Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
✝ BrynhildurGísladóttir
fæddist 3. febrúar
1931 á Húsavík.
Hún lést 8. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Bergþóra
Bergþórsdóttir, f.
1905, d. 1982, og
Gísli Friðbjarn-
arson, f. 1895, d.
1974. Systkini:
Arngrímur, f. 1929, d. 2005, og
Huld, f. 1935.
Brynhildur giftist árið 1950
Halldóri Bjarnasyni, f. 1929, d.
2016.
Synir þeirra eru: 1) Gísli, f.
1950. Hann er
kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur,
f. 1951. Þau eiga
þrjú börn og sjö
barnabörn. 2)
Guðni, f. 1954.
Hann á fjögur börn
og eitt stjúpbarn
og þrjú barnabörn.
Brynhildur bjó í
rúm 60 ár á Sól-
völlum 4 á Húsavík
en síðustu tvö ár á Dvalarheim-
ilinu Hvammi, þar sem hún
lést.
Útför hennar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 19. júlí
2019, klukkan 11.
Elsku amma mín, nú er kom-
ið að kveðjustund og erfitt er að
hugsa til þess að við eigum ekki
eftir að spjalla meira saman yfir
kaffisopa eða eins og síðastliðin
tvö ár í síma. En nú ert þú laus
við verkina og nýtur þín í sum-
arlandinu með afa. Ég er svo
þakklát fyrir alla þá umhyggju
og stuðning sem ég og svo fjöl-
skylda mín höfum fengið hjá þér
en þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og mína. Þegar ég var í
barnaskóla og svo framhalds-
skóla fannst mér ekkert betra
en að fara í hádegismat til
ömmu Binnu og fá heitan mat
og að sjálfsögðu var tvíréttað og
spjall. Á háskólaárunum naut ég
góðs af loftinu hjá ykkur og
fékk að lesa þar fyrir prófin og
var að sjálfsögðu kaffi, matur og
spjall innifalið. Þú varst ekki
bara mér góð amma á allan hátt
heldur varst þú mínum stelpum
dásamleg langamma og sóttir
þær í leikskólann þegar ég
þurfti á að halda, föndraðir með
þeim jóla- og páskaskraut,
prjónaðir sokka og vettlinga á
þær og einnig fengu dúkkurnar
prjónadress, lékst við þær í
mömmó en svona gæti ég lengi
haldið áfram. Þú fylgdist vel
með því hvernig okkur öllum
gekk, hvort sem það var í skóla
eða bara í daglegu amstri. Ég
man þig ekki öðruvísi en að lesa
dönsk blöð og ef þú sást eitt-
hvað sem ég gæti nýtt mér
klipptir þú það út og færðir
mér. Mér fannst ekkert betra en
að koma til ykkar afa og eftir
hverja heimsókn fannst mér ég
vera betri manneskja og full
sjálfstrausts þar sem þið voruð
svo dugleg að segja okkur
hversu allt gengi nú vel hjá okk-
ur og gefa mér góð ráð með
stelpurnar mínar. Síðustu ár
hafa verið þér erfið, amma mín,
og ljóst að hugur og líkami voru
ekki samstiga en alveg fram á
síðustu daga spurðir þú eftir
þínu fólki og fylgdist með hvað
við vorum að aðhafast og hvern-
ig stelpunum hefði nú gengið í
skólanum.
Nú stöðvar ekkert tregatárin,
og tungu vart má hræra.
Þakka þér, amma, öll góðu árin,
sem ótal minningar færa
Já, vinskap þinn svo mikils ég met
og minningar áfram lifa.
Mót áföllum lífsins svo lítið get,
en langar þó þetta að skrifa.
Margt er í minninganna heimi,
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá Guði þig geymi,
ég geymi svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Í dag kveð ég ekki bara
ömmu mína heldur líka mína
bestu vinkonu.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín
Brynhildur (Binna) og
fjölskylda.
