Morgunblaðið - 15.06.2019, Síða 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Norðmaðurinn Karsten Warholm setti
á fimmtudag nýtt Evrópumet í 400
metra grindahlaupi á Bislett-leikunum í
Ósló sem eru hluti af Demantamóta-
röðinni. Warholm, sem er 23 ára gam-
all, kom í mark á 47,33 sekúndum.
Gamla metið var 47,37 sekúndur sem
var sett árið 1995, einu ári áður en War-
holm fæddist. Warholm er ríkjandi
heimsmeistari í greininni.
Gunnlaugur Thoroddsen hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs Skautafélags
Reykjavíkur í íshokkí. Gunnlaugur var
liðsins í sex ár, síðast tímabilið 2014-
15. Gunnlaugur þjálfaði lið Esju tímabil-
ið 2016-17 og gerði liðið bæði að deild-
ar- og Íslandsmeisturum.
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst
Kristjánsson er efstur fyrir lokahring-
inn á PGA Championship-mótinu í golfi
sem fram fer í Svíþjóð og er hluti af
Nordic-mótaröðinni. Guðmundur er
samanlagt á átta höggum undir pari,
en hann hefur fengið fimm fugla bæði á
fyrsta og öðrum hring. Hann er með
eins höggs forskot, en hann hefur unn-
ið eitt mót á þessari mótaröð á tíma-
bilinu. Var það á Spáni í febrúar.
Andri Þór Björnsson er einn-
ig í toppbaráttunni, en
hann er á fimm höggum
undir pari í sjöunda sæt-
inu. Haraldur Franklín
Magnús er í 15. sæti
á þremur höggum
undir pari en Axel
Bóasson komst
ekki í gegnum
niðurskurðinn
eftir að hafa verið
fjórum höggum
yfir pari eftir tvo
hringi.
Eitt
ogannað
Í OAKLAND
Gunnar Valgeirsson
gval@mbl.is
Toronto Raptors vann fyrsta meist-
aratitil sinn í NBA deildinni eftir
sigur á Golden State Warriors
114:110 í sjötta leik liðanna í loka-
úrslitarimmunni í fyrrakvöld. Liðið
vann því þessi lokaúrslit 4:2. Þessi
úrslit eru söguleg fyrir margar sak-
ir, ekki aðeins fyrir það að þetta er
fyrsti meistaratitill liðs frá Kanada,
heldur og að Raptors stöðvuðu sig-
urgöngu Warriors.
Við á Morgunblaðinu vorum á
staðnum, enda svona stórleikir
skemmtilegir að sækja.
Leikurinn var augljóslega mik-
ilvægur hvað varðar meistaratitlinn
og það að vera síðasti heimaleikur
Golden State í Oracle Arena í Oak-
land. Þess vegna var andrúmsloftið
magnað, mun meira en í þriðja leik
sem ég var líka viðstaddur.
Fyrri hálfleikurinn var magnaður
enda mættu bæði lið með keppn-
isandann í lagi. Toronto var að reyna
að vinna fyrsta meistaratitil sinn og
liðið hóf leikinn með mikilli þriggja
stiga sprengingu. Heimamenn voru
hinsvegar ekkert á því að gefa eftir.
Um miðjan seinni hálfleikinn
meiddist Klay Thompson á hné eftir
að Danny Green braut á honum í
sniðskoti. Hann var að haltra til bún-
ingsklefanna með sjúkraþjálfara
Warriors þegar aðstoðarþjálfari
rauk á eftir honum og sagði honum
að hann gæti ekki snúið aftur til
leiks án þess að taka vítaskotin.
Thomson sneri umsvifalaust aftur,
hitti úr báðum skotum, en var síðan
tekinn strax í skoðun á eftir.
