Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 25
»»£35inu.> MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 25 7*cnninn~7t Menningarveisla í Hvalfirði Hallgrímskirkja sú sem stendur í landi Saurbæjar á Hvalfjarðar- strönd var vígð árið 1957 og á því 50 ára vígsluafmæli á árinu. Af því tilefni hefur sóknarnefnd Saurbæj- arsóknar um nokkurt skeið unnið að undirbúningi afmælishátíðar- innar. Sá undirbúningur hefur bæði verið í formi verklegra fram- kvæmda, til að bæta ásýnd og að- gengi að kirkjunni og umhverfi hennar, og skipulagningar margvís- legra menningarviðburða. Markmið sóknarnefhdar er að efla vitund Vestlendinga og annarra landsmanna um Hallgrím Péturs- son og þau gríðarlegu menningar- verðmæti sem tengjast lífi hans og starfi í Sanrbæ á Hvalfjarðarströnd. Margir hafa lagt hönd á plóg við undirbúning og skipulagningu og gott samstarf hefur t.d. þróast milli sóknarnefndar og menningarmála- nefhdar Hvalfjarðarsveitar. Hug- myndir nefndanna að menningar- veislu í Hvalfirði hlutu góðan hljómgrunn hjá Menningarráði Vesturlands og með aðstoð og að- komu ráðsins og fleiri aðila verður fyrsti viðburðurinn að veruleika þriðjudaginn 13. mars, en þá verð- ur opnuð myndlistarsýning í Hall- grímskirkju. Sýningin ber nafhið „Mynd mín af Hallgrími" og er samsýning 28 listamanna, sem draga frarn hver sína mynd af sálmaskáldinu. Sýn- ingin verður í kirkjunni í tvo mán- uði, eða til 13. maí og er öllum opin. í apríl verður boðið upp á flutn- ing Passíusálmana við lög Magnús- ar Þórs Jónssonar (Megasar). Sjálf- ur verður Megas í aðalhlutverki en honum til fulltingis verður barna- kór og hópur frábærra hljóðfæra- leikara. Passíusálmana þekkir hvert mannsbarn og þeir eru einn helsti þjóðararfur Islendinga og fjalla m.a. um mannlegt eðli, bresti mannsins og samvisku hans. Tón- listarstjóri tónleikanna er Hilmar Orn Agnarsson organisti og kór- stjóri í Skálholtskirkju en fram- kvæmdastjóri tónleikanna er Svan- hvít Lilja Ingólfsdóttir. Miðar á viðburðinn verða seldir í forsölu, sem verður nánar auglýst fljótlega. Vortónleikar verða haldnir í kirkjunni, þar sem áherslan verður á tónlistarflutning heimamanna. Flutningur og efnisskrá verður fjöl- breytt og lifandi og tengd Hall- grími Péturssyni og kveðskap hans. I júlí er svo sjálf vígsluafmælishá- tíðin, en hún er 6. sunnudag eftir þrenningarhátíð, eða þann 15. júlí. I tengslum við hátíðina H verður málstefna um Hall- grím Pémrsson og samtíð hans laugardaginn 14. júlí, en um er að ræða sam- starfsverkefni sóknar- nefndar og menningar- málanefndar og Snorra- stofu í Reykholti, sem sér um skipulagningu og út- færslu. Einnig er gaman að geta þess að Heiðarskóli í Hvalfjarðar- sveit undirbýr sérstök verkefhi í tenglsum við vígsluafmælið, þar sem grunnskólabömin verða í aðal- hlutverki. Á þessari upptalningu má sjá að um fjölbreytta menningarviðburði er að ræða í Hvalfirði í tengslum við 50 ára vígsluafmæli Hallgríms- kirkju í Saurbæ og fannst sóknar- nefnd og öðrum aðstandendum það tækifæri algjörlega ómetanlegt til að hefja sögu Saurbæjar og vem sr. Hallgríms og konu hans Guðríðar Símonardóttur þar til vegs og virð- ingar heima í héraði. Að lokum vill sóknarnefhd færa öllum þeim fjölmörgu aðilum sem sýnt hafa áhuga og velvild við und- irbúning afinælisins bestu þakkir fyrir stuðninginn. Við vonumst til að sjá sem flesta í Hvalfirði á árinu. Fyrir hönd sóknamefndar Saurhajarsóknar; Amheiður Hjörleifsdóttir, formaður / Samið við UMIS um rekstur Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 Nýlega var undirritaður samningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og UMIS ehf. Environice í Borgarnesi um áframhaldandi rekstur Lands- skrifstofu Staðardagskrár 21 á Islandi. Samningurinn kemur í beinu ffamhaldi af samkomulagi SIS og