Amma mín, Brynhildur Gísla-
dóttir, sem hefur fylgt mér í 40
ár hefur kvatt. Elsku amma
Binna kenndi mér ýmislegt allt
frá unga aldri, meðal annars um
endurnýtingu og virðingu fyrir
umhverfinu, löngu áður en þau
hugtök urðu áberandi umræðu-
efni meðal fólks. Þegar ég var
lítil gengum við amma oft um
Húsavík. Í göngutúrunum
spjölluðum við mikið og á meðan
tíndi amma upp svalafernur og
bréfrusl og hélt á því langa leið
og henti í ruslatunnu þegar
heim var komið. Amma kenndi
mér með því að framkvæma og
útskýra. Það var ekki nóg að
tala um að hirða rusl heldur
varð að framkvæma líka. Í
búrinu og bílskúrnum hjá ömmu
og afa fengu skyrdollur og ísbox
framhaldslíf og geymdu ýmis-
legt. Svo sem bláber, skrúfur og
nagla.
Einhvern tímann spurði ég
ömmu hvort hún hefði upplifað
fátækt í æsku, stundum verið
svöng. Svar hennar var að hún
hefði aldrei verið svöng því þau
hefðu alltaf átt eina belju. Ég
gleymi þessu svari seint. Það fór
ekki mikið fyrir neysluhyggju í
þá daga.
Amma gerði við flíkur í stað
þess að henda. Það var farið vel
með, sama hvað það var. Bíllinn
hjá afa var ávallt tandurhreinn
því hún notaði stundum tæki-
færi sem gáfust til að „verk’ann
dálítið“ eins og hún orðaði það
og bíllinn „eins og nýr á eftir“.
Amma fann til með fólki sem
stóð höllum fæti í samfélaginu
og talaði af virðingu um sam-
ferðafólk. Hún átti góðar vin-
konur og fylgdist með ýmsum
málum fram á síðustu daga.
Góðar minningar á ég, sem
tengjast vinkonum hennar á
Húsavík og vinkonum allt frá
æskudögum sem bjuggu fjarri
en héldu alltaf sambandi, svo
sem Stubba í Reykjavík og
Magga í Vestmannaeyjum.
Nánu og góðu sambandi hélt
hún alltaf við Huld systur sína
sem hafði flutt til Englands um
miðjan sjötta áratuginn og talaði
þannig um fjölskylduna þar að
hún var virkur hluti af lífi
ömmu, sem þurfti að hugsa til
með bréfaskrifum og síðar sím-
tölum og miðla síðan hér heima
um hvernig gengi hjá Huld og
hennar fólki.
Amma vandaði ætíð til verka
og hefði hún haft tækifæri til að
ganga menntaveginn er ég
nokkuð viss um að hún hefði t.d.
getað orðið góður hjúkrunar-
fræðingur eða kennari. Eldklár,
dugleg og traust.
Minning um góða og ákveðna
konu geymist meðal afkomenda
nú þegar komið er að lokum.
Þegar ég leiði hugann til ár-
anna hennar ömmu Binnu á
Dvalarheimilinu Hvammi á
Húsavík hugsa ég með þakklæti
til Bibbu nágrannakonu hennar
þar og alls starfsfólksins, sem
hún bar svo vel söguna.
Elsku pabba, Gísla, Guðrúnu
og afkomendahópnum öllum
votta ég samúð mína.
Bergþóra Guðnadóttir.
Brynhildur
Gísladóttir
✝ Aðal-steinn
Davíðsson fæddist
á 23. mars 1939.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ 14. júlí
2019.
Foreldrar Aðal-
steins voru Davíð
Árnason, rafvirki
frá Gunnars-
stöðum í Þistilfirði, f. 6 ágúst
1892, d. 17. júlí 1983, og Þóra
Steinadóttir, kennari frá
Narfastöðum Akranesi, f. 5.
ágúst 1902, d. 27. mars 1998.
