Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 ROKK-æði FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Yfir 20 mismunandi slípirokkar á tilboði út júní Karlalandsliðið í handbolta er komið með níu fingur á far- seðilinn í úrslitakeppni Evrópu- mótsins sem fram fer í Austur- ríki, Svíþjóð og Noregi 10.-26. janúar á næsta ári. Ísland má tapa lokaleik sín- um í undankeppninni á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni á morgun með tíu marka mun en kæmist samt áfram. Ég set þá kröfu á íslenska liðið að það hristi af sér slyðru- orðið, ljúki undankeppninni á góðu nótunum og tryggi sig inn á EM með glans. Frammistaðan á móti Grikkjum í vikunni var væg- ast sagt slök þar sem leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrú- lega mörg mistök og vanmat þrátt fyrir aðvörunarorð frá Guð- mundi þjálfara eftir að hafa unn- ið fyrri leikinn með 14 marka mun. Leikurinn í Grikklandi rifj- aði upp minningar frá því ég fór með landsliðinu til Aþenu 1996 þegar þjóðirnar áttust við í undankeppni HM. Þá eins og nú varð jafntefli niðurstaðan og greinilegt vanmat í gangi. Rétt eins og karlalandsliðið í fótbolta vonast ég til að hand- boltalandsliðið sýni Tyrkjum enga gestrisni þegar út á völlinn er komið. Ísland vann fyrri leik- inn gegn Tyrklandi með 11 marka mun og ef íslenska liðið leikur af eðlilegri getu ættum við að sjá jafnvel stærri tölur á morgun. Nema eitthvert stórslys gerist tekur íslenska liðið þátt í úrslitakeppni EM í 11 sinn en það hefur verið fastagestur á EM all- ar götur frá því það lék fyrst í úr- slitakeppninni í Króatíu árið 2000. Koma svo strákar. Sýnið hvað í ykkur býr og gefið ís- lensku þjóðinni góða þjóð- hátíðargjöf með flottum leik! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Gísli Þorgeir Kristjánsson, lands- liðsmaður í handknattleik hjá THW Kiel, er bjartsýnn á að hann verði jafngóður og áður í öxlinni. Gísli hef- ur glímt við meiðsli í öxlinni meira eða minna í rúmlega ár eða frá því að brotið var á honum í úrslitaleik ÍBV og FH á Íslandsmótinu í fyrra. Um tíma var ekki vitað hvers eðlis meiðslin væru en þegar Gísli fór í að- gerð sáu læknarnir að skaðinn var meiri en þeir höfðu talið. Eftir góða meðhöndlun og mikla vinnu í end- urhæfingu segist Gísli nú vera farinn að sjá til lands. „Ég er mjög bjartsýnn. Auðvitað hefur þetta verið erfitt ferli. Frá at- vikinu í Eyjum, í gegnum tímabil þar sem ég gat ekki skotið á markið og yfir í endurhæfinguna. Eftir erfið- leikana kemur eitthvað jákvætt og það kemur í ljós núna. Ég hef lagt mikið á mig til þess að koma öxlinni í fyrra horf og er mjög spenntur fyrir næsta tímabili. Þá gefst til dæmis tækifæri til að spila í Meistaradeild- inni,“ sagði Gísli en THW Kiel fær keppnisrétt þar á nýjan leik eftir að hafa hafnað í 2. sæti í þýsku deildinni á nýafstöðnu tímabili. Heppinn að fara ekki úr lið Vefur í öxlinni rifnaði og eftir að gert var við hefur Gísli getað unnið að því að ná heilsu á nýjan leik. Fyrir vikið var hann á sjúkralistanum síð- ari hluta tímabilsins. „Þetta var meira mál en talið var og ég var víst heppinn að fara ekki úr axlarlið sem hefði verið enn alvarlegra. Aðgerðin gekk að óskum og Binni (Brynjólfur Jónsson) og Örnólfur (Valdimars- son) unnu mjög gott starf. Ég fór í endurhæfingu í fimm tíma á dag á hverjum einasta degi hjá sjúkra- þjálfarateyminu hjá Kiel. Þar er mikil fagmennska og ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Gísli. Axlar- meiðsli geta verið þrálát og fyrir handknattleiksmann sem lendir í slíku er ekki sjálfgefið að geta skotið jafn vel á markið og áður. Var Gísli farinn að halda að meiðslin myndu hafa varanleg áhrif á hans