Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Íslensk húsgögn prýða nú suðurstofu Bessastaða í fyrsta sinn og eru það kafla- skil. Samtök iðnaðar- ins skoruðu á forseta Íslands að prýða Bessastaði íslenskum húsgögnum og var þeirri áskorun tekið af áhuga og velvilja for- setans. Í framhaldinu var unnið að útfærslu málsins og ber útkoman íslenskri hönnun og framleiðslu gott vitni. Við val á húsgögnum í suðurstofu Bessastaða var haft í huga að blandað væri saman samtímahönnun og eldri hönnun til að sýna þá miklu fjölbreytni sem einkennir íslensk húsgögn. Hönnun er samtal þriggja aðila sem eru hönnuður, framleiðandi og notandi. Það skiptir sannarlega máli að það samtal eigi sér stað hér á landi sem getur m.a. verið innblásið af sögu og menningu landsins. Það verður ekki nema áhugi og eftirspurn fari saman. Forsetinn er sannarlega fyrirmynd ann- arra, sér í lagi opinberra aðila eins og ráðuneyta, stofnana og safna sem hljóta nú að vilja hampa íslenskri hönnun og framleiðslu enn frekar. Hið opinbera eyðir 40 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með vali sínu hefur hið opinbera því mikil áhrif. Byggir á traustum grunni Hönnun og húsgagnaframleiðsla hér á landi á sér djúpar rætur marga áratugi aftur í tímann. Árið 1972 voru hátt í 300 fyrirtæki starfandi við húsgagna- og innréttingafram- leiðslu. Þeim fækkaði svo talsvert árin á eftir en í dag eru hér stöndug fyrirtæki í greininni sem geta framleitt vönduð húsgögn sem ein- kennast af gæðum. Hönnuðir stofnuðu með sér félag árið 1955 og fjölgaði hönnuðum tals- vert næstu áratugi. Íslenskir hönnuðir hafa getið sér gott orð hérlendis og erlendis og úr- val af íslenskri hönnun hefur vaxið með tím- anum. Framsækni hefur einkennt íslenska hönn- un og framleiðslu íslenskra húsgagna þegar nýr efniviður hefur verið notaður, nýstárleg form, ný áklæði eða húsgögnin mótuð á nýjan hátt. Það getur verið langur vegur frá fyrstu hugmynd og teikningu hönnuðar þar til hús- gagnið hefur verið smíðað. Þegar handverk og hönnun fara vel saman tekst oft að skapa ný viðmið sem geta haft áhrif á margar kyn- slóðir. Mikilvæg menningaráhrif Lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkynið sögðu tunglfararnir fyrir hálfri öld síðan og settu þannig ferð sína í stærra samhengi. Þannig er tilkoma íslensku hús- gagnanna á Bessastöðum angi af stærra máli sem snýr að ímynd Íslands og menningar- áhrifum. Falleg hönnun og vönduð fram- leiðsla getur svo sannarlega eflt ímynd Ís- lands og aukið þannig eftirspurn á því sem héðan kemur. Með jákvæðri ímynd getum við því náð forskoti í samkeppni við aðrar þjóðir og skapað aukin verðmæti. Það er því til mik- ils að vinna með því að hvetja til frekari dáða á sviði hönnunar og vandaðrar framleiðslu og að sama skapi að hvetja til eftirspurnar eftir slíkum vörum. Það styrkir ímynd landsins og efnahag, er jákvætt fyrir umhverfi og styður við sjálfsmynd okkar. Eftir Sigurð Hannesson »Með jákvæðri ímynd getum við því náð forskoti í sam- keppni við aðrar þjóðir og skapað aukin verðmæti. Sigurður Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Til fyrirmyndar Það er engin tilviljun að Reykjavík óx hratt á síðustu öld. Uppbygging hafnarinnar, vatns- veitu, hitaveitu og rafveitu settu undirstöður vaxtarins. Hér var hagkvæmt að búa. Landrými mikið og álögur lengi vel hóf- legar. Fólk af landsbyggðinni flutti á mölina í von um betra líf. Þörf fyrir nýtt húsnæði var gríðarleg. En henni var mætt af framsýnum frumherjum sem byggðu upp borgina við sundin. Síðustu ár hefur húsnæðiskostnaður á höfuð- borgarsvæðinu hækkað hraðar en dæmi eru um. Húsnæðisverð tvöfaldaðist á átta árum og leiguverð fylgdi óumflýjanlega á eftir. Þetta gerðist undir stjórn Samfylkingarinnar. Í dag er staðan sú að leiguverð í Reykjavík er hærra en í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Ósló og Helsinki, samkvæmt úttekt Íbúðalánasjóðs. Gildir einu hvort