Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 ^nÖSUIU/.- 4t H Lokakveðja fitá Malawí Gleðistundir voru líka til. Hér eru malavísk böm með púsluspil sem þeim var gefið. Þá höfum við lokið starfi okkar hér í Malawí. Oheppnin hefur reyndar elt okkur síðustu vikur þar sem bfllinn sem keyrir okkur í vinn- una bilaði og við þurftum því að sitja heima í þónokkra daga þar sem ekki fékkst nýr bíll. Við höfum þó reynt að gera gott úr þessum dög- um og reynum að dunda okkur við að kenna börntun nágrannanna að spila, fórum á akurinn og fleira. Við höfum verið í verkefiii sem nefnist „Home Based Care“ og er nokkurs konar heimahjúkrun fyrir einstaklinga med HIV og aldraða í litlum þorpum hér í sýslunni þar sem við búum. Það hafa einnig ver- ið settar upp móttökur í kirkjum og undir berum himni þar sem við sinnum þorpsbúum. Margir skjól- stæðingar okkar eru þó ekki alvar- lega veikir, sem betur fer, en vilja hinsvegar hitta hvítu hjúkrunar- fræðingana og láta þá líta á sig. Við höfum því oft skoðað um 50 skjól- stæðinga á einum degi. Við höfum aðeins verkjalyf og malaríulyf og verðum því oft að ávísa lyfjum fyrir skjólstæðinga okkar og senda þá í bæinn að kaupa þau. Við skrifum einnig tdvísunarbréf og sendum á sjúkrahús til ffekari rannsókna þyki okkur þörf á. Við höfum skoðað sjúklinga hér sem að okkar mati þyrftu að taka lyf daglega, t.d. sjúk- lingar med flogaveiki, hjartasjúk- dóm o.s.frv. en vegna fátæktar hafa þeir ekki efni a lyfjum eða að fara á sjúkrahús. I Malawí er öll þjónusta á ríkisreknum sjúkrahúsum frí, en þar eru lyf oft af skornum skammti. Hins vegar þarf að greiða fyrir alla þjónustu og lyf á einkareknum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- •» Maðurinn hafðifengið æxli í háls og var orðinn lamaður. Við gátum ekkert annað en gefið honum verkjalyf. Rætt við íbúana. um en þar er yfirleitt betri aðgang- ur að lyfjum. Við sáum t.d. mann sem hafði fengið heilablóðfall fyrir tveimur árum og hafði aðeins tekið lyf sín í mánuð eftir að hann kom heim því honum hafði verið skammtaðar mánðarbirgðir. Hann hafði síðan ekki haft efni á að end- urnýja lyfjaskammtinn. Við þurfum oft að bíta á jaxlinn til að seilast ekki ofan í vasa eða veski þegar aðeins vantar 50-100 krónur uppá að fólk geti fengið þau lyf sem það vantar. Við sáum líka eldri mann sem var með æxli í hálsliðunum og var því orðinn lamaður í öllum útlimum. Hann lá á bastmottu á gólfinu í moldarkofanum og fjölskyldumeð- limir hugsuðu um hann eftir bestu getu. Það eina sem við gátum gert fyrir hann var að gefa honum verkjalyf sem við höfðum meðferð- is (Panodil) og ráðleggja ættingjum varðandi aðhlynningu hans. Okkur varð strax hugsað til fínu sjúkrastof- anna á Islandi þar sem hann fengi þau lyf og aðhlynningu sem hann í raun þyrfd. Við fáum einnig fréttir af skjólstæðingum sem við höfum séð og meðhöndlað og hafa síðan dáið. Það er alltaf erfitt að fá þær fféttir en við vitum að við getum víst ekki hjálpað öllum. Við höfum lært heilmikið af að heimsækja fólk í þorpin þar sem við trúum oft ekki að fólk búi í svona hrörlegum hús- um eða liggi fárveikt á gólfinu í reykmettuðum eldhúsum. Þrátt fyrir fátækt er þó alltaf tekið jafn vel á móti okkur, okkur boðið uppá gosdrykki eða hádegismat í þakkar- laun og allir vilja heilsa okkur og spjalla við okkur. Við höfum einnig tekið þátt í HIV fræðsludögum þar sem íbúar eru ffæddir um sjúkdóminn með leikþáttum, ræðum og söng. Þar er einnig hefðbundinn trumbusláttur og þjóðdansar. Þar sem við erum einu hvítu starfsmennirnir í þessu verkefni sitjum við í heiðurs- stúkunni á skemmtunum og erum ávarpaðar í hverri ræðu og kynntar sérstaklega. Okkur fannst þetta mjög óþægilegt í fyrstu en höfum nú vanist því að horft sé á okkur uppá sviði allan daginn. Nú erum við lagðar af stað heim og erum staddar í Zambiu þegar