Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum tveimur ár- um fylgt nokkuð stöðugt hinni al- mennu launaþróun eftir nokkuð snarpar verðhækkanir frá síðri hluta árs 2016 og fram á mitt ár 2017. Þetta kemur fram í greiningu Íbúðalánasjóðs sem birtist á vef sjóðsins í vikunni. „Það hefur verið mikill vöxtur á fasteignamarkaðnum, þá sérstak- lega á höfuðborgarsvæðinu, á ár- unum 2016 til 2017. Það hefur í raun nokkurn veginn náð ein- hverjum jafnvægistakti núna. Við sjáum að markaðurinn fylgir miklu betur öðrum efnahagsstærðum eins og kaupmætti,“ segir Guð- mundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækkað stýrivexti með reglulegu millibili það sem af er ári og eru þeir nú 3,75%. Í kjöl- farið hafa bankar og lífeyrissjóðir lækkað vexti á innlánum. Í vikunni ákvað Stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna (LV) að lækka fasta óverðtryggða vexti fasteignalána sjóðfélaga úr 6,12% í 5,14%. „Það má segja að almenn lækkun íbúðalánavaxta ætti að auka við eftirspurn og líka viðhalda því verði sem er komið á markað- inn og gæti komið í veg fyrir að markaðurinn kólni,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics. Guðmundur segir að að öllu óbreyttu megi reikna með því að vaxtalækkanirnar gefi innspýtingu inn í fasteignamarkaðinn. Fastir vextir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður getur hins veg- ar ekki lækkað vexti sína eins og aðrar lánastofnanir, þar sem sjóð- urinn er ekki með nein útboð á skuldabréfamarkaði. Vextir íbúða- lánasjóðs á verðtryggðum lánum sitja því fastir í 4,20%. Almennum lánveitingum sjóðsins til almennings vegna húsnæðis- kaupa var að mestu hætt árið 2012 í kjölfar úrskurðar Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) um að lánin stönguðust á við reglur EES- samningsins. Ríkisstjórnin sam- þykkti fyrr á þessu ári að Íbúða- lánasjóði yrði skipt upp. Sá hluti sem snýr að fjármálaumsýslu vegna eldra lánasafns sjóðsins verður skilinn frá meginstarfsemi hans. „Það getur vel verið að fólk hafi ástæðu til þess að sækja um lán þar [hjá Íbúðalánasjóði]. Sérstak- lega á landsbyggðinni þar sem fólk fær ekki lán hjá hefðbundnum lánastofnunum,“ segir Magnús Árni, spurður um stöðu sjóðsins á markaðinum eftir vaxtalækkanir annarra lánastofnana. Guðmundur segir hlutverk Íbúðalánasjóðs vera að breytast. „Við erum semsagt stofnun sem er ráðgefandi fyrir hið opinbera í öllu hvað varðar húsnæðismál og horf- um til þeirra sem vantar stuðning, þ.e. meira félagslegt hlutverk,“ segir Guðmundur. mhj@mbl.is Íbúðamarkaður í jafnvægi  Vaxtalækkanir gætu komið í veg fyrir kólnun á markaði Morgunblaðið/Eggert Hafnartorg Fjölmargar nýjar íbúðir hafa verið byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin ár og jafnvægi er á markaði. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hefur samþykkt erindis- bréf fyrir starfshóp varðandi verk- lag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu. Rósa Guðbjartsdóttir er for- maður starfshópsins, en auk hennar skipa hópinn fulltrúar frá skipulag- inu, byggingarfulltrúum og heil- brigðiseftirliti ásamt fulltrúum frá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu og SHS. Í erindisbréfi starfshópsins kemur fram að kortlagning á bú- setu í atvinnuhús- næði nái aftur til ársins 2003. Ný- leg kortlagning frá 2017 sýni umtalsverða aukningu á slíkri búsetu undanfarin ár og áætla megi að slíkar húseignir séu vel yfir 300. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða hefði þótt til þess að stofna svona starfshóp, vegna þess að hér væri um viðfangs- efni að ræða sem takast yrði á við. „Fólk sem hingað er komið til þess að vinna verður auðvitað að hafa húsaskjól og í mörgum tilvikum er um atvinnuhúsnæði að ræða þar sem það fær búsetu. Það er hlutverk sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu að hafa áhrif á öryggi og velferð þeirra sem búa í atvinnu- húsnæði,“ sagði Rósa. Hún sagði að m.a. hefði verið rætt að nauðsynlegt væri að samræma viðbrögð og reglur um búsetu í at- vinnuhúsnæði í sveitarfélögunum. Rósa sagði að stutt væri síðan starfshópurinn var skipaður og hann hefði í raun ekki enn tekið til starfa formlega, en það yrði strax eftir sumarfrí. Starfshópurinn mun leita ráðgjafar hjá aðilum með sérfræði- þekkingu á viðfangsefninu innan sem utan sveitarfélaganna. Starfshópnum er ætlað að skila ábyrgðarmanni verkefnisins, sem er formaður stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu (SHS), niður- stöðum sínum í desember á þessu ári. Á að tryggja öryggi íbúanna  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp um verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði  Talið að umræddar húseignir á svæðinu séu um 300 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Atvinnuhúsnæði Víða hafa íbúðir verið innréttaðar í atvinnuhúsnæði sem ekki hafa fengist samþykktar. Rósa Guðbjartsdóttir Ekki er ljóst hvenær nýr Herjólfur hefur áætlunarsigl- ingar milli lands og Eyja en til stóð að þær hæf- ust í gær. Af því varð ekki sökum þess að ráðast verður í lagfær- ingar á viðlegu- kanti í höfninni í Vestmannaeyjum. „Við gerðum ráðstafanir í Land- eyjahöfn en töldum að þetta yrði í góðu lagi í Vestmannaeyjum. Síðan kom í ljós að það er öruggara að bæta þá aðstöðu,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is í gær. Sagði hann „ekki neinn gríðar- legan þrýsting“ á að hefja siglingar með nýju ferjunni vegna þess að sá gamli „sinnti þessu alveg“. Sagðist Njáll Ragnarsson, for- maður bæjarráðs Vestmannaeyja, ósammála því að ekki lægi á. Nýtt skip, tilbúið til siglinga, væri komið og það sem stæði út af væri að það gæti ekki lagst að bryggju í Eyjum. Hefja ekki áætlunar- ferðir strax  Frekari lagfær- inga er þörf í Eyjum Ferja Nýi Herj- ólfur við Eyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.