Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
Smáauglýsingar
Bækur
Bókaveisla
Bókaveisla- 50% afsláttur af
bókum hjá Þorvaldi í
Kolaprtinu. Allt á að seljast
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Aðalbraut 24, Norðurþing, fnr. 216-7217 , þingl. eig. Maritza Esther P
Ospino, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 24. júlí nk.
kl. 11:00.
Austurvegur 1, Langanesbyggð, fnr. 222-5921 , þingl. eig. Jónas
Lárusson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 24. júlí nk.
kl. 12:30.
Túngata 28, Fjallabyggð, fnr. 213-0970 , þingl. eig. Skarphéðinn
Guðmundsson, gerðarbeiðandi Fjallabyggð, fimmtudaginn 25. júlí
nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
18 júlí 2019
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið
hús kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. s: 535 2700.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Kostning um nafn á nýja
æfingasvæðið stendur yfir. Hádegismatur kl. 11.30. Söngur kl. 13.30.
Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Föstudaghópurinn hittist kl. 10. Boccia í
setustofu 2. hæðar kl. 10. Vöfflukaffi kl. 14.30. Hádegismatur frá kl.
11.30-12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl. 14.30-15.30 alla virka
daga. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Verið hjartanlega velkomin
á Vitatorg.
Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 Félagsvist.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, föstudagsskemmtun kl. 14,
síðegiskaffi kl. 14.30. Uppl í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, spilað í króknum kl. 13.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó
kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur í Stangarhyl 4, sunnu-
dagskvöld 21. júlí kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum.
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Pálmi FreyrÓskarsson
fæddist í Reykjavík
13. júní 1974. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun í Vest-
mannaeyjum 7. júlí
2019.
Faðir hans er
Óskar Jakob Sig-
urðsson, f. 19. nóv-
ember 1937, vita-
vörður og veður-
athugunarmaður á Stórhöfða, og
móðir Valgerður Benedikts-
dóttir, f. 17. júlí 1943 á Þorpum í
Strandasýslu, d. 13. maí 1992.
Systir sammæðra er Matthildur
Eiríksdóttir, f. 19. maí 1967.
Börn hennar 1) Elva
Dögg Tórshamar, f.
17. október 1984.
Börn hennar Leó
Breki, f. 2. janúar
2007, og Guðrún
Myrk, f. 9. október
2014. 2) Telma Ýr
Tórshamar, f. 23.
júlí 1987. 3) Davíð
Þór Halldórsson, f.
27. maí 1994, og 4)
Andri Már Hall-
dórsson, f. 27.maí 1994.
Pálmi var veðurathugunar-
maður á Stórhöfða til 2013.
Útför Pálma Freys fer fram
frá Landakirkju í dag, 19. júlí
2019, klukkan 14.
Ég hitti Pálma fyrst þegar ég
kom á Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum til að sinna eftirliti fyrir
Veðurstofuna ásamt fleirum.
Faðir hans, Óskar vitavörður,
tók á móti okkur á sinn kyrrláta
hátt og ég áttaði mig ekki á því
fyrr en eftir nokkra stund að
hann var ekki einn í húsinu: Í
dyragættinni stóð allt í einu há-
vaxinn ungur fríðleiksmaður
með eldrautt hár. Það var Pálmi
Freyr.
Saga feðganna er um margt
einstök. Pálmi var fjórði ættliður-
inn sem sinnti veðurathugunum á
Stórhöfða og mengunarmælingar
bættust við 1991. Við Óskar rökt-
um saman ættir okkar og höfum
haldið vinskap æ síðan. Ég vildi
kynnast unga manninum betur en
hann hélt sig til hlés. Þó birti yfir
honum eitt sinn, þegar nýr söfn-
unarbúnaður kom á staðinn:
„Þetta er bara tveggja manna
verk,“ sagði Pálmi og renndi
hýru auga til föður síns.
