Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 11
SSESSlíHÖEKi MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 11 Golfarar skoða stækkun aðstöðu á Hamarsvelli Stjórn Golfklúbbs Borgarness er Hamri undir tæki og tól vallarins að skoða að byggja nýja aðstöðu að og einnig nýja félagsaðstöðu. Að sögn Guðmundar Eiríksson- ar formanns stjórnar klúbbsins er verið að deiliskipuleggja svæðið núna þar sem væntanlegar bygg- ingar myndu rísa en stjórn klúbbs- ins og félagsfundur hafa samþykkt að halda áfram að skoða málið. „Aðstaðan í hinu virðulega húsi að Hamri er einfaldlega orðin of lítil fyrir starfsemi klúbbsins. Við höf- um notað neðri hæðina en sú efri verið leigð út. Ef af nýjum bygg- ingum verður munum við áffam nýta gamla húsið undir þá starf- semi sem verið hefur á eftir hæð- inni en flytja félagsstarfið í nýja húsið,“ sagði Guðmundur Eiríks- son. BGK Nýtt apótek á Akranes Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti að Olafi Adolfs- syni lyfjafræðingi á Akranesi verði veitt leyfi til lyfsölu í nýrri lyfjabúð sem verður til húsa að Smiðjuvöll- um 32 á Akranesi. Samkvæmt lög- um skal heilbrigðisráðherra leita umsagnar viðkomandi sveitar- stjómar vegna umsókna um ný lyf- söluleyfi. A lóðinni Smiðjuvellir 32 rís nú verslunarhús sem meðal ann- ars mun hýsa verslun Bónuss. Þeg- ar framkvæmdir hófúst við bygg- ingu hússins var stefnt að því að verslun í húsinu yrði opnuð um hvítasunnuna á þessu ári, eða í lok maí. Nú er starfandi eitt apótek á Akranesi og er það Lyf og heilsa sem rekur það. HJ Vilja tafarlausa færslu á þjóðvegi um Borgames Sveitarstjórn Borgarbyggðar fékk á dögunum samgönguáæltun fyrir árin 2007-2010 til umsagnar ffá samgöngunefnd Alþingis. Ekki var minnst á flutning á þjóðvegi númer 1 við Borgarnes í þessari áætlun, en sveitarstjórn leggur áherslu á hann verði færður sem fyrst. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að lögð væri áhersla á það í umsögn sveitar- stjórnar að flutningi á þjóðveginum verði flýtt, þannig að framkvæmd- um verði lokið á yfistandandi kjör- tímabili sveitarstjórnar og því brýnt að hefja undirbúning þegar í stað. Umferð í gengum bæirrn hafi aukist gífurlega þannig að vegurinn sé einfaldlega sprunginn. Sveitar- stjórnin sé því að þrýsta á Vega- gerðina og Alþingi að umræddur flutningur komi inn á þá sam- gönguáæltun sem nú er verið að fjalla um í þinginu. Ekkert svar hef- ur komið við þessari málaleitan enn sem komið er. BGK Borgarbyggð tald að sér skrífstofuhald HV Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur fahð formanni nefndarinnar, Bimi Elísyni að ganga til samninga við sveitarfélagið Borgarbyggð um fjárhags- og bókhaldslega þjónustu vegna Heilbrigðiseffirlits Vestur- lands þannig að skrifstofa Borgar- byggðar taki að sér fjármálaumsýslu eftirlitsins í samvinnu við fram- kvæmdastjóra á hverjum tíma. Þá var einnig samþykkt að fjárhagsáætl- un ársins yrði tekin upp og ffamlög sveitarfélaga endurskoðuð með hhð- sjón af fjárþörf efrirlitsins innan árs- ins „þannig að ekki þurfi að reka starfsemina á dýrum yfirdrætti," eins og segir í samþykkt Heilbrigðis- nefhdar Vesturlands. llj Æ? 'A .J MYND MÍN : C | AF HALLGRÍMI fc" f% | _ ; Priðjudaginn 13. mars jpj^ W‘f ,:7f, kl. 1 7:00 verður opnuð í . \ ít ‘A4 ■ Hallgrímskirkju í Saurbæ á" / 1 myndlistarsýningin: : Mynd mín af Hallgrími. í\ Við sama tækifæri verða opnaðar glæsilegar svítur í % ff Hótel Glym. Myndlist, tónlist, fs I , ^ jfc ‘ ávörp og veitingar. I, r Allir velkomnir. ‘ 1"■ •- i i«v* Sóknarnefnd Saurbæjarsóknar, |...' ■ a f1 >/* 5- ' ■iV.; : .V/. \ jkTy - Hótel Glymur og ... A Menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar. „Núfljúga hvi'tu englarniru Dagskrá: Söngdagskrá - nokkur lög Magnúsar Eiríkssonar Einþáttungarnir „Flugfreyjuþáttur“ og „Er það ég?“ eftir Kristínu Gestsdóttur Leikritið Núfljúga hvítu englarnir eftir Örnólf Guðmundsson Frumsýning laugardaginn 10. mars kl. 21:00 2. sýning sunnudaginn 11. mars kl. 21:00 3. sýning fimmtudaginn 15. mars kl. 21:00 4. sýning föstudaginn 16. mars kl. 21:00 I 5. sýning laugardaginn 17. mars kl. 21:00 1 Miðapantanir í síma 4351137 og 846 5152 Ungmennafélag Reykdœla t Kæru ættingjar og vinir! Við þökkum samúð ykkar og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu Laufeyjar Valgeirsdóttur, husfreyju Bjarnarhöfn Sérstakar alúðarkveðjur sendum við starfsfólki Sankti Franciskusspítalans í Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldu Laufeyjar Aðalheiður Bjarnadóttir Hildibrandur Bjarnason Ásta Bjarnadóttir Sesselja Bjarnadóttir Jón Bjarnason Karl Bjarnason Guðrún Bjarnadóttir Signý Bjarnadóttir Valgeir Bjarnason Jónas Þorsteinsson Hrefna Garðarsdóttir Sibilla Bjarnason Bjarni Alexandersson Ríkharð Brynjólfsson Ingibjörg S. Kolka Bergsteinsdóttir Jóhanna Karlsdóttir Hjálmar Jónsson Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Sjúkraliðar - ófaglært starfsfólk! Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi óskar eftir að ráða sjúkraliða og ófaglært starfsfólk til afleysinga á Iegudeildir stofnunarinnar í sumar. Allar nánari upplýsingar um störfin og launakjör gefur hjúkrunarforstjóri í síma 430 6012. SHMf Sjúkrahúsið og hellsugazslustöðin á Akranesi Merkigerði 9 • 300 Akranes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.