Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 ■KrviliM... ✓ IBiiiiSiií mmmsa. m í : ■: 14 ÁRA OG YNGRI 1000 — ______________________ ATVINNA Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Vélvirkja Bifvélavirkja Meiraprófsbílstjóra Verkamenn Mikil vinna framundan Nánari upplýsingar gefur Gunnar Þór í síma 892-2879 Skagaverk - Skagastál Uthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu Að afloknum aðalfundi Spari- sjóðs Mýrasýslu sl. föstudag var út- hlutað styrkjum úr Menningarsjóði SPM, en sjóðurinn var upphaflega stofhaður til minningar um Friðjón heitinn Sveinbjörnsson sparisjóðs- stjóra. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til 27 verkefna, samtals að upphæð 8,6 milljónir króna. Að þessu sinni bárust sjóðnum 45 um- sóknir, samtals að upphæð 22,2 milljónir króna. Vegna mikils fjölda umsókna ákvað stjómin að auka nokkuð styrktarféð að þessu sinni. Hæstu styrkina hlutu Snorrastofa og Tónlistarskóli Borgarijarðar eða eina milljón hvor. Snorrastofa til seljarannsókna í Borgarfirði og tón- listarskólinn styrk til hljóðfæra- kaupa. Fjórir styrkir vora að upphæð hálf milljón hver. Þá hlutu Borgar- fjarðarprófastsdæmi vegna skrán- inga minningarmarka í kirkjugörð- um prófastsdæmisins, Hollvina- samtök Englendingavíkur til end- urbóta á gömlum verslunarhúsum í Englendingavík, IsNord tónlistar- hátíð vegna tónlistarhátíðar í Borg- arnesi og Reykholtshátíð vegna al- þjóðlegrar tónlistarhátíðar sem fyr- irhuguð er síðustu helgina í júlí 2007. Þrír styrkir voru að upphæð fjögur- hundruð þúsund krónur hver. Þeir voru veittir til AU Senses Group vegna ferðasýningar, Asks og Emblu ehf. vegna heimildakvik- myndar um Vestur- Islendinga og Fé- lagsmiðstöðin Oðal hlaut styrk fyrir FM útvarpssendi. Aðrir styrkþegar fengu lægri upp- hæðir, en þeir vora: Sóknanefnd Hvann- eyrarkirkju, Sögufé- lag Borgarfjarðar, Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Ungmennafélag Reykdæla vegna afmælisrits, árgangur 1992 frá Grunnskóla Borgamess, Einkunnir vegna bæklingagerðar, Eygló Dóra Davíðsdóttir, Kammerkór Vestur- lands, Karlakórinn Söngbræður, Kór eldri borgarar, Samkór Mýra- manna, Tónlistarfélag Borgarfjarð- ar, Þorkell Fjeldsted vegna Veiðim- injasafns, Fitjakirkja, Freyjukórinn, Kirkjukór Borgarneskirkju vegna Kaldalónstónleika, Kirkjukórar Fulltrúar þeirra sem hlutu hæstu styrkina úr Menningarsjóði SPM að þessu sinni ásamt stjóm sjóSsins og sparisjóðsstjóra. ATVJjJJA íslenska Jámblendifélagið leitar að starfsmönnum í daghóp framleiðsludeildar og í sumarafleysingar Vinnutími er frá kl 7:30-15:30 mán-fimmtud og 7:30-14:00 föstudag. Unnið erfimmtu hverja helgi. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára stundvísir og samviskusamir. Umsóknir sendist til: Daghópur íslenska Járnblendifélagsins Grundartanga 301 Akranes. Nánari upplýsingar veita Skafti Steinólfsson gsm 860 6275, skafti.steinolfsson@alloys.is og Smári Guðbjartsson gsm 860 6395. Islenska járnblendifélagið ehf. icelandic Alloys Ltd. Hvanneyrar, Reykholts og Borgar- ness og Margrét Jóhannsdóttir til ritunar munnmælasagna. Homsteinniim - nýr, öflugur sjóður Á aðalfundinum var formlega samþykkt stofnun nýs styrktarsjóðs SPM sem hlotið hefur nafnið Hornsteinninn. Markmið með stofhun sjóðsins er að skapa öflugan vettvang til að styrkja stór verkefni á sviði menningar- félags- og at- hafnalífs á starfssvæði SPM. Stofh- framlag í sjóðinn var ákveðið 50 milljónir króna en árleg framlög í hann verða í samræmi við afkomu sjóðsins hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Svein- björnssyni, forstöðumanni hjá SPM á eftir að ákveða nánari starfsreglur Hornsteinsins. Þó liggur fyrir að stjórn sjóðins verður skipuð 5 mönnum, þar af þremur fulltrúum skipuðum af stjórn SPM og tveim- ur fulltrúum skipuðum af eigendum SPM, sveitarfélaginu Borgarbyggð. Stjórn sjóðsins mun móta nánar starfsreglur og umsóknarferli í Hornsteininn. MM MJjllM Agústa Rósa ráðin æskulýðsfulltrúi Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar samþykkti samhljóða á fundi í síðustu viku ráðningu Ágústu Rósu Andrésdóttur í nýtt starf æskulýðsfulltrúa. Áður hafði æskulýðs- og menningar- málanefhd einróma mælt með ráðningu Agústu í starfið. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhorns er þarna um hluta- starf að ræða. Ágústa Rósa er nú við nám í tómstunda- og félags- málaffæði í Kennaraháskóla Is- lands. Hún hefur um árabil starfað að æskulýðs- og íþrótta- málum á Akranesi og er nú for- maður Karatefélags Akraness auk þess að sitja í stjórn Karatesambands Islands. Á árum áður sat hún í stjórn Bad- mintonfélags Akraness og í stjórn Iþróttabandalags Akra- ness. Auk Ágústu sóttu Gunnar Bender, Heiðar Logi Sigtryggs- son og Nanna K. Kristjánsdóttir um stöðima. HJ Borgfirðingahátíð þjappar íbúum saman Undirbúningur fyrir Borgfirð- ingahátíð er kominn á rekspöl. Mottó hátíðarinnar að þessu sinni er að þjappa saman íbúum hins nýja sveitarfélags. Segja má að há- tíðin verði notuð sem innra mark- aðstæki. Byggðaráð Borgarbyggð- ar hefur samþykkt samning við Ungmennasamband Borgarfjarð- ar vegna hátíðarinnar en UMSB hefur ráðið nýjan ffamkvæmda- stjóra, Kristínu Markúsdóttur sem mtm hafa umsjón með undirbún- ingnum. Að þessu sinni kemur tónlistarhátíðin IsNord einnig að hluta inn á Borgfirðingahátíðina svo úr nógu verður að velja, eins og hingað til. BGK LEIKDEILD UMF. SKALLAGRÍMS SÝNIR: ILYNGBREKKU SEX I SVEIT EFTIR MARC CAMOLETTI í ÞÝÐINGU GlSLA RÚNARS JÓNSSONAR LEIKSTJÓRI ER RÚNAR Frumsýning 9. mars kl. 20:30 2. sýning 11. mars kl. 20:30 1. sýning 13. mars kl. 20:30 örfá sœti laus i. sýning 14. mars kl. 20:30 5. sýning 16. mars kl. 20:30 MIÐAVERÐ: FULLORÐNIR 20 6. sýning 18. mars kl. 20:30 7. sýning 21. mars kl. 20:30 8. sýning 23. mars ki. 20:30 9. sýning 25. mars kl. 20:30 Síðasta sýning 30. mars kl. 20:30 MIÐASALA I SIMA: 869-7157

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.