Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 FRETTABREF - Félags skógarbænda Mars 2007. 1. tbl. 9. drg. - Umsjón: Guömundur Sigurösson Frá Vesturlandsskógum - Gróð- ursetning vorið 2007 Vorið 2006 var gróðursett á um 50 jörðum, en á þessu vori hafa ein- ungis liðlega 30 skógarbændur tdl- kynnt um að þeir hyggist gróður- setja á jörðum sínum. Skýringin á því að færri hafa tilkynnt sig núna en í fyrra er líklega helst sú, að starfsmenn Vesturlandsskóga hafa ekki gengið á eftir mönnum með grenið í skónum til að fá þá til framkvæmda. Við höfum látið nægja að auglýsa umsóknarfrestinn (til 1. mars 2007) í Fréttabréfi FsV og á heimasíðu Vesturlandsskóga http://www.vestskogar.is Engu að síður er áhuginn nægur til þess, að allar þær plöntur, sem Vesturlands- skógar hafa til ráðstöfunar á árinu, eru upppantaðar og ríflega það. Þeir, sem gleymdu að panta plöntur fyrir tilskilinn tíma, geta þó ennþá pantað plöntur til haustgróðursetn- ingar og verður reynt að koma að einhverju leyti til móts við óskir þeirra. En hkt og undanfarin ár er vilji til að gróðursetja fleiri plöntur en Vesturlandsskógar hafa fjárveit- ingu til að kaupa. Tilkynna þarf um fyrirhugaða skjólbelta- rækt fyrir 15. mars Það virðist hafa farið framhjá all- flestum þeim bændum, sem áhuga hafa á skjólbeltarækt, að ffestur til að skila tilkynningum um fyrirhug- aða skjólbeltarækt rann út 1. febrú- ar. Því hefur verið ákveðið, að ffarn- lengja frestinn til 15. mars. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast hvattir til að hafa samband við starfsmenn Vesturlandsskóga fyrir þann tíma, þ.e. Guðmund í síma 433-7054/862-6361; Sigríði Júlíu í síma 433-7053/865-5556 eða Sig- valda í síma 433-7052/898-2190. Aukin meðvitund í samfélaginu um möguleika kolefhisbind- ingar með skógrækt Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum um ffam- Ungar stafafurur í Lundarreykjadal. Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn í félagsheimilinu Lindartungu laugardaginn 17. mars 2007 kl. 13:30 Dagskrá: Skýrsht stjórnar og reikningar félagsins. Umræður uni skýrslu st jórnar og reikninga. Kosning eins stjórnarmanns og þriggja varamanna (árleg kosning) Kosning tveggja skoóunarmanna og varamanns (árleg kosning) Brynhildur Bjarnadóttir doktorsnemi flytur frædsluerindi um kolefnisbindingu. Kaffiveitingar Onnur mál Núverandi stjórn skipa: Melkorka Benediktsdóttír. Víghohssíijðnm, fornmður. (á kost á að ganga ár st jórn) Hraundís Guðmundsdóttir Rauðsgili, ritari. Pórarinn Svavarsson Tungufelli, gjaldkeri. Varamenn í stjóm: Vifill Búason Ferstiklu. Jón /irnsen Jnnra-Leiti. Bergþóra Jónsdóttir Hrátsstöðum. Skoðunarmenn reikninga: Guðmumlur Sigurðsson Hvanneyri. Haraldur Magnússon Belgsholti Vuramaður: Asmundur Guðmundsson Skógarseli Stjómin hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn og koma með nýjar hugmyndir inn í félagsstarfið og efla góð kynni milli skógarbænda. Fundurinn er einnig kjörið tækifæri fyrir þá skógarbændur sem ekki eru nú þegar í FsV að koma og ganga í félagið. Með bestu kveðjum, Melkorka, Hraundís og Þórarinn. Frá Daníelslundi í Borgarfirði. tíðarskuldbindingar íslendinga í átt til minnkandi losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Nú bregður svo við, að mikið er einnig fjallað um mögu- leika á því að binda kolefni (og