Morgunblaðið - 15.06.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%afsláttur
DAGAR
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 7.900 • Str. 40/42-56/58
Fleiri munstur
Túnikur Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
SUMARTILBOÐ TIL 18. JÚNÍ
10-70%
AFSLÁTTUR
af öllum
vörum
Stjórnarráð Íslands
Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið
Tilnefningar óskast til
viðurkenninga umhverfis-
og auðlindaráðuneytisins
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar
eftir tilnefningum til verðlauna sem
afhent verða á Degi íslenskrar náttúru,
16. september.
Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins verða veitt
fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni,
dagskrárgerðarfólki, ljósmyndara
eða rithöfundi fyrir umfjöllun um
umhverfismál og/eða íslenska náttúru
undangengna tólf mánuði (ágúst – ágúst).
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar
í Brattholti verður veitt einstaklingi
sem hefur unnið markvert starf á sviði
náttúruverndar.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal
senda í síðasta lagi 23. ágúst 2019 á
netfangið postur@uar.is
Ekki verður við það unað að starfs-
fólk Laufskála fasteignafélags og
eignir þess séu í hættu vegna golf-
kúlnahríðar frá golfvelli Golfklúbbs
Mosfellsbæjar í Mosfellsdal.
Þetta kemur meðal annars fram í
erindi sem Hafberg Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Laufskála fasteigna-
félags, sendir bæjarráði Mosfells-
bæjar þar sem hann lýsir yfir
áhyggjum og leggur til að umræddur
golfvöllur verði færður eða legu hans
breytt. Ástæðan er sú að fasteigna-
félagið vinnur nú að uppbyggingu á
tæplega 7.000 fermetra gróðrarstöð
á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal
en starfsmenn sem hafa unnið að
byggingunni hafa upplifað golf-
kúlnahríð frá golfvellinum sem er í
næsta nágrenni. „Felst í þessu veru-
leg slysahætta og einnig hætta á
eignaspjöllum, en
gróðurhúsið er að
öllu leyti byggt úr
gleri,“ segir í er-
indinu.
„Það eru svo
mörg slys sem
verða af golf-
kúlum. Þetta er
svo gríðarlegur
hraði og er þungt.
Svo ég benti þeim
bara á þetta,“ segir Hafberg í sam-
tali við Morgunblaðið og ítrekar að
ekkert „þras“ sé í gangi vegna máls-
ins.
„Stórhættulegar kúlur“
Spurður um „golfkúlnahríðina“
segir Hafberg að um sé að ræða
nokkur hundruð kúlur á ári.
Hafberg segist hafa spjallað um
málið við ráðamenn í Mosfellsbæ og
segir: „Það er fínt að eiga við þetta
bæjarfélag.“ Þá bætir hann við: „Þau
geta ekki sent yfir á næstu jarðir
stórhættulegar kúlur. Það er ekki
hægt. Við erum að byggja þarna sjö
þúsund fermetra gróðurhús úr gleri.
Það er vitað mál hvernig það fer.“
Í samtali við Morgunblaðið stað-
festir Haraldur Sverrisson, bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar, að erindið hafi
borist bæjarráði. Það hafi verið á
dagskrá á bæjarráðsfundi í fyrradag
en var frestað sökum tímaskorts.
Hann sagði þó að mögulega væri
hægt að finna einfalda lausn á mál-
inu. teitur@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Dalurinn Loftmynd af Mosfellsdal, hvar Bakkakotsvöllur Golfklúbbs Mosfellsbæjar liggur.
Golfkúlnahríðin gæti
skemmt glerhýsið
Landeigandi leggur til að golfvöllurinn verði færður
Hafberg
Þórisson