Þrátt fyrir ósk hans að fá að fara
inná aftur, bönnuðu sjúkraþjálfarar
og læknar Warriors honum það –
ekki nema von eftir gagnrýnina sem
forráðamenn Golden State fengu
eftir að samþykkja endurkomu Ke-
vin Durant til leiks í fimmta leiknum
þegar hann sleit hásin eftir að hafa
verið heilan mánuð frá keppni með
meiðsl á kálfa.
Thompson yfirgaf Oracle Arena á
hækjum þegar tæpar átta mínútur
voru til leiksloka.
Leonard fær hjálp
Undirritaður beið allan seinni
hálfleikinn eftir því að Kawhi Leon-
ard gerði út um leikinn, en í stað
þess var það Fred VanFleet sem tók
af skarið og raðaði niður þriggja
stiga körfunum. Það voru hann með
22 stig og Pascal Siakam með 26 sem
fyrst og fremst skópu sigur liðsins í
þessum leik.
„Þetta er súrrealísk reynsla að
vinna titilinn að nýju, en ég hefði
ekki getað unnið þetta án samherja
minna sem sýndu mér ekkert annað
en stuðning eftir að ég kom til liðsins
síðasta sumar. Forráðamenn Rap-
tors settu saman góðan liðshóp og
það kom vel í ljós í þessum loka-
úrslitum, sagði Leonard í leikslok.
Meiðsl lykilmanna afdrifarík
Leiksería liðanna einkenndist
mjög af meiðslum lykilleikmanna
Golden State, en það ætti alls ekki
að vera aðalfréttin úr þessari úr-
slitarimmu. Lið Toronto einfaldlega
gekk á lagið þegar Klay Thompson
meiddist á hnésbótarsin í öðrum leik
liðanna og síðan aftur í þeim sjötta.
Hann lék ekki í fjórða leiknum og
það var þá sem leikmenn Raptors
tóku yfir þessa leikseríu – unnu alla
þrjá útileiki sína í Oracle höllinni.
Lið Toronto átti ekki annan kost í
þessari stöðu nema að leika gegn
andstæðingnum, rétt eins og meist-
aralið hafa gert í gegnum áratugina.
Það gaf enginn liðinu meistaratit-
ilinn – liðið þurfti að taka hann, sem
það gerði af yfirvegun og leikgleði.
Undirritaður hefur séð þessa
stöðu koma upp oft í leikseríum
seint í úrslitakeppni. Annað liðið
nær tökum á andstæðingnum af mis-
munandi ástæðum og gefur síðan
ekkert eftir, sama hvað mótherjinn
reynir.
Þegar í lokaúrslitin kemur eru
venjulega tvö lið sem lagt hafa mikið
að mörkum að komast þangað. Slík
lið spila venjulega bæði yfirvegað og
af leikgleði, rétt eins og Toronto
gerði í þessari leikseríu. Frá sjón-
arhóli undirritaðs er ekkert vafamál
að Golden State er betra lið með full-
an mannskap, en það skiptir ná-
kvæmlega engu í þessari stöðu því
leikirnir eru leiknir af þeim sem geta
spilað. Golden State hefur tvisvar
verið í andstæðri stöðu undanfarið
ár þegar lykilleikmenn andstæðing-
anna hafa meiðst í lokarimmum
Vesturdeildar, þannig að enginn
ætti að vorkenna liðinu of mikið nú.
Toronto vel að titlinum komið
Að venju hefur snifsið sem fellur
úr lofti íþróttahallarinnar þegar lið
vinnur meistaratitilinn varla náð að
falla á gólfið þegar kollegar mínir í
blaðamannastúkunni hafa byrjað
nýja grein um hvað þessi úrslit
munu hafa fyrir bæði lið. Í nútíma-
íþróttaheimi er það lenska meðal
íþróttafréttamanna að vera seinir að
draga andann og hugsa um afrek
meistaraliðsins og hvernig því tókst
það. Í stað þess er litið beint til
framtíðarinnar og pælingarnar hlað-
ast upp nær samstundis á sam-
félagsmiðlum.
