Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 24
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Frétt Morgunblaðsins í gærum að breikkun Vestur-landsvegar þyrfti að fara íumhverfismat kom mörg-
um í opna skjöldu. Flestir hafa ef-
laust talið að slíkt mat væri óþarft því
vegurinn hafi verið lagður fyrir ára-
tugum með tilheyrandi raski. Aðeins
væri verið að bæta við akreinum sitt
hvorum megin við þær sem fyrir eru.
En ekki er allt sem sýnist.
Framkvæmdinni fylgja nefnilega
ýmis aukaverk, svo sem gerð hlið-
arvega beggja vegna Vesturlands-
vegar. Austan Vesturlandsvegar
verður gerður nýr vegur frá Gili að
Arnarhamri. Vestan Vesturlands-
vegar verði gerður nýr vegur frá
Dalsmynni að Bakka. Þá verður lagð-
ur vegur sunnan Ártúnsár sem mun
tengjast eldri vegi og þvera Ártúnsá
á ræsi. Heildarlengd hliðarvega er
áætluð rúmlega 11 km og gert er ráð
fyrir að vegirnir verði 9 metra breiðir
án fláa.
Nýir stígar og undirgöng
Þá ráðgerir Vegagerðin að
leggja 2,2 km af nýjum hjóla- og
göngustígum og 6,9 km af reið-
stígum. Einnig fern ný undirgöng við
Móaberg, Esjuberg, Saltvíkurveg og
vestan Arnarhamars. Jafnframt er
gert ráð fyrir að stækka og betr-
umbæta áningarstaði á leiðinni.
Það var skilningur Vegagerð-
arinnar að þessar framkvæmdir
þyrftu ekki að fara í umhverfismat.
Skipulagsstofnun er þessu ósam-
mála. Í úrskurði sínum vísar hún m.a.
í tilskipun Evrópusambandsins um
mat á umhverfisáhrifum þess efnis
að nýframkvæmdir við „construction
of express roads“ séu ávallt háðar
mati á umhverfisáhrifum. Þessi til-
skipun gildir hér á landi vegna samn-
inga okkar við ESB. Þá bendir
Skipulagsstofnun ennfremur á að í
leiðbeiningariti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins sé vís-
að til dóms Evrópudómstólsins þess
efnis að framkvæmdir við breytingar
á vegi geti jafngilt lagningu nýs veg-
ar, út frá umfangi og hvernig staðið
er að framkvæmdinni.
Skipulagsstofnun hefur því tekið
ákvörðun um að breikkun Vestur-
landsvegar á níu kílómetra kafla á
Kjalarnesi skuli háð mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr.
106/2000. Ákvörðunina má kæra til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auð-
lindamála og er kærufrestur til 15.
júlí 2019. Ákvörðunina má lesa í heild
á vef Skipulagsstofnunar. Öllum er
heimilt að senda inn kæru.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær er Vegagerðin að fara
yfir úrskurð Skipulagsstofnunar og
jafnframt að meta fordæmisgildi
hans.
Ljóst er að töf verður á því að
breikkun Vesturlandsvegar á Kjalar-
nesi hefjist, en mjög hefur verið
þrýst á það verk til að auka umferð-
aröryggi. Miklar líkur eru á að
ákvörðun Skipulagsstofnunar verði
kærð. Ef niðurstaðan verður sú að
hún standi hefst umfangsmikið mats-
ferli. Óvíst er hve langan tíma það
tekur.
Málsmeðferð vegna mats-
skyldra framkvæmda er þannig lýst í
8. grein laga um umhverfismat nr.
106 frá 2000: „Nú er fyrirhuguð
framkvæmd háð mati á umhverfis-
áhrifum samkvæmt lögum þessum
og skal framkvæmdaraðili (Vega-
gerðin) þá gera tillögu að matsáætl-
un til Skipulagsstofnunar eins
snemma á undirbúningsstigi fram-
kvæmdar og kostur er. Í tillögu
framkvæmdaraðila skal lýsa fram-
kvæmdinni, framkvæmdasvæði og
öðrum möguleikum sem til greina
koma og gefa upplýsingar um skipu-
lag á framkvæmdasvæði og hvernig
framkvæmd samræmist skipulags-
áætlunum.“
Umhverfismat vegna
reglna frá Evrópu
Morgunblaðið/Ómar
Vesturlandsvegur Gríðarleg umferð er þar á álagstímum og bíll við bíl.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýrri heil-brigðis-stefnu er
ýmislegt áfátt þótt
hún hafi flogið í
gegnum þingið.
Læknar hafa kvartað undan
samráðsleysi og segja að ekki
hafi verið hlustað á viðhorf
þeirra og ábendingar.
