Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 1931, d. 16.4. 2018, leikari og kenn- ari. Foreldrar hennar voru hjónin Dóróthea Breiðfjörð, f. 17.12. 1905, d. 31.8. 2001, húsfreyja og starfs- maður á Þjóðminjasafni Íslands, og Þorsteinn Ö. Stephensen, f. 21.12. 1904, d. 13.12. 1991, leikari. Börn Hafsteins og Guðrúnar: 1) Dóra, f. 17.9. 1954, d. 26.2. 2019, verkefnastjóri. Hún var gift Sig- urði Inga Margeirssyni viðskipta- fræðingi og eru börn þeirra Haf- steinn Gunnar, f. 24.9. 1978, kvikmyndaleikstjóri, Margeir Gunnar, f. 29.5. 1982, verslunar- maður, og Stefán Gunnar, f. 22.6. 1993, forstöðumaður Félagsmið- stöðvarinnar Frosta; 2) Kristín, f. 11.4. 1956, framhaldsskólakennari í Reykjavík, og eru börn hennar og Ólafs Hjartar Sigurjónsson Sigur- jón Auðun, f. 25.1. 1983, bús. í Kópavogi, Guðrún, f. 10.4. 1984, sálfræðingur á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, og Hafsteinn, f. 11.7. 1990, flugvirki. Langafabörn Hafsteins eru orðin fimm. Hálfsystkini Hafsteins, sam- mæðra, eru Rúnar Hauksson, f. 4.12. 1947, arkitekt í Reykjavík, og Erla Hauksdóttir, f. 30.11. 1952, hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð. Hálfsystur Hafsteins, samfeðra, voru Ásta Kristjánsdóttir, f. 24.3. 1940, d. 22.7. 1995, húsmóðir á Eyrarbakka, og Kristjana Krist- jánsdóttir, f. 23.8. 1952, d. 19.10. 2017, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Hafsteins voru Krist- ján Hreinsson, f. 27.8. 1910, d. 30.10. 1998, múrari og sjómaður á Eyrarbakka, og Friðrikka Guð- mundsdóttir, f. 20.11. 1913, d. 20.7. 1990, húsmóðir í Reykjavík. Hafsteinn Austmann Kristjánsson Kristján Kristjánsson bóndi á Borgum í Vopnafi rði Kristrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ljótsstöðum Guðmundur Magnússon bóndi á Ljótsstöðum í Vopna- fi rði og verkamaður í Rvík Friðrikka Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, frá Fremra-Hálsi í Kjós Magnús Guðmundsson bóndi í Digranesi í Seltjarnarneshreppi Gísli Jakobsson bóndi á Hofsstöðum Sigríður El- ísabet Guð- mundsdóttir húsfreyja í Rvík Þröstur Haraldsson fv. ritstjóri Bændablaðsins Ingibjörg Haraldsdóttir skáld og þýðandi Björt Rúnarsdótt- ir sellóleikari á Spáni Rúnar Hauksson arkitekt í Reykjavík Jón Magnússon bóndi í DigranesiGuðgeir Jónsson bók- bindari og forseti ASÍ Jakob Eiríksson bóndi á Hofsstöðum í Garðahreppi Kristín Jakobsdóttir húsfreyja í Símonarhúsi Hreinn Kristjánsson sjómaður og bóndi í Sím- onarhúsi á Stokkseyri Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, frá Ráðagerði Kristín Bjarnadóttir vinnukona, frá Ráðagerði í Holtum Kristján Hreinsson bóndi í Götu á Stokkseyri Úr frændgarði Hafsteins Austmann Kristján Hreinsson múrari á Eyrarbakka Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, frá Síreksstöðum í Vopnafi rði Ármúla 24 • S. 585 2800 „ÞAU ERU BÚIN AÐ UPPGÖTVA FÖLDU MYNDAVÉLINA. ÞAR FER FIMM-STJÖRNU EINKUNNIN OKKAR Á AIRBNB.” „ÉG VAR AÐ FÁ REISUPASSANN SVO ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA EFTIR ÞJÓRFÉNU MÍNU VIÐ ÚTIDYRNAR!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann er sá eini rétti. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÆTTI AÐ GERA SMÁHLÉ Á ÞESSU EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI HÆGT LÍÐUR ÞÉR EINS OG KONUNGI ÞEGAR ÞÚ SITUR Í HÁSÆTINU SEM ÞÚ STALST ÚR KASTALANUM? ÉG MUN SVARA SPURNINGU ÞINNI MEÐ ANNARRI SPURNINGU … „hví krýpur þú ekki?” Í Ögurvík fyrir vestan verðurum helgina sveitaball og boðið upp á rabarbaragraut að gömlum sið og mun séra Hjálmar Jónsson blessa samkomuna. Þetta barst í tal milli mín og karlsins á Lauga- veginum þegar ég hitti hann, þar sem Hallgrímskirkja stendur upp úr Skólavörðustígnum. Karlinn hnykkti til höfðinu aftur á bak til vinstri og kvað: Séra Hjálmar sem að skálmar víða ætlar að messa í Ögurvík. Undarleg er hegðan slík. Ólafur Stefánsson skrifaði á Leir fyrir viku rúmri: „Heilbrigðisráðherra, ekki ríkis- stjórnin, vill frelsa oss frá allri sætindavillu og innleiða holla lífs- hætti, með illu eða góðu, og bæta tíkallaskatti á sykur. En verð- launa grænmetisbændur, á hinn bóginn, með sama tíkallinum í skattaniðurfellingu. Spurning hvort það sé nógu stór gulrót (úr því að við erum að tala um græn- meti) til að bjarga þjóðinni frá sykuránauðinni? Sá skondinn pist- il um daginn um mann sem færi út í búð til að kaupa súkkulaði, sem honum þætti meira en gott, en kæmi út með gúrku, því súkku- laðið hefði hækkað vegna sykur- skattsins.“: Úr búðinni gekk hann með gúrku, (sem glimrandi rímar við búrku) – hafði súkkulaði þráð og sykurbráð, en sat uppi sáttur með gúrku. Hjálmar Freysteinsson yrkir um búmanns raunir á Boðnarmiði: Tækin bila, tæmist búr, tófan bítur hjörðina, en búmanns raunum rætist úr ef Ratcliff kaupir jörðina. Pétur Stefánsson er á öðrum nótum: Er ég kyssi kvenfólkið kann ég þess að njóta, fer þá gjarnan allt á ið á mér milli fóta. Ingólfur Ómar Ármannsson tekur undir: Vakti hjá mér villta þrá væn og fögur skvísa. Er klæðum sínum fletti frá fann ég holdið rísa. Jón Valur Jensson hafði þetta að segja: Djarfir yrkja drengir hér drjúgt um sexappíl. Ef kona fögur birtist ber, burt fer sorg og víl. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Búmannsraunir, gúrkur og rabarbari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.