Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 ákUsunv^ remumi~~,. M 7^(Utninm*U Krossvíkurvitinn á Akranesi orðinn hörmung Héma innarlega á Langasands- bökkunum fyrir neðan íþróttasvæð- ið stendur gamall viti sem er og var fyrir innsiglinguna inn Krossvíkina. Að mínu áliti var þetta fallegt mann- virki þó það sé hvorki hátt né stórt að öðra leiti. Þessum vita finnst mér að mætti sína meiri sóma en nú er gert. Þegar ég var strákur og fram efidr öllu lýsm gasljós hann upp eins og aðra vita hér við landið. En með nýrri tækni varð þar breyting á. Sett var raímagnsljós ásamt þríhyrning á vitann og fyrir aftan hann, það er upp undir vegi sem liggur inn á Nes var sett mastur með sams konar ljósi og þríhyming- ur eins og er á vitanum. Þessi ljós og merki eiga að bera saman þegar komið er á leiðina hér inn víkina. Efst á mastrið fyrir aftan vitann hef- irr verið komið fyrir plötu sem líkist fótbolta með ör í gegn. Þessi bolti virkar sem vindvísir, sem að mínu mati er til prýði og þeim til sóma er það gerðu. En víkjum aftur að vitanum. Þetta ljós og þríhymingur ásamt palli og stífum og öðm klastri sem komið hefur verið fyrir á vitanum er að mínu áliti búið að eyðileggja hann sem fallegt mannvirki. Það má varla nokkur orð yfir þá smekkleysu og klúður sem þama hefur verið ffam- kvæmt og þeim til skammar er að stóðu. Nú mundi ég vilja beina þeim orðum mínum að þeim sem þetta varðar að taka þetta klastur af vitan- um og koma því fyrir á mastri fyrir ffaman vitann. Það er að segja nær sjónum. Þetta mastur þyrfti ekki að vera hátt nú burðarmikið til að bera áðumefndan þríhyming og ljós sem eyðileggja vitann sem fallegt mann- virki eins og allir munu sjá sem velta þessum hlutum eitthvað fyrir sér, og er ekki alveg sama um umhverfið. Þetta mastur væri hægt að gera úr 8“ galvaniseruðu röri um 8 m háu sem steypt væri niður ca. 15m fyrir fram- an vitann, nær sjónum. Þar með væri málið leyst að mínu áliti. Varla mundi þessi framkvæmd kosta það mikið að raska myndi sjóðum Faxa- flóahafna að neinu ráði. Eftdr þessa aðgerð ásamt smávægilegum steypuviðgerðum og málningu mtmdi vitinn komast í sitt fyrra horf og gleðja mig og fleiri sem eiga leið þarna um og kunna að meta fallega smíði eins og þessi viti sannarlega var áður en hann var skemmdur sem slíkur með áðumefndri smekkleysu og klastri. Svona eigum við ekki að umgangast minjar ffá gamla tíman- um. Jón Pétur Pétursson Af þessu tilefhi datt mér eftirfar- andi í hug: Ymsu breytir aldurinn ágangþola megum. Við erum gamlir viti minn og vinifáa eigum. Bíðum vorsins báðir tveir að burtu taki klastur. Ekki orðum þetta meir efþeir reisa mastur. Auðlindin Nú hefur umræðan um auðlindir Islands komið vel upp á yfirborðið á ný. Hver átti Island áður en menn námu hér land? Og hver átti Island eftir að menn komu hingað? Vora það höfðingjamir einir? Var eitt- hvað til sem hét almenningur, var eitthvað til sem hét þjóðareign eða þjóðlendur? Já hver átti allt góssið, þetta dýrðarinnar land, fiskimiðin. o.s.ffv. Nú er barátta hér á landi í gangi um það hvort setja eigi í stjórnarskrá að íslenska þjóðin eigi Island með gögnum og gæðum ef svo má að orði komast. I mínum huga er það auðvitað borðleggjandi að íslenska þjóðin á auðlindir landsins og hafs- ins í kring um það. Fyrir nokkrum áram hefði ekki einum einasta manni dottið það í hug að pæla í þessu. Því hugsunin um sameign okkar á þessum auðlindum hefur verið gróin inn í vitund þjóðarinnar. En nú er þetta orðið mál mál- anna. Hver á auðlindir landsins, landgrunnsins og þess sem þar er undir og fyrir ofan? Græðgisvæðingin Af hverju er verið að pæla í þessu núna? Að minni hyggju er það út af græðgisvæðingunni sem hafið hefur innreið sína í landið. Sumir menn hafa nú öðlast þá sýn að einstaklingar eigi að eiga auðlindir lands og sjáv- ar. Og mörgum er það