Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 4

Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 4
G arðar segir að það skipti miklu máli að hugsa vel um pallinn sinn og það sé ekki mikið mál að halda honum fallegum. „Þegar vorar í lofti eru garðverk- in eitt af því fyrsta sem huga þarf að. Pallurinn er mikilvægur og nauðsyn er að kanna vel ástand hans og þá er gott að byrja á að hreinsa pallinn áður en hafist er handa. Ef pallurinn er orðinn flekk- óttur og ljótur duga engin vett- lingatök. Gott er að nota rigning- ardaga í að undirbúa og þvo. Pallurinn þarf að vera rakur og síð- an er best að hreinsa hann með pallahreinsinum Terrasi frá Tikk- urilla. Hann er í duftformi og er hrærður út í vatn og svo borinn á með kústi. Síðan er hann látinn eiga sig í um klukkustund en gott er að skrúbba efnið ofan i pallinn í milli- tíðinni til að ná upp eins miklum óhreinindum og kostur er. Í lokin er pallurinn spúlaður með háþrýsti- sprautu,“ segir Garðar. Hann segir að í sumum tilfellum geti þurft að meðhöndla ákveðna fleti aftur ef hreinsunin hefur ekki gengið nógu vel. Þá er tekin önnur umferð á það sem þreifst ekki nógu vel. „Pallurinn er síðan látinn þorna í tvo til þrjá daga áður en viðarpalla- olía er borin á. Gott er að vera með breiðan pensil og moppu við verkið. Moppan er til þess að dreifa úr olíu eftir að borið er á og varnar því að olíupollar myndist þar sem viður dregur mismikið af olíu í sig. Til eru ótal litir í viðarpallaolíu og í seinni tíð hefur fólk verið duglegt að gera tilraunir með ýmsar litasamsetn- ingar,“ segir hann. Hvort það eigi að hafa pallinn dökkan eða ekki getur verið hitamál og þegar Garðar er spurður út í þetta segir hann íslenskt sumar bjóða vel upp á dökka palla. „Að lita pallinn svartan eða dökkgráan hefur verið vinsælt en auðvitað hitna þannig pallar meira. Það ætti nú ekki að koma að sök. Ís- lenska sumarið er stutt og auk þess endurkasta dökkir pallar minna af ljósi og eru því þægilegri í mikilli sól. Mikilvægt er að hafa í huga að nota aldrei neitt annað en pallaolíu á viðarpalla því að þekjandi málning myndar filmu á yfirborðinu og hefur tilhneigingu til að flagna frekar auð- veldlega. Að bera á meðalstóran pall er í kringum klukkutíma vinna,“ segir hann. Það duga engin vettlingatök Garðar Erlingsson málarameistari sem starfar hjá Slippfélaginu gefur lesendum góð ráð varðandi viðhaldið á pallinum. Hann segir að það sé aldrei það heitt á Íslandi að það sé vandamál að lita pallinn svartan. Marta María | mm@mbl.is Garðar Erlingsson málarameistari í Slippfélaginu. Mikilvægt er að þrífa pallinn vel áður en borið er á hann. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Sumarblóm, gjafarvara, skreytingar afskorin blóm og potta- plöntur í úrvali Múmín Rosendahl Breiðumörk 12 – s 483 4225 – blomaborg@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.