Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 HOLTAGARÐAR RISA LAGERSALA 60-80% AFSLÁTTUR HERRA- OG DÖMUFATNAÐUR GALLABUXUR - KJÓLAR - JAKKAFÖT TOPPAR - ÚLPUR - SKÓR - SKYRTUR YFIR 100 VINSÆL VÖRUMERKI LOKA HELGI LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR 12-18 13-18 15. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.25 125.85 125.55 Sterlingspund 158.75 159.53 159.14 Kanadadalur 94.08 94.64 94.36 Dönsk króna 18.919 19.029 18.974 Norsk króna 14.459 14.545 14.502 Sænsk króna 13.203 13.281 13.242 Svissn. franki 126.03 126.73 126.38 Japanskt jen 1.154 1.1608 1.1574 SDR 173.32 174.36 173.84 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.8231 Hrávöruverð Gull 1335.8 ($/únsa) Ál 1753.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.94 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Áætluð tekju- afkoma hins opin- bera er neikvæð um 8,7 milljarða króna á fyrsta árs- fjórðungi, sem nemur 1,3% af vergri landsfram- leiðslu ársfjórð- ungsins, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Skýrist samdrátturinn að mestu af lægri arðgreiðslum fjármálafyrirtækja. Á fyrsta ársfjórðungi 2018 var tekju- færður arður upp á 21,5 millljarða króna samanborið við tæpar 400 millj- ónir fyrir sama tímabil í ár. Sé litið framhjá þeim arðgreiðslum er áætlað að heildartekjur hins opinbera aukist um 3,2% á tímabilinu. Áætluð útgjöld aukast um 8,1% á fyrsta ársfjórðungi í ár miðað við sama tíma í fyrra. Launa- kostnaður vegur þar þungt, en hann er um 34,4% af heildarútgjöldum ríkisins. Samdrátturinn skýrist af lægri arðgreiðslum Arðgreiðslur Sam- dráttur á milli ára. STUTT BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Metsala hefur verið í útvörum hjá Flügger litum það sem af er ári og nemur söluaukningin um 60-70% milli ára. Þetta segir Vigfús G. Gísla- son, framkvæmdastjóri Flügger lita, í samtali við Morgunblaðið. Útivörur eru tæplega helmingur allrar veltu hjá fyrirtækinu og því hefur veðurblíðan síðustu vikur verið afar kærkomin fyrir fyrirtækið. „Það hefur gengið frábærlega hjá okkur á þessum tíma og hefur ein- stakt veðurfar á suðvesturhorninu þar mikið að segja. Einungis fjórð- ungur landsmanna býr utan höfuð- borgarsvæðisins og því hefur gott veður suðvestanlands svona mikil áhrif. Sumarið í fyrra var auðvitað ekki gott veðurfarslega séð þannig að það er gríðarlega jákvætt að fá þessa blíðu sem verið hefur undan- farið,“ segir Vigfús og bætir við að metsala sumarsins kunni að vera sökum uppsafnaðs vanda. Þar spili inn í mikil rigning síðasta sumar sem olli því að illa gekk að klára verk. „Þetta var auðvitað með miklum ólikindum. Málarar sem ætluðu sér að klára verk í maí voru fyrst að komast í þau í ágúst. Þetta gerði það að verkum að afköst málara voru minni sem þýðir minni sala hjá máln- ingarfyrirtækjum. Ég áætla að við séum búin að selja jafnmikið núna og við vorum búin að gera um verslunarmannahelgina í fyrra,“ segir Vigfús. Samkvæmt upplýsingum á vef CreditInfo nam heildarvelta Flügg- er lita á tímabilinu maí 2017 til maí 2018 tæpum 1,2 milljörðum króna. Þá nam rekstrarhagnaður félagsins á sama tímabili rétt tæplega 140 milljónum króna. Veðrið verið alveg einstakt Spurður hvort gera megi ráð fyrir aukinni veltu á þessu ári kveðst Vig- fús