Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
ingunni um það
hvort hann væri
að hætta sem for-
maður í haust á
þann veg að því
færi fjarri og hann
hefði engin slík
áform uppi og
svar hans við
spurningu
Morgunblaðsins í
gær væri hið
sama:
„Ég hélt að ég þyrfti bara að svara
þessari spurningu einu sinni, en svo
reynist ekki vera. Það þýðir auðvitað
ekkert að ergja sig á því, svo ég læt
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Um allnokkurt skeið hafa sögusagnir
verið á kreiki um að Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hyggist láta af formennskunni
innan skamms. Bjarni sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að enginn fót-
ur væri fyrir þeim sögusögnum.
Bjarni sagði að sér leiddist það
heldur að þurfa ítrekað að svara
svona tilhæfulausu slúðri.
Til dæmis hefði fréttamaður Stöðv-
ar 2 spurt hann þessarar sömu spurn-
ingar á afmæli Sjálfstæðisflokksins í
maí sl. Hann hefði þá svarað spurn-
mig bara hafa það að svara þegar ég
er spurður, þótt leiðigjarnt geti
verið,“ sagði Bjarni.
Enginn fótur fyrir þessu
„Það er enginn fótur fyrir þessum
endurteknu sögusögnum. Þessar
sögusagnir eða slúður má að mínu
mati rekja til andstæðinga Sjálf-
stæðisflokksins, sem óska þess helst
að ég hætti. Ég lít einfaldlega á slíkar
óskir sem hrós, en þeim mun ekki
verða að ósk sinni, því það er ekki að
fara að gerast að ég hætti sem for-
maður flokksins,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson, fjármálaráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Telur þetta vera óskir
andstæðinga flokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist alls ekki vera á förum
Bjarni
Benediktsson
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Bakaríið Gæðabakstur hefur
ákveðið að segja sig úr Lands-
sambandi bakarameistara. Þetta
staðfestir framkvæmdastjórinn
Vilhjálmur Þorláksson í samtali
við Morgunblaðið. Hann segir að
bakaríið hafi nú þegar skilað inn
formlegri umsókn um úrsögn. „Ég
sé ekki alveg samleið lengur með
Samtökum iðnaðarins. Ástæðan er
sú að SI ályktuðu gegn okkur í
þriðja orkupakkamálinu. Ég er
ekki ósáttur við landssamtökin,
heldur er þetta eina leiðin til að
losna úr SI.“
Orkuverðið hækkaði
Eins og fjallað var um á mbl.is á
sínum tíma gagnrýndu samtökin
málflutning stjórnvalda í þriðja-
orkupakkamálinu, þar sem fram
kom að innleiðing tilskipunarinnar
um orkupakkann myndi hafa lítil
sem engin áhrif hér á landi, þar
sem Ísland væri með einangrað
raforkukerfi ótengt Evrópu. Vildi
landssambandið meina að sú ein-
angrun væri engin trygging fyrir
því að Ísland myndi ekki tengjast
innri orkumarkaðnum í framtíðinni
með lagningu sæstrengs, en með
honum yrðu innleidd ný markaðs-
lögmál sem myndu að óbreyttu
hækka raforkuverð umtalsvert.
Jóhannes Felixson, formaður
landssambandsins, segir í samtali
við Morgunblaðið að ástæðan fyrir
ályktuninni á sínum tíma hafi verið
sú að félagsmenn í Landssam-
tökum bakarameistara hafi lent illa
í því, eins og hann orðar það, þegar
annar orkupakkinn var sam-
þykktur. Fyrir þá samþykkt hafi
bakarar og grænmetisbændur
fengið ódýrara rafmagn á nóttunni
en eftir samþykktina hafi orku-
kostnaður hækkað um 50%. „Við
bakarar notum ógrynni af raf-
magni. Í þriðja orkupakkanum er
talað um að rafmagn muni hækka
og við munum missa samningssam-
band við birgja okkar. Þeir munu
ekki hafa heimild til að gefa af-
slætti eftir að pakkinn verður sam-
þykktur. Þetta er rosalega stórt
mál fyrir íslenskan iðnað.“
Engin viðbrögð frá SI
Segir Jóhannes að landssam-
bandið hafi ekki fengið nein við-
brögð við ályktun sinni frá SI.
„Við erum ekki sátt við forystu
SI í þessu máli.“
Jóhannes segir að Landssamtök-
in séu einnig ósátt við Samtök at-
vinnulífsins. „Það er mikil kergja í
okkar ranni út af SA, því okkur
finnst kjarasamningurinn sem sam-
þykktur var á vormánuðum ekki
nógu góður. Þó að hann líti vel út
er launakostnaður hjá fyrirtækjum
sem þurfa að gera allt í höndunum,
sem á að jafnaði að vera 40% af
rekstrarkostnaði, nú kominn upp í
50-60%. Þetta bítur í. Menn eru
ekki sáttir við samningsgerðina.“
Jóhannes segir að erfitt sé að
taka til í rekstrinum, því starfsemin
sé þess eðlis að hún sé mannfrek
og erfitt sé að segja upp fólki.
„Auðvitað er reynt að hagræða en
á endanum verður þetta að fara út í
verðlagið.“
Jóhannes segir að í dag séu með-
limir í Landssamtökum bakara-
meistara 24 talsins en fyrir 60 ár-
um hafi þeir verið 50. Mikið hafi
fækkað undanfarin misseri í röðum
smærri bakaría og hljóðið sé slæmt
í mörgum félagsmönnum.
Úrsögn vegna 3. orkupakkans
Gæðabakstur vill losna úr Samtökum iðnaðarins og hefur sagt sig úr Landssamtökum bakarameistara
Kergja er í bökurum vegna kjarasamningagerðar Samtaka atvinnulífsins sem hækkaði launakostnað
Vilhjálmur
Þorláksson
Jóhannes
Felixson
Glaðvært gelt gall við í Árbæjarsafni í gær, en þar voru saman-
komnir íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra. Veðrið lék við
hundana og aðra gesti safnsins, tilefnið var Dagur íslenska fjár-
brigða. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í fjórða sinn og honum
er ekki einungis fagnað hér á landi heldur einnig víða um heim
þar sem hunda af þessari tegund er að finna.
hundsins og mætti fjöldi velunnara þessa þjóðarhunds Íslend-
inga á staðinn til að fagna með þessum bestu vinum mannsins
sem margir skrýddust borðum í íslensku fánalitunum til hátíða-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslenski fjárhundurinn var hylltur í gær