Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 31
.-txlllt.. MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 31 * Bikarleikur í blaki í Grundarfirði Síðastliðið föstudagskvöld lék sameiginlegt lið UMFG og Reynis Hellissandi bikarleik í brosbikar- skeppni kvenna undir stjórn Viðars Gylfasonar. Liðið mætti fyrrum bikarmeisturum og deildarmeistur- um Þróttar Reykjavík í bráð- skemmtilegum leik í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Mikil stemning var á leiknum sem fór ffam fyrir nær fullu húsi áhorfenda sem sungu, spiluðu, trommuðu og klöppuðu allan leikinn og gerðu ffábæran leik enn betri. Ohætt er að segja að þetta sam- eiginlega lið Grundfirðinga og Reynis Hellissandi hafi staðið sig með stakri prýði og haldið vel í við bikarmeistaraliðið allar hrinumar. Þróttur vann leikinn með tæpum 3- 0 sigri, 25-19, 27-25 og 25-19. Væri óskandi að framhald yrði á slíku samstarfi í blakinu. GK Skagamenn á úrtaksæfingum Næstu daga fara fram úrtaksæf- ingar hjá landsliðum karla í knatt- spyrnu skipuð leikmönnun yngri en 19 ára og yngri en 17 ára. Alls munu níu leikmenn IA taka þátt í æfingunum. Hjá landsliði skipað leikmönnum yngri en 19 ára verða Skarphéðinn Magnússon, Guð- mundur Böðvar Guðjónsson og ísleifur Örn Guðmundsson. Hjá landsliði skipað leikmönnum yngri en 17 ára verða við æfingar þeir Trausti Sigurbjörnsson, Ragnar Þór Gvmnarsson, Ragnar Leósson, Arni Snær Ólafsson, Einar Logi Einarsson og Viktor Ymir Elías- son. HJ Snæfell sigraði Vesturlandsslaginn Snæfell sigraði Skallagrím með 85 stigum gegn 75 í nágrannaslagn- um sem ffam fór í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Gríðarleg stemn- ing var í Iþróttahúsinu í Stykkis- hólmi og höfðu fjölmargir Borg- nesingar gert sér leið vestur til að berja síha menn augum. Að sama skapi var áhugi heimamanna óskiptur fyrir leiknum. Snæfell tók strax frumkvæðið í upphafi leiks en liðið var að spila feiknagóðan varnarleik og náði að loka vel á skyttur gestanna sem að áttu erfitt uppdráttar í leiknum en nýting Skallagríms í þriggja stiga skotum var 23 %. Yfirburðir Snæ- fells undir körfunni voru miklir í upphafi leiks og voru þeir Hlynur Bæringsson og Ingvaldur Magni Hafsteinsson þar fremstdr á meðal jafningja. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22-14 fyrir heima- menn. Sóknarleikur Skallagríms var í molum í fyrri hálfleik og mjög ráðlítill, skotin voru ekki að detta og heimamenn héldu hinum öfluga Darrell Flake ágætlega niðri en hann gerði þó sitt besta til að halda sínum mönnum inn í leiknum. Hálfleiksstaðan var 35-29 fyrir Snæfelli. I síðari hálfleiknum hélt sama barátta áffam og báðar vamir vom enn mjög sterkar. Um miðbik þriðja leikhluta minnkaði Hafþór Ingi Gunnarsson fyrirliði Skalla- gríms muninn niður í eitt stig, 45- 44, og fór þá að fara um margan Hólmarann á pöllunum. En gest- irnir náðu ekki að fylgja fordæmi fyrirliðans og Snæfell jók aftur miminn og hafði 8 stiga foyrstu fyr- ir lokaleikhlutann 54-46. I lokaleikhlutanum náðu Skalla- grímsmenn að minnka mtminn lít- illega, mest niður í fjögur stig 76- 72 þegar að rétt tæp mínúta var eft- ir af leiknum. Snæfell fór þá í sókn en mikilvægt var fyrir þá að ná að vinna leikinn með meira en 6 stig- um til að hafa vinninginn í inn- byrðis