Columbia háskóla í New York árið 2000 og hefur síðan sinnt há- skólakennslu og öðmm störfum við íslenska háskóla. Jón hefur verið smndakennari við heimspekiskor Háskóla Islands og einnig kennt við Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Islands. Hann hefur starfað við Háskólann á Bifröst ffá 2005. Jón er er boðinn velkominn til starfa. (Fréttatilkynning) Guðmundur ráðinn forstöðumaður tækni- deildar Faxaflóahafna Guðmundur Eiríksson bygginga- tækniffæðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður tæknideildar Faxa- flóahafiia sf. og tekur við því starfi af Jóni Þorvaldssyni sem gegnt hefur því um áratugaskeið. Jón tekur við nýjtun verkefiium á sviði þróunar- og gæðamála auk þess sem hann er staðgengill hafharstjóra. Guðmundur nam byggingatækni- ffæði af ffamkvæmdasviði í Horsens í Danmörku. Hann er auk þess húsasmíðameistari. Hann hefur á liðnum áram starfað við stjórmm og ffamkvæmdir sem tæknilegtn ffam- kvæmdastjóri hjá Loftorku auk þess sem hann starfaði hjá Islenska járn- blendifélaginu að stofnun og rekstri Klafa, sem annast losun og lestun skipa á Grundartanga. Þá hefur Guðmundur starfað að fram- kvæmdamálum á Gmndartanga, fyrst hjá Grundartangahöfh og síð- an sem verktaki hjá Faxaflóahöfhum sf. auk þess sem hann annaðist verk- efrirlit við ýmsar framkvæmdir. Má þar nefiia uppbyggingu Landnáms- setur í Borgarnesi, verkstæðisbygg- ingu GTT á Grundartanga, bygg- ingar menntaskóla í Borgamesi og fleira. Guðmimdur hefur formlega störf hjá Faxaflóahöfhum þann 1. maí í vor. HJ Vinnuhópur um þjóðlendmnál Byggðaráð Borgarbyggðar hefur skipað þá Oðinn Sigþórsson Ein- arsnesi, Snorra Jóhannesson Auga- stöðum og Þórólf Sveinsson Ferju- bakka í vinnuhóp sem geri tillögur um með hvaða hætti sveitarfélagið afli upplýsinga um landamerki eignarlands síns. Páll S. Brynjars- son sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhom þetta væri ráðgefandi vinnuhópur. „Við emm að kalla eftir ráðgjöf um hvaða vinnu er best að fara í. Á að fara í samvinnu við önnur sveitarfélög á sama svæði, Búnaðarsamtök Vesturlands eða einhverja aðra. Hvaða gögn þurfum við og annað í þeim dúr. Landinu er skipt upp í svæði og mig minnir að við séum númer átta. Hins vegar er gamli Kolbeins- staðahreppur á öðra svæði, eða númer m'u. Við þurfum að skoða hvernig við leysum það mál.“ Aðspurður af hverju sveitarfélag- ið væri að stófha þennan vinnuhóp núna sagði Páll að það hefði sýnt sig að betra væri að vera viðbúinn þegar kæmi að þjóðlendumálunum. „Við ætlum bara að vera með allt okkar á hreinu þegar röðin kemur að okkur,“ sagði Páll S. Brynjars- son. BGK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.