Samfeðra Aðalsteini voru Arn-
björg Davíðsdóttir, f. 13. maí
1917, d, 16 maí 2012, Benedikt
Davíðsson, f. 2. júlí 1918, d. 3.
nóv. 2004, og Sigþrúður Dav-
íðsdóttir, f. 13. des. 1919, d.
24. apríl 1995. Alsystkini Aðal-
steins voru Þórhalla Davíðs-
dóttir, f. 18. mars 1929, d. 16.
júní 2018, Steinunn Davíðs-
Aðalsteinn fæddist á Eiðum
í Suður-Múlasýslu 1939, stúd-
ent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1958 og cand. mag.
í íslenskum fræðum 1966.
Síðar bætti hann við sig próf-
gráðum í uppeldisfræðum,
finnsku og forngrísku. Hann
var í fjögur ár sendikennari í
Helsingfors og kenndi líka
við háskóla í Åbo og Lundi.
Hann var í rúm tuttugu ár
kennari við Menntaskólann
við Sund, íslenskur ritstjóri
Sænsk-íslenskrar orðabókar,
sem út kom 1982, og einn af
ritstjórum Íslenskrar orða-
bókar sem út kom 2002. Aðal-
steinn var málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins frá 2002-2009
og kom um stund reglulega
fram á Rás 1 með málfars-
spjall. Hann lagði fyrir sig
þýðingar úr mörgum málum
og hlaut margar viður-
kenningar fyrir störf sín,
m.a. sænsku Norðstjörnuorð-
una, verðlaun úr Finnsk-
íslenska menningarsjóðnum
og menningarverðlaun
Sænsk-íslenska samstarfs-
sjóðsins.
Útför Aðalsteins fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 19.
júlí 2019, klukkan 13.
dóttir, f. 25. júlí
1930, d. 10. júní
1937, og Þóra Dav-
íðsdóttir, f. 25. júlí
1932.
Eftirlifandi
eiginkona Aðal-
steins er Bergljót
Gyða Helgadóttir,
f. 23. janúar 1938.
Foreldrar hennar
voru Helgi Elías-
son, fyrrverandi
fræðslumálastjóri frá Hörgs-
landi, f. 18. mars 1904, d. 22.
febrúar 1995, og Þuríður
Hólmfríður Davíðsdóttir frá
Þingeyri, f. 9. september 1911,
d. 28. mars 1982.
Synir Aðalsteins eru Davíð
Aðalsteinsson, f. 31. október
1967, prófessor í Chapel Hill,
Norður-Karólínu, Helgi Aðal-
steinsson, f. 2. júlí 1969, forrit-
ari hjá YouTube í Kaliforníu,
og Þorsteinn Aðalsteinsson, f.
10. apríl 1972, sérfræðingur
hjá Hagstofu Íslands.
Nú er fallinn frá, áttræður að
aldri, frændi minn, gamall félagi
og vinur, Aðalsteinn Davíðsson ís-
lenskufræðingur. Faðir hans og
amma mín voru systkini frá Gunn-
arsstöðum í Þistilfirði, og er nú
mikill frændgarður kominn út af
þeim Gunnarsstaðasystkinum
sem voru alls átta, börn Árna Dav-
íðssonar og Arnbjargar Jóhannes-
dóttur. Stærðar ættarmót var
haldið á Gunnarsstöðum sumarið
1989, við Aðalsteinn vorum báðir
þar, og mun hann hafa átt mestan
hlut í gerð afkomendatals sem þar
var dreift, enda vel frændrækinn
eins og fleiri í ættinni.
Þegar undirritaður kom til
náms í íslenskudeild Háskóla Ís-
lands 1962 tók þessi frændi minn,
sem ég þekkti lítið áður, fagnandi
á móti mér og kynnti mig fyrir
ýmsum öðrum nemendum svo og
kennurum. Á þessum árum sátu
nemendur í þessari deild að tals-
verðu leyti saman í kennslustund-
um burtséð frá því hversu langt
þeir voru komnir í námi, því hlust-
uðum við frændur stundum sam-
an á fyrirlestra hjá snjöllum fræð-
urum, t.d. Einari Ólafi Sveinssyni,
Steingrími J. Þorsteinssyni og
Þórhalli Vilmundarsyni. Þá bjugg-
um við einnig báðir á Nýjagarði
fyrstu ár mín þarna, og hittumst
því daglega. Síðan lauk Aðalsteinn
sínu námi með góðum árangri.
