Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Það er óhætt að segja að ís- lensku liðin hafi ekki riðið feitum hesti frá Evrópukeppnum í ár. Ís- landsmeistarar Vals voru svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3:0- tap á heimavelli í fyrri leiknum gegn Maribor og þá var útilokað að KR myndi fara áfram í aðra umferð undankeppni Evrópu- deildarinnar eftir 7:1-tap gegn Molde ytra í fyrri leik sínum. Þá er Breiðablik úr leik eftir 2:1-tap gegn Vaduz frá Liechtein- stein á útivelli í gær, en Blikum tókst ekki að skora gegn liðinu í fyrri leiknum heima á Íslandi og því fór sem fór. Stjarnan fer hins vegar áfram í aðra umferð eftir dýrmætt útivallarmark í fram- lengingu gegn eistneska liðinu Levadia Tallinn og Valsmenn fara í aðra umferð Evrópudeildar- innar þar sem liðið mætir Búlg- aríumeisturum Ludogorets. Framfaraskrefin í íslenskri knattspyrnu virðast ekki vera mikil á undanförnum árum í Evr- ópu. Það má hins vegar leiða að því líkur að íslensku liðin hafi ekki verið neitt sérstaklega heppin með drátt enda nokkur í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var. Samt sem áður er ár- angur íslensku liðanna mikil von- brigði fyrir félögin sjálf, for- ráðamenn og auðvitað stuðningsmenn. Á undanförnum árum hefur miklu verið til tjaldað til þess að ná árangri í Evrópu. Topplið deildarinnar eru mörg hver hálf- gerð atvinnumannalið og allt er lagt undir til þess að komast í riðlakeppni, sem er fjarlægur draumur í dag. Íslensk lið ættu að mínu mati að hvíla þessa Evr- ópudrauma sína, senda útlend- ingana heim fyrir næstu leiktíð og gefa ungum og uppöldum strákum tækifæri í efstu deild og byggja þannig til framtíðar. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is EVRÓPUDEILD Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjörnumenn eru komnir áfram í aðra umferð í undankeppni Evr- ópudeildarinnar í fótbolta, þrátt fyrir 2:3-tap gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi á útivelli í gær. Stjarnan fer áfram með tveimur mörkum skoruðum á útivelli gegn einu hjá Levadia, en Stjarnan vann fyrri leikinn 2:1 og urðu samanlögð úrslit því 3:3. Það mátti ekki tæp- ara standa í gær. Stjarnan var á leiðinni úr keppninni þangað til Brynjar Gauti Guðjónsson skallaði boltann í netið á annari mínútu uppbótartímans í framlengingu. Stjörnumenn sýndu gríðarlegan styrk í einvíginu og hristu af sér hver vonbrigðin á fætur öðrum og héldu alltaf áfram. Levadia skoraði mark seint í fyrri leiknum, seint í venjulegum leiktíma í gær og komst svo yfir í framlengingunni. Stjörnumenn virtust sprungnir í fyrri hluta framlengingarinnar en einhvers staðar fundu þeir orku til að sækja í lokin og ná inn markinu mikilvæga. Levadia fékk heilt yfir fleiri og betri færi, en eistneska liðið varð varkárt og brothætt í hvert skipti sem það komst yfir og það nýttu Stjörnumenn sér. Þorsteinn Már Ragnarsson var fljótur að jafna í fyrri hálfleik eftir að Levadia komst yfir. Staðan var 1:1 þangað til í blálokin þegar Le- vadia skoraði aftur og tryggði sér framlengingu. Fram að því hafði Stjarnan spilað seinni hálfleikinn af mikilli fagmennsku. Liðið gaf fá færi á sér og voru heimamenn orðnir pirraðir. Það var því sér- staklega svekkjandi fyrir Stjörnu- menn að fá jöfnunarmark á sig í blálok venjulegs leiktíma og svo mark úr víti í blálok fyrri hluta framlengingarinnar. Það eru tvö afar þung högg, beint í andlitið, nægilega þung til að rota einhver lið. Stjörnumenn risu upp, neituðu að gefast upp og eiga þeir fyllilega skilið að fara áfram. „Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég