Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Mikið úrval Borðbúnaður fyrir veitingahús og hótel Paul McCartney semur tónlist og söngtexta fyrir söngleikjaútgáfu af kvikmyndinni It’s a Wonderful Life. Handritshöfundur söngleiks- ins og meðtextahöfundur er Lee Hall, sem þekktastur er fyrir kvik- myndirnar Billy Elliot og Rocket- man sem fjallar um Elton John. Samkvæmt frétt The Guardian er þetta í fyrsta sinn sem McCartney vinnur að söngleik, en áætluð frumsýning er síðla næsta árs. Breski leikhúsframleiðandinn Bill Kenwright sem stendur að baki uppfærslunni keypti sýningarrétt- inn og setti sig í samband við McCartney fyrir þremur árum. „Það hafði aldrei höfðað til mín að vinna að söngleik, en við Bill fund- uðum með Lee Hall og þá kviknaði áhugi minn. Ég sannfærðist um að þetta gæti verið skemmtilegt,“ segir McCartney. It’s a Wonderful Life í leikstjórn Frank Capra, sem frumsýnd var 1946, er ein vinsælasta jólamynd kvikmyndasögunnar. James Stew- art leikur þar mann sem íhugar að svipta sig lífi á aðfangadag eftir að hafa ranglega verið sakaður um að svindla á viðskiptavini í bankanum þar sem hann vinnur. Máttarvöldin senda honum verndarengil sem sýnir honum hvernig heimurinn hefði orðið ef ítrekaðra góðverka hans hefði ekki notið við. Hress Paul McCartney á tónleikum. Paul McCartney vinnur að söngleik Ljósmynd/Raph PH Scheize, Liebe, Sehnsucht nefnist sýning Ragnars Kjartanssonar sem opnuð verður í Kunst- museum í Stuttgart á morgun og stendur fram í október. Sam- kvæmt upplýsingum frá i8 er um að ræða umfangsmestu yfirlits- sýningu Ragnars í Þýskalandi til þessa. Til sýnis verða mynd- bandsinnsetningar, málverk og teikningar, en mörg verkanna hafa ekki verið sýnd opinber- lega áður. Lykilþemu í list hans verða áberandi á sýn- ingunni, allt frá myndbands- seríunni Me and My Mother (2000; 2005; 2010; 2015) til nýrra verka á vorð við myndbandsinnsetninguna Death Is Elsewhere (2019) og Tod einer Dame (2019), sem er unnið sérstaklega inn í eitt rým- anna í safninu. Umfangsmesta yfirlitssýningin í Þýskalandi Ragnar Kjartansson Stjórnendur Louvre-safnsins í París hafa ákveðið að fjarlægja nafn banda- rísku Sackler-fjölskyldunnar af álmu með austurlenskum forngripum rúm- um tuttugu árum eftir að merkingin var sett upp. Þetta gerist í kjölfarið á mótmælum sem bandaríski ljósmynd- ari Nan Goldin hefur staðið fyrir. Hluti Sackler-fjölskyldunnar á lyfja- fyrirtækið Purdue Pharma sem fram- leiðir ópíóíðalyfið OxyContin sem þúsundir manna hafa orðið háðir, þeirra á meðal Goldin. Hún hefur staðið fyrir mótmælum við söfn í Bandaríkjunum og Bretlandi sem þegið hafa styrki frá fjölskyldunni með þeim afleiðingum að stjórnendur safna á borð við Metropolitan-safnið í New York og Tate-safnið í London hafa ákveðið að hætta að taka við fjárstyrkjum frá Sackler-fjölskyld- unni. Samkvæmt frétt The Guardian kemur í tilkynningu frá Louvre fram að ástæða þess að nafn fjölskyld- unnar sé fjarlægt nú skýrist af því að samningur þar um hafi runnið sitt skeið. Einnig er áréttað að safnið hafi ekki tekið við fjárstyrkjum frá Sackler-fjölskyldunni síðan 1997. „Þetta sýnir að mótmæli borga sig. Söfn tilheyra almenningi og listafólki, ekki þeim sem styrkja söfnin,“ segir Goldin og tekur fram að safngestir eigi að geta notið listar án þess að komast í snertingu við „óhreint fé“. AFP Mótmæli Mótmælendur fyrir framan Louvre-píramídann kunna í París. Louvre fjarlægir nafn Sackler eftir mótmæli Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is List af öllu tagi hefur blómstrað í Seyðisfjarðarbæ þessa vikuna þar sem listahátíðin LungA er nú haldin í nítjánda sinn. Hápunktur hátíðar- innar, sem hófst síðasta sunnudag, verður núna um helgina þegar haldnir verða tvennir stórtónleikar og listasmiðjusýning þar sem upp- skera listamanna úr listasmiðjum vikunnar verður sýnd. Björt Sigfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri LungA, segir að hátíð- in hafi hingað til gengið ótrúlega vel og vonum framar þrátt fyrir tölu- verða rigningu. „Við látum það ekki hafa mikil áhrif. Stemningin er rosalega góð,“ segir Björt og bætir við að sem betur fer sé búist við þurru veðri í kvöld. Listasmiðjurnar seldust upp