Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 35
Urðu landsmenn mjög áhugasamir um að rækta eigið grænmeti og ávexti eftir bankahrun og er þróun- in í dag sennilega drifin áfram af vitundarvakningu um mikilvægi þess að borða lífræn og eitur- efnalaus matvæli sem ekki hafa verið flutt yfir lönd og höf. Skemm- ir heldur ekki fyrir að í grónari hverfum eru aðstæður orðnar svo góðar að með smá lagni má upp- skera safaríka ávexti þegar líða tekur á sumarið. „Við hefjum sölu á matjurtunum í lok maí og er það aðallega til þess gert að fólk sé ekki að gróðursetja þessar plöntur of snemma því oft þola þær illa næt- urkulda,“ útskýrir Steinunn. Flestir ættu að geta farið létt með grænmetisræktunina og segir Steinunn að það sé helst kálið sem þurfi að verja gegn ágangi kálflug- unnar en það er gert með því að breiða sérstakan dúk yfir. „Skiptir máli að vera vakandi yfir ástandi jarðvegsins, reyna að hafa hann léttan og næringarríkan og t.d. blanda hann með moltu, hæns- naskít eða þörungamöli þegar þess er þörf. Svo er ráðlegt að stunda skiptiræktun, þar sem t.d. salatið fær að vaxa á einum stað og gul- ræturnar á öðrum eitt sumarið, og svo svissað milli ára.“ Getur lítill skiki gefið af sér mikla uppskeru og segir Steinunn að margir þurfi að huga sérstaklega að því hvernig má geyma og nýta grænmetið sem best. „Sumt gæti verið sniðugt að súrsa, og annað má geyma í frysti eða gera að sultu. Svo er grænmeti á borð við kartöfl- urnar sem geymast vel á köldum og dimmum stað.“ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 35 Það er komið sumar! Fallegar, gróskumiklar plöntur Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur, rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir. Mikið úrval af hengiplöntum. Fagleg ráðgjöf um val á plöntum! Annað nauðsynlegt í garðinn Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl. A R G U S 06 -0 30 6 Ef það er hægt að tala um eitthvað sem er nýtt af nálinni þá eru það basthúsgögn í garðinn. Bastið hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu tvö þrjú ár. Til að byrja með voru þau aðallega fáanleg inn á heimilið en nú er bastið að komast í móð í garðhúsgögnum. Bastið er snið- ugur efniviður því það er umhverf- isvænt þar sem efniviðurinn þarf ekki mikla vökvun. En svo er annað og það er að bastið er sérlega fallegt og hlýlegt í garðinum. Það lífgar svo sann- arlega upp á hinn hefðbundna ís- lenska garð og kemur með smá ævintýri inn í hversdagsleikann. Súpersvöl og umhverfisvæn Basthúsgögnin fást í Rúmfatalagernum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.