Reynir Arngrímsson, for-
maður Læknafélags Íslands,
lýsir því í viðtali í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins hvernig
læknar hafi tekið óskir heil-
brigðisráðuneytisins um at-
hugasemdir mjög alvarlega,
sest niður í stórum vinnuhóp-
um og bent á ýmislegt sem
betur mætti fara.
„Það var eins og allt það
starfsfólk sem vinnur sjálf-
stætt hefði gleymst,“ segir
Reynir. „Ég get nefnt SÁÁ.
Hver er heilbrigðisstefnan
varðandi samskipti við SÁÁ og
meðferð á fíkniefnasjúkdóm-
um til dæmis? Reykjalundur
er annað dæmi, einnig heilsu-
stofnun Náttúrulækninga-
félagsins, sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfarar, sjálfstætt
starfandi sálfræðingar og
sjálfstætt starfandi læknar.
Það var bara eins og allt þetta
fólk væri ekki til.“
Ágúst Kárason sér-
fræðilæknir gagnrýnir nýju
stefnuna einnig í blaðinu.
Hann segir að þar skorti skiln-
ing á flæði sjúklinga milli
sjúkrahúsa og einkastofa og
óttast afleiðing-
arnar. „Það er
kaldhæðnislegt ef
Vinstrigrænir
verða til þess að
búa til alvöru tvö-
falt kerfi í heilbrigðismálum á
Íslandi,“ segir hann.
Reynir bendir á annan hóp,
sem einnig fari lítið fyrir í
skýrslunni. Sjúklinga. „Það er
ekkert um réttindi sjúklinga í
stefnunni. Það er ekkert um
sjúkratryggingaréttinn. Við
höfum séð að það er deilt um
hann núna vegna langra bið-
lista. Ætti ekki fé að fylgja
sjúklingi frekar en stofnunum?
Í dag er hægt að fá fé til að
fara til einkarekinnar stofn-
unar erlendis en ekki einka-
rekinna stofnana hér heima.
Það vantar allt um sjúklinga-
réttinn,“ segir Reynir og bætir
við að ekkert hafi verið hlustað
á óskir um að til kæmi umboðs-
maður sjúklinga.
Sjúklingum á biðlistum
veitti ekki af slíkum bakhjarli.
Sjúklingum sem frekar vildu
fá bót meina sinna hjá einka-
stofum á Íslandi en að fara í
margfalt dýrari aðgerðir er-
lendis gætu ekki síður notið
góðs af því. Þess misskilnings
gætir stundum að tilvist borg-
aranna sé til að þjónusta
stofnanirnar, ekki öfugt.
Réttur sjúklingsins og þar
með hans hagur á að vera mið-
depill heilbrigðisstefnu en
ekki afgangsstærð.
Hagur sjúklinga á að
vera miðdepill heil-
brigðisstefnu}
Réttindi sjúklinga
Það hefur kom-ið mörgum í
koll að láta ginn-
ast af smálánum.
Það getur virst
þægilegt að taka lán fyrir-
hafnarlaust til að fleyta sér í
gegnum peningavandræði.
Smálánin bera hins vegar háa
vexti og frekar en að leysast
getur vandinn verið fljótur að
vinda upp á sig.
Umfang þessa vanda kem-
ur fram í samtali við Breka
Karlsson, formann Neytenda-
samtakanna, Morgunblaðinu í
gær. Breki gagnrýnir mark-
aðssetningu smálánafyrir-
tækjanna og hefur hörð orð
um hvernig þau reyni að nýta
sér reynsluleysi ungs fólks í
peningamálum. Furðar hann
sig á því að þessi fyrirtæki
virðist án nokkurrar heim-
ildar geta gengið inn á banka-
reikninga einstaklinga og
tæmt þá þannig að þeir lendi
á götunni vegna þess að þeir
geta ekki borgað leigu og eiga
ekki fyrir nauðþurftum.
Breki nefnir einnig dæmi
um yfirgengilega
háa vexti á smá-
lánum. Hann viti
til þess að ein-
staklingar greiði á
bilinu 1.500 til 3.500 prósenta
vexti.
Frásögn hans af 18 ára
pilti, sem á skömmum tíma
kom sér í 1,9 milljóna króna
skuld með því að taka aftur og
aftur nýtt lán til að borga
gamla lánið er sláandi og það
er ekki hægt annað en að taka
undir með Breka þegar hann
segir að fólk með litlar sem
engar tekjur eigi ekki að geta
tekið svona hátt lán.
