Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 ✝ Herdís Tege-der fæddist í Vestmannaeyjum 26. september 1940. Hún lést 8. júní 2019 á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Vestmanna- eyjum. Foreldrar henn- ar voru Hans Tege- der, f. 17. október 1911 í Þýskalandi, d. 21 desember 1976, og Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, f. 12. nóvember 1915 í Vestmanna- eyjum, d. 18. maí 1991. Systkini hennar eru Edda Tegeder, f. 7. apríl 1939, Guðmundur Tegeder, f. 15. júlí 1949, d. 12. apríl 2011, María Tegeder, f. 5. nóvember 1952. Herdís giftist 18. september 1965 Adólfi Sigurjónssyni, f. 2. apríl 1934, d. 3. janúar 1987. Börn þeirra eru: 1) Sigurjón Hin- rik Adólfsson, f. 3. ágúst 1958, maki Kristín Elfa Elíasdóttir, f. 25. júní 1960. Börn þeirra eru eru Íris Eir Jónsdóttir, f. 12. apr- íl 1996, Friðrik Hólm Jónsson, f. 3. desember 1998, Kristján Logi Jónsson, f. 17. janúar 2007. 13. júlí 1991 giftist Herdís Hermanni Kristjáni Jónssyni, f. 10. júní 1945. Herdís ól allan sinn aldur í Vestmannaeyjum fyrir utan nokkra mánuði 1973 vegna eld- gossins á Heimaey en þá dvaldi fjölskyldan í Hveragerði. Herdís og Adólf voru með þeim allra fyrstu sem fluttu aftur heim til Eyja eftir gosið. Hún stundaði íþróttir á sínum yngri árum með Tý og fór ung að vinna hin ýmsu störf. Hún vann mörg ár við póstútburð og síðar við af- greiðslustörf á Pósthúsinu í Eyj- um. Síðast starfaði hún við þrif í Hamarsskóla og í eldhúsi Hraun- búða. Hún var félagi í Slysa- varnadeildinni Eykyndli og sat þar í stjórn um tíma. Þá tók hún þátt í að endurlífga félagið Krabbavörn í Vestmannaeyjum og var gjaldkeri þess félags í nokkur ár. Útför Herdísar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 15. júní 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Adólf Sigurjónsson, f. 18. apríl 1985, maki Sara Björg Ágústsdóttir, f. 11. maí 1984, börn þeirra eru Aþena Ýr og Kamilla Ýr. Ingunn Ýr Sigur- jónsdóttir, f. 21. mars 1991, maki Njáll Aron Haf- steinsson, f. 16. mars 1991, sonur þeirra er Hinrik Nóel. 2) Gunnar Darri Adólfsson, f. 19. septem- ber 1961, maki Svava Bjarna- dóttir, f. 17. janúar 1964. Börn þeirra eru Sæþór Gunnarsson, f. 3. október 1983, maki Bjartey Gylfadóttir, f. 8. ágúst 1983, börn þeirra eru Bjartey Ósk og Eyþór Addi. Herdís Gunnars- dóttir, f. 4. september 1991. Jó- hanna Svava Gunnarsdóttir, f. 5. ágúst 1994, Darri Gunnarsson, f. 8. apríl 1997. 3) Jón Steinar Adólfsson, f. 17. október 1967, maki Júlía Elsa Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1975. Börn þeirra Elsku Herdís amma. Ég var svo heppinn að fá að alast upp nokkrum húsum frá þér og afa. Í ófá skipti skokkaði mað- ur út götuna þegar mann vantaði smá spjall eða óskipta athygli í smá stund. Þegar ég var ung ferðuðust þú og Hermann afi mikið og alltaf vorum við stórfjölskyldan mætt á Hrauntún 13 við heimkomu og oftar en ekki fengum við pakka frá útlöndum. Nú í seinni tíð mætti fjölskyld- an í heimsókn um flestar helgar og þar mynduðust oft fjörugar umræður og ósjaldan var búið að æsa þig upp í hundrað, svo glott- irðu bara út í annað þegar þú átt- aðir þig á því að við værum bara að grínast í þér. Það er komið stórt skarð í fjölskylduna. Þú varst þrjóskasta kona sem ég þekki og ég fæ ósjaldan að heyra það að ég líkist þér að því leyti og það finnst mér gott. Ég sakna þín ótrúlega mikið, elsku amma mín, það var oft svo gott að spjalla við þig og fá lífs- leiðbeiningar í gegnum árin. Sofðu rótt amma, ég elska þig. Íris Eir Jónsdóttir. Mín fyrsta minning á Hraun- túninu hjá ömmu og afa er sykur- fjall á eldhúsgólfinu þar sem ég lék með vörubílana mína, í minn- ingunni fannst afa það mun betri hugmynd en ömmu. Addi afi kvaddi þennan heim þegar ég var þriggja ára en seinna kynntist amma Hermanni sem hefur alla tíð staðið sig af- skaplega