Það er hinsvegar rétt að nú að líta
á afrek Raptors í þessari úrslita-
keppni. Liðið sló út tvö bestu lið
deildarinnar – Milwaukee Bucks og
Golden State – og var gaman að sjá
stígandina í leik liðsins alla keppn-
ina. Leikmenn Raptors gáfust aldrei
upp þótt þeir ættu við mótbyr að
etja, en að öðrum ólöstuðum var það
Kawhi Leonard sem gerði gæfu-
muninn í þessari leikseríu. Hann
hreinlega bar liðið á baki sínu í síð-
ustu leikjunumm og var réttilega
kosinn leikmaður lokaúrslitanna.
Eftir fagnaðarsamkomuna um
meistaratitilinn í Toronto nú í vik-
unni munu allra augu beinast að til-
raunum forráðamanna Raptors að
reyna að halda í Leonard, sem er
með lausan samning. Hvað hann
mun gera er ómögulegt að spá um
því hann er þekktur fyrir að láta sem
minnst hafa eftir sér opinberlega.
Hann mun sjálfsagt annaðhvort
gera nýjan samning við Raptors, eða
snúa til heimabæjar síns í Los Ang-
eles og semja við Clippers. Ef hann
heldur áfram með Raptors er nokk-
uð víst að liðið mun berjast áfram
um titilinn næstu tvö til þrjú ár, svo
mikilvægur er hann liðinu.
Uppstokkun hjá Golden State
Hjá Golden State standa for-
ráðamenn liðsins frammi fyrir nokk-
urri endurnýjun. Klay Thompson
mun að öllu líkindum gera nýjan
samning, en stóra spurningarmerkið
er hvað Kevin Durant muni gera.
Hann er með lausan samning og öll
þrjátíu liðin í deildinni eru á eftir
honum. Ef hann kýs að semja við
annað lið, er augljóst að þeir yfir-
burðir sem við erum vanir af Golden
State í deildinni undanfarin fimm ár
eru í hættu. Liðið er frábært án
hans, en með hann óvinnandi í sjö
leikja rimmu.
Rétt er að líta með aðdáun á afrek
Warriors undanfarin fimm ár, en lið-
ið hefur verið í lokaúrslitunum öll
þau ár – afrek sem verður erfitt að
endurtaka í náinni framtíð. Undirrit-
aður hefur áður í þessum pistlum
bent á skemmtilegan leik liðsins, en
það er hinsvegar geysierfitt fyrir lið
að komast í úrslit svo mörg ár í röð
því allir þessir aukaleikir í tveimur
síðustu umferðunum taka bæði
líkamlegan og andlegan toll af
mönnum. Það hefur gerst með öll lið
síðan ABA- og NBA-deildirnar sam-
einuðust á áttunda áratugnum.
Þegar sigurgöngu liðs eins og
Golden State – rétt eins og hjá Los
Angeles Lakers og Chicago Bulls á
síðustu áratugum – lýkur, gerist það
hratt. Tap í síðasta leik tímabilsins. Í
þetta sinn gat liðið ekki reitt sig á
stigasprengingu Thompson eða
Stephen Curry. Í stað þess rakst lið-
ið á frábæran varnarleik Raptors og
snilld Kawhi Leonard.
Það var í raun atorka og meistara-
andi hjá Toronto sem skópu meist-
aratitilinn hjá liðinu í þetta sinn –
hluverk sem leikmenn Golden State
hafa leikið undanfarin ár í úrslitum
NBA. Orkan rann út og meiðslin
reyndust of erfið í lokin.
Öðru skemmtilegu NBA-
leiktímabili er lokið og meistaratitill
Toronto er mikilvægur fyrir sögu og
útbreiðslu deildarinnar.
Sögulegur
sigur Toronto
í Oakland
Fyrsti NBA-meistaratitillinn til
Kanada og Golden State steypt af stóli
AFP
Bestur Kawhi Leonard fagnar sigri Toronto Raptors með NBA-meistara-
gripinn en Leonard var valinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppninni.
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til