Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
skoðið úrvalið á facebook
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu
okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Opið: Mánudaga-laugardaga frá 10-18, sunnudaga frá 11-17.
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI Í
ÁLNÁVÖRUBÚÐINNI
ALLT AÐ60%AFSLÁTTUR
Sænska knattspyrnukonan Kosov-
are Asllani varð í gær fyrsta konan sem
Real Madrid semur við. Spænska stór-
veldið tók í vor yfir félagið Tacón og
leikur undir merkjum þess á komandi
tímabili en spilar undir nafni Real Ma-
drid frá 2020. Asllani, sem verður þrí-
tug síðar í þessum mánuði, hefur leikið
134 landsleiki fyrir Svíþjóð og skorað í
þeim 35 mörk og var í sænska liðinu
sem fékk brons á HM fyrr í þessum
mánuði. Hún lék síðast með Linköping
en hætti þar fyrr í vikunni. Áður lék hún
með Manchester City, París SG, Krist-
inastad og Chicago Red Stars.
Þórdís Eva Steinsdóttir hafnaði í 26.
sæti í 400 m hlaupi á Evrópumóti U20
ára í frjálsíþróttum sem hófst í Borås í
Svíþjóð í gær. Hún hljóp á 56,70 sek-
úndum en sextán fyrstu komust í und-
anúrslit. Í dag keppir Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir í undanrásum í 200 m
hlaupi og Valdimar Hjalti Erlendsson í
undankeppni í kúluvarpi.
Ítalíumeistarar Juventus í knatt-
spyrnu tilkynntu í gærmorgun að þeir
hefðu gengið frá fimm ára
samningi við hollenska
landsliðsmiðvörðinn
Matthijs de Ligt. Hann
er aðeins 19 ára gamall
en var samt fyrirliði
Ajax á síðasta tíma-
bili og hefur
spilað 17
landsleiki fyr-
ir Holland.
Juventus
greiðir 75
milljónir
evra fyrir
de Ligt.
Eitt
ogannað
GOLF
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Kylfingurinn Rory McIlroy beið al-
gjört afhroð á fyrsta hring sínum á
The Open-mótinu í golfi sem nú fer
fram á Royal Portrush-vellinum á
Norður-Írlandi í gær. Hinn þrítugi
McIlroy er á heimavelli í ár en hann
lenti í vandræðum strax á fyrstu
braut, þar sem hann lék á fjórum
höggum yfir. Ekki skánaði ástandið á
þriðju braut, þar sem McIlroy fékk
skolla, og var hann því á fimm högg-
um yfir pari eftir fyrstu þrjár braut-
irnar.
Norður-Írinn náði að laga stöðuna
á sjöundu og níundu braut þar sem
hann fékk tvo fugla og var hann því á
þremur höggum yfir pari eftir fyrstu
níu holurnar. McIlroy fékk svo sjö
pör í röð, áður en hann fékk skramba
á sextándu braut, og þá lék hann
átjándu brautina á þremur yfir pari
og endaði á átta höggum yfir pari.
Margir voru búnir að spá McIlroy
sigri á mótinu í ár, en hann hefur einu
sinni fagnað sigri á mótinu, áður árið
2014. Einhverjir veltu því hins vegar í
fyrir sér hvernig Norður-Írinn
myndi höndla pressuna á heimavelli
og þeirri spurningu svaraði McIlroy
svo sannarlega í gær.
Margir stórir í vandræðum
McIlroy var langt frá því að vera
eini kylfingurinn sem lenti í vand-
ræðum því Bandaríkjamaðurinn Ti-
ger Woods átti einnig mjög slæman
dag, en hann lék holurnar átján á sjö
höggum yfir pari. Tiger lenti í vand-
ræðum strax á fyrstu braut, en hann
hefur ekkert spilað undanfarinn
mánuðinn og hefur því verið velt upp
hvort einn vinsælasti kylfingur sög-
unnar sé einfaldlega heill heilsu. Þá
átti meistari síðasta árs, Ítalinn
Francesco Molinari, ekki heldur góð-
an dag, en hann lék á þremur högg-
um yfir pari og gamla brýnið Phil
Mickelson var á fimm höggum yfir
pari.
Annars átti enginn verri dag en
Bandaríkjamaðurinn David Duval,
sem fagnaði sigri á The Open árið
2001. Duval lék sjöundu brautina,
sem er par fimm hola, á þrettán
höggum. Var hann samtals á 20
höggum yfir pari og skal það ekki
koma neinum á óvart ef Duval hring-
ir sig inn veikan á morgun.
Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes
er með nokkuð óvænta forystu á
mótinu á fimm höggum undir pari, en
hann er í 55. sæti heimslistans. Írinn
Shane Lowry kemur næstur á fjórum
höggum undir pari og Bandaríkja-
maðurinn Brooks Koepka, sem þótti
líklegur til afreka á mótinu, er í 3.-16.
sæti á þremur höggum undir pari.
