Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 10. tbl. 10. árg. 7. mars 2007 - Kr. 400 í lausasölu r ^ Meðal efnis: • Á rangri leið í tannheilsu.Bls. 14 • Frumbyggi Rifs í viðtali....Bls. 16 • Lokakveðja frá Malawí.......Bls. 24 • Slippir koma.....Bls. 4 og 32 • í öðru sæti í Samfés.......Bls. 10 • Vinstri græn sveifla.......Bls. 4 • íbúafjölgun mest á Hvanneyri.....Bls. 6 • Mikil skólasókn 16 ára........Bls. 8 • Herbíll verður björgunartæki.Bls. 9 • Fréttir skógarbænda ...Bls. 18 • Vesturlandsliðin jöfn...........Bls. 31 Kraftlyftingakappinn Guðjón.........Bls. 30 TónVest í Hólminum.......Bls. 10 Jörundarholt fjölmennast....Bls. 19 Milljónir í menningu.......Bls. 20 • Bæjarráð vill umhverfismat....Bls. 22 • Stakk af eftir ákeyrslu.........Bls. 2 • Dóra í Reykholti.......Bls. 12 Um síðastliðna helgifór meistaramót íslands ífijálsum íþróttum 12-14 árafram í Laugardalshöllinni. Héraðssamband Snœfells og Hnappadalssýslu átti 20 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig meóprýdi, h'ófnuóu í 7. sæti af 20 félögum íheildarstigafjölda. Ljósm. hsh.is Mikil uppbygging fráveitu- mannvirkja í undirbúningi Svona geta dælustöóvamar litií út. Orkuveita Reykjavíkur kynnir um þessar mundir viðamiklar fram- kvæmdir við fráveitukerfi í Borgar- byggð og á Akranesi sem ætlunin er að ljúka á árinu 2009 og kosta munu á annan milljarð króna. For- sögu málsins má rekja til samnings Orkveitunnar og sveitarfélaga um yfirtöku Orkuveitunnar á rekstri og uppbyggingu ffáveitu ffá 1. janúar 2006. I samningi milli aðila skuld- batt Orkuveitan sig til þess að tryggja innan fárra ára að ffáveitu- kerfin í sveitarfélögunum standist kröfur sem gerðar eru til þeirra í reglugerðum. Undirbúningur framkvæmdanna er nú að komast á lokastig og verð- ur brátt efnt til útboðs á nauðsyn- legum vélbúnaði fyrir dælu- og hreinsistöðvar þær sem reistar verða. Vonast er til að ffamkvæmd- ir geti hafist næsta vetur og mestur þungi framkvæmdanna verður á næsta ári. Eins og áður sagði er stefnt að því að þeim ljúki árið 2009 og munu fráveitumál í Borgar- byggð og Akranesi þá uppfylla þær kröfur sem gerðar eru lögum sam- kvæmt. I stuttu máli má segja að allar nú- verandi útrásir verði hreinsaðar upp. Lagðar verða nýjar holræsa- lagnir með nauðsynlegum dælu- stöðvum. Einnig verða reistar hreinsistöðvar ffá þeim og verður skólpi dælt um nýja fráveitulögn um 800- i 000 metra á haf út þar sem náttúran sér um að þynna, brjóta niður og eyða þeim efnum sem ekki hreinsast í hreinsistöðv- unum. Hreinsistöðin á Akranesi verður um 400 fermetrar að stærð og stöðin í Borgarnesi um 250 fer- metrar. Auk ffamkvæmda í Borgarnesi og á Akranesi verður unnið á sama tíma að úrbótum í ffáveitumálum á Bifföst, Hvanneyri, Varmalandi og Reykholti. Fyrir nokkrum dögum var haldinn kynningarfundur um málið í Borgarnesi og annað kvöld verður málið kynnt íbúum á Akra- nesi. HJ Færsla þjóð\egar í athugun Vegagerð ríkisins hefur kynnt sveitarstjórn Borgar- byggðar hugmyndir um að flytja þjóðveg 54 (Snæfellsnes- veg) við Borgarnes, frá núver- andi vegstæði norður fyrir Borg á Mýrum og tengja aftur inn á núverandi veg til móts við afleggjarann hjá bænum Þurs- stöðum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns voru uppi hugmyndir um að flytja veginn niður fyrir holtið sem Loftorka í Borgarnesi stendur á og tengja hann á ný inn á núver- andi Snæfellsnesveg, nálægt Borg. Að sögn Páls S. Brynjars- sonar sveitarstjóra var málið komið nokkuð vel áleiðis, heimamenn sáttir við þá hug- mynd og sáu fram á að breyting á vegstæðinu gæti gengið hratt og vel fyrir sig. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar voru hinsveg- ar andsnúnir tillögunni vegna umferðartæknilegra sjónar- miða og hafa nú komið með aðra hugmynd; að færa veginn norður fyrir Borg. Hvar vegur- inn verður tekinn út af þjóð- vegi númer 1 hefur ekki enn verið ákveðið. Páll sagði enn- fremur að málið hefði verið kynnt forstjórum Loftorku í dag, [þriðjudag] og þar á bæ væru menn ekki sáttir. „Þeir eru hræddir um að nú komi stöðvun í framkvæmdir og veg- arlagningin dragist, gangi ekki eins greitt og vonir voru um, þegar hin leiðin var í skoðun. Við eigum einnig eftir að kynna þessar hugm)mdir fyrir prestssetrasjóði, sem er eigandi höfuðbólsins Borgar, og gerum það líklega á morgun. Vilji er innan Vegagerðarinnar að gengið verði fljótt í þetta mál, þar sem Vegagerðin telur að fjármunir til verksins séu til og verið er að tala um að fram- kvæmdir verði á árunum 2008- 2009,“ sagði Páll Brynjarsson. BGK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.