Morgunblaðið - 15.06.2019, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
✝ Páll Jakobssonfæddist á
Hamri á Barða-
strönd 13. septem-
ber 1933. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða
á Patreksfirði 6.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru Ólöf Páls-
dóttir, f. 24.2. 1905,
d. 3.10. 1955, og
Jakob Jakobsson, f. 15.2. 1904,
d. 14.12. 1935, bændur á Hamri.
Systkini hans eru Garðar
Auðberg, f. 23.6. 1928, d. 30.7.
1940, og Þorbjörg, f. 15.2. 1931,
d. 25.10. 1995. Síðar hóf móðir
hans sambúð með Guðmundi
Jónssyni og eignaðist með hon-
um bræðurna Jónas, f. 17.4.
Ingveldur, Bjarni og Eydís. 4)
Auðbjörg Gerður, f. 3.3. 1965,
maki Víðir Ingason, börn þeirra
eru: Garðar Halldórsson, Jakob
Ingi og Kolbeinn Valur. 5) Dóra
Eydís f. 1.3. 1966, maki Pétur
Gunnarsson, börn þeirra eru:
Gunnar Már og Ólöf Þorbjörg.
6) Jakob, f. 6.3. 1968, maki
Guðný Matthíasdóttir, börn
þeirra eru: Páll Kristinn, Ólafur
Sölvi og Steinunn Rún. Langafa-
börnin eru 22.
Páll ólst upp á Hamri og
keypti síðan jörðina 1956 og bjó
þar til æviloka. Hann fór á vetr-
arvertíðir í nokkur ár og vann
við vegagerð á sumrin meðfram
bústörfunum. Hann stundaði
grásleppuveiðar um árabil á
báti sínum Lunda BA 58. Fyrir
nokkrum árum tók Jakob sonur
hans við búskapnum.
Útför Páls fer fram frá
Brjánslækjarkirkju í dag, 15.
júní 2019, klukkan 14.
1939, og Pál Sigur-
vin, f. 7.5. 1944, d.
19.3. 2013.
16. júní 1957
kvæntist Páll eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Guðrúnu Jónu
Jónsdóttur, f. 20.
janúar 1938, frá
Fífustöðum í
Arnarfirði. Þau
eignuðust sex börn:
1) Jón Bjarni, f.
5.10. 1957, maki Kolbrún Vídal-
ín, börn þeirra eru: Grétar Páll,
Fannar og Guðrún Jóna. 2) Ólöf
Sigríður, f. 6.3. 1961, maki Finn-
bogi S. Kristjánsson, börn
þeirra eru: Guðrún, Páll, Krist-
ján og Hafþór. 3) Jóna Bryndís,
f. 1.4. 1962, maki Sigurður Sig-
urðsson, börn þeirra eru:
Árið 1933 var vætusamt og fá-
tækt ríkti í sveitum landsins, en
gleðitíðindi bárust þann 13.
september er drengur fæddist að
Hamri í Vestur-Barðastrandar-
sýslu, hann Páll Jakobsson.
Páll var traustur maður, sam-
viskusamur, greiðasamur, með
eindæmum fróður, úrræðagóður
og vandvirkur. Allt lék í höndun-
um á honum og hann veigraði sér
ekki við að smíða það sem hann
vanhagaði um. Hann var heima-
kær og undi sér vel í sveitinni
sinni, stýrði búi sínu með festu og
reglusemi.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast Palla fyrir
um 40 árum síðan, hann tók mér
vel frá fyrstu stundu. Honum
þótti vænt um er ég aðstoðaði
hann við að dytta að húseignum
og/eða aðstoðaði við búskapinn,
hann var góður leiðbeinandi og
ég á góðar minningar frá því er
hann leiðbeindi mér við notkun
heyvinnuvéla sem voru heldur
stærri í sniðum en þær sem ég
ólst upp við í minni sveit.
Við Palli áttum ýmislegt sam-
eiginlegt, þar á meðal húmorinn,
ég á margar góðar minningar frá
því er við vorum að atast úti í
vélaskemmu og gantast hvor í
öðrum, þá kom hann mér oft á
óvart með gamansemi sinni.
Það var alltaf gaman að fylgj-
ast með því sem hann var að gera
í vélaskemmunni, hvort sem hann
var að gera upp eldri tæki og/eða
að smíða og hanna eitthvað nýtt.
Ekki var síður gaman að fá að
veita smá hjálparhönd við ný-
smíðina og fá að prófa með hon-
um nýsmíðaðan grip. Mér er sér-
staklega minnisstæð stór vélsög
sem hann smíðaði til að rista
niður rekaviðardrumba. Sögin
var knúin áfram af dráttarvél, ég
risti niður með honum nokkur tré
og þótti smíðin vera algjört
meistaraverk. Annað stórvirkt
meistaraverk sem hann hannaði
og smíðaði var vagn fyrir lagn-
ingu hitaveituröra og svo ýmis-
legt fleira.
