Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 12
Brynjólfur Bjarnason FRÉTTASKÝRING Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við myndum skoða það ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Slíkt er auðvitað eftirsóknarvert,“ segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar Íslands- banka og Arion banka. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hefur slík hugmynd hlotið góðan hljómgrunn meðal sérfræð- inga. Ef af yrði myndi ríkið fara með um 40% eignarhlut í stórum banka sem skráður er á markað í Svíþjóð og á Íslandi. Þannig telja viðmælendur Morgunblaðsins að til verði aukin stærðarhagkvæmni og söluvænni banki. Ríkið myndi jafn- framt eftirláta sérfróðum aðilum að straumlínulaga bankann. Eignar- hluturinn yrði í framhaldinu seldur þegar hagstætt verð fengist. Að sögn Brynjólfs kemur sam- eining banka vel til greina. „Ég tel eðlilegt að hagræðing eigi sér stað í bankakerfinu á Íslandi. Það er al- veg ljóst að auka þarf hagkvæmni í rekstri banka,“ segir Brynjólfur. Sameining getur borgað sig Ef til þess kæmi að framan- greindir bankar yrðu sameinaðir í einn myndi slíkur banki án efa vera stærstur sinnar tegundar hér á landi. Að sögn Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, snýst bankastarfsemi að miklu leyti um stærðarhagkvæmni. Af þeim sökum geti sameining innan bankakerfisins borgað sig. Friðrik tekur í sama streng en tekur þó fram að ákvörðun um sameiningu sé ekki hans að segja til um. Þá þurfi að fara í gegnum talsvert ferli áður en sameining verði að veruleika. „Slík ákvörðun er í höndum ann- arra aðila. Bankasýsla ríkisins þyrfti að koma með tillögu, sem Samkeppniseftirlitiið þyrfti að samþykkja. Síðan þarf ráðherra að fengnum tillögum Bankasýslunnar að fara með málið til Alþingis, sem fjallar um málið eins og um sölu sé að ræða,“ segir Friðrik. Uppfylla þarf tiltekin skilyrði Hugmyndir um sameiningu tveggja íslenskra viðskiptabanka eru ekki nýjar af nálinni. Um aldamótin var gerð tilraun til sam- einingar Landsbanka Íslands og Búnaðarbankans sem ekkert varð þó úr. Samkvæmt forúrskurði samkeppnisyfirvalda stóðst slík sameining ekki lög. Guðjón Rún- arsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir að erfitt geti reynst að sameina tvo af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins. „Frá þessum tíma hefur sam- keppnislöggjöfin tekið breyting- um. Hvað þetta varðar hafa menn litið svo á að það væri erfitt að sameina tvo af þremur stærstu bönkunum,“ segir Guðjón en bætir þó við að til séu leiðir að settu marki. Hvort slíkt eigi við í um- ræddu tilviki verði að koma í ljós. „Oft þarf að uppfylla ákveðin skil- yrði, t.d. selja frá ákveðinn hluta. Það eru til leiðir að öllum mark- miðum þó að ég viti ekki hvort akkúrat þessi leið sé fær. Það fer eftir því hvernig Samkeppniseftir- litið hugsar þetta,“ segir Guðjón. Hagræða verður í bankarekstri Undanfarin misseri hafa borist fréttir af niðurskurði og uppsögn- um hjá stórum erlendum við- skiptabönkum á borð við Deutsche Bank. Nú síðast var tilkynnt um uppsagnir nær tuttugu þúsund starfsmanna bankans. „Það liggur fyrir að nú er að eiga sér stað mik- ið hagræðingarferli í fjármálakerfi heimsins. Það hefur verið í gangi síðustu ár og mun halda áfram. Sameining banka, sem eru litlir sé horft til annarra landa, lítur út sem skynsam- legur kostur út frá því sjónar- miði. Svo eru auðvitað aðrir þættir sem þarf að horfa til, t.d. samkeppnis- sjónarmið,“ seg- ir Guðjón. Að sögn hans styður margt við skoðanir sérfræðinga sem telja sameiningu tveggja banka bestu lausnina. „Maður hefði haldið að það væri ekkert því til fyrirstöðu að tveir stórir bankar, á íslenskan mælikvarða, gætu keppt virkt á milli sín. Það er margt sem mælir með sameiningu tveggja af þremur stærstu bönkunum. Með því er hægt að reka sterkari banka sem býr við aukna skilvirkni,“ segir Guðjón, sem telur þó að almenn- ingi hugnist ef til vill ekki að hafa einungis tvo banka hér á landi. „Ég tel að það sé mat margra að það þurfi fleiri en tvo keppinauta til að halda uppi virkri samkeppni. Kvika hefur vaxið mikið en er ekki mjög stór á einstaklingsmarkaði og því kannski ekki í virkri sam- keppni. Sparisjóðirnir eru að sama skapi mjög litlir. Meginþorri fólks og fyrirtækja treystir á íslenska banka og því þarf að ríkja öflug samkeppni,“ segir Guðjón. Skilvirkni bankanna aukist Bankar Stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka segja sameiningu bankanna tveggja geta borgað sig. Stærð bankanna » Samanlagt eigið fé Arion banka og Íslandsbanka er ríf- lega 366 milljarðar króna. Til samanburðar er eigið fé Landsbanka Íslands ríflega 246 milljarðar króna. » Starfsmannafjöldi Íslands- banka er 834. Það er litlu minna en hjá Arion banka, þar sem 917 einstaklingar starfa. Hjá Landsbankanum er starfs- mannafjöldinn 922.  Stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka segja sameiningu geta borgað sig  Hagræðing fram undan í bankarekstri  Kanna þarf samkeppnissjónarmið Guðjón Rúnarsson Friðrik Sophusson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is 19. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.05 126.65 126.35 Sterlingspund 156.33 157.09 156.71 Kanadadalur 96.45 97.01 96.73 Dönsk króna 18.921 19.031 18.976 Norsk króna 14.678 14.764 14.721 Sænsk króna 13.431 13.509 13.47 Svissn. franki 127.23 127.95 127.59 Japanskt jen 1.1638 1.1706 1.1672 SDR 173.93 174.97 174.45 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.8682 Hrávöruverð Gull 1400.8 ($/únsa) Ál 1817.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.44 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Stjórn HB Granda leggur til við hluthafafund félagsins að nafni félagsins og vöru- merki verði breytt og að eftirleiðis muni það heita Brim og Brim Seafood. Í fyrra skipti útgerðar- félag Guðmundar Kristjánssonar, sem er stærsti eigandi HB Granda, um nafn og tók upp nafn- ið Útgerðarfélag Reykjavíkur, fram til þess tíma bar það heitið Brim. Þá hef- ur stjórnin einnig samþykkt samninga um kaup á sölufélögum í Asíu af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Þau eru í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína. Hljóðar kaupverð félaganna upp á 31,1 milljón evra, jafnvirði 4,4 millj- arða króna. Stjórn HB Granda legg- ur til nafnabreytingu Guðmundur Kristjánsson STUTT ● Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 2,17% í 95 milljóna króna við- skiptum í Kauphöllinni í gær. Stendur gengi bréfa félagsins í 9 krónum á hlut. Frá því á mánudag hefur gengi Iceland- air lækkað um rúm 4% en þá nam gengið 9,39 krónum. Takmörkuð við- skipti voru í kauphöllinni í gær (1,5 ma.) að undanskildum viðskiptum með bréf Marels sem hækkuðu mest, um 4,48% í 673 milljóna króna viðskiptum. Bréfin standa í 606 krónum. Icelandair lækkað um 4% frá því á mánudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.