þetta er skrifað. Við höfum ákveðið að fara í gegnum 5 nágrannalönd Malawí á leiðinni heim og reyna að skoða markverðustu staðina í þeim. Við komum til með að sakna Malawí heilmikið þrátt fyrir að lífið þar hafi gengið upp og ofan og telj- um síðustu mánuði hafa gefið okk- ur dýrmæta reynslu sem við komum til með að búa að alla ævi. Fríða Björk Skúladóttir Asta Rut lngimundardóttir Bjamheiður Böðvarsdóttir. Bændur og neytendur Umræður um málefhi bænda hafa ætíð verið fyrirferðamiklar í íslensku samfélagi. A síðusm misserum hafa þær einkennst af mikilli hörku og á- kveðinni niðurlægingu í garð bænda, þá sérstaklega í kjölfar umræðu um hátt matvælaverð og ekki síst þegar nýr sauðfjársamningur var kynntur á dögunum. Umræðurnar hafa oft verið á þá leið að bændtun og neyt- endum er stillt upp sem andstæðum pólum þar sem bændur eru úthróp- aðir á torgum og á pólitískum vett- vangi af fólki sem vill afnema vernd- artolla og hætta styrkjum til þess að glæða vonir neytenda um lægra vöruverð. Eru bændur neytendur? Ekki þarf að fara löngum orðum að skilgreina neytendamarkað til þess að átta sig á þeirri þröngsýni og þeim villigötum sem þessi umræða er á. Að stilla bændum og neytend- um upp sem andstæðum pólum er eingöngu gert í póhtískum tilgangi sem verður að teljast ósmekklegt at- hæfi sem gæti kostað þjóð okkar mikinn skaða til lengri tíma. Til þess að ffamleiða landbúnaðarafurðir eru bændur neytendur á mörgum mörk- uðum og má þar nefna eldsneytis- markað, tryggingamarkað, fjár- magnsmarkað, byggingavörumark- að, flutningsmarkað að ógleymdum matvælamarkaði. Leið til að lækka verð á landbúnaðarvörum Þeir markaðir sem taldir voru upp hér að ffaman hafa margir verið á- þreifanlega í umræðunni fyrir sam- ráð, fákeppni og óvirka samkeppni. Það ástand skilar sér beint inn í verð á landbúnaðarvörum vegna kostnað- aruppbyggingar þeirra vara. Neyt- endur á þessum mörkuðum geta með neysluhegðun sinni haft mikil áhrif á hvernig samkeppni og verð- lag þróast. Stærstu byggðarkjamarn- ir, t.d. suðvesturhornið getur valið úr fyrirtækjum með sömu eða svip- aða vöra og þjónustu og verslað þar sem hagstæðast er hverju sinni. Höf- uðborgarsvæðið er því verðleiðandi fyrir landið í heild og er landsbyggð- in töluvert bundin af því hvernig samkeppni þróast á því svæði. Það er því augljós leið til lækkunar á land- búnaðarvörum að bændur geti í kjölfar virks markaðar notið lægra vöru- og þjónustu verðs en áður. Niðurstaða Með ógætinni umræðu hefur bændum og neytendum verið stillt upp sem andstæðingum en ekki samherjum. Bændur eru neytendur þar sem ffamleiðsla þeirra byggist upp á aðföngum af mismunandi neytendamörkuðum. Neytendur á höfuðborgarsvæðinu vega þyngst til að koma á virkri samkeppni þar sem val þeirra er fjölbreyttara en á öðr- um landssvæðum. Aukin samkeppni og heiðarlegir viðskiptahættir leiða til lægra vöruverðs sem skilar sér í lækkun rekstrarkostnaðar hjá bændum og eykur möguleika þeirra á að lækka afurðaverð til neytenda. Lokaorð Sú pólitíska umræða sem sam- fylkingin hefur leitt og byggist á því að afnema vemdartolla og að hætta að styrkja innlendan landbúnað er gerð til þess að reka fleyg á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Ekki ætla ég að fara út í ítarlega framtíðarspá íslensks land- búnaðar ef þau stjórnmálaöfl sem þetta boða ná ffamgangi, en tel þó að varleg áætl- um kalhst útrýming landbúnaðar á Islandi, það er einungis hægt að ríf- ast um hversu langan tíma það tek- ur. I mínum huga telst það ósmekkleg aðför að heilli stétt í landinu og vinnur algerlega gegn því grundvallaratriði íslensks sam- félags að hér búi, í sátt og samlyndi, ein þjóð í einu landi. Vdldimar Sigurjónsstm Höfundur skipar 3. sati á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi. I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.