Morgunblaðið - 15.06.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 15.06.2019, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Fyrir 50 árum, nánar tiltekiðþann 17. júní árið 1969,rættist spádómurinn umBoris Spasskí – að hann myndi einn daginn verða heims- meistari í skák. Þjóðhátíðardagur Íslendinga var einnig 40 ára afmæl- isdagur Tigrans Vartan Petrosjan sem hafði borið skákkrúnuna í sex ár. Tveim vinningum undir og með tapaða biðstöðu í 23. skák bauð Armeninn jafntefli sem Spasskí þáði með sigurbros á vör. Lokaniður- staðan varð 12½ : 10½. Örlögin höguðu því svo að Spasskí kom til Íslands þrem árum síðar til að verja titilinn. Má geta þess að Guðmundur G. Þórarinsson, sem þá var forseti SÍ, er að skrifa bók um einvígið 1972, en hann var í Moskvu á dögunum og reyndi að ná fundi Spasskís, sem ekki tókst því að þessi ágæti vinur okkar hefur lengi átt við vanheilsu að stríða. Af einhverjum ástæðum hefur Spasskí verið vanmetinn heims- meistari en ástæður þess eru senni- lega þær að eftir að hafa tapað titl- inum tefldi hann ekki af sama þrótti og áður, jafntefli voru of mörg, metnaðurinn virtist horfinn og ljóm- inn í kringum nafn hans dofnaði. Hann taldi sjálfur að besta tímabil sitt hefði verið árin 1964-1970 og þar var allt annar maður á ferð, slyngari en nokkur annar í miðtöflum. Hann vann áskorunarrétinn með yfir- burðasigri í kandídataeinvígjum árið 1968 við Geller, Larsen og Kortsnoj. Við í skáklandsliði Íslands vorum með honum rúma viku í æfingabúð- um við Selvatn haustið 1988 og það var gaman að hlusta á frásagnir frá baráttunni við Petrosjan. Eitt af því sem hann kvaðst hafa gert með þjálfara sínum, Igor Bondarevskí, var að skoða ljósmyndir af Petrosjan við taflið. Gátu þeir lesið eitt og ann- að út úr svipbrigðum og atferli, t.d. að þegar hann var áberandi tauga- óstyrkur var hann í raun hættuleg- astur. Í 24 skáka einvíginu þeirra 6́9 komst Petrosjan strax yfir, en Spasskí jafnaði fljótlega og náði tveggja vinninga forskoti. Petrosjan vann þá tvær skákir og eftir 16 viðureignir var staðan jöfn. Í næstu skák komst Spasskí yfir, jók síðan forskot sitt í þeirri nítjándu og vann öruggan sigur. Bestu sigurskákir Spasskís voru frábærlega tefldar af hans hálfu: 17. einvígisskák: Boris Spasskí – Tigran Petrosjan Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 Petrosjan tefldi nokkrum sinnum svona gegn Bg5-leið Najdorf- afbrigðisins. En hann stefndi yfir- leitt að langri hrókun. 8. Dd2 h6?! Þessi leikur lætur lítið yfir sér en það mat Spasskís að best sé að láta biskupinn strax af hendi reyndist hárrétt. Síðar á ferlinum lék Pet- rosjan 8. ... e6 og síðan –b5, Bb7 o.s.frv. 9. Bxf6! Rxf6 10. O-O-O e6 11. Hhe1 Be7 12. f4 O-O 13. Bb3 He8 14. Kb1 Bf8 15. g4! Opnar línur á kóngsvængnum. Svartur gerir best í að taka peðið. 15. ... Rxg4 16. Dg2 Rf6 17. Hg1 Bd7 18. f5 Kh8 18. ... e5 er einfaldlega svarað með 19. Rf3! sem hótar 20. Dg6. Svartur á enga haldgóða vörn við þeirri hót- un. 19. Hdf1 Dd8 20. fxe6 fxe6 21. e5! Þetta gegnumbrot ræður úrslit- um. 21. ... dxe5 22. Re4! Rh5 Um annað var ekki að ræða, 22. ... Rxe4 er svarað með 23. Hxf8+! Hxf8 24. Dxg7 mát. 23. Dg6! exd4 24. Rg5! Gerir út um taflið, 24. .. hxg5 er svarað með 25. Dxh5+ Kg8 26. Df7+ Kh7 27. Hf3 og mátar. Petrosjan gafst upp. Boris Spasskí varð heimsmeist- ari fyrir 50 árum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þorsteinn Guðmundsson fæddist 15. júní 1817. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundur Þorsteinsson, bóndi í Skarfanesi í Landsveit, Rang. og Hlíð í Gnúpverjahreppi, Árn., og Guðlaug Gunnars- dóttir. Þorsteinn nam bókband en var snemma drátthagur. Hann fór til Kaupmannahafnar 1844 í málaranám með mannamynda- gerð í huga, eins og segir í bréfi: „…allur hans hugur og eftirlaungun er til að verða málari, sérílagi portrait- maler“. Hann var í listaháskól- anum þar til 1848, en átti síðan heima á Íslandi. Fjórir Íslendingar komu heim úr myndlistarnámi frá 1800 til 1850 en engum tókst að hafa myndlist að aðalstarfi. Þorsteinn gerðist vinnumaður hjá föður sínum í Hlíð en sinnti síðan söðlasmíðum og húsa- málun. Eftir hann eru nokkrar altaristöflur, til dæmis í Ólafs- vallakirkju á Skeiðum,en varð- veittar mannamyndir eru innan við tíu. Eiginkona Þorsteins var Elísabet Björnsdóttir, dóttir Björns Jónssonar, prests á Stokkseyri. Þau skildu, en son- ur þeirra var Þórarinn gull- smiður á Ísafirði. Þorsteinn lést 26. maí 1864. Merkir Íslendingar Teikning eftir Þorstein Guðmundsson. Þorsteinn Guðmundsson Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Borís Spasskí. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is 14-18. júní skoðið úrvalið á facebook ÞJÓÐHÁTÍÐAR TILBOÐ Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. OPIÐ 17. JÚNÍKL.11-17 40% afsláttur af völdum skóm* Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 SixMix 17766 black Stærðir: 36-42 Verð: 19.990.- Nú: 11.994.- SixMix 16935 wine Stærðir: 36-42 Verð: 14.990.- Nú: 8.994.- Piano 17760 rose Stærðir: 36-42 Verð: 16.990.- Nú: 10.194.- Piano 177665 zinco Stærðir: 36-42 Verð: 15.990.- Nú: 9.594.- SixMix 2403 white Stærðir: 36-41 Verð: 13.990.- Nú: 8.349.- SixMix 2423 zinco Stærðir: 36-41 Verð: 13.990.- Nú: 8.349.- SixMix 1058 red Stærðir: 36-42 Verð: 14.995.- Nú: 8.997.- SixMix 1776 red Stærðir: 37-40 Verð: 19.995.- Nú: 11.997- SixMix 1996 grey Stærðir: 36-41 Verð: 16.995.- Nú: 10.197.- SixMix 17837 black Stærðir: 36-41 Verð: 19.995.- Nú: 11.997.- *Fleiri tegundir af skóm á afslætti má sjá á Facebook og í búðinni. Fyrir nokkru síðan gerðist atburður sem fékk mig til að hugsa um björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Það var þegar stórt skemmtiferðaskip varð vélarvana undan strönd Noregs, sem kallaði á mikla björgunaraðgerð af hálfu norskra björg- unaraðila. Viðbrögð þeirra voru að flytja fólk af skipinu með þyrlum. Á rúmum sólarhring tókst sjö þyrlum að flytja um fimm hundruð manns af skipinu af 1500 sem voru um borð. Þá voru Norðmenn tilbúnir að nota björg- unarskip til að ná í fólk ef þess hefði þurft. Sem betur fer náðist að koma vélum skipsins aftur í gang og gat það siglt fyrir eigin vélarafli í höfn. Þetta atvik fór vel og í kjölfarið fór umræða í gang um getu íslenskra björgunaraðila til að bregðast við svipuðu atviki. Nú vill svo til að í ár og undanfarin ár hefur fjöldi skemmtiferðaskipa sem sigla við Íslandsstrendur aukist mjög. Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða tveimur varðskipum og þremur þyrlum. Auk þess eru björg- unarsveitir víða um land með björg- unarskip. Að takast á við að bjarga stóru skemmtiferðaskipi í hafsnauð er risaáskorun fyrir íslenska björg- unaraðila. Í raun höfum við einungis varðskipið Þór til að bregðast við. Varðskipið Þór er gífurlega öflugt björgunarskip, margfalt öflugra skip en hitt varðskipið, Týr, m.a. hvað varðar dráttargetu. Þessi staðreynd fær mig að draga þá ályktun að við þurfum að hafa annað varðskip álíka öflugt og Þór. Það er hægt að auka björgunar- og viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar með einföldum aðgerðum. Í fyrsta lagi væri hægt að auka úthald Þórs þannig að skipið væri á sjó allt tíma- bilið (maí til október) sem skemmti- ferðaskipin eru hér við land og tilbúið að bregðast skjótt við ef aðstæður krefðust þess.. Þetta myndi kalla á aukinn rekstrarkostnað skips- ins um 200-300 milljónir á ári. Í öðru lagi væri hægt að auka enn á björgunar- og við- bragðsgetu Land- helgisgæslunnar með því að auka úthald Týs á móti Þór og búa þann- ig um hnútana að þegar annað skipið er á sjó væri hitt í höfn með áhöfn tilbúna til brott- farar innan tveggja tíma. Þetta myndi auka rekstrar- kostnað Týs um 100 milljónir á ári. Með því að auka rekstrafé til varð- skipanna um allt að 400 milljónum væri hægt að stórauka úthald þeirra og björgunar- og viðbragsgetu til að auka öryggi allra sjófarenda kring- um landið. Til viðbótar þessu þyrfti að auka þyrluflota Landhelgisgæslunnar á þann hátt að stofnunin hefði alltaf tvær þyrlur til reiðu, sem þýðir að stofnunin þyrfti að hafa allt að fimm þyrlur í rekstri. Ég mun skrifa sér- staka grein um björgunar- og sjúkra- flug Landhelgisgæslunnar í kjölfar þessarar greinar. Í lokin vil ég horfa til framtíðar og skora á stjórnvöld að setja í gang hönnun og smíði á nýju varðskipi sem yrði álíka öflugt og Þór, þannig að hið nýja varðskip verði komið til gæslu- og björgunarstarfa við Íslands- strendur eftir sex til átta ár. Þangað til verður hið trausta varðskip Týr að standa vaktina með Þór, en Týr er að verða 45 ára gamalt skip. Styrkjum og aukum björgunarþrótt Landhelgisgæslunnar Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson » Að takast á við að bjarga stóru skemmtiferðaskipi í hafsnauð er risaáskorun fyrir íslenska björg- unaraðila. Gunnar Alexander Ólafsson Höfundur er heilsuhagfræðingur. gunnaralexander1212@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.