Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
Inkasso-deild kvenna
FH – Afturelding ..................................... 3:1
Birta Georgsdóttir 28., 90., Helena Ósk
Hálfdánardóttir 45. – Darian Powell 14.
ÍR – Haukar.............................................. 0:1
Vienna Behnke (víti) 49.
Grindavík – Þróttur R............................. 2:3
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (sjálfsmark)
66., Nicole Maher 88. – Olivia Bergau 47.
(víti), 90. (víti), Linda Líf Boama 85.
Fjölnir – Augnablik................................. 3:1
Sara Montoro 15., 43., Rósa Pálsdóttir 19. –
Ásta Árnadóttir 85.
Staðan:
FH 9 7 1 1 24:10 22
Þróttur R. 9 7 0 2 31:9 21
Tindastóll 8 5 0 3 25:18 15
Afturelding 9 4 1 4 11:12 13
Haukar 9 4 0 5 13:9 12
Augnablik 9 4 0 5 8:10 12
ÍA 8 3 2 3 8:7 11
Grindavík 9 3 2 4 13:16 11
Fjölnir 9 3 2 4 14:19 11
ÍR 9 0 0 9 3:40 0
2. deild karla
Kári – Þróttur V ...................................... 3:4
Hlynur Sævar Jónsson 56., 66., Andri
Júlíusson (víti) 86. – Miroslav Babic 21.,
Hrólfur Sveinsson 57., Ingvar Ásbjörn
Ingvarsson 62., Alexander Helgason 90.
Staðan:
Leiknir F. 11 6 4 1 22:11 22
Selfoss 11 6 2 3 26:12 20
Þróttur V. 12 5 4 3 18:17 19
Vestri 11 6 0 5 14:17 18
Fjarðabyggð 11 5 2 4 18:14 17
Völsungur 11 5 2 4 13:15 17
Víðir 11 5 1 5 17:15 16
ÍR 11 4 3 4 16:15 15
Dalvík/Reynir 11 3 6 2 14:13 15
KFG 11 4 0 7 19:25 12
Kári 12 3 2 7 23:29 11
Tindastóll 11 1 2 8 10:27 5
KNATTSPYRNA
EM U19 kvenna
B-deild í Búlgaríu:
Bretland – Ísland.................................. 12:39
Serbía – Búlgaría.................................. 21:12
Lokastaðan í A-riðli: Serbía 8 stig, Búlg-
aría 5, Ísland 4, Grikkland 3, Bretland 0. Ís-
land leikur um 5.-8. sæti og mætir Finnum
á morgun.
HM U21 karla
Leikið á Spáni:
A-riðill:
Japan – Slóvenía................................... 22:29
Bandaríkin – Serbía ............................. 19:36
Túnis – Spánn ....................................... 20:26
C-riðill:
Barein – Portúgal................................ 27:29
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Brasilía – Króatía ................................. 29:33
Kósóvó – Ungverjaland ....................... 21:36
EVRÓPUDEILD
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Draumur Breiðabliks um að komast
áfram í Evrópukeppni í fyrsta sinn í
sex ár varð að engu í Liechtenstein í
gærkvöld þegar liðið heimsótti bikar-
meistara Vaduz heim í síðari við-
ureign þeirra í 1. umferð und-
ankeppni Evrópudeildarinnar í
knattspyrnu. Eftir markalausan fyrri
leik í Kópavogi vann Vaduz 2:1 á
heimavelli, fór áfram í næstu umferð
en Blikarnir fara tómhentir heim.
Fyrsta þátttaka Blika í Evrópu-
keppni síðan 2016 var því stutt, en
þremur árum þar á undan fór liðið
alla leið í þriðju umferðina sumarið
2013 og féll úr leik eftir víta-
spyrnukeppni. Það er vonandi fyrir
Blikana að þeir muni brjóta mynstrið
sem hefur myndast og þurfi ekki að
bíða í önnur þrjú ár eftir næsta tæki-
færi.
Það má segja að Blikarnir hafi tap-
að þessu einvígi í fyrri leiknum með
því að sækja ekki meira á eigin
heimavelli. Vaduz treystir gríðarlega
á heimavöll sinn og hafði aðeins tapað
einum af síðustu 13 heimaleikjum
sínum í Evrópukeppni fyrir einvígið.
Það var ansi tæpt fyrir Blika að ætla
sér að lauma inn útivallarmarki
snemma leiks í Vaduz og spila upp á
jafnteflið.
Sárabótarmark kom of seint
Blikarnir gerðu hins vegar hvað
þeir gátu með það skipulag í gær í
leik sem var mun opnari en sá fyrri.
Þó að liðið hafi ekki vaðið í dauðafær-
um er dýrt að nýta ekki þau sem gef-
ast, sérstaklega í svona leik. Sárabót-
armark Höskuldar Gunnlaugssonar í
uppbótartíma kom of seint til þess að
hleypa spennu í leikinn á ný. Það er
mark sem hefði þurft að koma í fyrri
leiknum.
Atvinnumannalið Vaduz er mjög
sterkt og spilaði nokkuð þægilega,
beið átekta eftir því að refsa og eftir
að hafa komist yfir snemma í síðari
hálfleik voru heimamenn komnir með
tak á Blikum sem þeir voru aldrei lík-
legir til þess að sleppa. Vaduz hefur
komist áfram úr fyrstu umferðinni
núna í sex ár í röð og fara þarf aftur
til ársins 2013, þegar Blikar fóru síð-
ast áfram, til þess þegar liðið féll síð-
ast út á þessu stigi keppninnar. Það
að vera frá Liechtenstein og spila í
svissnesku B-deildinni er því sann-
arlega ekki ávísun á auðveldan leik
fyrir hvaða mótherja sem er.
