Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verðsprengja – allt á 500 -3000 kr. ÚTSÖLUSPRENGJA! Rétt mynd af Orkuhússreitnum Vegna mistaka birtist röng mynd með umfjöllun í blaðinu í gær um Orku- hússreitinn. Hér að ofan birtist rétt mynd af verðlaunatillögu Alarka arki- tekta, um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Tölvumynd/Alark arkitektar Rekið af Íslandshótelum Þau mistök urðu í frétt í blaði gær- dagsins um byggingu nýs hótels við Lækjargötu að hótelið var sagt til- heyra keðju Fosshótela. Hótelið mun aftur á móti engin tengsl hafa við nafn Fosshótela, heldur verður rekið af Íslandshótel- um sem Fosshótel tilheyra þó. Hið nýja hótel við Lækjargötu mun heita Hótel Reykjavík. Allt um sjávarútveg „Háð frum- kvæði lögreglu“  Skráðum kynferðisbrotum fjölgað um- talsvert  Tengist átaki í vændismálum Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Skráð kynferðisafbrot í júní voru, líkt og í maí, fleiri en vanalega. Þetta kemur fram á vef lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) í tengslum við nýja afbrota- tölfræði LRH fyrir júnímánuð, sem gefin var út í gær. Voru í júní skráð 47 kyn- ferðisbrot, sem er 42% hærra en meðaltalið fyrir síðustu 12 mán- uði á undan. Í maí voru skráð kynferðisbrot einnig sérstak- lega mörg, 66, og það sem af er ári hafa verið skráð um 56% fleiri kyn- ferðisbrot en að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan. „Er til staðar í samfélaginu“ Segir á vefsíðu LRH að þessa fjölgun megi rekja til aðgerða LRH í vændismálum. Undanfarnar vikur hafi LRH verið í sérstökum aðgerðum tengdum mansali, en vændi sé ein af birtingarmyndum þess. Í samtali við Morgunblaðið bend- ir Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands, á að skráning brota sem tengjast vændi sé að mjög miklu leyti háð frum- kvæði lögreglu. „Þetta er til staðar í samfélag- inu. Þetta er þarna úti,“ segir Helgi um vændi og segir: „Og svo er bara spurningin um hversu virk lögregla er í því að upplýsa um eða draga þessi mál fram. Því þetta eru allt mál þar sem enginn kærir. Vændissalarnir kæra ekki og ekki vændiskaupendur. Þetta er algjör- lega háð frumkvæði lögreglu.“ Bendir hann á að þetta horfi öðru vísi við í annars konar brot- um. „Til dæmis ofbeldisbrotum og auðgunarbrotum þar sem þoland- inn hefur samband við lögreglu og kærir.“ Spurður hvaða áhrif það hafi á vændi þegar eftirlit með því sé hert segist Helgi telja að það „færist til“ frekar en að dragi úr vændi. Það sé þá ekki eins áberandi og áður, en sé þó líklega til staðar. „Eftir- spurnin virðist vera til staðar,“ segir hann. Segir hann þó að ekki eigi að vanmeta átaksverkefni eins og lögreglunnar, þau hafi vissulega einhver áhrif, og „sendi skilaboð“. Helgi Gunnlaugsson Malbikunarframkvæmdir standa nú yfir á Hellisheiði og af þeim sökum hefur verið lokað fyrir umferð yfir fjallið til vesturs, frá Hveragerði í Svínahraun, og henni beint á Þrengslaveginn. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki sem 20 trukkar eru notaðir til að flytja verði notuð í þessa framkvæmd, en mölin er 150 gráðu heit þegar hún er lögð á veginn og valtað yfir. Unnið var á Hellisheiðinni allan daginn í gær, frá morgni til miðnættis, og verður svo einn- ig í dag. Þá er fyrri hálfleik í þessu verkefni lokið og opið verður fyrir umferð til beggja átta á morgun. Syðri ak- reinin, leiðin til austurs, verður malbikuð í ágústmánuði. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nota 6.000 tonn af 150 gráðu heitu malbiki „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, al- þingismaður og frumkvöðull Skötu- messunnar í Garðinum. Fjölmenn- asta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Skötumessan er löngu orðin árlegur viðburður og haldin á miðvikudegi næst Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí. Þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin var haldin í sameinuðu sveitarfélagi, Suðurnesja- bæ. Um 500 manns gæddu sér á skötu, saltfiski, plokkfiski og tilheyrandi meðlæti frá Skólamat. Fjölbreytt skemmtiatriði voru á dagskrá og var Sigríður Andersen alþingismaður, sem tengd er Móakoti í Garði, ræðu- maður kvöldsins. Á Skötumessu er „borðað til bless- unar“ eins og séra Hjálmar Jónsson orðaði það. Allir gefa vinnu sína og af- raksturinn rennur óskiptur til góð- gerðarmála. Skötumessan deildi að þessu sinni út styrkjum að upphæð á fimmtu milljón króna. Nutu bæði ein- staklingar og félög góðs af. Stærsta styrkinn fékk Björgunarsveitin Suðurnes; fullkomna tölvustýrða dúkku sem notuð verður til æfinga á endurlífgun og fyrstu hjálp á vett- vangi. Ýmis önnur félög og ein- staklingar á Suðurnesjum styrktu kaupin á dúkkunni. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Guðni Einarsson Þéttsetið Salurinn var fullsetinn og skötuilmur fyllti húsið. Fjölmenn Skötumessa  Um 500 manns snæddu skötu og annað góðgæti  Allur ágóði til góðgerðarmála  Styrkir á fimmtu milljón króna Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað rataði inn á vinsæla er- lenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Myndin var verk starfsmanns við hótel sem rekið er í heima- vistarhúsinu yfir sumartímann og maka hans. Starfsmanninum var sagt upp í kjölfarið, eftir að at- hugulir Norðfirðingar ráku augu í myndbandið á flakki sínu um veraldarvefinn. Um þetta var fjallað á vef Austurfréttar í gær og haft er eftir Hákoni Guðröðarsyni hót- elstjóra að um leið og vitneskja hafi borist um myndbandið hafi stjórnendur hótelsins farið fram á að það yrði fjarlægt af klám- síðunni og gengið frá starfslokum starfsmannsins. Samkvæmt frétt Austurfréttar hefur parið gert sambærileg myndbönd á ferðum sínum um heiminn og hlaðið þeim upp á vinsæla klámsíðu. Var sagt upp vegna klámmyndbands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.