Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Evrópudeild UEFA 1. umferð, seinni leikir: Inter Turku – Bröndby ................... 2:0 (3:4)  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Levski Sofia – Ruzomberok ........... 2:0 (4:0)  Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Levski er frá keppni vegna meiðsla. Norrköping – St. Patrick’s ............. 2:1 (4:1)  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping og lagði upp mark. Ballymena – Malmö ....................... 0:4 (0:11)  Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö er frá keppni vegna meiðsla. Tobol Kostanay – Jeunesse Esch ... 1:1 (1:1) Kairat Almaty – Siroki Brijeg........ 2:1 (4:2) Makedonija – Alashkert ................. 0:3 (1:6) Teuta Durres – Ventspils ............... 1:0 (1:3) Universitatea Craiova – Sabail...... 3:2 (6:4) RFS Riga – Olimpija Ljubljana ..... 0:2 (3:4) RoPS Rovaniemi – Aberdeen......... 1:2 (2:4) Dinamo Minsk – Liepaja................. 1:2 (2:3) Apollon Limassol – Kauno Zalgiris 4:0 (6:0) Petrocub – AEK Larnaca ............... 0:1 (0:2) Cracovia – Dunajska Streda........... 2:2 (3:3) Milsami Orhei – FCSB Búkarest ... 1:2 (1:4) Haugesund – Cliftonville ................ 5:1 (6:1) Neftchi Bakú – Speranta ................ 6:0 (9:0) Torpedo Kutaisi – Ordabasy .......... 0:2 (0:3) Zalgiris Vilnius – Honvéd Búdap... 1:1 (2:4) Zrinjski Mostar – Acad.Pandev ..... 3:0 (6:0) Progrés Niederkorn – Cork........... 1:2 (3:2) Hapoel Beer Sheva – Laci .............. 1:0 (2:1) Engordany – Dinamo Tbilisi .......... 0:1 (0:7) B36 Þórshöfn – Crusaders.............. 2:3 (2:5) Féhervár – Zeta Golubovci ............. 0:0 (5:1) Hajduk Split – Gzira United .......... 1:3 (3:3) Hibernians – Shakht.Soligorsk ..... 0:1 (0:2) Kukësi – Debrecen .......................... 1:1 (1:4) Mura – Maccabi Haifa..................... 2:3 (2:5) Vitebsk – KuPS Kuopio .................. 1:1 (1:3) Shküpi – Pyunik Jerevan ............... 1:2 (4:5) Buduc.Podgorica – Trans Narva... 4:1 (6:1) Domzale – Balzan ............................ 1:0 (5:3) Kilmarnock – Connah’s Quay......... 0:2 (2:3) Radnicki Nis – Flora Tallinn.......... 2:2 (2:4) Rangers – St. Joseph’s .................. 6:0 (10:0) Legia Varsjá – Europa Gíbraltar... 3:0 (3:0) Shamrock Rovers – Brann ............. 2:1 (4:3) Levadia Tallinn – Stjarnan ............. 3:2 (4:4) Vaduz – Breiðablik .......................... 2:1 (2:1) KR – Molde....................................... 0:0 (1:7) Spart. Trnava – Radnik Bijeljina .. 2:0 (2:2)  Samanlögð úrslit í svigum, feitletruðu liðin fara áfram í 2. umferð keppninnar.   KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, Undanúrslit: Würth-völlur: Fylkir – Selfoss ............ 19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Víkingsv.: HK/Víkingur – Keflavík .... 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Tindastóll ............. 18 2. deild karla: Boginn: Dalvík/Reynir – KFG ............ 19.15 3. deild karla: KR-völlur: KV – Vængir Júpíters ........... 20 Fagrilundur: Augnablik – KH ................. 20 Í KVÖLD! Í VESTURBÆNUM Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Eftirvæntingin hefur oft verið meiri fyrir Evrópuleik í Vesturbænum en hún var fyrir leik KR og Molde í 1. umferð undankeppni Evrópu- deildarinnar í knattspyrnu í gær- kvöld. Gestirnir frá Noregi unnu fyrri leikinn 7:1 og því var leikurinn á Meistaravöllum einungis forms- atriði; möguleikar KR á að komast áfram voru líklega svona 0,0001%. Markalaust jafntefli varð niður- staðan í heldur tíðindalitlum leik. Líklega eru bæði lið sæmilega sátt við það hvernig leikurinn spilaðist í blíðunni í Vesturbænum. KR-ingar voru aldrei líklegir til að ógna stóru forskoti Norðmannanna og náðu að sama skapi að „skeina sér“ eftir „ruglleikinn“ í Noregi, eins og Pálmi Rafn Pálmason orðaði það eftir leik. Norðmennirnir fengu ágæta æfingu á glæsilegum velli í góðu veðri. Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson komst næst því að skora og það tvívegis í seinni hálfleiknum. Í fyrra skiptið þrumaði hann knett- inum í utanverða stöngina og í það síðara komst hann einn í gegnum vörnina en Alexandro Craninx í marki gestanna var vel á verði. Fyrir utan þessi atvik gladdi leikurinn lítið þá 355 áhorfendur sem lögðu leið sína á Meistaravelli. Það er bara vonandi að þeir hafi náð að sóla sig í frábæru sumarveðrinu. „Bestu“ tilraunir gestanna voru skot frá miðjum vellinum þar sem leik- mönnum þeirra sýndist Beitir Ólafs- son í marki KR vera of framarlega. Þessi sirkusatriði reyndu þeir í tví- gang, án þess að ná að ógna marki. Hefur tapið ytra slæm áhrif? Molde mætir Cukaricki frá Serbíu í næstu umferð en KR þarf að bíða til ársins 2020 eftir næstu Evrópu- leikjum. KR mætir hins vegar Stjörnunni í mikilvægum leik í Pepsi-Max deildinni eftir tvo daga. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi nokkra leikmenn fyrir þann leik en það er til að mynda afar sjald- gæf sjón að sjá besta leikmann KR síðustu tólf ár, Óskar Örn Hauksson, á varamannabekknum heilan leik. Sjálfskipaðir sérfræðingar í Há- degismóum telja jafnvel að 7:1-tapið ytra geti haft slæm áhrif á KR og þeirra frábæra gengi í deildinni. Vissulega hljóta menn að staldra við og hugsa málið eftir slíkan skell og það verður mjög spennandi að sjá hvernig Vesturbæingar mæta til leiks á móti Stjörnunni á sunnudag. Garðbæingar koma líklega örþreytt- ir en alsælir til leiks eftir ótrúlegan leik gegn Levadia Tallinn, þar sem þeir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni á síðustu andartökum framlengingar. Svöruðu fyrir „ruglið“ úti  KR gerði jafntefli við toppliðið í Noregi en átti svo til engan möguleika á því að komast áfram  7:1 tapið í Noregi gæti haft slæm áhrif á KR-inga í deildinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafntefli Kennie Chopart skallar boltann gegn Molde í gærkvöld og fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason er reiðubúinn. I Gul spjöldÁstbjörn Þórðarson (KR), Ei- rik Hestad (Molde). KR: (3-4-3) Mark: Beitir Ólafsson. Vörn: Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Aron Bjarki Jósepsson 46.), Gunnar Þór Gunnarsson. Miðja: Kennie Chopart, Pálmi Rafn Pálmason (Atli Sigurjóns- son 70.), Finnur Orri Margeirsson (Kristinn Jónsson 78.), Pablo Punyed. Sókn: Ástbjörn Þórðarson, KR – MOLDE 0:0 Björgvin Stefánsson, Ægir Jarl Jónasson. Molde: (4-4-2) Mark: Alexandro Craninx. Vörn: Kristoffer Haraldseid, Ruben Gabrielsen, Vegard Forren, Kristoffer Haugen. Miðja: Erling Knudtzon (Leke James 82.), Fredrik Aursnes (Eirik Hestad 71.), Etzaz Hussein, Martin Ellingsen. Sókn: Ohi Omoijuanfo (Mathis Bolly 62.), Mattias Moström. Dómari: Ian McNabb, N-Írlandi. Áhorfendur: 355.  Molde áfram, 7:1 samanlagt. Það virtist allt stefna í það að FH næði þriggja stiga forskoti í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso- deildinni, í gærkvöld. Eftir að hafa lent undir á heimavelli gegn Aftur- eldingu sneri FH taflinu við og vann 3:1-sigur. Á meðan gerðust hins vegar magnaðir hlutir í Grindavík þar sem Þróttur R. var í heimsókn. Þróttarar, stigi á eftir FH, virtust þar ætla að gera jafntefli. Linda Líf Boama kom Þrótti reyndar í 2:1 þegar fimm mínútur voru eftir, en Nicole Maher jafnaði skömmu síðar fyrir Grindavík. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Olivia Berg- au hins vegar úr vítaspyrnu í annað sinn í leiknum, tryggði Þrótti ótrú- legan 3:2-sigur og forðaði því að FH bætti við forskot sitt á toppnum. Enn munar því einu stigi. Eftir 3:1-sigur Fjölnis á Augna- bliki munar svo aðeins einu stigi á liðunum í 5.-9. sæti, en auk þeirra eru þar Haukar, ÍA og Grindavík með 12 og 11 stig. ÍR er svo enn án stiga eftir 1:0-tap fyrir Haukum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Á toppnum Margrét Sif Magnúsdóttir og FH eru með eins stigs forskot á toppnum eftir sigur á Önnu Pálínu Sigurðardóttur og liði Aftureldingar. Sigurmark í blálokin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.