viðureignum liðarma. Justin Shouse kom upp með boltann og sendi hann inn á Hlyn Bæringsson sem að var vel dekkaður og hann virtist vera að missa boltann. Hann náði þó að koma honum aftur út á Shouse sem stóð góðan metra fyrir utan þriggja stiga línuna og negldi niður seinasta naglann með ffá- bærri körfu beint í andlitið á lánlitl- um Dimitar Karadovski sem réð h'tið við stórleik Shouse. Staðan var því orðin 79-72 og um hálf mínúta eftir. Skallagrímsmenn reyndu sitt besta til að minnka muninn á loka- sekúndum leiksins en allt kom fyrir ekki og Hlynur Bæringsson kláraði leikinn á vítalínunni fyrir sína menn. Lokatölur 85-75. Justin Shouse var besti maður vallarins með 28 stig og 7 ffáköst fyrir Snæfell. Sigurður Þorvaldsson skoraði 18 stig og Ingvaldur Magni var með 15. Fyrir gestina var Darell Flake atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Jovan Zdradveski og Hafþór Ingi komu honum næstir með 16 stig hvor. Liðin eru því hm'fjöfh í deildinni með 32 stig en lið Snæfells er þó ofar á innbyrðisviðureignum. Sein- asti leikur þeirra verður í Keflavík á næstkomandi fimmtudag og geta þeir að öllum líkmdum tryggt sér 3. sætið með sigri þar. Skallagrímur mætir bikarmeisturum IR í Fjósinu einnig á fimmtudagskvöld og verða þeir að sigra þar og vonast til að Snæfell misstigi sig í Keflavík. Allt er þó opið ennþá í þessu því að KR á enn efrir að klára sína leiki til að tryggja sér 2. sætið og eiga því bæði Skallagrímur og Snæfell enn raun- hæfa möguleika á því. Endi það svo að liðin 3 verði öll jöfri verða það hinsvegar Skallagrímur sem hrepp- ir annað sætið. HU x T' * Meistaramót í frjálsum Meistaramót 12 - 14 ára í ffjáls- um íþróttum var haldið í Laugar- dagshöllinni 3. -4. mars. HSH sendi 20 krakka til keppni og eru mörg ár síðan jafn margir hafa ver- ið að keppa á meistaramóti ffá hér- aðssambandinu. Krakkarnir stóðu sig með prýði og sópuðu að sér verðlaunum og endaði HSH í 7. sæti í heildarstigakeppnini af 22 fé- lögum. Það er gaman að sjá hversu mikil gróska er í ffjálsum íþróttum á Snæfellsnesi þessa dag- ana og vonandi verður ffamhald á því. Kristín H. * Sigur Skallagríms á Þór þrátt fyrir slakan sóknarleik Fri leik Skallagríms og Hauka á dögunum. Ljósm. Svanur Steinarsson Borgnesingar sigruðu Þór frá Þorlákshöfri með 10 stiga mun, 103-93, í Fjósinu í Borgarnesi á fimmtudagskvöld. Leikurinn var þó langt frá því að vera góður af hálfu heimamanna. Valur Ingi- mundarson þjálfari Skallagríms sagði í samtali við Skessuhorn efrir leikinn að þeir fjölmörgu áhorf- endur sem lögðu leið sína í Fjósið hefðu ekki átt skilið að sjá slíka frammistöðu hjá sín- um mönnum. Skalla- grímur hafði fyrir þennan leik ekki tap- að í síðustu 6 leikjum og hafði sóknarleikur liðsins verið með eindæmum góður en valt er veraldar gengi og áttu Skallagríms- menn í erfiðleikum með spræka Þórsara í leiknum. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafri og náðu strax forystu 4- 8. Þeir David Aliu og Damon Bailey fóru fyrir sínum mönnum og réðu heimamenn lítið við þá félaga undir körfunni. Val- ur Ingimundarson brá á það ráð snemma leiks að skipta yfir í 2-3 svæðisvörn sem að skilaði sínu og hægði talsvert á leik Þórs. Sóknarleikur Skallagríms var samt sem áður gífurlega tilviljana- kenndur og einkenndist meira eða minna á þvinguðum skotum effir oft á tíðum furðulegar ákvarðanir leikstjórnandans Dimitars Kara- dzovski. Það var einna helst Darell Flake sem að sýndi eitthvað af viti í fyrsta leikhluta en hann skoraði 7 af 17 stigum heimamanna í hon- um. Staðan var 17-19 fyrir Þór eft- ir fyrsta leikhluta en munurinn hefði vel getað verið meiri. I öðrum leikhluta kom lágtóns- barkinn Jason Harden vel inn og skoraði hverja körfuna á fætur annarri og þegar að 3 mínútur voru liðnar af leikhlutanum setti hann niður þriggja stiga körfu og kom Þórsurum sjö stigum yfir 28- 35. Var þá Val Ingimundarsyni nóg boðið og tók leikhlé og þrumaði yfir hausamótunum á lærisveinum sínum. Hræðilegt var að fylgjast með leik Skallagríms á þessum tímapuntki og stóð vart steinn yfir steini í sóknarleik liðsins. En Skallagrímsmenn eiga ás í ermi sinni sem er Makedóninn létt- hærði Jovan Zdradveski og sýndi hann í öðrum leikhluta hvers vegna hann er almennt talinn einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann skoraði 10 stig í röð og alls 14 í leikhlutanum og minnkaði muninn niður í eitt stig fyrir hlé, 43-44. Einn slakasti hálfleikur Skallagríms í vetur var staðreynd. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu fyrir heimamenn og skoruðu þeir Jovan og Dimitar fyrstu 4 stigin og komu heimamönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum, 47-44. En aftur seig á ógæfuhliðina og Damon Bailey kom gestunum frá Þorlákshöfri aftur yfir 51-55. En Jovan Zdradveski tók affur á sprett fyrir heimamenn og raðaði niður körfum yfir hinn seinheppna Ro- bert Hodgson sem að vil væntan- lega gleyma þessari heimsókn sinni í Borgarfjörðinn sem allra fyrst. Heimamenn náðu á þessum tíma- punkti að byggja upp smá forystu og komust mest 4 stigum yfir, 63- 59, þegar að Hafþór Ingi Gunn- arsson fyrirliði braust ffamhjá hin- um unga Baldri Ragnarssyni og lagði boltann snyrtilega í körfuna, spjaldið ofan í. David Aliu svaraði þó strax aftur fyrir Þór með tveim- ur góðum körfum í röð áður en að Hafþór lauk leikhlutanum með fínni körfu á hinum endanum. Skallagrímur hafði því yfir fyrir lokaleikhlutann 66-64. í byrjun fjórða leikhluta var strax ljóst að hið unga lið Þórs hefði ekki taugar í að klára leikinn. Effir að þeir höfðu tapað tveimur bolt- um í röð á fyrstu mínútu leikhlut- ans skoruðu þeir Pálmi og Pétur sinn hvoran þristinn og juku mun- inn upp í 9 stig, 76-67. Má segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins þar sem effir þetta var aldrei vafi um hvorum megin sig- urinn myndi lenda. Skallagríms- menn komust fljótt í bónus og fóru gestirnir að brjóta klaufalega af sér. Munurinn komst mest upp í 17 stig, 94-77, um miðbik leikhlutans þegar að Dimitar skoraði yfir A- gúst Dearborn háloftafugl þeirra sunnanmanna. Lokatölur eins og áður sagði urðu 103-93 Skalla- grími í vil. Valur Ingimundarson sagði að þetta hafi verið einn lélegasti leik- ur sinna manna á tímabilinu. Það hafi vantað allan neista í sóknar- leikinn og varnarleikurinn ei held- ur verið upp á marga fiska. HU Skallagrímur- ÍR Lokaumferð lceland Express deildarinnar ferfram fimmtudaginn 8. mars kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi ALLIRÁ VÖLLINN! * % 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.