Það er með ólíkindum
hvernig smálánafyrirtæki
geta lagt fjárhag einstaklinga
í rúst. Þessi fyrirtæki hafa
allt of frjálsar hendur og ættu
að lúta sambærilegu eftirliti
og fjármálafyrirtæki gera al-
mennt. Þá hlýtur einfaldlega
að vera hægt að stöðva starf-
semi smálánafyrirtækja, sem
ekki virða lög og voga sér að
innheimta mörg þúsund pró-
senta vexti.
Margir hafa farið illa
á að taka smálán}Skaðsemi smálána
Í
slendingum finnst alltaf áhugavert að
tala um veðrið. Þegar ættingar eða
vinir hringja á milli landsvæða er al-
gengt að spurt sé um veðrið í upphafi
eða um mitt símtal. Við deilum mynd-
um á samfélagsmiðlum þegar fjallshlíðarnar
verða gráar, þegar bílastæðin fyllast af snjó
og þegar úfinn sjórinn æðir yfir brimgarðana í
mesta rokinu – og svo auðvitað þegar sólin
skín og hitinn nær tveggja stafa tölu. Þrátt
fyrir að við þekkjum íslenska veðrið eins og
lófann á okkur kemur það okkur stöðugt á
óvart.
Við höfum flest fengið að njóta einstakrar
blíðu síðustu vikur. Það lifnar yfir öllu.
Náttúran skartar sínu og flestir verða glað-
legri og léttari á fæti. Við fyllumst jákvæðni
og bjartsýni og njótum samveru hvert við
annað.
Líkt og með veðrið skiptast á skin og skúrir í lífi
þjóðar. Oftast er meðvindur en á stundum blæs á móti en
alltaf komumst við í gegnum storminn.
Með baráttuanda, smá vott af kæruleysi í bland við
ákveðna þrjósku höfum við sem þjóð náð miklum árangri
á svo mörgum sviðum – og við höldum áfram að sækja
fram. Þó svo að stjórnmálaumræðan endurspegli ekki
alltaf þann árangur sem við höfum náð, þá er stað-
reyndin sú að efnahagur landsins hefur aldrei verið
sterkari, skuldir heimilanna ekki verið lægri í 20 ár, lífs-
gæði hér á landi eru með þeim mestu í heimi og þannig
mætti áfram telja. Og Ísland er friðsamasta
land í heiminum.
Lífsins gæði verða ekki öll mæld í efnis-
legum þáttum. Það eru ómetanleg gæði sem
felast í hamingju þjóðarinnar þegar við náum
góðum árangri í íþróttum. Það er óhætt að
segja að landsliðið okkar í knattspyrnu hafi
fært okkur meiri gleði í þessari viku en
stjórnmálin gerðu svo tekið sé dæmi.
Og það er fleira sem endurspeglar þau
verðmæti sem við búum yfir sem þjóð. Nær
öll kvöld ársins eru leikhúsin full af fólki þar
sem okkar frábæru listamenn flytja hvert
stórverkið á fætur öðru. Við eigum, að því er
stundum virðist óþrjótandi uppsprettu tón-
listarmanna sem glæða sálir með tónlist
sinni, við eigum heimsklassa rithöfunda, færa
vísindamenn og þannig mætti lengi áfram
telja.
Við erum rík þjóð á efnislegan mælikvarða en hlut-
fallslega erum við líklega ríkust allra þjóða mælt í óefn-
islegum gæðum. Líkt og með góða veðrið er það eitthvað
sem eigum að vera þakklát fyrir. Við vitum að veðrið
breytist en listir og menning hjálpa okkur að komast í
gegnum mestu stormana – og munu gera áfram. Íþróttir,
listir og menning er ómissandi krydd í tilveru okkar Ís-
lendinga.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Við erum ríkust allra þjóða
formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðis-
flokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Markmið laga um mat á um-
hverfisáhrifum eru:
Að tryggja að áður en leyfi
er veitt fyrir framkvæmd, sem
kann vegna staðsetningar,
starfsemi sem henni fylgir, eðl-
is eða umfangs, að hafa í för
með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif, hafi farið fram mat á um-
hverfisáhrifum framkvæmdar.
Að draga eins og kostur er
úr neikvæðum umhverfisáhrif-
um framkvæmdar.
Að stuðla að samvinnu
þeirra aðila sem hafa hags-
muna að gæta eða láta sig mál-
ið varða vegna framkvæmda
sem falla undir ákvæði laga
þessara.
Að kynna fyrir almenningi
umhverfisáhrif framkvæmda
sem falla undir ákvæði laga
þessara og mótvægisaðgerðir
vegna þeirra.
Að gefa almenningi kost á að
koma að athugasemdum og
upplýsingum áður en álit
Skipulagsstofnunar um mat á
umhverfisáhrifum fram-
kvæmdar liggur fyrir.
Dregið verði
úr áhrifum
LÖG UM UMHVERFISMAT