„Lögðum allt í sölurnar“
Gunnleifur Gunnleifsson, mark-
vörður og fyrirliði Breiðabliks, var að
snúa aftur á sinn gamla heimavöll
eftir að hafa leikið með Vaduz í
nokkra mánuði fyrir áratug. Það
gerði einnig Guðmundur Steinars-
son, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Þrátt fyrir að það hafi verið gaman
að koma aftur sagði Gunnleifur eina
markmiðið hafa verið að fara með
farseðilinn í næstu umferð í hendi.
„Við vissum að ef við skoruðum eitt
mark, sérstaklega á undan þeim,
gætum við læst okkur niður og við
vorum að kíkja eftir því. Þetta er gott
lið, þeir biðu færis og við komum
bara of seint til baka. En mér fannst
strákarnir standa sig vel og við lögð-
um allt í sölurnar í þennan leik. Það
dugði bara ekki til, því miður,“ sagði
Gunnleifur við Morgunblaðið eftir
leik.
Markið kom
viku of seint
fyrir Blika
Þurfa vonandi ekki að bíða í önnur
þrjú ár eftir næsta tækifæri í Evrópu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr leik Blikinn Andri Rafn Yeoman sækir að Gianni Antoniazzi úr Vaduz.
1:0 Mohamed Coulibaly 57.
2:0 Dominik Schwizer 79.
2:1 Höskuldur Gunnlaugsson 90.
I Gul spjöldSimani, Cicek, Schwizer (Va-
duz), Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki).
Vaduz: (3-4-3) Mark: Büchel. Vörn:
Sülüngöz, Simani, Schmid. Miðja:
Gasser (Göppel 77.), Prokopic, Gajic,
Antoniazzi. Sókn: Schwizer, Couli-
baly (Frick 80.), Cicek (Sele 86.).
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur
VADUZ – BREIÐABLIK 2:1
Gunnleifsson. Vörn: Viktor Örn Mar-
geirsson, Elfar Freyr Helgason, Dam-
ir Muminovic, Arnar Sveinn Geirsson
(Þórir Guðjónsson 80.). Miðja: Guð-
jón Pétur Lýðsson (Gísli Eyjólfsson
66.), Andri Rafn Yeoman, Alexander
H. Sigurðarson (Aron Bjarnason
74.). Sókn: Höskuldur Gunnlaugs-
son, Thomas Mikkelsen, Kolbeinn
Þórðarson.
Dómari: Genc Nuza, Kósóvó.
Áhorfendur: 837.
Vaduz vann einvígið 2:1.
Margir Íslendingar koma við sögu í 2. umferð Evrópu-
deildar karla í fótbolta sem er leikin næstu tvær vikur.
Þar verða tvö íslensk lið; Valur sem mætir Ludogorets
Razgrad frá Búlgaríu og Stjarnan sem mætir Espanyol
frá Spáni, og til viðbótar eru sjö „Íslendingalið“ með í
umferðinni.
Bröndby frá Danmörku, með Hjört Hermannsson í
vörninni, og Norrköping frá Svíþjóð, með Guðmund Þór-
arinsson á miðjunni, fóru áfram í gærkvöld. Bröndby
mætir Lechia Gdansk frá Póllandi og Norrköping mætir
Liepaja frá Lettlandi. Guðmundur lagði upp sigurmark
Norrköping gegn St. Patrick’s frá Írlandi.
Levski Sofia frá Búlgaríu, lið Hólmars Arnar Eyjólfssonar, og Malmö frá
Svíþjóð, lið Arnórs Ingva Traustasonar, fóru áfram en þeir eru báðir frá
vegna meiðsla. Levski mætir AEK Larnaca frá Kýpur og Malmö mætir
Domzale frá Slóveníu. Úr 1. umferð Meistaradeildar koma Astana frá
Kasakstan, lið Rúnars Más Sigurjónssonar, sem mætir Santa Coloma frá
Andorra, og HB frá Færeyjum, lið Brynjars Hlöðverssonar og Heimis Guð-
jónssonar, sem mætir Linfield frá Norður-Írlandi. Þá bætist AZ Alkmaar
frá Hollandi, lið Alberts Guðmundssonar, í hópinn eftir að hafa setið hjá í 1.
umferð og mætir Häcken frá Svíþjóð. vs@mbl.is
Margir íslenskir í 2. umferð
Guðmundur
Þórarinsson
Það gekk ekki nógu vel hjá Ólafíu Þórunni Kristins-
dóttur og Cheyenne Woods, sem voru saman í há-
skólaliði í Bandaríkjunum á sínum tíma, á óhefðbundnu
móti á LPGA-mótaröðinni í golfi, en í fyrsta sinn var þar
spiluð liðakeppni og léku þær saman.
Á fyrsta hring á fimmtudag fóru þær svo til með
möguleika sína á að komast áfram þegar þær spiluðu á
sex höggum yfir pari í fjórmenningi, þar sem kylfing-
arnir skiptast á að slá einn bolta. Á öðrum hring í gær
gekk aðeins betur þegar betri boltinn taldi á hverri holu,
en þær spiluðu þá á þremur höggum undir pari. Þær
komu í hús í 67. sæti af 71 liði á þremur höggum yfir
pari, en skorið var niður við fjögur högg undir pari. yrkill@mbl.is
Ólafía og Woods féllu úr leik
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.