umhverfisráðuneytisins sem undirritað var nokkrum dögum áður, en samkvæmt því munu samningsaðilar vinna sameiginlega að því næstu þrjú árin að efla sjálfbæra þróun í íslenskum sveitarfélögum. Samningur sambandsins við UMÍS gildir ffá og með árinu 2007 til ársloka 2009 og kemur í stað eldri samnings sem rann út um síðustu áramót. UMIS hefur annast rekstur Landsskrifstofunnar síðustu 7 ár, þannig að nýi samningurinn felur fyrst og fremst í sér staðfestingu á áffamhaldandi samstarfi aðila. „Gert er ráð fyrir að umfang starfsins hjá UMIS nemi rúmlega hálfu stöðugildi næstu þrjú ár. Fimm Á meðfylgjandi mynd eru 5 ætt- liðir samankomnir. Vigdís Bjarna- dóttir ffá Nesi í Reykholtsdal dvel- ur nú á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hún verður 97 ára í maí en er við góða heilsu. Nýverið fékk hún skemmtilega heimsókn þegar lítill hluti af fjölmennum af- komendahópi hennar leit við. I ald- ursröð eru það Helga Guðráðs- dóttir, Vigdís Eyjólfsdóttir, Anna Stefán Gíslason mun áffam gegna hlutverki verkefnisstjóra, en auk hans munu einkum Arnheiður Hjörleifsdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir sinna Staðardagskrárstarfinu. Starfið felur í sér ráðgjöf til íslenskra sveitarfélaga um gerð Staðar- dagskrár 21, miðlun upplýsinga, ráðstefnuhald, skipulagningu enviror ice kynnisferða o.fl. Ráðgjöfin er sveitarfélögtun að kostnaðarlausu, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið hafa tryggt fjármagn til verksins með samkomulaginu sem undirritað var í síðustu viku,“ segir á vefhum umis.is MM ætdiðir Dröfn Sigurjónsdóttir og sonur hennar Jóhannes Þór Hjörleifsson. MM * > T^cnnifuv^ Andvaraleysi, tílædunarsemi eða leti foreldra í Borgamesi Ég er ein af þeim sem er á móti því þegar fólk nöldrar við eldhús- borðið heima hjá sér, á vinnustaðn- um eða jafnvel í saumaklúbbnum en læmr svo gott heita og gerir ekkert meira í því. Því miður var ég að komast að því effir innri íhugun og tiltekt í eigin kolli að ég er engu betri. Af þvi tilefni ætla ég aðeins að fá að láta gamminn geysa og viti menn, ég verð örugglega mun kát- ari á morgun þegar ég er búin að blása út. Ég var rétt að koma inn úr dyr- unum heima hjá mér effir að hafa mætt á aðalfund hjá Frjálsíþrótta- deild Skallagíms. Til fundarins var boðað með lögmæmm hætti með viku fyrirvara, hengdar upp auglýs- ingar, miðar sendir heim með böm- unum og tölvupósmrinn notaður. Á fundinn mætti EIN mamma ásamt undirritaðri, en ég hef gengt formennsku í deildinni undanfarin ár. Við vomm semsagt tvær sem mættum. Það eram samt tæplega 50 böm sem æfa frjálsar íþróttir viku- lega hér í bæ - kannski öll foreldra- laus, veit ekki! Það em ekki nema svona tvær vikur síðan ég boðaði til almenns foreldrafundar hjá deild- inni. Þar vonaðist ég til að geta átt gott spjall við foreldra, kynnt fyrir þeim stöðu deildarinnar og fengið punkta um hvað foreldrar vilja að bemr sé gert. Á þennan fund mætm þrír foreldrar. Við vomm þrjár úr stjórninni og svo þjálfarinn okkar. En satt að segja var ég að vona að þarna næði ég til fleiri ein- staklinga. Þetta ástand, þ.e. að ekki mæti fleiri á boðaða fundi á ekki ein- göngu við um frjálsíþróttadeildina þó hún standi undirritaðri næst. Fyrr í haust var ég, eins og allir for- eldrar sem eiga börn í gnmnskólan- um, boðuð á fund hjá Foreldrafé- lagi Grunnskólans í Borgarnesi. Fundarboðinu var skýrt og skil- merkilega komið í hús viku fyrir boðaðan fundardag eins og lög fé- lagsins gera ráð fyrir. En viti menn þegar ég kom niður í félagsmið- stöðina Oðal, 5 mínúrnm fyrir aug- lýstan fundartíma em þar fyrir 6 einstaklingar, þ.e. stjómin og full- trúi kennara. Á fundinn mættu 16 foreldrar - samt var auglýst að það yrði kaffi á könnunni! I byrjun október boðuðum við sem störfum í stjórnum deilda Umf. Skallagríms til