miðað er við litla eða stóra íbúð. Miðsvæðis eða í úthverfi. Ungt fólk á aldr- inum 25-34 ára er þrefalt líklegra til að vera í foreldrahúsum en jafnaldrar þess í hinum ríkj- um Norðurlandanna. Í stað þess að leysa vand- ann með því að tryggja eðlilegt framboð, var farin sú leið að búa til flókið úthlutunarkerfi til „óhagnaðardrifinna félaga“ eins og það er kall- að. Þessi aðferðarfræði öll hefur orðið til þess að fleiri hafa flutt út á land. Í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem nú á 75 ára afmæli, hefur fjölgað meira á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Stutt er síðan höfuðstöðvar Íslandsbanka fluttu úr Reykjavík. Fóru í Kópa- vog. Tryggingastofnun við Hlemm fylgdi svo á eftir. Hún fór í Kópavog í apríl á þessu ári. Fyrirtæki og stofnanir eiga fáa kosti í Reykjavík nema kannski Esjumela. Þangað er ekki stutt að fara. Ekki er ofsögum sagt að skortur og álögur á húsbyggj- endur hafi orðið til að dreifa fólki burt úr borginni. Ekki er líklegt að þetta hafi hjálpað til að létta á umferðinni. Öðru nær. Ekki hjálpar til að Reykjavík leggur hæsta útsvar allra sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu á launafólk. Og fasteignagjöldin hækka langt umfram verðlag, þvert á „lífskjarasamninginn“ nýgerða. Akraneskaupstaður hefur ákveðið að draga til baka kerfislægar hækkanir á fast- eignasköttunum. Það er gott fordæmi. Nú er að sjá hvað borgarsjórnarmeirihlutinn gerir, en Viðreisn ber alla ábyrgð á álögum hans þetta árið. Ólíklegt er að menn sjái að sér. Eitt er víst að háar álögur, skattar og gjöld gera borgina ekki eftirsóknarverða. Hér þarf að snúa við þessari öfugþróun. Bæta framboð á hag- stæðum lóðum fyrir húsnæði. Lækka álögur og gjöld. Minnka yfirbygginguna sem eykur tafa- kostnað. Við þurfum að leita í upprunan sem gerði borgina að vaxtarstað landsins alls. Auka framboð og minnka skort. Komast úr álögum. Úr álögum Eftir Eyþór Arnalds »Háar álögur, skattar og gjöld gera borgina ekki eftirsóknarverða. Hér þarf að snúa við þessari öfugþróun. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátttöku í starfi íþrótta- hreyfingarinnar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþrótta- viðburðurinn á Íslandi. Þátttaka í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsundir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig saman. Dætur, mæður, frænkur, systur og vinkonur taka þátt og þar eru börn, ungmenni og karlar einnig velkomin. Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra – samveru og hreyfingu. Þar er hvatt til samstöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum. Ljóst er að konur eru meira áber- andi á vettvangi íþróttanna nú en fyrir 30 ár- um, hróður íslenskra íþróttakvenna eykst og þær hafa náð frábærum árangri á heimsvísu, og margar konur eru nú í forsvari fyrir íþróttahreyfinguna hérlendis. Áframhaldandi hvatning og vitundarvakning um heilsueflingu er okkur öllum mikilvæg. Við ættum að nýta öll slík tækifæri, ekki síst þegar þau stuðla að slíkum sameiningar- krafti og henta þátttakendum á öllum aldri. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að Kvennahlaup- unum þessa þrjá áratugi og tekið þátt í skipulagningu þeirra víða um land og erlendis. Fjöldamarg- ir sjálfboðaliðar hafa lagt verk- efninu lið og tekið þátt í að skapa skemmtilega stemningu fyrir þátttakendur. Án þeirra hefði hlaupið ekki blómstrað eins og raun ber vitni. Ég óska þátt- takendum og aðstandendum hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót og hlakka til að taka þátt í Kvennahlaupum framtíðar- innar. Eftir Lilju Alfreðsdóttur Lilja Alfreðsdóttir »Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra – samveru og hreyfingu. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú Það kom ekki á óvart að fjölmiðlar skyldu fylgjast með yfirheyrslum og málflutningi í máli umbjóðanda míns Krist- ins Sigurjónssonar gegn Há- skólanum í Reykjavík sl. fimmtudag. Það er vegna þess að Kristinn hafði verið rekinn úr starfi við skólann, sem hann hafði gegnt með sóma um ára- tugi, vegna ummæla sem hann hafði látið falla á vettvangi ut- an skólans um þjóðfélagsmál. Komu um- mæli hans starfi hans við skólann ekkert við, þó að rektor hans hafi dylgjað um að í þeim hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðför- inni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar. Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nem- endum ósæmilegar sögur í kennslu- stundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfs- mann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni. Það er auðvitað afar ámælisvert af fyrir- svarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. Þetta gerir svo sem ekkert til dóm- arans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Ósannindi til að skaða Kristin frekar Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæma- lausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni. Það blasir við öllum sem kynna sér mál- ið að skólinn er eftirá að reyna að safna sprekum í bálköstinn sem á að taka Kristin Sigurjónsson af lífi. Það er gert með því að tefla fram rógi um ávirðingar hans í starf- inu gegnum árin, sem enginn fótur er fyrir og engar sannanir styðja. Hann hafði ein- faldlega átt flekklausan feril í starfi sínu, sem skólinn hafði aldrei gert minnstu at- hugasemdir við þrátt fyrir að reglulega hafi átt sér stað viðtöl við hann eins og aðra starfsmenn. Það er greinilegt að stjórnendurnir hafa að einhverju marki áttað sig á skaðanum sem þeir ollu skólanum með framferði sínu gegn Kristni og vilja núna reyna að tjalda til eftirá- fundnum skýringum á hátt- erni sínu. Starfsmannastjórinn og umræðuhópurinn Svo var annað í þessum frá- sögnum af málflutningnum. Ég hafði vikið að því að kona sem gegnir starfi starfs- mannastjóra skólans hefði átt aðild að fjöl- mennum umræðuhópi á netinu, sem lyti stjórn ofstækisfullra kvenna sem einfald- lega virtust leggja hatur á karlmenn. Hafði ég sjálfur orðið fyrir barðinu á sóðalegum árásum á þessum vettvangi, sem ég gerði grein fyrir opinberlega sl. haust. Við mál- flutninginn nefndi ég þetta dæmi til að sýna fram á hvernig starfsmenn þessa skóla fengju mismunandi meðferð hjá stjórnendum hans eftir geðþótta sem þar ríkti. Starfsmannastjórinn hafði beitt sér mjög gegn Kristni og sýnilega haft ákveðið frumkvæði að brottvikningu hans. Var því fróðlegt í þágu málflutningsins í málinu að fjalla um þessa mismunun, því víst er að ofstækisfólkið á síðu starfsmannastjórans taldi feng að því að þessi hátt setti starfs- maður í HR styddi sóðalegan málflutning- inn þar. Mátti segja að þessi þátttaka stjórans væri skólanum mun skaðlegri en miklu saklausari ummæli Kristins höfðu verið. Að gefnu tilefni frá dómaranum skýrði ég við málflutninginn tilganginn með því að nefna þetta til sögunnar. Taldi ég þetta skipta máli, einkum þegar lagt yrði mat á miskabótakröfu Kristins. Í fjölmiðlum var sagt frá spurningum dómarans um þetta en alveg sleppt að nefna skýringar mínar. Mátti skilja þessar fréttir þannig að virðulegur dómarinn hafi sett ofan í við málflytjandann fyrir að flytja málið um eitthvað sem væri óvið- komandi sakarefninu. Ekki veit ég skýringu á þessum frétta- flutningi. Það er eins og fréttamennirnir hafi sérstaklega viljað styðja fyrirsvars- menn skólans í þeirri ámælisverðu fram- komu þeirra að vilja hindra möguleika Kristins á að fá vinnu annars staðar. Það er því hagsmuna hans vegna nauðsynlegt að koma fram með þessar athugasemdir. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið mann- inn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áfram- haldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höf- uðið af skömm sinni. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Höfuð bitið af skömminni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.