McIlroy
koðnaði und-
an pressunni
Holmes í forystu Vonbrigði hjá Tiger
AFP
Vesen Rory McIlroy í vondri stöðu á fyrstu holunni á The Open í gær. Hann
þarf að leika sannkallað meistaragolf í dag til að komast áfram.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í
26.-46. sæti eftir fyrsta hringinn á
Euram Bank Open-golfmótinu sem
hófst í Ramsau í Austurríki í gær en
það er hluti af Áskorendamótaröð-
inni, næststerkustu mótaröð Evr-
ópu. Guðmundur vann sér á dög-
unum fastan keppnisrétt þar með
góðum árangri á Nordic-mótaröð-
inni. Guðmundur lék á tveimur
höggum undir pari í gær og er
þremur höggum frá öðru sætinu.
Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu
yfir pari og er í 89.-101. sæti en 153
keppendur luku fyrsta hringnum.
Guðmundur
fór vel af stað
Ljósmynd/GSÍ
Austurríki Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson er á tveimur undir pari.
Eyjamenn hafa náð sér í liðsauka til
Englands fyrir baráttuna í seinni
umferð úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu en ungur miðvörður, Oran
Jackson, er kominn í þeirra raðir
frá MK Dons. Jackson er tvítugur,
uppalinn hjá MK Dons og spilaði
einn deildaleik með liðinu í ensku
B-deildinni tímabilið 2015-16. Hann
hefur síðan verið í láni hjá utan-
deildaliðunum Hemel Hempstead
og Brackley Town. Jackson var
leystur undan samningi hjá MK
Dons í lok síðasta tímabils.
vs@mbl.is
Englendingur í
vörnina hjá ÍBV
Ljósmynd/ÍBV
ÍBV Oran Jackson er ætlað að
styrkja varnarleik Eyjamanna.
Haukar tilkynntu í gærkvöldi að félagið hefði samið við
Bandaríkjamanninn Flenard Whitfield um að leika með
körfuknattleiksliði Hauka á næsta tímabili. Whitfield,
sem er 29 ára gamall, er ekki ókunnur á Íslandi því hann
lék með Skallagrími úr Borgarnesi veturinn 2016-2017.
Þrátt fyrir að Whitfield hafi fallið úr efstu deild það
tímabil er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum.
Hann varð stigakóngur deildarinnar með tæplega 30
stig að meðaltali í leik og þá tók hann næstflest fráköst
allra leikmanna, eða tæplega 15 að meðaltali í leik.
Síðan Whitfield yfirgaf landið fyrir um tveimur árum
hefur hann leikið í Kanada og í Finnlandi og varð meðal
annars finnskur meistari vorið 2018 þar sem hann var í stóru hlutverki hjá
toppliði Karhu. Nú kemur hann aftur til Íslands og í þetta sinn til Hauka,
sem höfnuðu í 10. sæti deildarinnar í vor en ætla sér stóra hluti næsta vetur
undir stjórn Israel Martin sem tók við af Ívari Ásgrímssyni eftir tímabilið.
Stigakóngur í Hafnarfjörðinn
Flenard
Whitfield
Fylkir freistar þess í kvöld að komast í fyrsta úrslitaleik
sinn í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Árbæjar-
liðið tekur á móti Selfyssingum í undanúrslitum
Mjólkurbikarsins á Würth-vellinum klukkan 19.15.
Selfoss er hins vegar með þriðja úrslitaleik sinn á sex
árum í sigtinu, en liðið lék til úrslita árin 2014 og 2015
og tapaði fyrir Stjörnunni í bæði skiptin.
Fylkir vann óvæntasta sigur keppninnar til þessa í 16-
liða úrslitum þegar liðið lagði Breiðablik, 1:0, með marki
Kristínar Þóru Birgisdóttur, en það er eina tap Kópa-
vogsliðsins í deild eða bikar á tímabilinu. Fylkir vann
síðan ÍA 6:0 á útivelli í átta liða úrslitum. Selfoss vann
hins vegar Stjörnuna 3:2 á útivelli og síðan HK/Víking 2:0 á heimavelli.
Fylkir og Selfoss mættust í úrvalsdeildinni í Árbænum 24. júní og skildu
jöfn 1:1 þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir kom Selfossi yfir en Ída Marín
Hermannsdóttir jafnaði fyrir Selfoss úr vítaspyrnu.
Sigurliðið í kvöld mætir KR eða Þór/KA í úrslitaleik keppninnar, en
viðureign þeirra fer fram í Vesturbænum á morgun. vs@mbl.is
Fylkir í úrslit í fyrsta sinn?
Hólmfríður
Magnúsdóttir