Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 30
30 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
(Jóh. 3)
ORÐ DAGSINS:
Kristur og Nikódemus.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl.
11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar.
Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og
Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn.
Kaffi og spjall eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Lesmessa með orgelívafi kl.
11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur og
Bjartur Logi Guðnason organisti þjóna.
Útiguðsþjónusta 17. júní kl. 11 í Rósagarð-
inum í Laugardal í umsjá Davíðs Þórs Jóns-
sonar sóknarprests Laugarneskirkju.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta 17.
júní kl. 11 leidd af íslenskum og þýskum ung-
lingum. Keith Reed leiðir tónlistina. Prestar
verða Arnór Bjarki Blomsterberg og Stefán
Mán Gunnlaugsson.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta 17.
júní kl. 11. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason
messar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur organista.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg göngu-
messa þjóðkirkjusafnaðanna í Breiðholti.
Safnast saman við Fella- og Hólakirkju og
gengið þaðan kl. 10 að Breiðholtskirkju þar
sem messa hefst kl. 11. Prestur er Sigurjón
Árni Eyjólfsson. Félagar úr Kór Breiðholts-
kirkju syngja, organisti er Douglas A.
Brotchie. Ensk bænastund í Breiðholtskirkju
kl. 14. Prestar Magnús Björn Björnsson og
Ása Laufey Sæmundsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa sunnudag kl.
11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn
kantors Jónasar Þóris, einsöngvari Sæberg
Sigurðsson. Messuþjónar annast þjónustu
ásamt sr. Pálma. Heitt á könnunni eftir
messu.
Athugið að messan er kl. 11 og er útvarps-
messa en annars eru messur í sumar kl. 20.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti
| Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö.
kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og
kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er
Sveinn Valgeirsson. Hljómfélagið syngur.
Minnum á bílastæðin við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Sameiginlegar
gönguguðsþjónustur kirknanna í Breiðholti.
16. júní verður gengið frá Fella-og Hólakirkju
kl. 10 í Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta kl.
11. Eftir gönguguðsþjónusturnar er boðið upp
á létta hádegishressingu og síðan er rútuferð
til baka að þeirri kirkju sem gengið var frá.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
16. júní kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhanns-
son leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og
Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina
ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
GLERÁRKIRKJA | Sunnudagur 16. júní.
Bænaganga frá Glerárkirkju. Sr. Stefanía G.
Steinsdóttir þjónar. Gengið frá Glerárkirkju kl.
20. Stoppað á völdum stöðum. Kaffisopi að
lokinni göngu.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa
kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédik-
ar og þjónar. Félagar úr Kór Grafarvogskirkju
leiða söng og organisti er Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11
með tónlist og bænagöngu. Daníel Ágúst
Gautason æskulýðsfulltrúi leiðir stundina.
Antonía Hevesí organisti sér um tónlistina
ásamt félögum úr kirkjukór Grensáskirkju.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta 16. júní kl. 11. Prestur er
Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Dóm-
kórinn syngur. Organisti er Kári Þormar. Sum-
arferð Kvenfélags Hallgrímskirkju og
Hallgrímssóknar verður farin að lokinni
messu. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl.
10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11, organisti
er Aðalheiður Þorsteinsdóttir, prestur er
Eiríkur Jóhannsson.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 20. Sr.
Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og pré-
dikar. Arngerður María Árnadóttir flytur tón-
list.
17. júní. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Grasa-
garðinum í Laugardal, í rósagarðinum gegnt
völundarhúsinu. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón-
ar. Doktor Svanur Kristjánsson, prófessor
emeritus, prédikar. Arngerður María Árnadótt-
ir organisti leikur á hljóðfæri. Elma Atladóttir
syngur einsöng.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta 17.
júní kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar
fyrir altari. Kolbrún Þorsteinsdóttir, forseti
bæjarstjórnar, er ræðumaður dagsins. Karla-
kór Kjalnesinga syngur og leiðir safnaðar-
söng. Organisti og stjórnandi kórsins er Þórð-
ur Sigurðarson. Skátar úr skátafélaginu
Mosverjum standa heiðursvörð.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er
María Krístín Jónsdóttir. Prestur er Skúli S.
Ólafsson. Messan verður haldin utandyra ef
veður leyfir. Kaffi eftir messu.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnu-
daga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
60. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breið-
holtssafnaðanna. Gengið frá Fella- og Hóla-
kirkju kl. 10 til messu í Breiðholtskirkju kl.
11. Ath. ekki verður því messa í Seljakirkju
en sóknarbörn hvött til þátttöku í gönguguðs-
þjónustunni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl.
11. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur
sér um stundina. Friðrik Vignir Stefánsson er
organisti. Kaffiveitingar eftir athöfn í safn-
aðarheimilinu.
Guðsþjónusta 17. júní kl. 11. Sr. Ása Laufey
Sæmundsdóttir þjónar. Þór Þorláksson, for-
seti Rótarýklúbbs Seltjarnarness, flytur ræðu.
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kaffi-
veitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Fjölmennur unglingakór frá
Bandaríkjunum, Grand Rapids Symphony
Youth Chorus, syngur í messunni. Egill Hall-
grímsson, sóknarprestur, annast prestsþjón-
ustuna.
TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta 17.
júní kl. 13. Sr. Egill Hallgrímsson annast
prestsþjónustuna. Organisti er Glúmur Gylfa-
son.
VÍDALÍNSKIRKJA | Göngumessa kl. 11 við
Vífilsstaðavatn. Hópurinn hittist á bílaplan-
inu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur örprédik-
anir á leiðinni. Félagar í kór Vídalínskirkju
leiða söng undir stjórn Jóhanns Baldvins-
sonar organista.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi-
stund kl. 20.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðarguðsþjón-
usta 17. júní klukkan 12.30. Sönghópurinn
Orpheus kemur fram. Sr. Brynja Vigdís Þor-
steinsdóttir þjónar og kirkjukórinn leiðir söng
undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar org-
anista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guð-
mundsson.
ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarmessa 17. júní
á 75 ára afmæli lýðveldisins. Kristján Valur
Ingólfsson fyrrum vígslubiskup Skálholtsum-
dæmis prédikar og þjónar fyrir altari. Söng-
hópur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur,
söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, leiðir söng
ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista
Digraneskirkju. Kirkjugestum er bent á bíla-
stæði á Valhallarreit. Þaðan liggur göngustíg-
ur meðfram Öxará að Þingvallakirkju.
Morgunblaðið/RAX
Þingvellir Þingvallakirkja.
ÞÚ FÆRÐ GALLAGHER VÖRURNAR HJÁ
FÓÐURBLÖNDUNNI.
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FÓÐUR.IS