keppikefli að eignast meira og meira því þeim finnst virðing sín aukast og aukast við það að teljast sem mestir eigna- menn. Já vatnslindir, þjóðlendur, fiski- mið og allt skal selt í hugum sumra. Sjúkrahús, skólar, hafnir, vegir, flug- velfir og svo fbamvegis, allt skal falt og mikið hefur verið selt undanfar- ið. Nú verðum við að staldra við og átta okkur á því að við erum ekki ei- h'f og að aðrir eiga að taka við eins og við höfum tekið við af þeim sem á undan okkur komu. Hlutverk stjórnmálanna er að leiða á ný þá hugsun inn í samfélag- ið að við sem byggjum Island, ís- lenska þjóðin er eigandi auðlinda lands og sjávar og að við megum ekki gefa það eða selja úr hendi okk- ar, því við erum ábyrg gagnvart þeim sem það erfa og síðar koma. Karl V. Matthíasson. Skattar Skattheimtumenn Starf skatt- I heimtumanna er off erfitt og lítt til þess falið að afla mönnum vin- sælda. Til er gömul sögn úr Staðar- sveit af Grana. Grani bjó samkvæmt sögunni nærri æskuslóðum mínum á Staðastað. Atti hann að hafa hlaðið garð þvert á alfaraleið og haft hlið á garðinum þar sem hann stóð og heimti af mönnum veggjald, senni- lega er hugmyndin að gangagjaldinu sótt til Grana. Af þessu hlaut hann hinsvegar ekki gott umtal og þar kom að ferðamenn hengdu Grana í öðrum hliðstólpanum á Granagarði. Lengi sást móta fyrir garðhleðslu við austanvert Langavatn og var það tahð Granagarður. Fasteignagjöld í Borgarbyggð I nútímasamfélagi era flestir svo vel upp aldir að mannvíg hafa að mestu lagst af. Skattlagning er hins- vegar líkt og á dögum Grana óvinsæl meðan á innheimtu skattsins stend- tu. Sérstaklega á þetta við ef skattar era hækkaðir. I Borgarbyggð hafa svokölluð fasteignagjöld hækkað mikið hin síðustu ár og stafar það aðallega af efdrtöldum þáttum: 1. Fasteignaverð, sem er stofii fast- eignaskattsins, hefur hækkað mik- ið í Borgamesi og Borgarbyggð undanfarin ár. Því hefur skattur- inn hækkað þrátt fyrir að álagn- ingarprósentan hafi verið lækkuð lítillega árið 2004. 2. Lóðaleiga hækkar nú milli ára vegna þess að það hlutfall sem innheimt er af lóðarmati var hækkað milli ára. Innheimtuhlut- falhð er engu að síðvu ekki hærra en gengur og gerist hjá sveitarfé- lögum. 3. Ný vatnsveita var lögð niður Borgarfjörð af Orkuveitu Reykja- víkur. Vatnsgjald sem innheimt er í Borgarnesi hækkaði mikið í kjöl- farið. 4. Fráveitugjöld hækkuðu á þessu ári um nálega 100 % á því húsnæði sem það er innheimt af. Astæðan er sú að á þessu ári og því næsta áformar Orkuveita Reykjavíkur að ráðast í umfangsmiklar fram- kvæmdir við ffáveitur í Borgar- nesi, á Hvanneyri, Bifföst og í Reykholti. 5. Sorpgjald var lengi greitt að hluta í gegnum bæjarsjóð. A síðasta ári stóð innheimt sorphirðugjald hinsvegar alfarið undir kostnaði við sorphirðu enda sorpgjald verið hækkað jafnt og þétt og eru nú tæpar 20.000 kr. innheimtar í sorphirðugjald á hverja sorptunnu í þéttbýh svo dæmi sé tekið. Þjónustugjöld Þrír síðustu hðirnir í þessari upp- talningu eru þjónustugjöld og ædað að standa undir rekstri veima og sorphirðu. Vissulega er innheimta þeirra gjaldaliða ekki hafin yfir gagnrýni. Helst má gagnrýna að kostnaðurinn við þessa liði sé jafii hár og raun ber vitni. Vamsveita fyr- ir Borgames hefði getað orðið mun ódýrari en varð ef merm hefðu ekki farið alla leið uppí Norðurárdal efrir vatni. Sú leið var hinsvegar valin vegna þess að þannig var unnt að afla vams fyrir mjög stórt svæði þar sem vatnsöflun hefur verið vanda- mál um langan aldur. Mikill kosm- aður við fráveim og sorphirðu stafar af því að miklar kröfur eru gerðar um gæði hennar í gegn xnn EES samninginn. Fráveimgjaldið ætti hinsvegar að geta lækkað efrir að stofnkostnaður hefur verið greiddur þó eflaust verði þessi liður dýrari héreffir en hingað tdl. Skattar og bætur Fasteignaskatmrinn sjálfur er skattur sem ædaður er til almenns