vel í afahlutverkinu. Reglurnar voru oft sveigðar þegar ég var í næturgistingu hjá þeim hjónum, ömmu fannst ekk- ert tiltökumál að ég fengi að horfa á bannaðar myndir, bara ef ég myndi halda fyrir augun þegar ljótu atriðin kæmu. Amma hafði fjölbreyttan tónlistarsmekk en fátt af því sem hún hlustaði á höfðaði til mín. Í eitt skiptið þeg- ar ég var á Hrauntúninu fórum við yfir geisladiskana hennar með það markmið að finna disk sem ég gæti hlustað á, það gekk ekki vel framan af og eftir nokk- urn tíma var Tom Jones það skásta sem við fundum. En þá kom að hljómsveitinni Queen, ég heillaðist af þeirri tónlist og er Queen mín uppáhaldssveit enn í dag. Ekki veit ég mikið um gróður en það sem ég veit í þeim málum er að mestu leyti þekking frá ömmu. Maríustakkur og blóðrót eru t.d. plöntutegundir sem ég tek eftir og kann að meta, þökk sé spjalli og fróðleik frá henni. Amma breyttist í harðan stuðningsmann þegar Þjóðverjar kepptu í hand- eða fótbolta, stolt- ið af því að vera Tegeder skein í gegn hjá henni og hef ég sjálfur reyndar alltaf verið stoltur af þýska blóðinu. Ömmur eiga það til að vera ofurstoltar af sínum afkomend- um og var amma mín engin undantekning. Hún fylgdist vel með sínum barnabörnum og barnabarnabörnum og var alltaf með það á hreinu hvað hver var að gera hverju sinni. Það eru t.d. mörg facebook- kommentin sem mér þykir vænt um og helst varð hún að skrifa at- hugasemd undir hverja mynd sem sett var inn af hennar fólki. Maður fann það líka vel hvað heimsóknirnar okkar á Hraun- túnið gáfu henni mikið og var hún stundum hálfvonsvikin ef ekki allir úr fjölskyldunni mættu, þar með talin Týra. En amma var dugleg að læða aukabita að hund- inum, Týra fór svo oftar en ekki södd heim. Ef ég datt í gömlu myndaal- búmin hennar fylgdu oft góðar sögur með, sögur af æsku hennar og hvað hún og Edda brölluðu sem litlar stelpur. Sögur af lang- afa þegar hann kom fyrst til eyja, af stríðsárunum og þegar hann kom aftur heim eftir stríð. Einnig óteljandi grallarasögur af æsku- árum sonanna þriggja. Bjartey Ósk átti gott samband við langömmu sína, hún kíkti af og til í heimsókn á Hrauntúnið eftir skóla þar sem þær deildu sameiginlegum áhugamálum sín- um, appinu orðasnakki og kross- gátum ásamt öðru ömmu- og afa- spjalli og íspinnaáti. Amma var pólitísk með ansi sterkar skoðanir, stuttan þráð og skemmtilegan húmor. Það var ekki mikið mál að ná henni upp á snúning með lítilli bombu um heit mál, en þegar hún áttaði sig á að tilgangurinn með umræðunni væri að æsa hana upp, róaði hún sig fljótt og brosið fallega og hennar smitandi hlátur skinu í gegn Elsku amma, þín verður sárt saknað en minningin lifir um ókomna tíð. Sæþór Gunnarsson. Herdís langamma mín var góð kona. Ég vildi að hún hefði lifað lengur eins og allir aðrir í fjöl- skyldunni. Dýrmætustu minn- ingarnar með henni eru þegar amma var að segja mér allskonar sögur af frændfólki okkar. Mér fannst mjög skemmtilegt í heim- sókn hjá henni. Ég fór oft í heim- sókn til hennar á frídögum eða eftir skóla eða æfingar. Síðasti mánuðurinn í lífi hennar var erf- iður fyrir alla fjölskylduna vegna þess að þá lá hún lömuð uppi á spítala. Ég fór í heimsókn til hennar upp á spítala tvisvar sinn- um áður en hún dó. Í seinna skiptið var ég viss um að hún heyrði í mér og fyndi fyrir mér. Þá leið mér mjög vel í hjartanu. Mér finnst mjög erfitt að hún sé dáin eins og öllum öðrum í fjöl- skyldunni en ég vona að hún hafi það gott uppi í himnaríki. Þín langömmustelpa Bjartey Ósk Sæþórsdóttir. Herdís Tegeder ✝ Jóhann Haf-berg Óskars- son fæddist í Ólafs- vík 22. janúar 1952. Hann lést 8. júní 2019. Foreldrar hans eru Óskar Hafberg Þorgilsson, f. 25. febrúar 1928, og Ingibjörg Elísabet Þorgilsson Regen- berg, f. 3.apríl 1931 í Þýskalandi, d. 3. nóvember 1986. Systkini hans eru Róbert Regenberg Óskarsson, f. 10. ágúst 1950, Helena Gerða Ósk- arsdóttir, f. 7. júlí 1956, d. 16. október 2010, og Georg Ósk- arsson, f. 17. maí 1962. Jóhann, eða Jói eins og hann var yfirleitt kallaður, giftist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Gísl- nýju Guðbjörnsdóttur, 29. september 1973. Dætur þeirra eru: 1) Ingibjörg Elísabet Jó- hannsdóttir, gift Hannesi Inga Guðmundssyni, börn þeirra eru: Jóhann Snær, Héðinn Már og Telma Sif en fyrir átti Hannes dótturina Andreu Björk. 