Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 17
— 1 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 17 fl- Vertíðarlok fyrir æði mörgum árum. A myndinni erufrá vinstrijón Friðþjófsson, Frið- þjófur Guðmundsson, Sœvar, Steinar Karisson, Björgvin Konráðsson, Kristján Þorkelsson, Brynjólfur Lárustínwson, Haukur Þorkelsson og böm úr fjólskyldunum. Fetað í fótspor forfeðranna Sævar ákvað ungur að verða sjó- maður. Fór í Stýrimannaskólann og byrjaði sjómennsku sína sem stýri- maður hjá Sigurði Kristjánssyni, frægri aflakló. En fljótlega kaupa þeir saman bát, Friðþjófur og syn- irnir Sævar og Jón, sem fékk nafinið Hamar og þá var farið að gera út. „Við byrjuðum saman í þessu, Jón bróðir, pabbi og ég. Fyrsti báturinn hét Hamar og við bræður höfum haft það sem síðara nafh á okkar skipum alla tíð, þótt við rekum sitt hvora útgerðina í dag. Jón bróðir hefur verið duglegri í þessu en ég. Hann rekur fiskvinnslu og á fleiri skip en mínir bátar hafa alltaf heitið Saxhamar, ég er búin að eiga þá tvo fyrir utan þennan fyrsta. Eitt af mín- um mestu happafleyjum, fékk ég af- hent 1969. Hinsvegar var samning- urinn um smíði bátsins gerður, tveimur árum fyrr eða 1967, sama dag og sonur minn fæddist. Það urðu því tveir stórir viðburðir í h'fi mínu þennan dag. Síðar lét ég saga hann í sundur og lengja. Fjölskyldan fór að skoða bátinn meðan hann var í tvennu lagi og þessi sami sonur minn varð alveg miður sín, það var búið að skemma bátinn hans pabba sem reyndar varð mikið betra skip eftir þessar breytingar,“ segir Sævar og brosir við minningunni. „Strák- túninu og þar ofan við. „Húsin sem standa hér fyrir neð- an í kringum höfnina eru öll byggð á sandi,“ segir Sævar. ,yVlenn höfðu ekki einu sinni fyrir því að reyna að grafa niður á fast, það myndi aldrei borga sig, svo langt er niður, heldur voru sökklamir bara steyptir og hús- in reist þar ofan á. Eg hef aldrei vit- að til þess að nokkurt þeirra hafi hreyfst neitt. Þetta er svo þjappað. Lag fyrir lag, var sandinum dælt upp sem þjappaðist þar af leiðandi vel. Það er óhemju af landi sem varð til við gerð hafiiarmannvirkjanna þar sem öllum sandinum var dælt upp á land eins og ég sagði fyrr. Hér áður náði sjórinn eiginlega rétt upp að gamla Rifi, bæ foreldra minna. Þar er klettur sem var nánast niður við fjöru hér áður fyrr. Það er þekkt að farið sé í landfyllingar í þorpum og bæjum til að vinna land, en hér kom það til af öðrum ástæðum en víða annarsstaðar. Og allir höfðu hag af þessari framkvæmd." Afskekkt eyja með granna báðu megin Þótt stutt sé í næstu granna þá vora Hellissandur og Rif lengi af- skekkt. Enginn vegur var milli staða, menn fóru annaðhvort gangandi eða á hestum. Olafsvíkurenni var á aðra hliðina og úfið hraunið á hina. Það var því enn önnur ástæða fyrir því að Foreldrar Sævars ásamt fleira fólki að taka affyrir margt löngu í Rifi. urinn átti síðar eftir að verða skip- stjóri á þessum sama báti. Eg hef sjálfur lítið verið á sjó síðustu árin. Lenti í slæmu slysi úti á sjó árið 1980. Fékk á mig brot sem hafði þær afleiðingar að ég held mig mest í landi síðan.“ Byggt á sandi á nýju landi I vísu sem mörg böm kunna og byggð er á tilvitnun í hina merku bók, Biblíuna, segir: „A sandi byggði heimskur maður hús“ og blaða- manni hefur alltaf fundist að það myndi vera mikil heimska að byggja hús sitt á sandi. En byggðin í Rifi sannar að svo er alls ekki. Allar byggingar sem standa fyrir neðan klettana eru byggðar á sandi. Þeim hinum sama og dælt var upp úr höfninni. Öll fiskvinnslufyrirtækin og öll þjónustufyrirtækin eru þar, en íbúðabyggðin er fyrir ofan, á gamla koma höfiúnni í gagnið. Enginn átti bíl í þorpinu ffarnan af, enda litlar ástæður til. Læknirinn kom keyrandi ffá Ólafsvík og fór þá eftir fjörunni. „Við vorum eiginlega einangruð ffá umheiminum, þótt svona stutt væri í næstu granna. Það er ekki fyrr en eftir 1960 sem vegur kemur hing- að frá Ólafsvík og var hann lengi vel hættulegur vegna grjóthruns og snjóflóða. Vegurinn fyrir Jökul kom eitthvað fyrr en endaði síðan héma. Ef fólk þurfti að bregða sér af bæ var farið gangandi eða á hestum. Samt vora sköpuð hér mikil verðmæti sem landmenn allir nutu góðs af. En nú er öldin sannarlega önnur og miklar breytingar hafa átt sér stað í þessu umhverfi síðustu áratugi. Nú skjót- ast menn á milli á örskots stundu og það er ekki einu sinni mannsaldur síðan fólk var að brjótast þetta tor- leiði, fyrir Ólafsvíkurennið, í fleiri klukkutíma.