Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 19
*&£saium/>~j MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 19 Jörundarholt íjölmennasta gata Vesturlands Um síðustu áramót bjuggu 498 manns við Jörundarholt á Akranesi og var það fjölmennasta gata Vestur- lands. Þar bjuggu því rúmlega 3,3% íbúa á Vesturlandi og rúmlega 8,3% íbúa á Akranesi. Gömr á Akranesi eru í fimm fyrstu sætum yfir fjöl- mennustu götur á Vesturlandi. Næst flestir búa á Vesmrgöm eða 397 tals- ins, á Einigrund búa 267 manns, á Garðabraut voru íbúarnir 256 og á Suðurgöm voru þeir 252. Grundargata í Grundarfirði var sjötta fjölmennasta gatan með 241 íbúa og við Kveldúlfsgöm í Borgar- nesi bjuggu 208 manns. Við Borgar- braut í Borgamesi bjuggu 188, við Jaðarsbraut á Akranesi bjuggu 174 og íbúar Reynigrundar voru 172 talsins. Af öðrum byggðarlögum má nefha að við Brautarholt í Olafsvík bjuggu 134, við Háarif í Rifi bjuggu 127 manns, við Silfurgötu í Stykk- ishólmi bjuggu 114 manns, við Túngöm á Hvanneyri bjuggu 89 manns og við Bárðarás á Hell- issandi bjuggu 82 íbúar um síðusm áramót. Hjf Menntaskólimi að kíkja upp úr ’" Þeir sem hafa átt leið um Borgames undanfarið hafa sé hina stóru holu þar sem Menntaskóli Borgarfjarðar á aó rísafyrir haustið. Nú er hinsvegar að verða hreyting á og menntaskólinn farinn að kíkja upp úrjörðinni. Verió var aó hífa einingar í hyggingu menntaskólans síóastlióinn þriójudag. Svo nú er aó veróa breyting á svœóinu sem í daglegu tali hefur gengió undir nafninu „holan. “ Ljósm. BGK Nú fljúga hvítu englamir í Logalandi Hópurinn sem stendur aó uppfierslu leikverkanna í Logalandi. Undanfamar vikur hefur Ung- mennafélag Reykdæla æft af kappi fyrir væntanlega opnun á kaffileik- húsi í Logalandi. Um næsm helgi, þ.e. á laugardaginn dregur svo til tfðinda því þá verður ffumflutt nýtt leikverk; „Nú fljúga hvím englarn- ir,“ eftir Omólf Guðmundsson ráðs- mann í Reykholti. Verkið fjallar um nokkuð ölkæran sveitaprest sem brátt lætur af störfum, samskipti hans við söfhuð sinn og hið kirkju- lega yfirvald. Leikstjóm er í hönd- um Steinunnar Garðarsdótmr og höfundar. Einnig verða fluttir einþáttung- arnir „Flugffeyjuþáttur" og „Er það ég,“ eftir Kristínu Gestsdótmr. Þá verða flutt nokkur af lögum Magn- úsar Eiríkssonar. Rík hefð er fyrir leikstarfi hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Fljót- lega efdr stofhun félagsins fyrir svo sem eins og 99 árum síðan var farið að ræða um hvort ekki ætti að setja upp leiksýningar, en fyrstu ömggu heimildir um sýningu í Logalandi em ffá árinu 1916 og mun þá hafa verið sett upp verkið „Sýslufundur- inn.“ Ungmennafélag Reykdæla fagnar 100 ára affnæli á næsta ári og er af því tileíhi stefnt að viðburðaríku af- mælisári, meðal annars með upp- færslu leikverks. Fmmsýning á Nú fljúga hvím englarnir ásamt einþáttungunum, verður í kaffileikhúsinu í Logalandi laugardaginn 10. mars og hefst sýn- ing kl. 21:00. MM Akraneskaupstaður Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í útboðsverkið Brekkubæjarskóli - klæðning útveggja Helstu magntölur eru: Undirbúningur og viðgerð á einangrun 1.400 m2 Burðargrind og veggfestingar 2.800 m Slétt álklæðning 1.358 m2 Verkinu er skipt í tvo áfanga og verklok skulu vera sem hér segir: 1. áfangi................. 15. júní 2007 2. áfangi................. 15. júlf 2007 i Útboðsgögn eru til sölu frá og með 12. mars n.k. hjá tækni- og umhverfissviði I Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,-. * Tilboð verða opnuð að Dalbraut 8, fimmtudaginn 29. mars 2007, kl. 14:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs /------------------------\ ^ermlngar 09 pásbr nÁ(0Ast Verðum með allt fyrir fermingarveisluna Kerti, servíettur, borðskraut og fleira Persónuleg þjónusta Verið velkomin 'RÍómaversfmin 'BÍómahorq Hyrnutorgi - Borgarnesi - sími 437 1878^/ Samfylkingarfélog Borgarbyggðar Samfylkingarfélag Borgarbyggðar boðar til opins félagsfundar fimmtudaginn ö. mars kl. 20.30 (eða strax eftir leik Skallagríms og ÍP. í körfunni). Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi. Guðbjartur Hannesson og fleiri góðir gestir koma ó fundinn. Allir velkomnir, bæði nýir félagar og gamlir. Stjórn Samfylkingarfélags Borgarbyggðar. Samfylkingin Grundarfjarðarbœr Starf skrifstofustjóra Grundarfjarðarbœr auglýsir starf skrifstofustjóra laust til umsóknar. Skrifstofustjóri stjórnar skrifstofuhaldi bæjarins og hefur umsjón með bókhaldi, gerð fjárhagsáœtlana, fjárreiðum, uppgjörsvinnu og ársreikningagerð. Skrifstofustjóri hefur umsjón með starfsmannamálum, ritar fundargerðir bæjarráðs og bæjarstjórnar, er staðgengill bæjarstjóra og annast önnur störf á sviði stjórnsýslunnar sem bæjarstjóri felur honum. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Miðað er við að viðkomandi hefji störf í mars. Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er bœjarstjóri Grundarfjörður er framsækið sveitarfélag þar sem búa tæplega eitt þúsund íbúar. Góð þjónusta er í bœnum, þ.á.m. góður grunn- og leikskóli, tónlistarskóli, heilsugœsla, verslanir, ýmis önnur þjónusta, verktakajýrirtœki og íþróttaaðstaða. Umhverfi og náttúrufegurð við Breiðafjörðinn er víðkunn og rómuð. Hœfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður og agaður í störfum og hefur mikla hæftleika tilgóðra mannlegra samskipta. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfinu, en góð reynsla af sambœrilegu starfi kemur einnig til greina. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þekkingu og færni í tölvuvinnslu. Skrifstofustjóri hefur samstarf við alla starfsmenn og stjórnendur bæjarins og einnig eru mikil samskipti við íbúana. Leiðbeint og aðstoðað verður við húsnæðisleit ef þörf er á því. Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2007 Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og ferilskrá (CV) skal skila til skrifstofu Grundarfjarðarbœjar merktar: „Starf skrifstofustjóra ". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið. Bœjarstjóri veitir frekari upplýsingar um starfið í s: 430 8500 eða á skrifstofu Grundarfjarðarbœjar, Grundargötu 30, Grundarfirði. Tölvupóst má senda á: baejarstjori@grundarfjordur.is. Heimasíða: www.grundarfjordur.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.