Palli var ótrúlega minnugur,
hann las mikið, þekkti vel til sögu
landsins og til sjávar og sveita,
bæði af lestri og einnig af ferða-
lögum. Það var því fróðlegt að
setjast niður með honum og ræða
við hann um það sem maður hafði
upplifað í ferðum um landið og
ekki síður áður en lagt var af stað
og fá frá honum smá fróðleik með
í farteskið.
Elsku tengdafaðir minn, Páll
Jakobsson, þú sýndir mér ætíð
mikinn kærleik og væntumþykju,
takk fyrir það.
Guð blessi þig, vinur minn, og
leiði þig í ljós sitt, minning þín
mun ylja okkur um ókomna tíð.
Sigurður.
Sumarið er tíminn, segja þeir.
Öll sumur frá fæðingu og fram yf-
ir fermingu var ég á hjá ömmu og
afa á Hamri á Barðaströnd.
Sumrin móta mann, held ég, og
þessi sumur hafa haft mikil áhrif
á hvaða mann ég hef að geyma í
dag.
Fyrstu sumrin fór ég með
pabba sem var með afa á grá-
sleppu. Fyrst var nú lítið gagn í
mér, en með tíð og tíma fór ég að
reka og sækja kýrnar. Síðustu
sumrin gat ég hjálpað við hey-
skap, að þrífa fjárhúsin og mála
útihúsin sem ég vona að hafi
komið að gagni. Á matmálstímum
sat ég alltaf á vinstri hönd afa við
matarborðið sem mér fannst allt-
af svo stórt. Ég apaði allt upp eft-
ir honum við matarborðið, nema
að borða spik með selkjötinu, það
gat ég aldrei.
Öll þessi sumur man ég bara
eftir því að hafa verið tvisvar
skammaður af afa, ef skammir
skyldi kalla.
Eitt sinn braut ég rúðu í fjár-
húsunum með fótbolta og í annað
skiptið braut ég skaft á skóflu í
einhvejum fíflaskap. Skammirn-
ar upplifði ég bara í augnaráðinu
frá afa en ekkert var sagt, rúðan
og skófluskaftið var lagað án þess
að mikið mál væri gert úr því.
Öll þessi ár fór okkur kannski
ekki mikið á milli í orðum, við
unnum saman í hljóði, ég stikaði á
eftir honum út í hús eða niður á
tún og reyndi að vera til gagns.
Okkur leið alltaf vel saman. Alltaf
upplifði ég mikla væntumþykju
og ást frá honum.
Bílferðir í gamla Landróvern-
um og heimsóknir í Múlabúðina
verða alltaf eftirminnilegar.
Mörg sumur hjálpaði hann okkur
systkinunum að safna flöskum
sem við skiptum svo fyrir vörur í
búðinni.
Ástin og væntumþykjan frá
afa var alltaf skýr daginn sem við
systkinin komum í sveitina.
Ósvikin gleðin skein úr andlitum
bæði ömmu og afa og augljós var
leiðinn yfir brottför okkar í lok
sumars.
Enn þann dag í dag fæ ég
sama gleðifiðringinn í magann og
ég fékk sem barn þegar ég keyri
Barðaströndina og bærinn hans
afa birtist yfir hæðina milli
Hvamms og Hamars. Ég mun ef-
laust alltaf fá þennan gleðifiðring
þótt afi sé ekki lengur á bænum
að taka á móti mér.
Elsku afi, takk fyrir uppeldið
sem fólst einfaldlega í því að vera
mér góð fyrirmynd. Börn læra
það sem fyrir þeim er haft og ég
var heppinn að hafa átt þig sem
mína fyrirmynd. Megir þú finna
eilífa hvíld í þinni ástkæru sveit,
elsku afi minn. Þín verður sárt
saknað en þú lifir áfram í minn-
ingum fjölskyldu þinnar.
Grétar Páll Jónsson.
Þá er komið að stund sem ég
hef kviðið fyrir síðan ég var lítill
strákur, það er að þurfa að kveðja
afa minn og nafna í hinsta skipti.
Ég man þegar ég var lítill og
við fórum vikulega í heimsókn inn
að Hamri til ömmu og afa. Ég var
hálfhræddur við afa því hann var
svo ofsalega stór og þrekinn, ekki
samt feitur, bara heljarmenni að
burðum.
Afi var alltaf eitthvað að bauka
úti við, oftast í skemmunni að
gera við bilaðar vélar eða smíða
eitthvað.
Það lék allt í höndunum á hon-
um, sama hvort það var úr tré eða
járni, hann var sannkallaður völ-
undarsmiður.
Eftir að afi veiktist fór ég
nokkrum sinnum með hann og
ömmu á gullvagninum þeirra til
Reykjavíkur í læknisskoðanir,
það voru skemmtilegar ferðir og
mikið spjallað á leiðinni þó tilefni
ferðanna hafi ekki verið
skemmtilegt.