“ Gamla Rif endurgert Sævar hefur lengi átt þann draum að gera upp gamla húsið sem hann ólst upp í. Hann eignaðist það á sín- um tíma og nýtti það til ýmissa hluta. Það hýsti vélaverkstæði í ein 10 ár, síðan var það geymsluhús en hefur staðið autt um tíma. Sævar passaði alltaf að ditta að því svo það skemmdist ekki. Veggimir eru ffá því 1896 svo í grunninn er það orð- ið yfir hundrað ára gamalt. Bærinn stóð á hól sem sem hefur verið slétt- aður út að hluta og umhverfið lagað til. „Núna er ég að láta lagfæra húsið allt saman, í upprunalegri mynd, bæði að innan og utan,“ heldur Sæv- ar áffam, „og gera húsið íbúðarhæft aftur. Eg er að vonast til að því verði öllu lokið í vor. Hvaða starfsemi verður svo í húsinu, kemur bara í ljós, en eins og gengur eru ýmsar hugmyndir um það.“ Margt breyst, þó ekld allt Margt hefur breyst fr á því að Sæv- ar tölti um tún og engjar í Rifi á bemskuárum sínum. Þá voru bara íbúðarhús og gripahús á jörðinni, nú kúra einbýlishús þorpsbúa þar sem áður voru tún og úthagar. Suma bletti mátti ekki slá þá ffekar en nú, af því hlaust yfirleitt tjón. Trúin og hjátrúin meitlaðist inn í sálarlífið og situr þar enn, engum til skaða en flestum til blessunar. Foreldramir vora trúaðir þótt ekki væri verið að flíka slíku. Og enn sækja menn sjó- inn, eins og fyrr, þótt búnaður og skip hafi tekið stakkaskiptum frá því sem var. Þar kom trúin líka við sögu, því alltaf var farið með ferðabæn áður en lagt var úr höfn. Aðspurður um helstu breytingar segir Sævar þær einkum vera hvað varðar húsa- kynni, skip, aðbúnað sjómanna, veiðarfæri og tækni. „Hins vegar er það svo að enn er ýmislegt í tilverunni sem við getum ekki skýrt, þrátt fyrir tækni og kunn- áttu. Enn eru menn mismunandi fisknir, þrátt fyrir sömu skólagöngu. Það er einfaldlega Guðs gjöf sem ekki er úthlutað til allra. Og þótt ekki þurfi lengur að vita að beygja eigi þegar stefnið viti beint á þennan tind eða sólin skíni á hnjúkinn þama til að hitta á réttu miðin, þá er það svo að tvö skip geta verið hlið við hhð, annað verður ekki vart en hitt mokfiskar. Við þessu eigum við eng- in svör þótt tæknin sé orðin mikil. Og náttúran lætur ekki að sér hæða. Hvað sem öllu líður þá vitum við að ekki er vert að slá suma bletti, það getur kostað eina kú, eins og gerðist hjá föður mínum forðum. Og enn hef ég fetað í fótspor hans því segja má að ég sé orðinn útvegs- bóndi,“ og Sævar skellihlær yfir þessu. „Þegar ég kom í land fékk ég mér nefnilega nokkrar skjátur til að dunda mér við og hef virkilega gaman af því. En hér í Rifi er sagan svo greinileg. Rétt við fjárhúsin mín má til dæmis sjá tóffir gamalla verbúða sem minna á liðna tíma og mikil breyting er orðin ffá því að hér stóð einn afskekktur sveitabær til dagsins í dag. Það er sannarlega gaman að hafa fengið að fylgjast með því,“ sagði Sævar Frið- þjófsson að lokum. Handtakið er þétt, þegar blaða- maður þakkar fyrir ánægjulega sam- verustund. Ekki er að efa að Rif á sér stórt pláss í brjósti þessa ffumbyggja sem hefur verið svo heppinn að fá að vaxa upp og dafha með plássinu sínu. Nokkuð sem afar fáir fá tækifæri til. Jökullinn hefur ekki tekið ofan fyrir blaðamanni þennan daginn, en kvöldsólin leikur um tinda þegar haldið er af stað heim. BGK Sœvar og Helga með bömin sín Friðþjóf Sæunni og Halldóru.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.