Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
✝ Katrí RaakelTauriainen
fæddist 29. maí
1960 í bænum Kuu-
samo í Finnlandi.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 10. júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Maija An-
nikki Tauriainen, f.
26. febrúar 1941,
og Viljo Tauri-
ainen, f. 13. ágúst 1937, d. 27.
mars 1986. Systkini Katríar eru
Riita Elina, f. 12. júní 1961, d.
27. mars 2015, Kai Tapio, f. 14.
júlí 1963, og Saara Maria, f. 5.
febrúar 1966.
Fjölskyldan flutti til Svíþjóð-
ar þegar Katrí var fimm ára
gömul. Árið 1981 kynntist
Katrí eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi Rúnari Guð-
mundssyni, f. 5. apríl 1959, sem
var þá búsettur í Svíþjóð. Þau
fyrstu íbúð á Barónsstíg árið
1985, þau fluttu síðan í Hafnar-
fjörðinn árið 1990 á Suður-
vanginn. Árið 1999 byggðu þau
sitt fyrsta hús á Kjóahrauni í
Hafnarfirði. Árið 2007 byggðu
þau sitt annað hús ásamt börn-
unum sínum og Brynju tengda-
dóttur í Brekkuásnum í Hafnar-
firði. Þar býr öll fjölskyldan
saman, börn og barnabörn
þeirra hjóna, í þremur íbúðum.
Katrí var lærður leikskóla-
kennari frá Svíþjóð og starfaði
hún meðal annars sem leik-
skólastjóri á leikskólanum
Sælukoti. Katrí var mikill
fagurkeri og hún hafði gríðar-
legan áhuga á innanhúss-
hönnun. Hún hóf störf í versl-
uninni Habitat fyrir aldamótin
2000. Árið 2004 fór Katrí í nám
til Stokkhólms og lærði stílist-
ann. Í framhaldi af því fór hún
að starfa hjá Tekk Company og
síðan hjá Fakó þar sem hún
starfaði fram að greiningu.
Katrí greindist með mergæxli
vorið 2017.
Útför Katríar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
fluttu til Íslands
árið 1983 og voru
búsett á Íslandi eft-
ir það en ferðuðust
oft til Svíþjóðar og
Finnlands. Katrí og
Rúnar giftu sig í
Svíþjóð árið 1987.
Þau eignuðust þrjú
börn: 1) Sigurður
Marcus Guðmunds-
son, f. 1984, unn-
usta hans er
Brynja Einarsdóttir, f. 1986.
Synir þeirra eru Victor Flóki
Marcusson, f. 2010 og Ólíver
Fróði Marcusson, f. 2015. 2)
Guðmundur Róbert Guðmunds-
son, f. 1988, og 3) Saara An-
nikki Guðmundsdóttir, f. 1991.
Sambýlismaður hennar er Sím-
on Grétar Björgvinsson, f.
1992, og eiga þau eina dóttur,
Amelíu Rakel Símonardóttur, f.
2018.
Katrí og Rúnar keyptu sína
Elsku besta mamma mín, ég
sakna þín svo óendanlega mikið.
Ég á svo erfitt með að trúa því að
þú sért farin frá okkur og að ég
fái aldrei að sjá þig aftur. Ég er
svo sár og reið yfir því að þú
þurftir að greinast með þennan
hræðilega sjúkdóm og upplifa
þessa erfiðu tíma síðastliðin tvö
ár. Lífið getur verið svo ósann-
gjarnt, en ég ætla að reyna að
vera sterk, jákvæð og bjartsýn
eins og þú ávallt varst. Ég og þú
vorum svo nánar, þú varst ekki
bara mamma mín heldur líka mín
allra besta vinkona. Þú varst
besta mamma sem nokkur gæti
hugsað sér, alltaf svo góð við mig
og umvafðir mig með ást og
hlýju. Þú hvattir mig áfram í öllu
sem ég tók mér fyrir hendur og
sýndir því mikinn áhuga. Þú
hefur kennt mér svo margt um
lífið og tilveruna sem ég mun
varðveita alla mína ævi. Ég gat
alltaf leitað til þín, sama hvað það
var. Þú varst alltaf tilbúin með
lausnir og ráð. Óteljandi dýr-
mætar minningar koma upp í
huga mér þegar ég minnist þín.