Hann var vinsæll félagi, glaðlynd-
ur og skemmtilegur svo af bar,
orðhagur og kostulegur, en gat
verið verið dálítið uppátækja-
samur á yngri árunum, en aldrei
var það til neins vansa. Kunnátta
hans í tungumálum var til mikillar
fyrirmyndar.
Aðalsteinn gerðist fljótt eftir
námslok sendikennari í íslensku
við háskólann í Helsinki, var þar í
nær þrjú ár og náði býsna góðum
tökum á finnskunni sem er okkur
Íslendingum svo sem ekki auð-
veld. Þá sögu heyrði ég og tel al-
veg sanna, að snemma á Helsinki-
tímanum hafi hann ásamt öðrum
Íslendingi átt erindi í sovéska
sendiráðið í Finnlandi, þeim var
bærilega tekið og máttu velja um
tvö tungumál, sem að vonum voru
finnska og rússneska. Aðalsteinn
tók finnskuna og kom erindinu al-
veg fram, sem félaga hans þótti
vasklega gert. Á meðan Aðal-
steinn og Bergljót Gyða, hin
ágæta kona hans, bjuggu í Hels-
inki átti undirritaður eitt sinn þar
leið um fremur fyrirvaralítið. Ég
hafði fengið upp gefið heimilisfang
þeirra, það var við Mannerheim-
götu í miðborginni að mig minnir,
og barði upp á að kvöldlagi, óvænt,
og var forkunnarvel tekið.
Um skeið vann Aðalsteinn Dav-
íðsson að gerð sænsk-íslenskrar
orðabókar sem út kom í Lundi í
Svíþjóð 1982, og lagði hann gífur-
lega vinnu og alúð í það starf. Þá
fékkst hann við þýðingar. Helsta
stórvirkið á því sviði var að þýða
úr finnsku söguna Sjö bræður eft-
ir Alexis Kivi, mikið meistaraverk
sem frægt er í finnskri menn-
ingarsögu. Þýðingin kom út hér-
lendis árið 2000, prýðisvel gerð.
Kennslustörfum þessa mæta
manns í Reykjavík og starfi hans
sem málfarsráðunautar útvarps-
ins verða ekki gerð skil hér, enda
var samband okkar of lítið síðari
áratugina vegna búsetuþróunar
hvors um sig. Bergljóti Gyðu og
afkomendum þeirra eru hér með
sendar innilegar samúðarkveðjur.
Björn Teitsson.
Mágur minn var um margt ein-
stakur og um leið áhugaverður
maður. Leiðir hans og systur
minnar lágu saman þegar þau
kenndu í Kvennaskóla Íslands á
fyrri hluta sjöunda áratugarins.
Þau Aðalsteinn og Gyða giftu sig
snemmsumars 1965 og fóru í
brúðkaupsferð ásamt mér og for-
eldrum mínum um Síðuna, átt-
haga föður míns. Í heila viku
rigndi því næst látlaust. Fátt var
því skoðað af náttúrufyrirbærum
en því meira heilsað upp á frænd-
fólk, bændur og búalið. Á Síðunni
var komið við á svo til hverjum
bæ. Á Múlakoti bjó þá Bjarni Þor-
láksson, ákaflega fjölfróður skóla-
maður, sem m.a. kunni fjölmörg
tungumál. Urðu þeir Aðalsteinn
strax miklir mátar, ræddu löngum
stundum um menningarleg mál-
efni, en jafnframt einnig um skot-
vopn og ýmsar tækninýjungar.
