Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 32
* r Láttu ekki vandræðin verða til vandræða mmmmmmmmmm ..... Ibúðalánasjóður www.ils.is FJÁRHAGSLEG GLITNIR^ VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-16. Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is Landflutningar ' SAMSKIP Meirihluti síldarstofiisins er í Grundarfirði Nokkru eftír að þorskur drapst í eldiskvíum í Grundarfirði snemma á árinu fór haffannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson þangað til mælinga. Alls mældust milli 350-400 þúsund tonn af síld í Grundarfirði sem er nálægt 65% af áætlaðri stærð alls veiðistofiis sfldar við landið. Þetta kemtu fram í viðtali Fiskiffétta við Þorstein Sigurðsson, sviðsstjóra nytjastofnasviðs Hafrannsóknar- stofnunar. „Að undanförnu hafa ítrekað borist ffegnir af því að sfldin sé ekki aðeins inni í Grundarfirði ennþá í sama mæli og fyrr, heldur hafi einnig orðið vart við mikla sfld inni í Kolgrafarfirði og sömuleiðis hafi sést síldartorfur vestan við Grundarfjörð. Við höfúm af þessu tilefni ákveðið að kanna þetta ffekar og í því skyni tekið á leigu smábát sem færanlegur mælibúnaður verður settur í. Bátnum er ætlað að fara yfir öll svæðin aftur, þar á meðal verðtu farið undir brúna í Kolgrafarfirði sem ekki er hægt að gera nema á litlum báti. Við teljum ekki stætt á öðru en að kanna þetta til hlítar. Ef allt gengur að óskum er þetta tveggja til þriggja daga verkefni," sagði Þorsteinn í viðtalinu við Fisldfféttir. HJ * Lagt til að framtíðar skíðasvæði Vesturlands verði á Okjökli Fyrir skömmu gengu tveir Borgfirðingar, þeir Bergþór Kristleifsson á Húsafelh og Snorri Jóhannesson á Augastöðum á fund byggðaráðs Borgarbyggðar og vörpuðu fram þeirri hugmynd að komið yrði upp framtíðar skíðasvæði Vesturlands á Okjökli. Að sögn Snorra Jóhannessonar kviknaði hugmyndin hjá þeim félögum vegna tíðra ffétta um snjóleysi sunnan Hvalfjarðar. Telja þeir að nægur snjór sé í Okinu, hversu mikið eða líttið sem snjóar á láglendi. Þeir ákváðu því að banka upp á hjá byggðaráði Borgarbyggðar og færa því þessa hugmynd. „Við erum aðeins búnir að gera smá rannsóknir þarna efra og sýnist okkur að þetta gæti vel gengið. Ef af þessu verður sjáum við marga möguleika sem hanga á sömu spýtunni. Umferð ferðafólks myndi aukast, sumarhúsin í héraðinu myndu nýtast betur, tekjur heimamanna af aukinni þjónustu aukast og annað eftir því,“ sagði Snorri í samtafi við Skesssuhom. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar sagði aðspurður að byggðaráði hafi alls ekld litist illa á hugmynd þeirra félaga og sent erindið áfram til umsagnar tómstundanefndar sem sett hefði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins í að kanna málið ffekar. Eitt og annað þyrfti auðvitað að skoða í tengslum við hugmynd þeirra félaga. Athuga þyrfti vel hvort hún væri gerleg því kostnaður myndi fylgja þessari framkvæmd ef af yrði. Meðal annars þyrfti að leggja um sjö kflómetra langan veg þama uppeftir. „En málið er komið í gang og svo er bara að sjá hvað kemur út úr athugun æskulýðsfulltrúans,“ sagði Páll S. Brynjarsson. BGK Daníelssfippur tekur við rekstri síápalyftunnar Frá gerS samningsins milli fyrirtcekjanna. VtSskiptahúsiS hajSi milligöngu um samningagerSina. A myndinni eru þeir Gunnar Richter, Atli ViSar Jónsson, Jóhann M Olafsson og Ingólfur Arnason. Síðastliðinn fösmdag var undir- ritaður samningur milli Þorgeir og Ellert hf á Akra- nesi og Daníels- slipps ehf í Reykja- vík um leigu slippsins á skipa- lyftu Þ&E á Akra- nesi. Samningur- inn er ótímabtmd- inn og er sam- komulag um að fyrirtækin samein- ist um uppbygg- ingu og eflingu starfsemi sem teng- ist rekstri skipalyftunnar á Akra- nesi. Daníelsslippur mtm annast rekstur lyftunnar og starfsemi tengda málun og sinkun s}dpa, en náin samvinna verðum milli fyrir- tækjanna þannig að viðskiptavinir geta fengið alhliða þjónustu í sam- starfi þessara tveggja fyrirtækja. Reiknað er með að starfsemi Daní- elsslipps hefjist fljótlega hjá hinum nýja rekstraraðila slippsins. Daníelsslippur er gamalgróið fyrirtæki sem hefúr lengst af haft aðsetur fyrir starfsemi sína við Mýrargötu í Reykjavík, en eins og kunnugt er hefur Reykjavflcurborg ákveðið að öll slippstarfsemi hverfi af svæðinu við Mýrargötuna og hefur svæðið nú verið endurskipu- lagt. Þorgeir og Ellert hf stendur einnig á gömlum merg og hefúr mikil endurskipulagning átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu miss- erum. ,Með þessu samstarfi fyrir- tækjanna hefst uppbygging á slippnum með það að markmiði að ná fyrri styrk hans,“ segir Ingólfur Arnason, framkvæmdastjóri Þ&E í samtali við Skessuhorn. Hann segir jafnffamt að lögð verði áhersla á það við uppbyggingu slippsins að tekið verði fullt tillit til næsta ná- grennis skipalyfttmnar og starfsem- innar þar. „Koma Daníelsslipps hingað á Akranes og hér inn á vinnusvæði Þ&E verður hrein við- bót við starfsemi okkar og þannig munu fyrirtækin efla hvort annað í þetta nánu samstarfi," segir Ingólf- ur. MM * Orkusalan hefurtekið til starfa. Við seljum rafmagn. Nánari upplýsingar á orkusalan.is og í þjónustuverinu 4221020 frá kl. 8-19 alla virka daga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.