Allar utanlandsferðirnar sem við
fjölskyldan fórum í, sumarbú-
staðaferðirnar og útilegurnar.
Við fórum svo oft á kaffihús sam-
an og í húsgagna- eða fataversl-
anir. Ég mun sakna þess að geta
ekki gert þessa hluti áfram með
þér. Þegar ég rifja upp allar
minningarnar okkar saman þá er
mér sérstaklega ofarlega í huga
þegar ég, þú og pabbi fórum sam-
an til Krítar og óskað var eftir
sjálfboðaliða. Þú varst auðvitað
fyrst til að bjóða þig fram. Ég var
þá á hápunkti gelgjunnar og fór
alveg hjá mér þegar þú varst lát-
in dansa uppi á borði á veitinga-
staðnum. Þetta lýsir þér svo vel,
hversu opin og hress þú varst.
Þú varst alltaf svo kát og glöð,
þegar ég hugsa til þín sé ég fal-
lega brosið þitt og heyri eftir-
minnilega hláturinn þinn. Þú
hefur allt þitt líf verið svo dug-
leg, ég hef aldrei skilið hvaðan
þú fékkst alla þessa orku. Það
var eins og þú ættir fleiri
klukkustundir í sólarhringnum
heldur en aðrir. Þú vaknaðir allt-
af eldsnemma og nýttir hverja
einustu mínútu í sólarhringnum.
Þú vildir hafa nóg fyir stafni og
þegar einu verkefni var lokið þá
varst þú strax farin að plana
hvað þú ættir að gera næst. Fjöl-
skyldan þín og vinir þínir voru
þér afar mikilvæg og þú hugsaðir
alltaf svo vel um alla sem þér
þótti vænt um.
Ég er svo þakklát fyrir það að
Amelía Rakel, dóttir mín, fékk
þau forréttindi að fá að hitta þig
og að þú hafir verið viðstödd
skírnina hennar og fengið nöfnu.
Þú varst besta mummo (amma) í
heimi. Ég mun deila með Amelíu
Rakel og komandi börnum í
framtíðinni öllum þeim frábæru
minningum sem ég á um þig og
kenna þeim allt það sem þú
kenndir mér. Elsku mamma, þú
kunnir svo sannarlega að njóta
lífsins og lifa lífinu. Þú ert og
verður alltaf mín stærsta fyrir-
mynd. Ég vil þakka þér fyrir lífið
sem þú gafst mér, allt það sem þú
hefur kennt mér, gert fyrir mig
og með mér. Eftir sitja dýrmætar
minningar um heimsins bestu
mömmu og mummo. Minning þín
mun lifa með okkur að eilífu. Ég
elska þig svo mikið, elsku besta
mamma mín. Sjáumst síðar, þeg-
ar minn tími kemur.
Þín dóttir,
Saara.
Móðir mín elskulega kæra
sú sem í 9 mánuði gekk með mig.
Hefur allt gott fram að færa
og aldrei mun ég særa þig.
Allt vill hún fyrir aðra gera
og hjálpa til í gegnum súrt og sætt.
Á öllum stöðum í einu vill hún vera
og á svipstundu er móðir mín mætt.
Upplifað hefur margt og mikið
og stendur enn upprétt eftir það.
Sjálfstraust hennar er gott fyrir vikið
og í vanda aldrei um hjálp hún bað.
Hún hefur verið mér til halds og
trausts
og kennt mér muninn á réttu og
röngu.
En hlutverk móður aldrei þú braust
og hefur hjálpað mér í minni lífs-
göngu.
Þursi (1981)
Elsku mamma mín, við
sjáumst síðar.
Sigurður Marcus
Guðmundsson.
