Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 j»iaaunu. Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn Sævar Friðþjófsson einn af ffumbyggjum Rifs segir frá hvernig þorpið Rif varð til Gamli bœrinn í Rifi. Svona var umhverfið áður en þorpið tók að rt'sa á túnum og út- högum. íbúar í Rifi á Snæfellsnesi geta haldið upp á það í ár að hálf öld er liðin frá því að fyrsta íbúðarhúsið var byggt í þorpinu. Það voru systkinin Sævar og Ester Friðþjófsbörn sem byggðu að Háarifi númer 9. Þau eru bæði borin og barnfædd á staðnum því foreldrar þeirra bjuggu á jörð- inni Rifi áður en á staðnum varð nokkurt þorp og á meðan nærri einu samgöngumar við aðra staði vora á sjó, fyrir minna en mannsaldri síðan. Það er ekki á hverjum degi sem einhver verður á vegi manns sem getur sagt frá uppbyggingu þéttbýfis frá fyrsta húsi. Því fannst blaða- manni Skessuhorns upplagt að leggja leið sína vestur í Rif og heim- sækja Sævar, sem þar býr með konu sinni Helgu Hermannsdóttur. I þorpinu sínu þekkir hann hverja þúfu, hvem hnjúk, hverja bungu, hvem tind og mörgu em tengdar sögur. Hann er sjósóknari eins og forfeður hans þótt slæmt slys á sjón- um hafi sent hann í land fyrr en hann ætlaði. Blaðamaður hefur ekki mikið salt í blóðinu og hefur varla komist nær sjósókn en að borða þverskoma ýsu. Samt er ekki annað hægt en að hrífast með Sævari þegar rölt er um þorpið og hann bendir á öll fiskiskipin sem em að veiðum í heiðríkjunni, sjónmál ffá landi, og greinir jafnfram ffá þeirri staðreynd að grundvöllur fyrir þorpsmyndun á þessum stað sé einfaldlega að stutt er í gullkistuna, afar gjöful fiskimið, og höfiiin er til staðar á ný. Höfnin var mikið baráttumál afa hans, föður og annarra góðra manna sem vissu að þéttbýlismyndun yrði aldrei í Rifi, ef engin yrði höfnin. En fetum okkur ögn aftur í tímann og skoðum ræt- umar, fólkið og búskapinn á býlinu Rifi, fyrir nærri heilli öld. Horfðu á slysið ,AS minn og amma kaupa jörðina Rif árið 1912 svo ekki vantar mikið upp á að ættin hafi búið hér í heila öld, og fimmti ættliðurinn, bama- bam okkar hjóna, býr einnig hér,“ segir Sævar í upphafi máls. „Forfeð- umir vora svokallaðir útvegsbænd- ur, bjuggu bæði með skepnur og stvmduðu sjó. Afi og amma, Guð- mundur Guðmundsson og Jóffíður Jónsdóttir bjuggu fyrst á Hellissandi í húsi sem heitir Selhóll og stendur fyrir ofan Keflavík. A þeim tíma komu bátar þar að. Eitt sinn horfðu þau á slys sem varð í lendingunni þar sem fómst rnu menn. Fólldð stóð þama í fjörunni og gat ekkert að- hafst. Þetta hafði mjög mikil áhrif á þau og tel ég að þau hafi aldrei fund- ið sig á þessum stað eftir sfysið. Afi ól alltaf síðan þá von í brjósti að hægt yrði að búa þannig um hnútana að aldrei yrði svona hörmulegt sfys hér aftur. Ég tel að þetta hafi verið helsti örlagavaldurinn og ástæðan fyrir því að þau fluttu búferlum og færðu sig í Rif. Foreldrar mínir, Friðþjófur Guðmundsson og Hall- dóra Kristleifsdóttir, hófu einnig sinn búskap á Hellissandi. En árið sem ég fæddist, 1936, flytja þau í Rif og fara í búskap með afa og ömmu. Afi var orðinn lélegur til heilsunnar og þau fóra því í félagsbúskap við þau. Þetta kom mér til góða,“ segir Sævar glettdnn, „því afi kenndi mér og fór ég ekkert í skóla fyrr en hans naut ekki lengur við. En þeir feðg- ar; pabbi og afi, börðust ötullega fyr- ir því að höfnin hér var endurgerð. Pabbi stundaði alltaf sjóinn, var út- vegsbóndi þótt hann hefði aldrei viljað flíka því, svo í hlutarins eðli lá að mamma sá mest um búið. Þetta vora dagróðarbátar en menn vora auðvitað fjarverandi allan daginn. Oft vora þau með aðstoð við bú- skapinn, sérstaklega á veturna því þá var pabbi meira ffá, en búið var blandað, bæði kýr og kindur." Sjómennskan er ekkert grín Sjómennskan er ekkert grín, eins og segir í frægum sjóaraslagara og forfeður Sævars fengu sannarlega að reyna það. Faðirinn stundaði róðra frá Krossavík á Hellissandi, gekk á milli eins og þá var siður. Oft var far- ið upp síðla nætur, gengið til Hell- issands, skipshöfnin vakin og haldið í róður í birtingu. Og allt snérist um veðrið þegar verið var að róa á þess- um litlu hornum, eins og Sævar kall- ar árabátana. Karlarnir klikkuðu ekki á því að lesa í teiknin sem vora á lofti því ekki var hægt að taka skeytin, eins og síðar var gert. „Þeir áttu saman bát, faðir minn og Steingrímur bróðir hans og pabbi var formaður," heldur Sævar áfram. „Pabbi gekk þetta á hverjum degi, ef veður leyfði, annars fékk hann gist- ingu á Hellissandi. Það var enginn vegur hér á milli, ekkert rennandi vatn, ekkert rafinagn svo ýmislegt var öðravísi en nútíminn þekkir. Hann fór aldrei með neitt nesti með sér, slíkt var ekki siður. Það var borðað áður en farið var að heiman og síðan ekkert fyrr en komið var í land aftur. Einhver vamskútur var um borð, en það var ekkert endilega verið að skipta um vatn í honum daglega," segir Sævar brosleitur, lík- lega hefur það stundum verið orðið heldur fult. „En við krakkarnir vor- um sendir með mat, kannski grjóna- graut í dalfi sem klútum var vafið utan um og kaffi á flösku í sokk, þeg- ar sást að báturinn var á leið í land. I grjónagrautnum var oft slátur og skeiðin var bara ofan í. Þetta átu þeir karlarnir um borð, í sínum stökkum, allir í slori. Þessi mynd situr í endur- minningunni því aðbúnaður sjó- manna var bágur en hefur sem betur fer bamað mikið, því er ólíku saman að jafiia. Það var ekki nema von að menn yrðu ekki háaldraðir á þessum áram. Eg er semsagt alinn upp við hefðbundin sveitastörf og sjósókn og lífið í kringum það.“ Heitir eftir Ægi konungi Móðir Sævars hafði átt í erfiðleik- um með að fæða sitt fyrsta barn. Því fór hún suður til Reykjavíkur til að eiga hann. Allt gekk það vel og átta daga gamall fer hann fyrst á sjó, á Súðinni gömlu með mömmu heim í Rif. Engin bryggja var komin svo róðrabátar réra venjulega að skipinu til að sækja farþega og varning. A því var engin tmdantekning í þetta sinn. Hinn nýbakaði faðir kom á eigin báti til að ná í konu sfna og ungan son. Sævar var settur í tvo klúta og réttur á milli manna. Kaðalstigi var við skipshlið og niður hann þtufri að fara til að komast um borð í árabát- inn sem beið við skipshlið. Allt gekk þetta stóráfallalaust og drengurinn komst um borð í bát föðursins án nokkurra skakkafalla. Móðir Sævars var hins vegar ekkert sérstaklega upprifin yfir þessum meðföram á baminu en fátt annað var til ráða. Er heim var komið sagði hún að best væri að drengurinn fengið nafnið Sævar, það væri réttnefni eftír þessa ferð alla. Baráttan fyrir höfninni Menn í Rifi gerðu sér glögga grein fyrir því að engin búseta yrði á þessum stað, þar sem svo stutt er í gullkistuna, fiskimiðin, ef engin höfn yrði byggð. Fyrr á öldum var róið frá Rifi enda góð höfn frá nátt- úrunnar hendi sem með árunum hafði fyllst af sandi sem borinn er í sjó ffarn af ánum er þama eiga ósa. Jörðin heitir eftír rifi einu sem geng- ur í sjó ffam, sem áin og sjórinn hafa myndað í gegnum tíðina, náttúra- legur sjóvamargarður sem veitti skjól hér á öldum fyrr og gerir enn, eftir að höfnin kom. „Segja má að hreppsnefndin hafi bjargað byggðinni hér,“ segir Sævar, með því að fá það í gegn að höfnin yrði byggð upp og endurgerð. „Margir lögðu gjörva hönd á plóg í þeirri baráttu og fólkið mitt þar á meðal. Staðreyndin var sú að byggð var að leggjast niður á Hellissandi vegna hafnleysis og því var brýnt að gera eitthvað í málinu. I upphafi bauðst pabbi til að gefa land tmdir höfn og hafnaraðstöðu en stjómvöld vildu það ekki. Gert var að skilyrði að hann seldi jörðina til ríkisins. Hann lét til leiðast og seldi fyrir fremur lága upphæð. Hann hélt þó efrir nokkrum hekturam og lóðir 1, 3, og 5 við Háarif era eignarlóðir fjölskyldunnar. Gamla Rif, eins og bærinn er nefndur núna til aðgrein- ingar frá kauptúninu, sendur á núm- er þrjú. Lóð númer eitt verður ekki byggð, henni er ætlað annað hlut- verk. Pabbi sá aldrei eftír landinu eða peningunum sem hann hefði kannski getað fengið fyrir jörðina, heldur naut þess að sjá staðinn byggjast upp, vaxa og dafiia. Hann hfði það að höfnin varð að veraleika og er ekki spuming að það gladdi hann ósegjanlega." Byrjað á hafnarfram- kvæmdum „Upphafið að nútímanum hér, þorpinu í Rifi, er