Það var svo fallegt að fylgjast
með þeim gömlu hjónunum hvað
þau voru samrýnd og hvað amma
hugsaði vel um hann í veikindun-
um.
Hún sá til þess að hann gat
verið heima allt til enda.
Það er sagt að fjórðungi bregði
til nafns, og ég er ekki frá því að
það sé mikið til í því.
Allavega höfðum við afi sama
smekk fyrir þjóðlegum og hollum
mat eins og öllu sem var sigið,
hert, kæst eða saltað!
Svo áttum við líka sameigin-
lega „mús„ sem kemur á nóttunni
og borðar kex eða eitthvað annað
góðmeti úr eldhúsinu.
Elsku afi. Ég veit að þú varst
búinn að biðja um að fá engar lof-
ræður eftir þinn dag, þó ég viti að
það væri vel hægt að fylla heilt
Morgunblað með lofi um þig
þannig að ég ætla ekki að hafa
þetta lengra, heldur geyma allar
góðu minningarnar um þig hjá
mér.
Ég þakka þér fyrir alla þá ást
og hlýju sem þú sýndir mér og
börnin mín fengu líka að kynnast,
ég er stoltur af að fá að bera nafn-
ið þitt og þú munt alltaf eiga stað
í hjarta mínu.
Ég lofa að passa ömmu vel fyr-
ir þig þangað til að þið hittist aft-
ur.
Þinn
Páll Finnbogason.
Páll Jakobsson
Með tárvotum
augum og miklum
söknuði kveð ég
elsku ömmu. Fráfall
hennar bar skjótt að
og þrátt fyrir góða
kveðjustund er enn óraunveru-
legt að hugsa til þess að hún sé
farin og komi ekki aftur. Það er
Erna Aspelund
✝ Erna Aspelundfæddist 15. júlí
1949. Hún lést 26.
maí 2019. Útförin
fór fram 6. júní
2019.
erfitt að hugsa til
þess að símtölin
verða ekki fleiri, að
ég geti ekki lengur
farið til hennar í
heimsókn eða komi
ekki til með að eyða
jólunum með henni
aftur. Stundirnar
hefðu átt að vera
miklu fleiri en þrátt
fyrir það er ég
þakklát fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman
og allar okkar minningar, enda
eru minningar það dýrmætasta
sem hægt er að eiga. Ég er æv-
inlega þakklát fyrir alla hvatn-
inguna, hugulsemina og hjarta-
hlýjuna. Þakklát fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og allt sem
hún kenndi mér. Hún var fyrir-
mynd og er ég stolt að heita í höf-
uðið á henni og bera hennar fal-
lega nafn.
Elsku amma, ég gleymi þér
aldrei.
Þín
Erna Dagný.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og afi,
JÓN GUNNAR SKÚLASON
verkfræðingur,
Sólbraut 12, Seltjarnarnesi,
lést 7. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 21. júní klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin.
Hildigunnur Ólafsdóttir
Marta María Jónsdóttir
Jóakim Uni Arnaldarson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FRÍÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Vestri-Leirárgörðum,
sem lést 31. maí, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 19. júní
klukkan 13. Jarðsett verður í Leirárkirkjugarði.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast
hennar láti Barnaheill eða Hjartavernd njóta þess.
Börn, tengdabörn og ömmubörn
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
ÞORBJÖRG RÓSA,
lést á heimili sínu mánudaginn 3. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 19. júní klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnhildur Hlöðversdóttir Ómar Scheving
Bergrún Kristinsdóttir Svanhildur Ómarsdóttir
Halldóra Kristinsdóttir Anton Scheving
Hrefna Gunnarsdóttir Daníel Scheving
Guðrún Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS EINARSDÓTTIR FRÍMANN
hjúkrunarfræðingur,
lést að morgni hvítasunnudags 9. júní á
Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram
frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 19. júní klukkan 13.
Sigríður Ágústa Ingólfsdóttir Kristján Óskarsson
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir Gísli Ragnar Ragnarsson
Einar Sveinn Ingólfsson Ingibjörg Hauksdóttir
Björn Ingólfsson Anna María Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar og bróðir,
EINAR HANNESSON,
Laugavegi 86-94,
Reykjavík,
lést föstudaginn 7. júní.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 19. júní klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir
góða umönnun.
Hannes Einarsson Ragnheiður Gísladóttir
Linda Saennak Buanak Grétar Hannesson
Sveinn Hannesson
Stefán Hannesson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Skipalóni 22, Hafnarfirði,
lést á Landakotsspítala miðvikudaginn
12. júní. Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 13.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Gideonfélagið á Íslandi.
Hróbjartur Árnason Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir
Hjördís Árnadóttir Jóhann Jóhannsson
Helena Árnadóttir Tómas Njáll Möller
og barnabörn