Elsku Katrí, mín elskaða
tengdamóðir, óskaplega er erfitt
að þurfa að kveðja þig núna. Ég
gleymi aldrei þegar ég kom fyrst
til ykkar á Kjóahraunið, heimilið
það fallegasta sem ég hafði séð.
Þú varst algjör töffari í einu og
öllu. Heimilið þitt svo fallega stíl-
iserað og þú sjálf alltaf svo vel til
fara. Þú varst alltaf langt á undan
tískustraumum og það var alltaf
allt svo flott og öðruvísi hjá þér.
Þú brostir breiðast af öllum og
hláturinn þinn svo einstakur og
fallegur og alveg ferlega smit-
andi. Alltaf svo jákvæð og glöð og
ég man hvað mér þótti magnað
hvað allt gekk smurt fyrir sig á
heimilinu ykkar tengdapabba.
Skipulagðari og duglegri mann-
eskju er erfitt að finna, það kom-
ast fáir með tærnar þar sem þú
hafðir hælana í þeim efnum.
Þú varst mikil ævintýramann-
eskja og þér þótti svo gaman að
ferðast. Þú varst alltaf að skoða
ferðir og koma með hugmyndir
handa okkur fjölskyldunni en ég
hef þann heiður að hafa farið
nokkrum sinnum með þér til út-
landa, bæði að heimsækja fjöl-
skylduna til Svíþjóðar og líka í
sólina á Spáni. Þessar ferðir
geyma ótal verðmætar minning-
ar. Ég veit ekki hversu oft ég hef
sagt að ég gæti ekki verið heppn-
ari með tengdaforeldra. Það var
aldrei erfitt að búa í sama húsi og
í dag er ég svo þakklát fyrir allan
þennan tíma sem við fengum
saman. Óteljandi kaffibollar og
spjall um allt og ekkert, það var
svo gott að koma upp og tala við
þig. Þú hlustaðir svo vel og þú
sýndir manni fulla athygli og svo
var alltaf mjög stutt í grínið og
hláturinn. Þú varst besta
mummo (amma) sem hægt er að
hugsa sér. Þú og Victor Flóki
voruð svo góðir vinir og þú gerðir
allt fyrir hann. Þvílík forréttindi
að fá að alast upp í sama húsi og
besta mummo og besti afi. Það er
ómetanlegt allt það góða sem þú
gerðir fyrir barnabörnin þín.
Þetta gerðist alltof hratt í lok-
in. Þú varst búin að hrista erfið
veikindi ansi oft af þér á síðustu
árum en því miður gat líkaminn
ekki meir. Þvílíkur barráttuvilji
sem þú sýndir í gegnum öll veik-
indin, þú gafst aldrei upp.
Elsku Katrí, ég veit að þú ert
núna á góðum og fallegum stað
þar sem þér líður vel. Takk fyrir
síðustu 18 ár, takk fyrir að vera
besta mummo sem hugsast getur
fyrir strákana okkar og takk fyr-
ir að vera mín helsta fyrirmynd
og kenna mér að lifa lífinu. Elska
þig til Sumarlandsins og alla leið
til baka. Ástarþakkir,
Brynja Einarsdóttir.
Elsku besta mummo, þú varst
besta amma (mummo) í heimi.
Alltaf svo skemmtileg og gerðir
svo margt fyrir mig. Við vorum
alltaf að spila fótbolta í stofunni
og fórum líka oft á vellina við
Hvaleyrarvatn að spila fótbolta,
ég elskaði það. Þú varst alltaf að
leika við mig og gera eitthvað
skemmtilegt saman. Ég elskaði
að koma upp til þín og afa. Þar
mátti ég allt og það var oftast til
ís í frystinum.
Þú varst alltaf að gefa mér
eitthvað fallegt, það eru bara
nokkrar vikur síðan þú gafst mér
pening á spítalanum og sagðir
mér að kaupa flottan bol í stíl við
nýju vans-skóna mína.