þegar vinnan við hafnarmannvirkin hefst. Ég byrjaði þar um leið og ég hafði aldur til,“ heldur Sævar áfram frásögninni, „og var þar við störf þar til ég fór sjálfur á sjó. Þetta var mikil vinna og menn höfðu ekki reynslu af svona hafnar- gerð áður þar sem ffamkvæmdin fólst mest í því að dæla sandi upp á land. Sveitarfélagið hafði ekki bol- magn til að borga og því kom Landssjóður, sem í dag heitir Ríkis- sjóður, að framkvæmdinni. Það vora þrjár hafnir á landinu sem kallaðar vora landshafnir, af þessum sökum, en auk hafiiarinnar héma era þær í Þorlákshöfn og Njarðvík. Búið var að ákveða að höfnin yrði vígð 1955 en það drógst. Líklega vora menn komnir í tímaþröng, ef til vill búnir að setja dagsetningu á verklok og í stað þess að dæla restinni af sandin- mn upp á land eins og gert hafði ver- ið, var honum dælt út fyrir rifið. Pabbi var alfarið á móti þessu, sagði að sandurinn myndi berast innfyrir að nýju með straumnum. Það reynd- ist raunin. Höfnin lokaðist af sand- rifi sem kom innfyrir og lokaði inn- siglingtmni og opnunin frestaðist um ár þess vegna. Því er það að út- gerð hefst frá Rifi 1956. Menn vora búnir að kaupa báta til að hefja róð- ur héðan árið áður og kannski hlutu einhverjir bágt fyrir, en bjargaðist þó hjá flestum, held ég. Enn þarf að dæla upp sandi öðra hverju, því áin heldur áfram að bera ffarn, sand og vikur úr jöklinum. Ein skemmtileg saga frá hafnargerðinni er mér minnisstæð. Mikið af aðkomufólki kom að þessu verki og margt af því var í fæði hjá mömmu. Töluvert af grjóti þurfri á sjóvarnargarðinn og var verið að leita hér fyrir ofan byggðina. A endanum var ákveðið að taka það á svæði sem heitir Höfð- ar. Eitt sinn í hádeginu þegar verk- stjórinn er að borða kemur amma inn, æði fasmikil, eins og hún var oft, og spyr hvort það sé rétt að taka eigi grjót í Höfðunum. Verkstjórinn svarar því til að sú muni vera raunin. Það mun ekki fara vel segir amma og svo var ekkert meira um það. Nokkru síðar er jarðýta flutt uppeft- ir og á að fara að hreyfa við grjótinu þarna. Þegar stungið er niður fyrstu tönn, bilar ýtan. Stykkið var ekki til í landinu og þurfti að bíða efrir því í tvo til þrjá mánuði. Þegar verkið var hafið að nýju gekk allt eins og í sögu. Þá vora íbúamir búnir að flytja sig.“ Fyrsta húsið byggt eftir skipulagi Það er svo árið 1957 sem þau systkinin Sævar og Ester byggja fyrsta húsið í þorpinu, eftir skipu- lagi, Háarif númer níu. Þetta var tveggja hæða hús, en þannig hús vora eingöngu byggð á upphafsár- um þorpsins. Uppbygging varð nokkuð hröð í fyrstu þar sem sjó- sóknarar hafa séð framtíð staðarins bjarta. Þó kom smá afturkippur í þrótrn byggðar því fólk vildi ekki halda áffam að byggja eingöngu tveggja hæða hús. Þá ráðast þau hjón, Helga og Sævar, í að byggja fyrsta einbýlishús staðarins, Háarif númer 25, þar sem þau búa enn í dag. Einhver varð að ríða á vaðið, eins og sagt er, og kemst þá skriður á málin að nýju. Ibúar í Rifi era líklega um 200 í dag. „Eins og gefur að skilja er ég þaul- kunnugur hér og vissi upp á hár hvar ég vildi hafa húsið með tilhti til út- sýnis og fleiri hluta. Hinsvegar var ljón í veginum, því vegurinn í gegn- um þorpið lá þar sem ég vildi byggja svo eiginlega valdi ég dýrastu lóðina fyrir sveitarfélagið því breyta þurfi veginum," segir Sævar brosandi, „en þetta bjargaðist allt, það var bara gerður sveigur á veginn, en húsið mitt stendur sem sagt þar sem gamli vegurinn lá. Hér höfum við því ver- ið í góðu nábýli við sömu grannana í yfir fjöratíu ár. Amma mín, sem sá fleira en margur, var enn á lífi þegar ég byggði hér. Hún var fasmikil kona og kom hingað einn daginn og sagðist vera afar ánægð með stað- setninguna á húsinu. Hinsvegar ætti ég að sjá um að klettarnir hér fyrir neðan fengju að vera óáreittir með- an mín nyti við. Hún sagði að þar væra íbúar sem gott væri að vera í sátt við. Eg hef séð um að klettamir fái eða vera í friði, enda engin ástæða til annars." Gamli b<erinn í Rifi eins og hann lítur út í dag, eftir uppbygginguna. Þorpið sem risið hefur á stðustu fimmtíu árum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.