Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 1
Vilja nýta
vikurinn
Erlent námafélag
metur Mýrdalssand
Erlent námafyrirtæki rannsakar nú
möguleika á vinnslu Kötluvikurs á
Mýrdalssandi.
Þórir N. Kjartansson, landeigandi í
Hjörleifshöfða, segir „álitið að á
sandinum sé milljarður rúmmetra af
þokkalega aðgengilegu efni“.
Hann segir innlenda fjárfesta sýna
jörðinni Hjörleifshöfða áhuga, meðal
annars fyrir ferðaþjónustu.
Fjölmargar jarðir eru nú til sölu
sem eru nærri náttúruperlum. Erlend-
ir aðilar sýna jörðinni Neðri-Dal áhuga
en hún er nærri Geysi. Þá er til sölu
jörðin Heiði í V-Skaftafellssýslu en þar
er Fjaðrárgljúfur, einn helsti áfanga-
staður ferðamanna á Austurlandi.
Fasteignasalar segja erlenda fjár-
festa m.a. horfa til möguleika á orku-
vinnslu á jörðum á Íslandi. »6
Morgunblaðið/Eggert
Við Kötlu Horft er til námavinnslu.
F Ö S T U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 168. tölublað 107. árgangur
MÁLAR SNJÓSKAFLA
OG SKAFRENNING Í
KALIFORNÍU VARAÐ VIÐ EBÓLU
STÓRMENNIN
ERU UNDIR MIK-
ILLI PRESSU
FRÉTTASKÝRING 14 THE OPEN Á N-ÍRLANDI 24HUGARFAR ELLA 28
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ef sameining Íslandsbanka og Ar-
ion banka skapar aukið hagræði og
betri rekstur er slíkt eftirsóknar-
vert. Þetta segir Brynjólfur Bjarna-
son, stjórnarformaður Arion banka.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í gær hefur sameining framan-
greindra banka hlotið góðan hljóm-
grunn meðal sérfræðinga. Að mati
sömu sérfræðinga er þannig hægt
að búa til stærri og söluvænni
banka með blandað eignarhald. Með
þessu eru jafnframt líkur á því að
verðmæti eignarhlutar ríkisins í Ís-
landsbanka aukist.
Brynjólfur segir að fram undan
sé hagræðing í rekstri banka hér á
landi. Þar sé ekki hægt að útiloka
sameiningu banka. „Ég tel eðlilegt
að hagræðing eigi sér stað í banka-
kerfinu á Íslandi. Það er alveg ljóst
að auka þarf hagkvæmni í rekstri
banka. Við myndum skoða samein-
ingu ef þannig myndi nást fram
aukin hagræðing og betri rekstur.
Slíkt er auðvitað eftirsóknarvert,“
segir Brynjólfur.
Ef af yrði má ráðgera að íslenska
ríkið færi með um 40% hlut í
stórum banka sem skráður yrði á
markað í Svíþjóð og á Íslandi. Slík-
ur banki yrði án efa stærstur sinnar
tegundar hér á landi. Að sögn Frið-
riks Sophussonar, stjórnarformanns
Íslandsbanka, er stærðarhag-
kvæmni ein grunnstoða bank-
arekstrar. Sameining geti því verið
ein lausn sem hægt sé að horfa til.
Slík ákvörðun þurfi þó að fara í
gegnum talsvert ferli áður en til
sameiningar komi. „Í bankastarf-
semi er mikil stærðarhagkvæmni.
Ef eingöngu er litið til hennar er
ljóst að sameining getur borgað sig.
Slík ákvörðun er hins vegar í hönd-
um annarra aðila. Bankasýsla rík-
isins þyrfti að koma með tillögu,
sem Samkeppniseftirlitið þyrfti að
samþykkja. Síðan þarf ráðherra að
fengnum tillögum Bankasýslunnar
að fara með málið til Alþingis, sem
fjallar um málið eins og um sölu sé
að ræða.“
Útiloka ekki sam-
einingu bankanna
Sameining Arion banka og Íslandsbanka kemur til greina
Bankasala
» Hugsanlegt er að selja þurfi
eignir og draga úr umfangi
sameinaðs banka til að hlíta
samkeppnislögum.
» Sameining getur einfaldað
hagræðingu og bætt rekstur
bankanna.
Friðrik
Sophusson
Brynjólfur
Bjarnason
M Skilvirkni bankanna aukist »12
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir engan
fót vera fyrir því sem hann segir
vera endurteknar sögusagnir um
að hann hyggist láta af formennsku
flokksins innan skamms. „Þessar
sögusagnir eða slúður má að mínu
mati rekja til andstæðinga Sjálf-
stæðisflokksins,“ segir Bjarni. „Ég
lít einfaldlega á slíkar óskir sem
hrós.“ »2
Segist ekki vera á
leið úr formannsstól
Þyrluflugmaður og bandarískir ferðamenn tóku eftir því í út-
sýnisflugi í gær að í fjörunni undir þeim lá hópur grindhvala.
Um tugi hvala var að ræða og voru sumir þeirra grafnir í
sandinn, eins og sjá má á myndinni að ofan. Af fleiri myndum
sem þeir tóku að dæma voru allir hvalanna dauðir en ekki er
vitað hversu lengi hræin hafa legið í sandinum. Líklega síðan
í síðasta áfallanda, telur sjávarlíffræðingur. Viðlíka atvik eru
vel þekkt meðal hvalasérfræðinga, þá sérstaklega í Nýja-
Sjálandi, á stöðum sem eru landfræðilega líkir aðstæðum við
Löngufjörur. Aflíðandi sandbotn, líkt og sá við Löngufjörur,
er hættusvæði fyrir grindhvali og getur ruglað þá í ríminu.
Hvers vegna þeir fara á slíka staði er ekki vitað.
Ekki er akfært á Gömlueyri, þann hluta Löngufjöru þar
sem grindhvalina rak á land, og einungis er þangað fært
gangandi fólki eða á hestbaki að sögn bónda á svæðinu.
Hvort hræin verða fjarlægð er ekki vitað en meginreglan,
þegar dýr drepast í náttúrunni, er að þau fái að rotna án af-
skipta stjórnvalda ef þau valda engum óþægindum. »4
Ljósmynd/David Schwarzhans
Grindhvalavöðu rak á land á Gömlueyri