Elsku mummo, ég sakna þín
svo mikið. Vonandi sé ég þig aft-
ur seinna. Mummo, ég elska þig.
Victor Flóki Marcusson.
Ég man ljóslega eftir því þeg-
ar við hittumst í fyrsta sinn, þeg-
ar þú opnaðir dyrnar að leikskól-
anum Sælukoti, Skerjafirði
birtist fögur stúlka, tignarleg
með kankvíst bros á vör. Þá hófst
Katrí Raakel
Tauriainen
✝ Olga SteinunnWeywadt Stef-
ánsdóttir fæddist í
Reykjavík 18. ágúst
1975. Hún lést 1.
júlí 2019 á líknar-
deild LSH í Kópa-
vogi.
Foreldrar Olgu
eru þau Stefán
Ólafsson rafvirkja-
meistari, f. 3. maí
1946, og Sigurlína
Axelsdóttir húsmóðir, f. 27. maí
1949. Bróðir hennar er Ólafur
Weywadt, f. 30. júní 1971.
Eiginmaður Olgu er Gísli Álf-
geirsson, f. 8. apríl 1980, börn
þeirra eru Sóley Diljá Sigurðar-
dóttir, f. 2. júlí
1997, Stefán Sæv-
ar, f. 20. nóvember
2005, og Gísli Snær.
f. 3. janúar 2008.
Olga lauk kenn-
araprófi frá HÍ og
starfaði við kennslu
í Reykjavík og Sví-
þjóð.
Hún var mikil
knattspyrnukona
og spilaði knatt-
spyrnu í gegnum árin með
kvennaliði ÍBV, FH, Val, KR og
úrvalsdeildarliði í Danmörku.
Útför Olgu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19. júlí
2019, klukkan 15.
Elsku engill, besti vinur, kær-
asta, eiginkona, móðir barna
minna, núna ertu farin frá okkur.
Síðustu dagar hafa verið svo erf-
iðir, söknuðurinn svo mikill.
Allt byrjaði þetta árið 1998, þá
sá ég þessa fallegu snót, ég varð
strax hrifinn, man ennþá stað,
stund og hvernig þú varst klædd.
Þetta fallega bros, hlátur og ork-
an sem kom með þér. Seint það
ár byrjum við saman, þú varst 5
árum eldri en ég, þó þú segðir
foreldrum þínum að ég væri jafn-
gamall þér. Þú áttir yndislega
fallega stelpu, hana Sóleyju
Diljá. Ég held að móður minni
hafi ekki litist á blikuna að 18 ára
unglingurinn sem gæti vart séð
um sjálfan sig færi að ala upp
barn. Þannig að þarna varst þú
gullfalleg 23 ára með 2 börn.
En þú sem ert svo kraftmikil,
æfir fótbolta, ferð í Kennarahá-
skólann, rekur mig líka í gegnum
nám, kaupum íbúð. Olga var svo
orkumikil og samviskusöm, hún
er erfiðasti æfingafélagi sem til
er, því hún gerði alltaf það sem
átti að gera og yfirleitt smá í við-
bót, það endurspeglaði lífið henn-
ar því hún lifði alltaf 110%. Árið
2003 flytjum við til Danmerkur,
þaðan til Svíþjóðar 2009 og aftur
til Íslands 2017. Á þessum tíma
fjölgum við mannkyninu, fyrst
kemur Stefán Sævar og síðar
Gísli Snær. Við giftum okkur og
kaupum hús í Svíþjóð. Í janúar
2013 gerist það sem breytir lífi
okkar, Olga greinist með krabba-
mein í brjósti. Ég man ennþá
hvað það var vont að heyra það,
en við bæði svo miklir keppnis-
menn að þetta var aldrei spurn-
ing, við myndum vinna þetta.