Eitt sinn kom Pálmi í heim-
sókn til okkar hjónanna í Mosó
en þá vildi svo til að bíll á hlaðinu
var að verða rafmagnslaus og ég
fékk Pálma með mér í ökuferð til
að hlaða bílinn. Þetta varð hin
þægilegasta samverustund og
mér þótti vænt um að ungi mað-
urinn skyldi segja frá sorgum og
gleði. „Þetta er svolítið sérstakt
hjá okkur pabba í Stórhöfða.“
Auðvitað maldaði ég í móinn og
benti á hvað þetta væri heillandi,
þetta einstaka líf úti við hafið og
öll þessi veðrabrigði sem þeir
einir þekkja svo vel. „Fólki finnst
þetta skrítið, ég finn það alveg.“
Aldrei kynntist ég Pálma vel
en ég veit að hann æfði körfu-
bolta, átti ógrynni kvikmynda,
hlustaði á tónlist og lét sig
dreyma um að verða plötu-
snúður. Hann vildi taka þátt á
bak við tjöldin; sú hugmynd féll
hans hlédrægu sál vel í geð. „En
það verður aldrei,“ bætti hann
við, raunsær á eigin aðstæður.
„Segðu engum.“
Eitt hreif Pálma mest, vakti
glóð í augum hans og öllu fasi:
Það voru fuglarnir. Þeim feðgun-
um kom ekki alltaf vel saman,
frekar en nokkrum öðrum sem
deila daglegum kjörum. En ástin
til fuglanna batt þá sterkum
böndum; hvort heldur ókjör snjó-
tittlinga á blettinum fyrir utan
vitavarðarhúsið, lundapysjurnar
sem bjargað var af götum bæjar-
ins um miðja nótt, æðarkollurnar
sem fengu fylgd með ungana sína
út að hafinu eða sjófuglar sem
fóstraðir voru innandyra eftir
hrakningar. „Eina nóttina söfn-
uðum við svona mörgum pysjum,
það var met,“ sagði Pálmi og ég
dró það ekki í efa.
Að lokum fjaraði undan störf-
unum á Stórhöfða og það var hart
að engin stofnun, né nokkur
áhugasamtök, komu þar á fót al-
þjóðlegri rannsóknarstöð í nátt-
úruvísindum. Það var þó draumur
feðganna og staðurinn verðskuld-
aði það.
Heimsmethafinn í vitanum
flutti upp á land og eftirlét syni
sínum bæði íbúð og bíl. Pálmi ól
allan aldur sinn í Vestmannaeyj-
um og lézt þar fyrir aldur fram
eftir erfið veikindi sem þó stóðu
ekki yfir nema rúmt ár. Tómleiki
aldraðs föður verður mikill og
sorgin sár. Blessuð sé minning
þess pilts sem hélt í bernskuna og
ást til hafsins og fuglanna, alla tíð.
Guð styrki Óskar. Guð blessi
Matthildi og Erlu og Gunnar og
alla hina sem reyndust honum svo
vel.
Jóhanna M. Thorlacius.
Pálmi Freyr
Óskarsson
✝ Anna JónaÁgústsdóttir
fæddist á Ísafirði
þann 22. apríl 1943.
Hún lést 8. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ína Bjarnadóttir, f.
16. maí 1911, d. 6.
desember 1988, og
Ágúst G. Jörunds-
son, f. 6. nóvember
1906, d. 19. maí 1964.
Anna Jóna var yngst þriggja
systkina. Elst var Sigríður
Ágústsdóttir, f. 19. desember
1934, d. 26. desember 2016, og
þá Úlfar Ágústsson, f. 3. júlí
1940.
Eiginmaður Önnu Jónu er
Birgir Smári Ólason, f. 23.
nóvember 1940. Foreldrar hans
voru Óli Pétursson, f. 14. apríl
1901, d. 21. október
1988, og Sveinsína
Vigdís Jakobs-
dóttir, f. 21. janúar
1909, d. 5. maí
1983.
Anna Jóna og
Birgir eignuðust
þrjár dætur. Þær
eru: 1) Sigríður
María, f. 30. janúar
1961. 2) Guðmund-
ína, f. 16. desember
1965, maki Björn Sævarsson, f.
26. maí 1959. Þeirra börn eru
Birna Rebekka, f. 1986, Birgir
Ágúst, f. 1988, og Björn Sævar,
f. 1990, og 3) Harpa Dís, f. 1. júní
1970. Börn Ágúst, f. 1995, og
Arnar, f. 2000, Ásmundssynir.