2) Jó- hanna Ósk Jóhannsdóttir, var gift Héðni Magnússyni en hann lést 7. desember 2001, dætur þeirra eru Krista Hrönn og Alma Ósk. Jó- hanna á synina Adam Loga, Haf- berg Örn og Nóa Hrafn með Arnari Geir Sverrissyni en fyrir átti Arnar börnin Óla Gunnar og Sól Dögg. 3) Hansína Metta Jó- hannsdóttir, sambýlismaður hennar er Kristján Ingi Sigurðs- son, dætur þeirra eru: Inda Marý, Petra Metta og Tara Dögg en fyrir átti Hansína dótturina Gíslnýju Birtu. 4) Halldóra Sif Jóhannsdóttir, sambýlismaður hennar er Sæv- ar Þór Gíslason, börn þeirra eru: Anika Líf, Jakob Dan og Kara Eik en fyrir átti Sævar soninn Bjarka Þór. Jói ólst upp í Ólafsvík og starfaði hann aðallega við sjó- mennsku, fyrst sem háseti, síðar vélstjóri, og seinni árin gerði hann út trilluna Ingu Ósk. Útför Jóa fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 15. júní 2019, klukkan 13. Elsku pabbi okkar. Með þessu ljóði viljum við senda þér okkar hinstu kveðju. Í hinsta sinn að heiman lágu spor mín, því ég hamingjuna fann ei lengur þar, og hratt ég gekk í fyrstu uns ég heyrði fótatak, og háum rómi kallað til mín var. Kallað: „Bíddu pabbi, bíddu mín bíddu því ég kem til þín. Æ, ég hljóp svo hratt að ég hrasaði og datt. Bíddu pabbi, bíddu mín.“ Ég staðar nam og starði á dóttur mína er þar stautaði til mín svo hýr á brá, og mig skorti kjark að segja henni að bíllinn biði mín að bera mig um langveg henni frá. (Iðunn Steinsdóttir) Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Nú er baráttu þinni lokið og allar þínar þjáningar á enda, það hjálpar okkur að takast á við sorgina að vita að þér líður betur. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þínar dætur, Ingibjörg Elísabet, Jóhanna Ósk, Hansína Metta og Halldóra Sif. Jóhann Hafberg Óskarsson Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARY KRISTÍN COINER, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 4. júní. Útför hennar fer fram frá Landakirkju 29. júní klukkan 14. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir góða umönnun og hlýju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimerfélag Vestmannaeyja. Stein Ingolf Henriksen Ágúst V. Steinsson Arna Ágústsdóttir E. Ómar Steinsson Arndís M. Kjartansdóttir Óðinn Steinsson Steinunn Jónatansdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA R. SIGURJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Kársnesbraut 65, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 14. júní. Útför verður auglýst síðar. Jón Rúnar Hartmannsson Unnsteinn Gísli Oddsson Linda Kristín Oddsdóttir Sigdís Hrund Oddsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Elsku fjölskyldan okkar, ÆGIR-IB WESSMAN flugmaður ELLEN DAHL WESSMAN sjúkraþjálfari og JON EMIL WESSMAN flugmaður lést af slysförum sunnudaginn 9. júní. Útför þeirra fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. júní klukkan 13. Ekki gráta yfir þvi að ég er dáinn en gleðstu yfir minningu lífs míns. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast þeirra láti Bugl njóta þess. Reikningur nr. 513 26 222 41, kt. 640394 4479. Fjölskyldan Ástkær systir og mágkona, LINDA ANNA RAGNARSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést 12. júní á eyjunni Sifnos í Grikklandi. Útförin verður auglýst síðar. Dennis Davíð Jóhannesson Hjördís Sigurgísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.