myndi fá hjartaáfall í fagnaðarlát- unum. Karakterinn í þessu liði er ólýsanlegur og þeir héldu alltaf áfram, sama hvað. Við erum í vímu og við njótum augnabliksins,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið eftir leik. Með sigrinum í einvíginu tryggði Stjarnan sér viðureign við Esp- anyol frá Spáni. „Það er nátt- úrulega ótrúlega spennandi verk- efni. Liðið vann 3:0-sigur á Atlético Madríd á síðustu leiktíð. Þú færð ekki oft svona verkefni þegar þú ert í Stjörnunni,“ sagði Rúnar. Sætara verður það varla  Brynjar skoraði í uppbótartíma í framlengingu og Stjarnan til Spánar Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoraði Brynjar Gauti Guðjónsson gerði markið mikilvæga fyrir Stjörnuna í Tallinn og á hér í höggi við Nikita Andreev sóknarmann Levadia. 1:0 Evgeni Osipov 17. 1:1 Þorsteinn Már Ragnarsson 25. 2:1 Evgeni Osipov 89. 3:1 Dmitri Kruglov 105.(v) 3:2 Brynjar Gauti Guðjónsson 120. I Gul spjöldRauschenberg, Guðmundur Steinn og Eyjólfur (Stjörnunni), Joao Morelli, Nikita Andreev, Evgeni Osi- pov, Érik Moreno, Sergei Lepmets (Levadia). Stjarnan: (4-3-3) Mark: Haraldur LEVADIA TALLINN – STJARNAN 3:2 Björnsson. Vörn: Jóhann Laxdal, Martin Rauschenberg, Brynjar Gauti Guðjónsson, Jósef Kristinn Jósefs- son (Ævar Ingi Jóhannesson 49.). Miðja: Alex Þór Hauksson, Daníel Laxdal (Guðjón Baldvinsson 93.), Heiðar Ægisson. Sókn: Þorsteinn Már Ragnarsson (Baldur Sigurðsson 80), Guðmundur Steinn Hafsteins- son (Eyjólfur Héðinsson 60.), Hilmar Árni Halldórsson. Dómari: Besfort Kasumi, Kósóvó. Áhorfendur: Um 2.500.  Stjarnan áfram, 4:4 samanlagt. Eftir að hafa slegið Levadia Tallinn út í gærkvöld mætir Stjarnan liði Esp- anyol frá Spáni í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og fer fyrri viðureign liðanna fram á RCDE-leikvanginum í Barcelona fimmtudaginn 25. júlí en sú síðari í Garðabæ viku síðar, fimmtudaginn 1. ágúst. Espanyol á að baki tvo úrslitaleiki í UEFA-bikarnum en tapaði báðum, fyrir Bayer Leverkusen 1988 og fyrir Sevilla 2007. Liðið hefur fjórum sinn- um orðið spænskur bikarmeistari, síðast 2006. Síðasta vetur endaði Espan- yol í 7. sæti spænsku 1. deildarinnar og náði með því síðasta Evrópusæti Spánverja. Leikirnir við Stjörnuna verða þeir fyrstu undir stjórn David Gallego, en hann hefur þjálfað varalið og unglingalið félagsins um árabil. Þetta verður í sjöunda sinn sem íslensk og spænsk lið mætast í Evrópu- keppni en í fyrsta skipti í sautján ár. Í 12 leikjum þeirra á milli til þessa hafa Spánverjar unnið 11 og einn endað með jafntefli; FH og Villarreal skildu jöfn, 2:2, árið 2002. Keflavík mætti Real Madrid (0:1 og 0:3) árið 1972, Fram mætti Real Madrid (0:2 og 0:6) árið 1974, ÍA mætti Barcelona (0:1 og 0:5) árið 1979, Víkingur mætti Real Sociedad (0:1 og 2:3) árið 1982, Fram mætti Barcelona (0:2 og 0:5) árið 1988 og FH mætti Villarreal (2:2 og 0:2) árið 2002. vs@mbl.is Stjarnan byrjar í Barcelona Birkir Bjarnason fór vel af stað með Aston Villa á undirbúnings- tímabili nýliðanna í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í fyrrinótt. Villa sótti þá heim lið Minnesota United í Bandaríkjunum og sigraði 3:0. Birkir lék síðari hálfleikinn og skoraði þriðja markið með fal- legum skalla skömmu fyrir leiks- lok. Birkir hefur verið í röðum Villa í hálft þriðja ár en fékk lítið að spila seinni hluta síðasta tímabils þegar liðið vann sér úrvalsdeildarsæti með frábærum endaspretti. Birkir skoraði í fyrsta leik AFP Skoraði Birkir Bjarnason fer vel af stað með Aston Villa á nýju tímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.