Barnabarnabörnin eru fimm.
Útför Önnu Jónu fer fram frá
Lindakirkju í dag, 19. júlí 2019,
klukkan 13.30.
Elsku amma mín. Það hefur
einhvern veginn alltaf verið svo
óraunverulegt að það ætti eftir
að koma að þeim degi að ég
þyrfti að kveðja þig í síðasta
skipti. Ég er ekki viss um að ég
sé enn búin að átta mig á því að
þú sért farin og ef til vill á mér
alltaf eftir að finnast þú vera hjá
mér vegna allra ljúfu, yndislegu,
skemmtilegu og skondnu minn-
inganna sem ég á um þig.
Ég man eftir öllum notalegu
stundunum hjá þér og afa á Ás-
brautinni. Þær voru ófáar gisti-
næturnar sem ég lá í hlýjunni og
örygginu á milli þín og afa. Þið
strukuð fæturna á mér og ég var
ekki orðin há í loftinu þegar ég
gaf ykkur þá formlega, þú amma
áttir hægri fótinn og afi átti þann
vinstri. Það er ekki langt síðan
við rifjuðum þetta upp síðast og
auðvitað verður þessi samningur
í gildi um ókomna tíð.
Ég gleymi aldrei öllum ferð-
unum í Þjórsárdalinn í hjólhýsið
ykkar afa. Þar var alltaf svo
margt um að vera. Ný ævintýri á
hverjum degi sem þú skráðir
samviskusamlega niður í dagbók
sem alltaf var hægt að glugga í.
Oft var hlegið að því þegar ég og
strákarnir vorum að vaða í ánni
með afa. Við hittum lögguna sem
bauð okkur far yfir ána til baka.
Strákarnir vildu vaða meira, en
prinsessan hún Birna, eins og þú
orðaðir það, þáði að sjálfsögðu
farið í löggubílnum.
Ætli ég sé ekki ein af fáum
sem geta minnst þess þegar
amma skutlaði mér á fyrsta
stefnumótið, blint stefnumót í
Laugarásbíó. Mér fannst ekkert
eðlilegra, þú varst mjög töff
amma. Hversu margar ömmur
ætli hafi haft stórt innrammað
áritað veggspjald af Páli Óskari
á eldhúsveggnum sínum?
Ég er svo þakklát fyrir hvað
þú og María, unnusta mín, voruð
góðar vinkonur. Þegar ég var að
kynnast henni sagðirðu mér að
ef einhver ætlaði að vera með
leiðindi við mig vegna þess að ég
væri í sambandi með konu
myndirðu sparka í viðkomandi.
Ég hugsa að þú hefðir staðið við
það amma. Þú passaðir alltaf svo
vel upp á þitt fólk.
Fátt sem hefur glatt mig eins
mikið og að fá að sjá þig fylgjast
með langömmubörnunum þínum.
Þau veittu þér svo mikla gleði
enda elskuðu þau að koma til
þín. Ég á eftir að sakna þess að
sækja Önnu Mundu á leikskól-
ann og koma beint til þín í spjall
við eldhúsborðið. Við sátum svo
oft þar og þú naust þess að virða
hana fyrir þér og hlusta á hana.
Það situr í mér þegar þú sagðir
við mig að þú óskaðir þess að
geta fengið að fylgjast með henni
í framtíðinni en þú vissir að þú
fengir það ekki. Þetta stakk í
hjartað. En alveg er ég nú viss
um það, elsku amma mín, að þú
finnur leið til að fylgjast með
okkur, þú hefur alltaf verið fær
um ótrúlegustu hluti. Ég passa
hana nöfnu þína og hlakka til að
segja henni fyndnar, skemmti-
legar og ljúfar sögur af lang-
ömmu sinni. Við höldum þessum
notalegu stundum áfram við eld-
húsborðið hjá afa.
Ég mun sakna þín meira en
orð fá lýst.
Takk fyrir allt elsku amma
mín og guð geymi þig.
Þín
Birna Rebekka.
Elsku amma.
