Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 VINNINGASKRÁ 11. útdráttur 18. júlí 2019 104 7819 21932 30107 42603 51358 60684 68767 400 8329 22236 30220 42655 51548 60759 68816 899 9586 22530 30618 42946 51954 60775 69004 1100 9892 22582 30814 43725 52208 60790 69117 1499 10032 22785 31088 43807 52489 61143 69178 1711 10780 22887 31677 43909 52533 61519 69423 1816 11526 22916 31955 44311 52747 61690 69664 1891 11610 23076 32521 44554 53169 62487 69846 1911 11672 23291 32570 44635 53273 62797 71147 1921 11920 23970 33004 44636 53366 62800 71213 2236 12001 24200 33131 45073 53603 63176 71295 2435 12159 24305 34446 45212 53653 63264 71791 2563 12265 24634 35103 45386 53915 63305 72167 2739 12380 24673 35286 45556 54590 63370 74168 3152 12957 25170 35697 45593 55615 63863 74441 3492 13514 25534 35711 46064 55667 63923 75373 3647 13917 25616 35795 46183 55693 63938 75390 3699 13948 25716 35808 46283 55707 64053 75479 3813 14360 26041 35812 46588 55765 64579 75519 3823 15353 26273 35859 47062 55842 64790 75870 4080 15606 26319 36163 47070 56188 65309 75882 4290 16194 26748 36465 47123 56444 66058 76962 4939 16771 26824 36932 47597 56760 66465 77018 5299 17989 27082 37044 48336 57074 66622 77710 5375 18150 27346 37374 48380 57960 67009 77728 6062 18264 27348 37702 48475 58117 67025 78147 6095 18821 27603 37806 48637 58280 67032 78219 6145 19190 27626 38382 49231 58388 67132 78778 6182 19851 27961 38868 49690 58751 67405 78844 6201 20507 28409 39215 49770 58763 67533 78920 6301 20510 28464 39589 50085 59060 67774 79101 6415 20528 28472 40140 50272 59321 67799 6597 20772 29111 40686 50377 59529 67812 6828 20945 29334 41427 50681 59621 67992 7036 21243 29704 41530 51019 59837 68005 7083 21692 29893 42133 51267 59859 68248 7584 21752 30101 42212 51350 60066 68689 2571 15289 23810 30045 44309 53837 62646 72226 3250 15719 24954 31286 44383 54426 63536 72699 3477 15814 24974 32445 45047 54714 65369 72954 3667 17454 26565 32616 46098 55643 66805 73581 5068 17998 26823 32631 46646 56666 67677 73629 6754 18055 27566 33117 46744 56713 68317 77345 9098 19173 27666 33811 46853 57129 68625 79416 9152 19710 28061 33984 47945 57433 68769 79798 9609 19975 28869 34015 48833 60842 69051 79986 11532 20288 29066 37669 49526 61337 69186 11947 20594 29128 39219 49559 61586 70045 13049 20956 29274 40958 50499 61695 71194 14236 21899 29737 43027 52017 62478 71928 Næstu útdrættir fara fram 25. júlí & 1. ágúst 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 15234 18786 21598 64555 66046 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3799 24891 37442 43532 56575 66852 14347 26541 37800 44326 59398 69787 15649 35178 37887 46703 64231 72445 19997 35308 39750 47276 65081 76246 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 0 4 7 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert marga samninga við bandarísk fyrirtæki á síðustu mánuðum í tengslum við Artemis- áætlunina svonefndu um ferðir til tunglsins, hálfri öld eftir að Banda- ríkjamenn sendu fyrsta mannaða geimfarið þangað. Bandaríkjamenn hættu tungl- ferðum 1972, þremur árum eftir að Apollo ellefti lenti á tunglinu með þriggja manna áhöfn, en NASA stefnir nú að því að koma upp lítilli geimstöð á braut um tunglið fyrir árið 2024 og senda geimfara á yfir- borð þess. Áætlunin er kennd við Artemis, tvíburasystur Apollons í grískri goðafræði, gyðju ósnortinnar náttúru, veiða, nætur, tungls og dauða. Þrjár Artemis-tunglferðir Samkvæmt áætluninni verður ómönnuðu geimfari komið á braut um tunglið á næsta ári. Í annarri ferð, Artemis 2, á að senda mannað geimfar á braut um tunglið árið 2022. Stefnt er síðan að því að í þriðju tunglferðinni, Artemis 3, verði geimfarar sendir á yfirborð fylgihnattarins árið 2024. Á meðal þeirra verður kona sem verður lík- lega fyrst kvenna til að stíga á tunglið. Geimförunum þremur verður væntanlega skotið á loft með stærstu eldflaug allra tíma, SLS- flaug (e. Space Launch System). Hún er í þróun undir forystu Boeing en smíði hennar hefur tafist og þessi þáttur tunglferðaáætlunarinnar hef- ur sætt gagnrýni í Bandaríkjunum. Þeir sem gagnrýna áformin um að nota SLS-flaugina segja að verk- efnið sé of flókið og kostnaðarsamt. Ráðgert er að nota SLS-burðar- flaugina til að skjóta geimfarinu Orion á loft. Samið hefur verið við fyrirtækið Lockheed Martin um smíði geimfarsins. NASA undirbýr fimm aðrar geim- ferðir til að flytja byggingareiningar lítillar geimstöðvar, Gateway, sem á að vera á braut um tunglið. NASA hyggst greiða einkafyrirtækjum fyr- ir að annast þessar ferðir sem verða farnar á árunum 2022 til 2024. Marsferðir lokamarkmiðið Gert er ráð fyrir því að geimstöðin verði í fyrstu samsett af sólarraf- hlöðum, búnaði til að knýja hana og hylki þar sem geimfarar eiga að dvelja áður en þeir fara á tunglið. Samið verður við einkafyrirtæki um smíði lendingarfars sem á að flytja geimfarana á tunglið. Hluti farsins verður áfram á tunglinu en hinn hlutinn á að flytja geimfarana aftur í geimstöðina þar sem þeir fara um borð í Orion-flaugina sem á að flytja þá til jarðar. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir að lokamarkmiðið með tungl- ferðunum sé að undirbúa ferðir til Mars þegar fram líða stundir. Einkafyrirtæki í startholunum Mörg einkafyrirtæki í Bandaríkj- unum hugsa sér gott til glóðarinnar vegna verkefna í tengslum við tungl- ferðaáætluna. Talið er að um 58 fyrirtæki vinni að ýmsum tækni- verkefnum í tengslum við tungl- ferðir, að sögn SpaceFund, fyrir- tækis sem sérhæfir sig í áhættu- fjármögnun á sviði geimtækni. Auk geimflauganna og tungl- stöðvarinnar eru fyrirtækin að þróa ýmis tæki sem hægt væri að nota á tunglinu. Eitt þeirra er til að mynda að þróa tæki til að bora eftir ís á tunglinu og nota hann til að búa til súrefni handa geimförum og vetni til að knýja geimför. Önnur eru að smíða geimvagna sem hægt væri að nota á tunglinu. Nokkur fyrirtæki ætla að þróa þrívíddarprentara sem geti notað tunglryk til að prenta ýmsan búnað á hnettinum. Eitt þeirra er að þróa tækni til að búa til egglaga vistarverur fyrir geimfara með þrívíddarprentun. Aðeins tólf geimfarar, allir banda- rískir, hafa stigið á tunglið og 24 hafa farið á braut um fylgihnöttinn. Hins vegar hafa nær 550 manns far- ið í geiminn frá því að Júrí Gagarín fór fyrstur manna umhverfis jörðina í sovésku geimfari árið 1961. Áform Bandaríkjamanna um að sendamenn til tunglsins Heimild: NASA Samkvæmt tunglferðaáætlun NASA ám.a. að koma geimstöð á braut um tunglið Til 2024 2024 ARTEMIS-ÁÆTLUNIN SVONEFNDA Geimstöðinni verður komið upp og tæki verða flutt á tunglið til að undirbúa ferðir þangað. Einkafyrirtækjum verður greitt fyrir að annast sum verkefnanna. Geimfarar verða sendir í Gateway-stöðina og á yfirborð tunglsins. Suðurpóll tunglsins verður kannaður. Skotbúnaður: SLS-eldflaug („Space Launch System“) Mjög öflug burðarflaug, á að geta flutt allt að 45 tonna farm Orion Flaug sem á að flytja áhöfn í geimstöðina Gateway (lítil geimstöð) Á að fara á braut um jörðina. Geimfarar eiga að geta dvalið þar í stuttan tíma Lendingar- búnaður 98 m 5 m Mörg fyrirtæki keppa um tunglferðaverkefni NASA  Tæknifyrirtæki vestanhafs hugsa sér gott til glóðarinnar Stefnir í kapphlaup » Geimferðakapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Banda- ríkjanna og Kína því að Kínverj- ar stefna að því að koma upp bækistöð á tunglinu ekki síðar en árið 2030. » Kínverjar hafa sent tvö geimför til fylgihnattarins, fyrst árið 2013 og síðan til fjærhliðar tunglsins í janúar. » Auðkýfingarnir Elon Musk og Jeff Bezos og fyrirtæki þeirra stefna einnig að því að senda menn til tunglsins og jafnvel Mars. Þrír Marokkómenn voru dæmdir til dauða í Marokkó í gær fyrir morð á tveimur norrænum konum sem voru myrtar í tjaldi í desember þegar þær voru á ferð um Atlasfjöll. Tveir mannanna höfðu áður viðurkennt að þeir hefðu myrt kon- urnar, þær Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára námskonu frá Danmörku, og Maren Ueland, sem var 28 ára og frá Noregi. Þriðji maðurinn viðurkenndi að hafa tekið myndir af morðunum. Þremenning- arnir birtu myndirnar á netinu og sögðust styðja Ríki íslams, samtök íslamista. 25 ára götusali, sem er talinn hafa verið forsprakki hóps stuðnings- manna Ríkis íslams, sagði fyrir rétti í bænum Salé að þeir hefðu undir- búið hryðjuverk en ekki getað framið þau. Þeir hefðu því ákveðið að ráðast á konurnar og myrða þær með hnífi í tjaldinu. Þótt dauðarefsingar séu heimilar í Marokkó hefur engin aftaka farið fram þar í rúm 25 ár, þannig að lík- legt er að dómurinn yfir mönnunum jafngildi lífstíðarfangelsi, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Dæmdir til dauða fyrir morð  Refsað fyrir að myrða tvær norrænar konur í Marokkó Rúm 95% fýla sem fundust dauðir við strendur Dan- merkur reyndust vera með plast í maganum. Þetta er niðurstaða rannsóknar danska umhverfisráðuneytisins. John Pedersen, sem stjórnaði rannsókninni, segir hana gefa skýra vísbendingu um hversu mikil plastmengunin í höfunum sé orðin. Fýlarnir gleypi plast þegar þeir leiti fæðu á sjávarborðinu. „Þeir fá þá tilfinningu að þeir hafi étið nægju sína en þetta er ekki fæða og þeir drep- ast úr vannæringu,“ hefur AFP eftir honum. RANNSÓKN Á VEGUM UMHVERFISRÁÐUNEYTIS DANMERKUR 95% fýlanna með plast í maga Íslenskir fýlar á góðum degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.