eiga erfitt með að spá um fram- haldið, sérstaklega í ljósi eilífrar veðuróvissu hér á landi. Það sem af er ári hafi hins vegar gengið mjög vel og vonast hann til að áframhald verði á því. „Eins og ég sagði áður þá er örugglega hægt að rekja eitthvað af þessari miklu söluaukningu í útivör- um til uppsafnaðrar þarfar. Okkur hefur gengið alveg frábærlega á þessum tíma enda veðrið verið með eindæmum. Í fyrra var auðvitað mjög erfitt að eiga við ýmis útiverk og því nýtir fólk tækifærið nú þegar veðrið er svona gott,“ segir Vigfús og bætir við að sala á útivörum geti sveiflast mikið. Þá sé mjög misjafnt hvaða sumarmánuður reynist sölu- hæstur ár hvert. „Það er misjafnt hvaða mánuður er stærstur, stundum er það júní en svo er það kannski júlí ári síðar. Það er veðurfarið sem stýrir því og við getum ekki leyft okkur þá bjartsýni að halda að sumarið verði allt eins og þessar fyrstu sex vikur. Þetta hefur verið alveg einstakt og auðvitað von- ar maður bara að þetta haldi eitt- hvað áfram,“ segir Vigfús. Útivörur hafa rokið út hjá Flügger litum í sumar Morgunblaðið/Ernir Útimálun Illa gekk að komast í útiverk í fyrra sökum veðurs. Annað hefur verið uppi á teningnum það sem af er ári. Sumarvörur » Fyrirtækið hefur nú þegar selt jafnmikið og um versl- unarmannahelgi í fyrra. » Fyrstu sex vikur sumarsins hafa verið einstakar hvað veðurblíðu varðar. » Framkvæmdastjóri Flügger lita telur að rekja megi met- sölu sumarsins að hluta til uppsafnaðrar þarfar frá fyrra ári þar sem rigndi nær stans- laust.  60-70% söluaukning það sem af er ári  Veðurblíðan hefur mjög jákvæð áhrif „Við erum að fá einhvern allt annan markhóp inn í tjöldin. Sem eru bara Íslendingarnir,“ segir Arnór Gísla- son, rekstrarstjóri Ellingsen, þar sem salan hefur tekið gríðarlegan kipp að undanförnu. Segir hann birgðastöðu búðarinnar í dag, um miðjan júní, vera á svipuðum stað og hún var þegar vel var komið inn í júlí í fyrra og að fyrirtækið sé nú þegar búið að leggja inn aukapantanir. „Undanfarin ár höfum við selt ágæt- lega til erlendra ferðmanna og til Ís- lendinga í bland, en aldrei nokkurn tímann í þessum mæli,“ segir Arnór. Minnir á sumrin eftir hrun Í gær hafði Ellingsen selt meira af útileguvörum í júní í heldur en allan júní í fyrra. Í maí og júní nemur svo söluaukningin á tjöldum og svefnpok- um 50% miðað við sama tíma í fyrra. Að sögn Arnórs hefur raunar sala á útileguvörum síðustu vikuna verið áþekk og í miðjum júlí og aðdraganda verslunarmannahelgarinnar. „Við erum nokkuð viss um að fram undan sé eitt stærsta útilegusumar Ellingsen í langan tíma. Við sáum þetta síðast sumrin eftir hrun, árin 2009 og 2010. Þá virtust Íslendingar líka ætla að ferðast innanlands,“ segir Arnór. Miðað við horfur í efnahagsmálum, þar sem greiningardeild Arion banka spáir m.a. neikvæðum hagvexti í ár upp á 1,9% og Landsbankinn sam- drætti í landsframleiðslu upp á 0,5% í ár, virðist sama þróun vera í spilun- um núna. „Það er nokkuð líklegt. Þetta er auðvitað hagstæð leið fyrir ferðalög. Nú er hárrétt tímabil til þess. “ segir Arnór. peturh@mbl.is Sumar Kælibox og tjöld standa á palletum í anddyri Ellingsen. Sala á tjöldum hefur tekið kipp  Íslendingar virðast ætla að ferðast innanlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.