feril í íþróttinni? „Ég ætla ekki að ljúga neinu og um tíma var þetta mjög erfitt. Sér- staklega vegna þess að ekki var vitað hvað væri að. Myndatökurnar sýndu ekki almennilega hvað var að og það kom í raun í ljós í aðgerðinni. Eftir HM í janúar var ljóst að ég gæti ekki haldið áfram því ég gat ekki skotið á markið og það breytti mér sem leik- manni. Ég á frábært fólk að og núna er ég mjög jákvæður,“ útskýrði Gísli. Nú rofar til Hafnfirðingurinn vonast eftir því að þegar undirbúningstímabilið hefst fyrir næsta tímabil geti hann æft á fullu með liðinu eins og aðrir leikmenn sem eru heilir. „Það hefur verið markmiðið en við sjáum hvernig þetta þróast í sumar. Ég mun alla vega gera allt sem ég get til að komast sem fyrst á parket- ið. Ég gerði þriggja ára samning og er mjög spenntur fyrir því að sýna mitt rétta andlit næsta vetur. Meiðslin settu mikinn svip á mitt fyrsta tímabil í Kiel og ég gat aldrei beitt mér eins og ég hafði getað gert heima á Íslandi. Þetta fyrsta tímabil var samt sem áður mikil reynsla fyr- ir mig varðandi það að kynnast þessu félagi og þessu liði. Ég er of- boðslega stoltur af því að tilheyra þessu liði,“ sagði Gísli sem hefur ver- ið heimsklassa leikmaður í sínum aldursflokki í gegnum yngri lands- liðin. Ef til vill má segja að þegar hann kom til Kiel hafi hann kynnst því hvað heimsklassi er í meistara- flokki. „Já, einmitt. Eins og pabbi minn sagði er mikill munur á því að vera efnilegur eða góður. Ég hef nýtt hverja einustu æfingu sem ég hef fengið með þessum leikmönnum. Hef einnig reynt að nýta til hins ýtr- asta það sem ég hef lært af þeim æf- ingum sem ég hef þurft að fylgjast með frá hliðarlínunni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Opna þurfti Gísla til að greina meiðslin í öxlinni  Gísli Þorgeir er bjartsýnn á að endurheimta fyrri hreyfigetu í öxlinni Ljósmynd/Sascha Klahn Endurhæfing Gísli Þorgeir Kristjánsson þurfti að gera sér að góðu að horfa á marga leiki THW Kiel í vetur. Aðeins með einbeittum vilja er hægt að teikna upp þá sviðsmynd að íslenska karlalandsliðið í hand- bolta komist ekki á EM í janúar. Liðið mætir Tyrklandi í Laugar- dalshöll á morgun í lokaumferð undankeppninnar og þyrfti að tapa með að minnsta kosti 11 marka mun til að missa Tyrki upp fyrir sig í riðlinum. Jafnvel þó að 11 marka tap gegn Tyrklandi, langverstu úrslit í sögu lands og þjóðar, yrði raunin þá kæmist Ísland pottþétt (nema að Kósóvó vinni Þýskaland með 10-20 marka mun og fjöldi annarra úr- slita yrðu Íslandi í óhag) á EM sem eitt fjögurra liða með bestan árang- ur í 3. sæti í undanriðlunum átta. Tyrkir hafa hins vegar að miklu að keppa en með sigri á Íslandi, minni en11 marka, eiga þeir mögu- leika á að fara á EM vegna árang- urs í 3. sæti. Tyrkir töpuðu naum- lega fyrir efsta liði riðilsins, Norður-Makedóníu, 26:25 á mið- vikudag. Ísland hefur svo þá auka- gulrót að liðið getur enn náð efsta sæti riðilsins með sigri á Tyrklandi ef N-Makedónía tapar á heimavelli gegn Grikklandi, sem er ólíklegt. Íslenska liðið getur hjálpað Er- lingi Richardssyni og hans læri- sveinum í hollenska liðinu á EM, með því að vinna Tyrki. Holland mætir Lettlandi á heimavelli á morgun og gæti komist á EM ef úr- slit í öðrum riðlum verða hagstæð, hvort sem liðið vinnur eða ekki, þrátt fyrir að Holland hafi ekki náð í nein stig gegn liðum í 1. og 2. sæti síns riðils. Fjögur önnur lið eru í sömu stöðu í sínum riðlum en stig gegn liðum úr 4. sæti telja ekki í þessari baráttu. sindris@mbl.is Geta fagnað EM-sæti og hjálpað Erlingi Morgunblaðið/Eggert Lokaumferð Arnór Gunnarsson og félagar geta brátt fagnað EM-sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.