Morgunblaðið - 15.06.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 5
Sérlega skemmtileg ferð um Spán og Frakkland sem
einkennist af glæstum borgum, sjávarbæjum og
dásamlegri náttúrufegurð. Við heimsækjum m.a. Burgos
sem er sögufræg borg á hinum þekkta Jakobsvegi, förum
í hið fræga Guggenheimsafn í Bilbao, siglum á Garonne
ánni og skoðum fagrar hallir og hallargarða.
15. - 27. september
Fararstjórn: Steingrímur Gunnarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 324.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Bilbao & Bordeaux
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Íslenskar systur náðu á dögunum
þeim merka áfanga að vinna til sex
verðlauna í landskeppni Þýskalands í
klassískum hljóðfæraleik ungmenna
sem haldin er árlega og stóð yfir 6.-
13. júní sl. Keppnin er haldin í bæn-
um Halle, fæðingarbæ tónskáldsins
Händels. Keppnin er sú stærsta sinn-
ar tegundar sem haldin er í Þýska-
landi. Systurnar hafa leikið tónlist
víða í Þýskalandi og farið í fjölda
ferðalaga í því skyni þrátt fyrir ung-
an aldur.
Allar eru afburðanemendur
Systurnar eru sannkölluð hæfi-
leikabúnt, en sú elsta, Hanna Rósa
Árnadóttir, 14 ára, leikur bæði á fiðlu
og píanó, Linda Árnadóttir, 13 ára,
leikur á fiðlu, víólu og píanó og Sól-
veig Árnadóttir, 13 ára, leikur á selló
og píanó. Yngsta systirin, Sófia
Árnadóttir, 9 ára, hafði ekki aldur til
að taka þátt í keppninni en gefur
systrum sínum ekkert eftir og leikur
á fiðlu og píanó. Systurnar stunda
nám við Eberhard-Ludwig skólann,
en þar var fyrir fimm árum stofnuð
ný braut fyrir afburðanemendur í
tónlist, en þar er tekið inn við tíu ára
aldur.
Í tónlistarkeppninni er keppt í
mismunandi aldursflokkum og hafn-
aði Hanna Rósa í fyrsta sæti í flokki
dúetta píanós og þverflautu þar sem
hún lék á píanó. Þá hafnaði hún í öðru
sæti fyrir einleik á fiðlu og var hárs-
breidd frá fyrsta sæti. Hún tók þátt í
keppninni í þriðja sinn í ár. Linda
keppti í flokki einleiks á fiðlu og hafn-
aði í öðru sæti.
Þá kepptu systurnar í tríói þar
sem Hanna Rósa lék á fiðlu, Linda
lék á píanó og Sólveig lék á selló, en
þær höfnuðu í öðru sæti þar. Sólveig
var of ung til að taka þátt, en mátti þó
keppa með systrum sínum sam-
kvæmt reglum keppninnar þar sem
aldur þeirra eldri dró meðalaldurinn
upp.
Ekki langt að sækja tónlistina
Vel er gert við unga tónlistarmenn
í Þýskalandi að sögn Árna Emils-
sonar, föður systranna, en hann ann-
ast, ásamt eiginkonu sinni, skipulagið
kringum tónlistariðkun dætra sinna.
Hann segir að tónlistarnemum séu
veittir sérstakir styrkir og þeir sem
lenda ofarlega í keppninni fái stund-
um að láni hljóðfæri í eigu þýska
ríkisins. Þá sé þeim boðið að spila og
læra víða um heim. „Þeim var strax
boðið til Hollands, það liðu bara tveir
tímar. Þá kom boð frá frægum kvart-
etti til þeirra sem lentu í fyrsta og
öðru sæti. Þriðja sætið er heldur ekki
slæmt, það er yfirhöfuð gott að lenda
á palli eins og í íþróttunum,“ segir
Árni sem er stoltur af dætrum sínum
af orðum hans að dæma. „Þær eru
duglegar og þessir titlar hjálpa þeim
áfram. Þetta er hörkukeppni og ég er
stoltur af þeim,“ segir hann.
Tónlist er alltumlykjandi í fjöl-
skyldu systranna, en foreldrar
þeirra, Árni og Regina Soergel, sem
er þýsk og svissnesk, eru bæði tón-
listarmenn. Regina er skólastjóri í
tónlistarskólanum í Denkendorf og
var áður í Ríkisóperunni í Stuttgart.
Víðar í fjölskyldunni er að finna tón-
listarfólk, en báðir afar stelpnanna
eru tónlistarmenn. Faðir Árna er
Emil Adolfsson sem einnig er búsett-
ur í Þýskalandi, en hann rak lengi
tónlistarskóla á Íslandi. Faðir Reg-
inu, Gero Soergel prófessor, var
orgelleikari og skólastjóri við Há-
skólann í kirkjutónlist í Tübingen.
„Þetta liggur nú eitthvað í genunum,
en það er auðvitað mjög mikil vinna á
bak við þetta eins og allt,“ segir Árni.
Tónelskar systur unnu til
sex verðlauna í Þýskalandi
Sú elsta sigraði í landskeppni í klassískum hljóðfæraleik
Tríó Þær Hanna Rósa á fiðlu, Sólveig á selló og Linda á víólu mynda tríó.
Hæfileikaríkar Systurnar Sófia, Hanna Rósa, Sólveig og Linda Árnadætur.
Sex fyrirtæki í sjávarútvegi hafa
stefnt íslenska ríkinu vegna úthlutun-
ar makrílkvóta á árunum 2015-2018.
Hæstiréttur komst í desember á síð-
asta ári að þeirri niðurstöðu að ríkið
væri skaðabótaskylt vegna fjártjóns
sem útgerðarfélög hefðu orðið fyrir
vegna reglugerðar um skiptingu
makrílkvóta á árinu 2011 til 2014, sem
reyndist ólögmæt. Um er að ræða
Hugin, Vinnslustöð Vestmannaeyja,
Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnsl-
una, Skinney-Þinganes og Gjögur.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir málið liggja ljóst fyrir.
„Hæstiréttur hefur staðfest að ríkið
fór ekki að lögum,“ segir Sigurgeir
Brynjar og bætir við að ef hann færi
ekki að lögum myndi ríkið sækja hann
til saka fyrir lögbrot eins og hvern
annan borgara. „Ríkisvaldið verður
að fara eftir lögum eins og borgararn-
ir, það er ekki flóknara en það.“
Hann bætir við að nú liggi fyrir
frumvarp á Alþingi sem eigi að veru-
legu leyti að festa í sessi þá skiptingu
sem byggt hafi verið á undanfarin ár.
„Það er búið að úthluta kvóta með
ólögmætum hætti til margra ára. Nú
á að viðhalda því ástandi með laga-
setningu,“ segir Sigurgeir. „Ríkið
braut lög sem Alþingi hafði sett. Nú
liggur fyrir Alþingi lagafrumvarp um
að lögfesta óréttmæt skiptingu
makrílkvóta. Þetta er jafn galið og að
ef ég bryti af mér gæti ég leitað til Al-
þingis og beðið það að setja ný lög
sem gerðu lögbrot mitt löglegt. Það
leiðir af sjálfu sér að slíkt hlýtur að
vera til skoðunar,“ segir Sigurgeir að
lokum. sgs@mbl.is
Stefna ríkinu fyrir út-
hlutun makrílkvótans
Stefán Gunnar Sveinsson
Freyr Bjarnason
Ekki náðist samkomulag á milli flokkanna á
Alþingi í gær um að ljúka þinginu um helgina.
Drög að samkomulagi lágu fyrir í fyrrinótt en
þegar til kastanna kom reyndist ekki stuðn-
ingur við samkomulagið innan raða Sjálf-
stæðisflokksins, en sjálfstæðismenn töldu of
mikið gefið eftir til Miðflokksins.
Heimildir blaðsins herma að menn hafi
einkum greint á um skipan og störf sérfræð-
ingahóps sem Miðflokkurinn vildi að legði mat
á þær spurningar og óvissuþætti sem þing-
menn flokksins teldu vera uppi varðandi
þriðja orkupakkann. Þá væru menn innan
Sjálfstæðisflokksins vantrúaðir á að sam-
komulag við Miðflokksmenn myndi halda þeg-
ar kæmi að afgreiðslu málsins á haustþinginu.
Getur farið á hvern veg sem er
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við mbl.is
í gær að enn stæðu yfir samtöl á milli Sjálf-
stæðisflokksins og Miðflokksins vegna þing-
loka en að engin niðurstaða lægi fyrir. „Menn
munu tala eitthvað saman um helgina og meta
stöðuna,“ sagði Birgir.
Í máli Birgis kom jafnframt fram að ýmsir
þættir stæðu í vegi fyrir því að samkomulag
næðust. Þeir þættir tengdust fyrst og fremst
málsmeðferð vegna þriðja orkupakkans, þar á
meðal tillögu um samráðsnefnd til að skoða
hann betur.
Verða nýir aðilar kallaðir að samningaborð-
inu um helgina? „Í þinglokasamningum þurfa
menn að vera í sambandi í ýmsar áttir og það
verður auðvitað þannig.“
Birgir sagði enn fremur að staðan hefði ekki
breyst í aðalatriðum í gær frá því sem hún var
í fyrradag, og vildi ekkert segja um hvort
hann væri bjartsýnn á að samkomulag næðist
um helgina. „Þetta getur farið alla vega.“
Staðan gæti orðið snúin
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins,
segir að það hafi komið nokkuð á óvart þegar
ekki náðist saman í fyrrinótt, þar sem þrír af
þeim fjórum sem þar stóðu að samkomulaginu
hafi verið búnir að samþykkja. „En maður
vinnur með það sem er á hendi hverju sinni,
og nú er það þetta verkefni, að sjá hvort flötur
næst til að semja á grunni þess sem aðilar eru
þó sáttir um.“
Bergþór staðfesti að rætt yrði við Sjálf-
stæðisflokkinn um helgina til þess að láta
reyna á hvort hægt yrði að semja áður en
næsti þingfundur hefst eftir hádegi næsta
þriðjudag. Bergþór segir að það gæti orðið
snúið að leysa úr málum ef það takist ekki að
ná saman um helgina. „Þetta verður allt í öðru
og snúnara samhengi ef þinghald hefst aftur á
þriðjudaginn og engin niðurstaða er komin í
málin.“
Ræða þinglokin áfram um helgina
Ekki tókst að ná samkomulagi um þinglok fyrir helgi Sérfræðingahópur sem átti að fara yfir þriðja
orkupakkann helsti ásteytingarsteinninn Reyna að ná lendingu fyrir upphaf þingfundar á þriðjudag
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Drög að samkomulagi um þinglok lágu fyrir í fyrrinótt, en þrátt fyrir það hefur ekki
tekist að ganga frá málinu. Þingmenn munu nýta helgina til að ræða saman um næstu skref.