þar með gróðurhúsalofttegundina C02 með skógrækt og landgræðslu. Komið hefur ffam í umræðunni, að binding er jafhgild minnkun losun- ar. Einni að erfitt myndi að draga úr losun fyrir árið 2050 um 50-75% eins og ríkisstjórnin hefur sett sem markmið. Því verður einnig að spíta í lófana og auka skógrækt. Land- græðsla kemur einnig til greina, en því miður hafa landgræðslumenn ekki staðið sig eins vel og Rann- sóknastöð skógræktar á Mógilsá við að undirbúa „löggildingu“ land- græðslu til kolefnisbindingar. Þeir þurfa að taka sig verulega á við rannsóknir áður en landgræðsla verður gild leið í alþjóðasamfélag- inu, en við þurfum að standast ítar- lega skoðun þess til að landgræðsla líkt og skógrækt verði viðurkennd leið til kolefnisbindingar. Skógrækt ríkisins sýndi mikla framsýni, þegar hún beindi drjúgum hluta sérstakra fjárveitinga til kolefnisbindingar í kringum aldamótin til rannsókna á málefhinu, í stað þess að einblína á að nota féð til verklegra fram- kvæmda við skógrækt, eins og ríkis- valdið hafði eiginlega ætlast til. Víst er, að nú eru skógræktarmenn til- búnir. Skógrækt mætti stórauka á fáum árum, því nægur er áhugbm Eg hef áður skýrt ffá því á þess- um vettvangi, að skógarbændur á Vesturlandi gætu núþegar aukið skógrækt um 50%, slík er „eftir- spurnin“. Ef Vesturlandsskógar leggjast í víking og hefja útbreiðslu boðskapsins af alvöru, er ég sann- færður um, að við gætum aukið skógrækt í landshlutanum um 100% á næstu þremur árum. Og góðu fréttirnar eru þær, að starfs- fólk Vesturlandsskóga myndi nýtast tiltölulega betur, ef fleiri gróður- setja og ef hver skógarbóndi setur meira af plöntum hverju sinni en hingað til. Því þarf ekki að fyllilega tvöfalda fjárveitingar til að hægt væri að tvöfalda skógrækt. Alþingi þarf nú að þekkja sinn vitjunartíma og gera sér grein fyrir því, að með aukinni skógrækt verða margar flugur slegnar í einu höggi: Fyrir utan margumtalaða kolefnisbind- ingu fæst meira hráefni til úrvinnslu í ffamtíðinni og hægt verður að byggja upp hagkvæmari úrvinnslu- einingar, þegar þar að kemur. Skóg- rækt hefur auk þess ýmis önnur góð áhrif, sem í Evrópu eru kölluð „hin samfélagslega þjónusta skóganna." Nefha má: Auknir útivistarmögu- leikar almennings vegna skjólsins og hinnar fjölbreyttu upplifunar, sem gönguferðir um skóglendi bjóða uppá (og þar með bætt lýð- heilsa); aukin fiskengd í ár og vötn; ennþá betra drykkjarvatn en við höfum haft eða í það minnsta trygging þess, að drykkjarvatn versni ekki. Síðast en ekki síst stuðl- ar aukin skógrækt að viðhaldi bú- setu í hinum dreifðu byggðum, sem er afar mikilvægt í ljósi þess, að bændum í hefðbundnum búskap fer stöðugt fækkandi, bæði vegna þess að framleiðslueiningamar stækka og hugsanlega einnig vegna aukins innflutnings á landbúnaðarvörum. Fyrirlestur um skógrækt til kolefnisbindingar á aðalfundi Fé- lags skógarbænda á Vesturlandi Svo vel vill til, að á aðalfundi Fé- lags skógarbænda á Vesturlandi (FsV) ætlar Brynhildur Bjamadótt- ir að flytja erindi um kolefnisbind- ingu með skógrækt. Brynhildur er frá Möðruvöllum í Hörgárdal og er doktorsnemi á þessu sviði. Fundur- inn verður haldinn að Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi þann 17. mars næstkomandi og hefst kl. 13:30. Sigvaldi Asgeirsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.