Olga fer í lyfjameðferð, upp-
skurð, brjóstið tekið og síðan í
geislameðferð. En krafturinn
sem hún hafði, hún hjólaði í
geislameðferðina 15 km og
höfðu læknarnir aldrei heyrt
annað eins. Á sama tíma tökum
við til í okkar lífi, ég þroskast
smá og förum að lifa lífinu
meira. Árið 2015 fáum við að vita
að meinið hafi tekið sig upp og
búið að dreifa sér í höfuð, lifur
og bein. Árin 2015 til 2017, þegar
við flytjum til Íslands, einkenn-
ast af því að skapa minningar
fyrir okkur, við ferðuðumst út
um allt, héldum skemmtileg boð
og vorum með öllum sem við
elskum. Um áramót 2017 vorum
við ekki að flytja til Íslands en 2.
janúar vorum við búin að ákveða
að á Íslandi myndum við eyða
síðustu árunum saman. Þessi
tími er búinn að vera yndislegur
með fjölskylduna og vini allt í
kringum okkur, en líka mjög erf-
iður, það dró meir og meir af
Olgu minni. Í september 2018
fær hún heilablæðingu, við erum
kölluð niður á spítala til að
kveðja hana. Sólarhring seinna
er hún vöknuð og heimtar coca
cola, enginn drekkur gos í fjöl-
skyldunni. Viku seinna erum við
að kveðja hana aftur því hún
þarf að fara í erfiða heilaskurð-
aðgerð. Hún dvelur á spítalan-
um í nokkrar vikur og kemur
svo heim. Stefán Sævar fermist
14. apríl og héldum við veisluna
deginum áður, þá áttum við og
hún frábæran dag með fjöl-
skyldu og vinum. Eftir ferm-
ingardaginn fór þróttur og mátt-
ur hratt niður og lést engillinn
minn 1. júlí.
Olga var sterkasta manneskja
sem ég hef þekkt, hún var aldrei
reið eða sár út í lífið og veik-
indin, hún lifði lífinu til fullnustu
alla daga. Við Olga áttum frá-
bærar stundir og erfiðar líka, við
erum bæði eldmerki þannig að
rifrildin gátu verið þung en ástin
var sterkari. Þú varst mér eitt
og ert mér allt, elsku engillinn
minn, við elskum, dýrkum þig og
dáum.
Þinn
Gísli, Sóley Diljá, Stefán
Sævar og Gísli Snær.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Góða ferð,
mamma og pabbi.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar.
Þakklæti og trú.
Þessar ljóðlínur Ingibjargar
Gunnarsdóttur komu upp í huga
mér þegar ég hugsaði um hvern-
ig ég gæti kvatt elskulegu Olgu,
sem fór svo alltof fljótt eftir að
hafa barist við erfið veikindi. Það
er með miklum söknuði og sorg í
hjarta sem ég minnist tengda-
dóttur minnar sem ætti að vera
hjá okkur í blóma lífsins.
Fyrir um tuttugu og einu ári
heillaði hún son minn og var þar
með komin til lífstíðar inn í fjöl-
skylduna. Hún kom svo sannar-
lega á sinn hátt, opin og frjálsleg,
með skottuna hana Sóleyju Diljá
með sér og þær mæðgur heilluðu
samstundis alla fjölskylduna.
Olga og Gísli fluttu til Dan-
merkur og bjuggu þar í 6 ár. Þar
stækkaði fjölskyldan, tveir
drengir bættust í hópinn, þeir
Stefán Sævar og Gísli Snær. Eft-
ir að hafa gengið í hjónaband,
stækkað fjölskylduna og notið
lífsins fluttu þau frá Danmörku
til Svíþjóðar og bjuggu þar í 8 ár.
Að vera traust, heiðarleg,
vinur vina sinna og endalaust góð
mamma lýsir Olgu best. Tryggð
hennar og vinátta sýndu sig ekki
síst í vinahóp hennar úr Breið-
holtinu, en vináttan innan hóps-
ins er einstök og öll standa sam-
an í einu og öllu.
Olga var fótboltakona af lífi og
sál og fór í leikinn til að vinna og
spila hann til enda. Árin eftir að
hún greindist með krabbamein
voru eins og fótboltaleikur. Hún
spilaði allar stöður á vellinum og
síðustu mánuðina var hún í marki
og varði hvert hörkuvítaskotið á
fætur öðru þar til yfir lauk.