Við kveðjum þig með mikla
sorg í hjarta, en svo miklu þakk-
læti fyrir tímann sem við feng-
um með þér. Þú varst einstök
kona og við höfum öll lært svo
margt af þér. Þú elskaðir ekkert
meira en fjölskyldu þína og
tókst nýjum meðlimum alltaf
opnum örmum.
Þú bjóst þér til ríkidæmi í
fjölskyldu þinni, og ekkert til-
efni var of lítið til að kalla fjöl-
skylduna saman og njóta ná-
vista hvert annars. Að kveðja
þig er eitt af því erfiðara sem
við höfum gert, en við njótum
huggunnar í því sem þú skilur
eftir þig. Við erum öll mótuð af
þér að miklu leyti og heyrum
rödd þína hvert sem við förum.
Takk fyrir að vera þú, elsku
amma.
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(J.K.)
Hvíl í friði og við vitum að þú
vakir yfir okkur öllum.
Björn Sævar, Anna
Lind, Daníel Máni,
Emilía Lind og
Rebekka Dögg.
Eins og marglit blóm á engi
óendanleikans
er kærleikur hugsana minna
til þín.
Þú sem ert látin
farin á braut hins óþekkta
sem okkur eftirlifendum er hulið.
Dýrmætar minningar líða hjá
árin okkar saman.
Brosið þitt og faðmur þinn svo hlýr
þú bara þú.
En hér er ekkert sem sýnist
í gjörningaþoku og sárustu sorgum.
En þar sem þú ert
er ég hjá þér
í huga mínum og sinni.
Óskirnar fljúga víða
um alheimshimna
í ljóðinu mínu um þig
þessi tæra fegurð kærleikans
sem er það göfugasta og besta
í mannssálinni.
Kær vinkona úr bernsku á
Ísafirði er farin en í huga mín-
um og hjarta geymi ég fallegar
minningar. Kæri Birgir og
dætur. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð við fráfall eigin-
konu og móður.
Sigríður Ósk Óskarsdóttir.
Við hjónin kynntumst Önnu
Jónu sem mömmu hennar
Mundu vinkonu okkar þegar við
vorum ung með þrjú lítil börn.
Við fórum að fara í útilegur
saman, Munda, Bjössi og börn
og við með okkar kiðlinga. Þá
var svo auðvelt og gott að fara
bara í Þjórsárdalinn til Önnu
Jónu og Bigga þar sem þau
höfðu hjólhýsið sitt. Okkur
Sigga var alltaf tekið eins og við
tilheyrðum fjölskyldunni og ég
held að okkur hafi bara fundist
það vera satt og rétt. Anna Jóna
var höfuð fjölskyldunnar á
margan hátt, hún var ákveðin
og hreinskilin með allt og dró
aldrei neitt undan. Það er hress-
andi að kynnast svoleiðis fólki.
Við vorum margar helgarnar í
gamla daga á lóðinni hjá þeim
hjónum á Tanganum. Seinna
keyptum við okkur hjólhýsi í
Þjórsárdal og það gerðu þau
líka Munda, Bjössi og Sigga
Mæja. Samskiptin voru því ansi
mikil áfram. Anna Jóna elskaði
að syngja og að taka í gítar var
ekki leiðinlegt heldur. Það var
oftar en ekki sungið mikið um
helgar hjá Önnu Jónu og Bigga,
já eða hjá Siddí systur Önnu
Jónu og Hödda. Samgangur
okkar minnkaði svo aðeins eftir
því sem árin liðu og fjölskyldur
okkar stækkuðu.Við Munda
urðum sjálfar ömmur og svo
framvegis. Nú trúum við því að
Anna Jóna okkar sé búin að
hitta Siddí systur eins og hún
kallaði hana alltaf. Við getum
sem best trúað að gítarspil og
söngur heyrist bráðum í Sum-
arlandi. Við söknum vinkonu og
vottum Bigga okkar, Siggu
Mæju, Mundu, Hörpu Dís og
allri fjölskyldunni alla okkar
samúð. Við vitum að minningin
mun lifa meðal allra sem hana
þekktu
Áslaug og Sigurður (Siggi).
Anna Jóna
Ágústsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Önnu Jónu Ágústs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.