rekstrar sveitarfélagsins. Þar fer að verða auðveldara um vik að gagn- rýna þá sem ákvörðunarvaldið hafa því mjög auðvelt er að halda því fram að fasteignaskattur sé um margt ranglámr skattur, sérlega eins og skuldum húseigenda er háttað. Lengi vel innheimti ríkissjóður svo- kallaðan eignaskatt, skattur var lagð- ur á hreina eign fólks. Þetta þótti ekki góð latína af því að mönnum tókst að sýna ffam á að sumir af þeim sem greiddu þennan skatt höfðu misst maka sinn. Því var tekið að uppnefha þennan skatt ekkna- skatt. Nú er sveitarfélögum hinsveg- ar ædað að afla tekna eftir svipuðum leiðum nema nú er skatturinn ekki lagður á hreina eign heldur mats- verð eignar óháð því hvort á henni hvíla lán eða ekki. Það virðist hinsvegar vera liðin tíð að löggjafinn telji að þeir sem hafi háar tekjur eigi að greiða meira til samfélagsins en þeir sem hafa lágar tekjur. Þegar kemur að því að fólk fari í fæðingarorlof gengur löggjaf- inn jafnvel svo langt að telja að ffam- lög eigi að vera því meiri sem efna- hagur fólks er betri! Sveitarstjómarmenn þurfa að bera þann kross að sjá til þess að sveitar- félög fái tekjur í takti við útgjöld. Þegar fjárhagsáædun er samin kem- ur off ffam krafa um að lágmarka tekjtu og hámarka gjöld sveitarsjóðs. Það er skylda sveitarstjómarmanna að standast þá ffeistingu að hafa út- gjöldin meiri en tekjumar en vissu- lega gemr það orðið til þess að mönnum þyki lidu fé varið til þarffa verkefha en skattar heimtir úr hófi fram. Það er hinsvegar nauðsynlegt að hafa skattkerfið fjölbreytt. Mönnum gengur misvel að koma rétturn upp- lýsingum til skattstjóra um tekjur sínar þannig að sumum gleymist að mesm að greiða tekjuskatt þrátt fyr- ir nokkur efni. Því er eðlilegt að skattleggja neyslu og eignir í bland við tekjur. Eg dreg ekki fjöður yfir það að ég tel afar brýnt að nýtt þing sem kosið verður í vor endurskoði skattalögin ekki síður en bótagreiðslur. Það er með ólíkindum að ffamlög úr sam- eiginlegum sjóðtun skuli vaxa efrir því sem menn eru betur efnaðir líkt og styrkja þurfi efhafólk sérstaklega til að tryggja viðkomu þeirra. Ella yrðu þeir ríku útdauðir úr voru sam- félagi einn góðan veðurdag! Við endurskoðun skattalaga gefst kostur á að minnka álögur á „venjulegt fólk“ sem skuldar mikið af eignum sínum og hækka álögur á þá sem þola að borga. Eg er viss um að við munum ekki hh'fast við að borga hærri skatta, ég og dugandi forstjór- ar rótgróinna fyrirtækja í Borgar- byggð í vissu þess að þeim mun vel varið til góðra verka! Finnbogi Rögnvaldsson Góugleði skógræktar- fólks í Fannahlíð Skógræktarfélag Skilmannahrepps bauð félögum sínum og Hvalfjarðar- sveitungum öllum til Góugleði laug- ardagskvöldið 24. febrúar sl. Skemmtunin var að sveitasið; léttar veitingar og skemmtiatriði að hætti hússins, bingó og dans. Þetta er fyrsta góugleði félagsins effir að hrepparnir sunnan Skarðsheiðar voru sameinaðir og í fyrsta slripti sem allir íbúar Hvalfjarðarsveitar eru boðnir til skógræktarveislu. Félögum skógræktarfélags hefur fjölgað á síð- usm árum og starfið verið fjörugt. Hin sameiginlega skemmtun lofaði góðu og er talinn fynrboði um enn ffekari stækkun félags- ins í ffamtíðinni. Breytingar eru í vændum innan hins aldna Skógræktarfélags Skilmannahrepps því á aðalfundi í vor verður lögð ffam tillaga um nafnbreytingu og í kjölfarið stefnt að því að skógræktaráhuga- fólk í allri Hvalfjarðar- sveit verði boðið vel- komið til starfa i félag- inu. MM Sameiningartákn hins nýja sveitarfélags, Einar Om Tborlacius sveitarstjóri, ktm sá ogsigraði. Hannflutti minni kvenna og krækti sér í lítinn Bingóvinning í leiðinni. Systumar Þorkatla og Hansína Sigurgeirsdætur léku und- ir söng og síðanfyrir dansi. Hér eru þœr ásamt Jóhönnu Harðardóttur t Hlésey sem var veisltistjóri kvöldsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.