Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 32
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr held- ur tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 22. Hann vakti fyrst athygli þegar hann var valinn rafheili Músíktilrauna 2012 þegar hljómsveit hans, RetRoBot, fór með sigur af hólmi. Hann náði almennri hylli í forkeppni Eurovision 2017 með laginu „Hvað með það?“ í flutningi Gagnamagnsins. Daði Freyr býr og starfar í Berlín en er í stuttu stoppi hérlendis. Daði Freyr á Græna hattinum í kvöld FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég myndi fá hjartaáfall,“ sagði þjálfari Stjörnunnar eftir að mark í upp- bótartíma framlengingar á útivelli fleytti liðinu áfram í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Stórlið Espanyol frá Spáni bíður Garð- bæinga í næstu umferð þar sem Stjarnan er eitt íslenskra félags- liða eftir í keppninni. »25 Spænskt stórlið bíður eftir ótrúlega dramatík ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Högni Egilsson heldur tónleika á Holt Bar á Hótel Holti annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Um er að ræða fyrstu tónleikana í tón- leikaröð Högna um landið í sumar. Allar nánari upplýsingar um tón- leikastaði og -tíma má sjá á facebooksíð- unni Högni á Holt- inu. Skipuleggj- endur lofa ljúfri og eftirminnilegri kvöldstund þar sem feg- urð, nánd og list ráði för. Högni á Holtinu Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Fjölbreyttur hópur listamanna skreytti vegg við Tómasarhaga í gær. Listafólkið kom víða að, m.a. frá El Salvador, Nígeríu, Búrkína Fasó, Jemen og Afganistan. Þetta var viðburður á vegum samtakanna Reykjavík Cultural Cypher sem börnum á aldrinum fimm til 17 ára var boðið að taka þátt í og þeirra á meðal voru hælis- leitendur og börn með íslensku sem annað tungumál. Samtökin buðu þeim, að gefnu leyfi, að spreyja á vegg á rólóvellli við Tómasarhaga undir leiðsögn þaulreynds lista- manns, Karls Kristjáns Davíðs- sonar, sem hefur verið iðinn við listina í nær 25 ár. Karl er 42 ára öryrki og starfar hjá Virk. Hann er með geðklofa og segir listsköpun hafa hjálpað sér á margan hátt. „Ég hef notað mynd- listina til að hjálpa mér í lífinu og eftir að ég náði bata fyrir ekkert svo löngu er ég bara þannig að ég vil gera eitthvað skemmtilegt eins og þetta, hjálpa krökkunum og skapa,“ segir Karl. Hann segir að vegglistaverk séu hluti af hiphoppi, sem er megin- þema samtakanna. „Við nýtum okk- ur hipphopp á jákvæðan hátt og er- um bara rétt nýbyrjuð að nýta vegglistina,“ segir Karl. Teymið skreytti vegginn langt fram eftir degi í gær og tókst að þekja hann allan. Hipphopp er menning „Þau fá að prófa að spreyja. Þau fylgjast með og hafa mikinn áhuga á þessu, við erum búin að mála mjög flottan vegg saman. Mér finnst gaman að leiðbeina þeim en ég leyfi þeim samt sem áður að vera frjáls,“ segir Karl. Grasrótarhreyfingin, sem er eins konar hiphopphreyfing, stóð fyrir viðburðinum í samstarfi við Rauða kross Íslands. Á dögunum héldu samtökin hipphoppnámskeið þar sem rapparar tróðu upp og fulltrúar frá UNICEF héldu erindi ásamt fyrirlesurum frá New York. „Hipphopp er fyrir okkur ekki bara tónlist eða myndlist heldur menningin sjálf,“ sagði Karl. Hugmyndafræði starfseminnar er að valdefla þátttakendur, sem eru margir hælisleitendur, börn með ís- lensku sem annað mál og íslensk börn; veita þeim tól til tjáningar og skapa samtal. Morgunblaðið/Hari „Graffað“ Ungmennin spreyjuðu undir leiðsögn Karls Kristjáns Davíðssonar, sem er lengst til vinstri á myndinni. Nota listina og hipphopp til að tjá tilfinningar  Grasrótarhreyfingin Reykjavík Culture Cyphers bauð ungum hælisleitendum að taka þátt í að mála vegglistaverk ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.