íbúafundar um málefnið Iþrótta- og tómstundamál ungmenna í Borgarnesi. Þessi fundur var vel auglýstur - borin auglýsing inn í hvert hús og létum boð berast í tölvupósti sem er orðinn ansi góð- ur upplýsingamiðill. Á þennan fund var boðað til að upplýsa for- eldra um starfsemi félagsins, kynna deildirnar og gefa foreldmm kost á að kynnast innra starfi félagsins. I stækkandi sveitarfélagi em örugg- lega ekki allir íbúar meðvitaðir um það starf sem ffam fer í deildum Umf. Skallagríms. Á þennan fund mættu grátlega fáir einstaklingar, eitthvað um 40 manns. Og viti menn stór hluti þeirra sem mættu var fólk sem starfað hefur af heilum hug í íþrótta- og æskulýðsstarfí, er ýmist enn í stjómum eða er með margra ára reynslu að baki. Fund- urinn var málefhanlegur og góður, en ég tel að hann hafi ekki náð til þess markhóps sem við vildum ná til og sóttumst eftir. Eitt af því sem við ætluðum að fjalla um á þeim fundi var hvernig stjórnir deilda innan Skallagríms em mannaðar. I dag er staðan sú eftir því sem ég best veit að aðeins ein deild af fimm er fullmönnuð. Sem dæmi má nefna að í einni deildinni er einn stjórnarmaður! Hann á allavega ekki í erfiðleikum með að boða á stjórnarfundi og ákvarðanataka hlýtur að vera nokk- uð auðveld! Það að fólk mæti ekki á boðaða fundi held ég að sé stað- bundið vandamál hér í Borganesi. Það virðist einfaldlega ekki tíðkast að mæta á aðalfundi hjá deildum þar sem börnin okkar stunda íþrótt- ir. Hvers vegna er það? Eiga aðrir að sjá um að mæta - eða hvað er málið? Þetta hefur verið svona síð- an ég fór á fyrsta aðalfundinn þegar elsta dóttir mín fór að æfa rétt 6 ára gömul. Þá minnir mig að við höf- um verið tveir foreldrar fyrir utan hluta af stjórninni. Á aðalfundi, foreldrafundi og aðra viðburði mæta sorglega fáir, stundum bara hluti af stjórninni eða skipuleggj- endur. Auk þess sem það er nánast ekki fræðilegur möguleiki að fá fólk til að starfa í stjórn. Mig langar að vita hvað veldur? Þorir fólk ekki, nennir það ekki eða finnst öllum sjálfsagt að aðrir sinni börnunum þeirra? Aðalstjórn Umf. Skallagríms er ekki einu sinni mönnuð. Þar situr einn í stjórn, formaður sem er fyr- ir tveimur aðalfundum síðan búinn að gefa út að hann gefi ekki kost á sér áfram. Enginn ritari, enginn gjaldkeri, engir meðstjórnendur. Ég hef reyndar verið svo orðhvöss að vilja leggja allar æfingar niður tímabundið, engar æfingar í íþróttahúsinu í viku eða þar til búið er að manna einhvað af þessum stjórnum. En á hverjum er það að bitna? Saklausum börnum? Það er ekki þeim að kenna að foreldrar mæta ekki á fundi, gefa ekki kost á sér í stjómir deilda og fara ekki í íþróttaferðir með þeim. Núna era það alltaf sömu foreldrarnir sem fara, vinna og standa í eldlínunni. Ég er ekki með þessum orðum mín- um að setja út á það starf sem unn- ið er heldur að benda á að það em allt of fáir sem sinna því. Getur ver- ið að ein ástæða sé að fólk veigrar fyrir sér að fara í stjórnir ef það sér ekki fyrir sér að losna auðveldlega út aftur. Eg legg til að við setjum okkur markmið t.d. þannig að eftir tvö ár ertu laus, nema óskað sé eftir áframhaldandi setu. Jæja ágætu íbúar Borgarness, ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Vonast til að ffétta af óvenju mörgum foreldrum á aðalfundum deilda og aðalstjórnar Umf. Skalla- gríms og að stjórnir verði fullmann- aðar næsta iðkendaárið. Bestu kveðjur, Veronika Sigurvinsdóttir PS. Er tími sjálfboðavinnu lið- inn? Er komið að þeim vendipúnkti að bæjarfélögin verða að koma inn með meira fjármagn þannig að hægt verði að vera með einn til tvo starfsmenn í vinnu fyrir Iþróttafélög/deildir? Þá verður kannski ekki þörf á öllum þessum stjórnum - þarf ekki Umf. Skalla- grímur 30- 35 aðila í stjórnir deilda á ári? t 3 i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.