Hún segir að mikil og góð þátttaka hafi verið á öllum viðburðum hátíð- arinnar. „Við erum búin að vera með pakk- aða dagskrá af allskonar viðburðum, sýningum, gjörningum og fyrir- lestrum,“ segir Björt en að hennar sögn seldist upp í allar níu listasmiðj- urnar sem í boði voru á hátíðinni, á innan við klukkutíma. Í boði voru til að mynda smiðjur í grafískri hönnun, spuna, dansi og lagasmíðum. „Við erum með alveg 130 þátttak- endur í smiðjunum og svo hátt í ann- að hundrað listamenn sem koma fram, annaðhvort á sýningum, við stjórn á listasmiðjum eða á tónleik- unum,“ segir Björt og bætir við að með tónleikunum séu hátíðargestir líklega á milli þrjú og fjögur þúsund. Ekki er því að undra að tjaldsvæðið á Seyðisfirði hafi fyllst á miðvikudag- inn. Sjálf segir Björt að listasmiðju- sýningin, sem verður opnuð kl. 17 í dag, sé að hennar mati hápunktur hátíðarinnar, ásamt tónleikunum. „Þetta er uppskerusýning þar sem þátttakendur í smiðjunum munu sýna að hverju þeir eru búnir að vera að vinna alla vikuna. Það er alltaf ótrúlega flott að sjá hvað fólk nær langt á þessum stutta tíma,“ segir Björt. Hún segir að mikil eftirvænting liggi einnig í loftinu eftir tónleik- unum um helgina, en fyrri tónleik- arnir verða haldnir í kvöld og þeir seinni annað kvöld. „Þarna kemur fram rjóminn af íslenskum hljómsveitum í bland við nokkrar góðar og vel valdar danskar og bandarískar hljómsveitir,“ segir Björt en meðal þeirra sem stíga á svið eru GDRN, Mammút, Hatari, Bríet og hin bandaríska Kelsey Lu. „Við erum með þema í ár sem heit- ir framtíðarsýn. Í gegnum það erum við að skoða hvernig kynslóðir fram- tíðarinnar munu horfa til baka á okk- ur, hvað við munum skilja eftir okk- ur og hver okkar arfleifð verður,“ útskýrir Björt sem segir að fyrir- lestrar sem í boði voru á hátíðinni fyrr í vikunni hafi fylgt þessu þema. Jafnframt segir hún að opnunarsýn- ing hátíðarinnar hafi verið unnin út frá þessu þema en val á tónlistinni tengist því einnig óbeint. Boðskapur í takt við þemað „Við völdum bæði hljómsveitir sem eru að gera spennandi hluti akk- úrat núna og við erum líka með mikið af pönkhljómsveitum sem eru með ákveðinn boðskap sem okkur finnst passa vel við þemað,“ úrskýrir Björt sem segist vonast til að stemningin verði frábær á tónleikunum og að fólk skemmti sér varlega. „Það hefur nú yfirleitt verið mjög góð stemning og afskaplega lítið um ólæti. Við vonum bara að það haldi áfram,“ segir Björt. „Svo fögnum við 20 ára afmæli á næsta ári og þá gerum við eitthvað stórkostlegt. Við vitum ekki hvað en það verður eitthvað,“ fullyrðir hún og hlær. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum lunga.is. Ljósmyndir/Hrefna Björg Hápunktur Mikil stemning var á tónleikunum á LungA í fyrra og hún virð- ist ekki vera minni í ár enda færir tónlistarmenn sem stíga á svið. Listamenn Sköpunargleðin er í há- marki hjá mörgum á listahátíðinni. Listaveisla á LungA  Rjóminn af íslensku tónlistarfólki á LungA  Framtíðar- sýn er þemað í ár  „Stemningin er rosalega góð“ Saksóknari í Massachusetts- ríki í Bandaríkj- unum hefur fellt niður mál gegn leikaranum Kev- in Spacey þar sem hann var sakaður um að hafa þuklað á 18 ára pilti á bar í London 2016. Ákvörðunin var tekin eftir að ungi maðurinn neitaði að afhenda rann- sóknaryfirvöldum síma sinn, en verjendur Spaceys fullyrtu að sím- inn gæti sannað sakleysi leikarans. Unga manninum var gert að bera vitni í málinu í seinasta mánuði og sagðist þá hafa týnt símanum. Verj- endur Spaceys fullyrða að ungi maðurinn hafi eytt skilaboðum í símanum sem sannað gætu sakleysi umbjóðanda þeirra. Spacey hefur verið yfirheyrður vegna nokkurs fjölda ásakana um kynferðis- og blygðunarsemisbrota sem hann á að hafa framið í Bret- landi á árunum 1996 til 2013. Mörg þeirra mála eru enn til rannsóknar. Vegna ásakananna ákváðu stjórn- endur hjá Netflix að hann ætti ekki lengur að leika Frank Underwood í sjónvarpsþáttaröðinni House of Cards og senur með honum voru einnig klipptar út úr kvikmyndinni All the Money in the World og þær teknar upp á nýtt með Christopher Plummer í hlutverkinu. Eitt málanna gegn Spacey fellt niður Kevin Spacey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.