Í byrjun janúar 2013 kom
greiningin; að Olga væri með
brjóstakrabbamein, en hún var
búin að finna fyrir veikindum.
Þetta var mikið reiðarslag fyrir
fjölskylduna og breytti lífi þeirra
á allan hátt. Fyrir tveimur árum
flutti fjölskyldan til Íslands og
hóf nýtt líf. Þannig gáfu þau okk-
ur, fjölskyldunni sem á Íslandi
býr, tækifæri til að taka þátt í líf-
inu með þeim, sem við erum
óendanlega þakklát fyrir.
Ég vil þakka öllum sem önn-
uðust Olgu og aðstoðuðu í veik-
indum hennar, sérstaklega
starfsfólki líknardeildarinnar í
Kópavogi og öðru hjúkrunar-
fólki.
Elsku Olga, takk fyrir allt,
yndislegu barnabörnin þrjú sem
þú gafst mér; ég mun gæta
þeirra eins og ég best get og
passa upp á stóra Gísla.
Þín tengdó,
Eygló.
Elsku hjartahlýi töffarinn
okkar. Húmoristinn, rokkarinn,
orkuboltinn og fótboltasnilling-
urinn okkar. Hvernig á að vera
hægt að sætta sig við orðinn
hlut? Tilhugsunin um þig á fal-
legri stað, mundandi pensilinn
við trönurnar með kristal í gleri í
hinni, í Olgubuxum og hauskúpu-
bol (sem betur fer varstu nú
vaxin upp úr Michael Jackson-
jakkanum …) yljar okkur þó. Í
bakgrunninum hljóma Guns n’
Roses, Bubbi eða góð vinkona
okkar hún Pink. Mildar sú til-
hugsun að einhverju leyti sorg
okkar en minnkar að engu leyti
það stóra skarð sem nú er höggv-
ið í okkar dýrmæta vinahóp.
Þvílíkur happdrættisvinning-
ur það var þegar við kynntumst
og hnoðuðum saman einn af
skrautlegri vinahópum sem
Ölduselsskóli hafði nokkru sinni
alið. Mesta kaldhæðnin fólst svo
að sjálfsögðu í því að eftir allar
þær þrekraunir sem lagðar voru
á okkar misþolinmóðu kennara á
þessum árum, þá varðstu sjálf
kennari með orkuna þína og já-
kvæðni að vopni. Ekki nóg með
það að þú hafir gerst kennari
heldur kenndir þú ekki bara á Ís-
landi heldur líka í Danmörku og
seinna Svíþjóð. Kom þetta okkur
öllum mjög á óvart þar sem
danska var nú alls ekki þitt uppá-
haldsfag! Það sem var brallað á
þessum tíma. Útilegur í Þórs-
mörk, gítarspil og söngur við
skólasundlaugina (sem við stál-
umst af og til í utan opnunartíma
þar til löggan kom), hangs í Ísseli
með mjólkurhristing, örbylgju-
samlokur og Íscola, því í þá daga
var nú engin félagsmiðstöð til
staðar.
Óhrædd varstu ávallt við ný
ævintýri, hvort sem það var á Ís-
landi, í Bandaríkjunum, Dan-
mörku eða Svíþjóð, enda úr
Breiðholtinu og því vel nestuð af
vænum skammti af „attitjúdi“ og
hreifst alla með þér hvert sem þú
fórst. Ófeimin en einlæg, hávær
en hógvær, huguð og hugulsöm.
Alla þessa kosti er í dag svo
ómetanlegt að sjá í börnunum
þínum og hlökkum við til að
fylgjast með þeim vaxa og dafna
og fá jafnframt að vera á hlið-
arlínunni. Aldrei léstu koma þér
úr jafnvægi, varst alltaf flottust,
hvort sem var í tauinu eða bara
Olga Steinunn
Weywadt
Stefánsdóttir