Minni Aðalsteins var með
miklum ólíkindum. Hann hafði un-
un af lestri bóka af ýmsum toga,
einkum þó fornsögum og ævintýr-
um. Heilu kaflana kunni hann orð-
rétt og gat tengt textann við svo
margt annað úr ólíkum áttum.
Áhuginn var þó síður en svo bund-
inn við hið talaða orð, heldur
spannaði hann stórt svið hugðar-
efna svo sem verkfæri, tónlist og
byggingarhætti. Leituðu ófáir í
smiðju Aðalsteins þegar þeir
þurftu á sérfræðikunnáttu og áliti
hans á margvíslegum málum að
halda.
Á unglingsárum sínum hafði
Aðalsteinn unnið fjölbreytt störf
og kunni mjög vel til margra
ólíkra verka. Hann var völundur á
tré og járn og smíðaði marga mjög
eftirtektarverða nytjahluti á
heimilum vina og vandamanna.
Aðalsteinn gerði sjálfur við bíla
sína og smíðaði varahluti í þá, ef á
þyrfti að halda. Áhöldin í bílskúrn-
um voru stolt hans.
Hann var mjög vandvirkur; var
stundum alllengi í verkinu – en
kvaðst þó oftast hafa unnið það á
undravert skömmum tíma. Aðal-
steinn var í raun skemmtileg teng-
ing gamla og nýja tímans. Hann
fór snemma að fylgjast vel með í
tölvuþróuninni. Fékk hann sér
fyrstu gerð af Appletölvu og end-
urnýjaði þær síðan eftir þörfum.
Aðalsteinn var lengst af kenn-
ari af lífi og sál. Hann lagði sig all-
an fram við að ná til nemenda
sinna, og hann smitaði marga
þeirra af áhuga sínum á viðfangs-
efninu. Komu margir þeirra heim
til kennarans utan skóla til að
ræða málin betur þar. Skoðanir
Aðalsteins voru gjarnan af-
dráttarlausar. Breyttar áherslur í
stjórnun skólans ollu því að hann
ákvað að söðla um starfsvettvang.
Kvaðst hann aldrei sjá eftir þeirri
ákvörðun.
Margir hafa furðað sig á því að
aldrei skyldu Aðalsteinn og fjöl-
skylda hans hvorki hafa fengið sér
sjónvarp né gerst áskrifendur að
dagblaði. Kusu þau heldur bóka-
lestur og því að sinna ýmiss konar
handverki s.s. bókbandi og út-
skurði. Sú venja var tekin upp fyr-
ir nærri fjörutíu árum að þau
Aðalsteinn og Gyða mættu árla á
hverjum laugardagsmorgni heima
hjá okkur hjónum þar sem málin
voru rædd, gjarnan fram að há-
degi. Þar skorti aldrei umræðu-
efni.
Við, hér á bæ, kveðjum Aðal-
stein Davíðsson með virðingu og
miklu þakklæti fyrir góða nær-
veru hans og velvild í áranna rás.
Minning hans verður ávallt í mikl-
um hávegum höfð hjá okkur.
Haraldur Helgason.
Aðalsteinn
Davíðsson
Fleiri minningargreinar
um Aðalstein Davíðsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi,
HJALTI GÍSLASON
rafeindavirki,
Neðstaleiti 2, Reykjavík,
lést föstudaginn 5. júlí.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Kristín Guðbjartsdóttir
Gísli Hjaltason
Torfi Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR HANNESSON,
Marargrund 5, Garðabæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
10. júlí. Útför hans fer fram frá Garðakirkju
þriðjudaginn 23. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin.
Guðmunda Ólöf Jónsdóttir
Sólveig Vilhjálmsdóttir Haraldur Emilsson
Hanna Vilhjálmsdóttir
Arndís Vilhjálmsdóttir Eggert Jón Magnússon
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR REYNISDÓTTUR,
Mörkinni, Suðurlandsbraut 68a.
Halldór Júlíusson
Margrét Halldórsdóttir Árni Guðmundsson
Ingibjörg Halldórsdóttir
Reynir Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar